Helgarpósturinn - 26.06.1995, Side 8
FRETTIR
Sturla með kvittunina. Hann segir að lögfræðistofan hafi
leitað allra ráða til að hækka kröfuna sem mest.
Sjómaður í klóiiuiukkara
„Ég segi gjarnan um
þetta mál að þar hafi ein
fjöður orðið að fimmtíu
hænum,“ sagði Sturla Már
Jónsson, 35 ára sjómaður
sem gerir út
sex tonna
bát, Láru GK-
36 frá Pat-
r e k s f i r ð i.
Sturla átti að
greiða skipa-
gjöld vegna
ársins 1993 á
Ólafsvík en
höfuðstóll
skuldarinnar
var 4.783
krónur. Það
sem Sturla
þurfti hins
vegar að
borga var
55.501 króna, en krafan
var komin til innheimtu
hjá lögfræðistofu hér í
Reykjavík. „Ég hef verið
að vinna mig út úr
greiðsluerfiðleikum en
auðvitað er ekkert gaman
að þurfa að greiða
svona.“
Sturla telur að lögfræði-
stofan hafi farið dýrustu
og erfiðustu leiðina til að
innheimta kröfuna. Þar
sem um hafi verið að
ræða skipagjöld sem njóti
sjóveðréttar og gangi fyr-
ir öllum sjóveðkröfum
hefði átt að vera nægilegt
að senda eitt bréf. „Mér
finnst subbulegt að fara
allan hringinn. Ég tel að
eðlilegur kostnaður við
innheimtuna hefði átt að
vera 16 þúsund krónur en
ekki 55 þúsund," sagði
Sturla, sem gerir bát sinn
út frá Patreksfirði í sumar
og vonast til að geta aflað
upp í lögfræðikostnað.B
Svona leit krafan nl:
Dtykjivili, 2WB/IS95.
Sturli Wr Jtnuun
OUftvíburkiupntáJur,
Skifu|Jöld
4 niudungirtðlu t unddu tkipi.
Hofudltðll
Drðttirvutir til 24
Hðltkottniður
FjtminWiðni
Kottntiur vtgnt fjðr
UppboðtWiðni
Kostntiur vtgnt uppb
Vutir tf koitniði
4.7U.W
1.644,10
11.206,W
2.820, W
8.242.N
2.820. W
21.129, W
2.040, W
55.501,00
-IJI.N <
-55.371, W
r.ýSjjrffeiafi
Ætlar að fliia nvian boraall
„Ég ætla að halda ótrauður
áfram og finna borpall svo ég
geti haldið áfram með mínar
áætlanir,“ segir Jóhannes Einars-
son, en hann hugðist eignast
hinn umdeilda borpall Brent
Spar og stofna á honum meðal
annars veitingastað og spilavíti.
Hann segir að Shell hafi í upphafi
tekið vel í að afhenda honum
pallinn og yfirvöld hér heima
ekki verið því afhuga. Hins vegar
hafi hann fengið skeyti fyrir
skömmu þar sem Shell dró veru-
lega í land frá því sem hann hafði
áður heyrt frá þeim. „Ég er hissa
á Shell að taka ekki þessu tilboði
því það hefði sparað þeim mikið
eins og sést best á öllu neikvæða
umtalinu sem varð vegna þessa
borpalls úti,“ segir Jóhannes.
Hann segir að til dæmis hafi
Norðmenn greinilega séð akk í
að fá pallinn til sín til þess að rífa
hann í sundur og honum finnst
að íslendingar hefðu átt að sýna
sömu fyrirhyggju til að skapa
fjölda manns atvinnu.B
'VlœffSífe;# vMp'MSm
Jóhannes
Einarsson.
Hissa á Shell
að taka ekki
tilboðinu.
Teiknar verndarengla
meö hjálp að handan
Ragnheiður Óiafsdóttir,
teiknimiðill og árulesari:
„Störf mín miðast við að
hjálpa einstaklingum í lífi
þsirra. Ég er einungis miili-
stykki ieiðbeinenda minna
að handan og gegnum mig
vinna þeir.“
• „Teíknimiölun er afar sjaldgæf hér á landi og reyndar er ég
eini starfandi miðillinn hérlendis í dag sem teiknar látna ástvini
og verndarengla viðkomandi á
gegnum mig að handan, — ég
Þetta eru orð Ragnheiðar Ól-
afsdóttur, árulesara og teikni-
miðils, í samtali við Póstinn.
