Helgarpósturinn - 26.06.1995, Page 9
MWNUÐWGUJR
UTLOND
Á laugardaginn vann kólumb-
íska lögreglan mikilvægan áfanga-
sigur í baráttunni við eiturlyf. Á
laugardaginn náði hún að hafa
hendur í hári þriggja af leiðtogum
hins umsvifamikla fíkniefna-
hrings Cali. Á myndinni sést hvar
fingraför eru tekin af Victor Julio
Patino Fomeque, leiðtoga hrings-
ins, en hann gaf sig sjálfur fram
við lögreglu eftir að hún hafði lát-
ið til skarar skríða gegn flokki
hans. Talsmaður kólumbísku lög-
reglunnar sagði að enn væri langt
í land með að tækist að koma í
veg fyrir fíkniefnasmygl frá Kól-
umbíu og vissulega hlytu ein-
hverjir að hafa grætt á þeirri at-
hygli sem lögreglan hefur sýnt
Cali-flokknum.B
Enn er
sprengt
Sprengja sprakk í miðborg
Sarajevo í gær með þeim afleið-
ingum að fimm fullorðnir og
fimm börn særðust. Ekki er vitað
til þess að neinn þeirra hafi látist
af sárum sínum. Fyrr um daginn
lést sextán ára piltur þegar
sprengja sprakk í borginni og
fjögur börn særðust.B
Atján látast
í barátiu við eiturlyf
\ ''' Nv ^
. * Tt - -W
Í ' a* ' v 'jt ' J
mt-'-n
KGB og CIA
fallast í
faöma
„Það er ekkert að því að
skemmta sér svolítið eftir að
kalda stríðinu er lokið,“ segir 01-
eg Kalugin, fyrrverandi leiðtogi
sovésku leyniþjónustunnar KGB.
Þarna er hann að vísa til sam-
starfsverkefnis síns og Williams
Colby, fyrrverandi yfirmanns
CIA. Samvinnan er fólgin í að
hjálpa til við hönnun á CD-Rom-
tölvuleiknum „The Great Game“,
sem fjallar um njósnir og leyni-
þjónustustörf. Þarna leggja þeir
fram hjálp sína til að koma á
framfæri upplýsingum um sið-
ferðileg vandamál sem njósnarar
standa frammi fyrir og leggja til
málanna ýmislegt fleira sem eng-
inn gæti vitað nema þaulreyndir
leyniþjónustumenn. Leikurinn er
væntanlegur á markað um næstu
jóI.B
Victor Julio Patino Fomeque, leiðtogi Cali-fíkniefnahringsins, vartekinn
höndum á laugardaginn og lögreglan gætir hans vandlega.
Geimferjan Atlantis hélt af
stað út í geiminn á laugardag-
inn eftir að veður hafði hindr-
að að hún færi í loftið á föstu-
dag. Samsetning áhafnarinnar
er að vissu leyti óvenjuleg þar
sem minnihluti áhafnarinnar
eða þrír eru miðaldra banda-
rískir karlmenn. Áhöfnin er
skipuð fimm Bandaríkjamönn-
um, þeim Hoot Gibson flug-
stjóra, Ellen Baker, Bonnie Dun-
bar, Gregory Harbaugh og Charl-
es Precourt, og tveimur Rúss-
um, Anatoly Solovyev og Nikolai
Budarin. Ferjunni er ætlað að
fylgjast með gervihnöttum og
lagfæra það sem til þarf.B
Hér sést áhöfn geimferjunnar Atlantis veifa til áhorfenda
áður en haldið er um borð og út í geim.
Tékkneska lögreglanTiandtók í
gær þrjá starfsmenn ríkisjárn-
brautanna eftir járnbrautarslys
sem varð átján manns að bana.
Vöruflutningavagn rann á lestar-
vagn sem klipptist nærri því í
sundur. Farþegarnir voru flestir
ungt fólk á leiðinni út á lífið.
Grunur leikur á að starfsmenn-
irnir þrír hafi ekki fylgt settum
öryggisreglum og talið er að einn
þeirra hafi verið undir áhrifum
áfengis. Þetta er alvarlegasta
slys sem orðið hefur hjá tékk-
nesku járnbrautunum undanfar-
in 25 ár. Síðan kommúnisminn
féll hafa þær átt við mikinn fjár-
hagsvanda að stríða og ekki hafa
verið til nægir peningar til að
endurnýja öryggiskerfið.B
EiMiimnen
George
Michael
Þrátt fyrir nýfengið fjölmiðla-
frelsi eiga rússnesk blöð og
tímarit í miklum erfiðleikum —
eins og með allt þar á bæ eru
það efnahagserfiðleikar. Svo
virðist sem afþreyingarblöð í
æsifréttastíl, héraðsfréttablöð
og blöð sem tengja sig hags-
munahópum ætli að hafa sigur
á kostnað „alvarlegri" blaða.
Virðist sem Rússar séu búnir
að missa áhugann á að lesa um
lýðræði og frelsisbaráttu. Um
leið hefur 50 prósenta skatt-
lagning orðið til að draga mátt-
inn úr mönnum.