Ragnheiður hefur starfað sem
miðill í fjölda ára hérlendis jafn-
framt því að hafa sótt fjölda
námskeiða og fyririestra erlend-
is um miðilsstörf af þessu tagi.
„Oftlega þekkir fólk teikningarn-
ar og ber kennsl á látna ættingja
og ástvini undir eins, sem í raun
gleður mig afar mikið og er mik-
il viðurkenning minna starfa.
Þetta er ekki neitt sem ég kann
að gera, og myndlistarmenntuð
er ég ekki, en gegnum árin hef
ég leitað mér vitneskju um þetta
á námskeiðum og leitað þekk-
ingar erlendis frá. Um það leyti
sem ég hóf störf sem miðill, fyrir
átta eða níu árum, var enginn ís-
lenskur miðill reiðubúinn að
I leiðbeina mér í raun og veru
blað. Pegar það gerist er teiknað
er ekki sjálf að verki.“
C „Ég lít á mig sem
ráðgjafa fremur en
miðil.“
varðandi árur og liti sem ég sá
kringum manneskjur. Þess kyns
miðlun var ekki þekkt í þá daga
hérlendis og var ekki rædd.
Hvers vegna svo var get ég ekki
sagt til um. Þessum málefnum
hefur fleygt mikið fram hérlend-
is og eru meðhöndluð á allt ann-
an máta í dag en fyrir tíu árum.“
STJÓRNMÁLIN VIKU FYRIR
SKYGGNIHÆFILEIKUNUM
Ragnheiður á að baki tuttugu
ára stjórnmálaferil í bæjarmálum
og starfaði meðal annars mikið
við sveitarstjórnarmálefni. Hún
starfaði á vegum Sjálfstæðis-
flokksins á sínum tíma en klauf
sig úr flokknum þegár Borgara-
flokkurinn var stofnaður af Albert
heitnum Guðmundssyni og sat
sem varaþingmaður fyrir Borg-
araflokkinn. „Félagsmál hafa alla
tíð verið mér afar hugleikin og ég
er mikil félajjsvera, en þegar ég
lagði stjórnmálin til hliðar og tók
að starfa sem miðill héldu margir
að nú væri ég búin að tapa vit-
inu. Ég fylgdi þó aðeins sannfær-
ingu minni og í raun þeirri köllun
minni að hjálpa öðrum. Reynsla
mín af stjórnmálum hefur hjálp-
að mér mikið til að skilgreina ým-
is vandamál fólks sem tii mín
leitar. Til mín kemur fólk í sjálfs-
morðshugleiðingum, fóik sem
hefur staðið í hjónaskilnaði, ein-
staklingar með íangvarandi veik-
indi að baki og svo einnig fólk
sem hefur ekki fundið sína réttu
leið í lífinu og leitar hæfileika
sinna.“
TÍLVIST ARUNNAR
VISINDALEGA SONNUÐ
„Vinna mín er fyrst og fremst
andlegt ráðgjafarstarf þar sem
ég leiðbeini einstaklingum sem
hafa lent í tilfinningalegum, and-
legum og jafnvel líkamlegum erf-
iðleikum. Að lesa áru einstak-
lings er fjölbreyttur starfi og
reyndar býr áran yfir einum tvö
þúsund litbrigðum. í dag er til-
vist árunnar vísindalega sönnuð
en mikil opnun hefur átt sér
stað í andlegum málum í heim-
inum undanfarin ár, næmi hefur
aukist meðal almennings af
sömu sökum og í raun telst
þetta allt annað en óeðlilegt í
dag. Oft kemur fram við árulest-
ur hvar einstaklingurinn á að
virkja eðlisþætti sína, hvar hæfi-
leikar hans liggja, og af þeim
sökum tengi ég vinnu mína við
ráðgjafarstarf. Ég hef þá trú að
almættið leggi aldrei meira á
herðar okkar en við ráðum við
og eftir þeim lögmálum vinn
__________________________I