Má þar nefna sögu blaðsins
Kuranty, sem var í fylkingar-
brjósti frelsisaflanna, en blaðið
var stofnað i árdaga perestroik-
unnar. Blaðið var á hátindi
frægðarinnar árið 1991 en fyrir
tveimur vikum varð að fresta
útkomu þess vegna ógreiddra
prentsmiðjureikninga. Nú er
blaðið farið að koma út aftur en
nú sem vikublað. Prentsmiðjan
hefur samþykkt að frysta eldri
skuldir og vill staðgreiðslu héð-
an í frá. Sala blaðsins hefur fall-
ið úr 300.000 eintaka sölu á dag
1992 í 90.000 nú.
Þess vegna er Kuranty til sölu
fyrir hæstbjóðanda en ritstjór-
inn og stofnandinn, Anatoly
Pankov, hefur sagt að blaða-
menn sætti sig ekki við hvern
sem er sem eiganda — blaðið
verði að fá að halda frelsi sínu.
Blaðið bíður núna örlaga sinna
og nýs eiganda.
En örlög Kuranty eru ekki
einsdæmi. Annað blað úr frels-
isbaráttunni, Nezavisimaya
(sem þýðir Frjálsa blaðið),
hætti einnig að koma út um
skeið en virðist nú bíða það
hlutskipti að verða gleypt af
stjórninni, sem hyggst tryggja
útkomu þess. „Samskiptin við
ríkisstjórnina eru viðkvæmt
mál,“ sagði ritstjórinn, Vitaly
Tretyakov, eftir fund með for-
sætisráðherranum, Viktor
Chernomyrdin, en hann lofaði að
tryggja útgáfuna. Fannst mönn-
um hálfholur hljómur í fullyrð-
ingum ritstjórans um að þetta
nýja bandalag myndi ekki hafa
áhrif á ritstjórnarstefnuna. Hef-
ur sala blaðsins fallið úr
240.000 eintökum í 56.000.
Mörgum finnst sem heldur
fjari undan frjálsri fjölmiðlun í
Rússlandi, enda hefur yfirmað-
ur Tass-fréttastofunnar verið
gerður að ráðherra. Fyrrum
málgagn stjórnarinnar, Izvestia,
er hins vegar einnig í vanda og
var nýlega sett niður í Alþýðu-
blaðsstœrð um helgar.
Af frjálsu blöðunum er það
aðeins Sevodnya sem er í eðli-
legum rekstri, en margir hafa
gagnrýnt tengsl þess við banka-
kerfið og forsetaframbjóðand-
ann tilvonandi, Yuri Luzhkov.
Hafa Rússar misst áhuga á blaðalestri?
FORMICA
Formica haröplastiö
er ekki aðeins slitsterkt og
auövelt í meðhöndlun,
heldur áferöarfallegt.
Fœst í hundruðum lita
og munstra.
Einföld og ódýr lausn
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
IVIILLJARÐ
Breski söngvarinn George
Michael, sem hefurstað-
ið í langvinnum mála-
ferlum við Sony-fyrir-
tœkið, hefur nú gert
samning við hina nýju
samsteypu Spielberg,
Katzenberg og Geffen.
Hana skipa kvikmynda-
framleiðandinn Steven
Spielberg, Jeffrey Katzen-
berg, fyrrverandi for-
stjóri hjá Disney, og
hljómplötuframleiðand-
inn David Geffen. Félag-
arnir keyptu Michael frá
málaferlunum með ein-
um milljarði króna og
gerðu honum þar með
kleift að gefa út sína
fyrstu plötu í fimm ár.U
Félag
í Kína
Einn fylgifiskur þeirra
breytinga sem eru að
verða á kínversku sam-
félagi er aukin skilnað-
urtíðni hjóna.
í bœnum Hangzou, en
þangað fara mörg hjón í
brúðkaupsferð, hefur nú
verið stofnað félag fyrir
fráskilda. Starfsemin
felst meðal annars í te-
boðurn og mánaðarleg-
um dansleikjum þar sem
fráskildir geta hist og
reynt að komastyfir
hremmingar skilnaðar-
ins.
Á þeim þremur rnánuð-
um sem félagið hefur
starfað hefur meðlimun
fjölgað úr tuttugu í þrjú
hundruð. Karlmenn eru
í örlitlum meirihluta í
félaginuM
Vampíra
HANDTEKIN
Fyrrverandi hermaður í
El Salvador, Alcides Rom-
ero, hefur verið handtek-
inn og ákœrður fyrir
morð á tíu manns og
fyrir að hafa drukkið
blóð þeirra að auki.
Romero var leiðtogi
glœpaklíku i bœnum San
Martin, rétt utan höfuð-
borgarinnar San Salva-
dor. Romero neitar öll-
um sakargiftum og segir
að eina blóðið sem hann
hafi smakkað sé sitt eig-
ið þegar hann skar sig
einu sinni á fingri. Lög-
reglan segir að meintum
fórnarlömbum Romeros
hafi verið varpað í tvo
brunna rétt utan við San
MartinM