Helgarpósturinn - 26.06.1995, Síða 12

Helgarpósturinn - 26.06.1995, Síða 12
% MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 1995 LESIÐ I með Freyju Jónsdóttur VIKAN 26. JÚNÍ TIL 2. JÚLÍ & HRUTURINN fawm- Um miöja vikuna kemur upp at- vik sem getur leitt til þess að þú (( takir óskynsamlega ákvörðun í einhverju sem varðar fjármál þín. Farðu þér hæpt og hugsaðu þig um áður en þú festir kaup a einhverju sem þig langar í en bráðvantar ekki. Persónu sem þú hittir um helgina finnst þú vera spennandi. I\IAUTIÐ A næstunni verður þú undir ’ sterkum áhrifum fra Venus. Ef þú ert ekki (föstu sambandi eru líkur á að persóna sem þú hefur stundum leitt hugann að láti frá sér heyra. Pegar liður á vikuna verður þú mjög hugmyndarík(ur) en þér er hætt við að gleyma því að fleiri en þú hafa óskir. Pú verð- ur mjög félagslynd(ur) um helgina. TVÍBURINN Varastu að lofa einhverju á vinnustað þínum sem þú verður síðan að afturkalla. Mikil ham- ingjamun ríkja hjá tvíburum sem eru í föstu sambandi og verður rómantíkin í hávegum höfð. Pú mátt reikna með því að þú veroir nokkuð óákveð- in(n) í hvað þú átt að gera um helgina. KRABBINN Það verður fremur létt yfir þér á næstunní og þú nærð vissu marki með eitthvað sem hefur verið að þvælast fyrir þér. Þú ættir að vera vel vakandi yfir því sem þig langar til að gera og ekki að hiira ef þér bjóoast góð tækifæri til að afla þér meiri tekna. Um helgina er þér ráðlaat að vera á varðbergi gegn vafasömum ráoleggingum. þJÓNIÐ Ymislegt gengur á en þér líður samt vei. Þér gengur vel að taka ákvarðanir og vinsamlegt and- rúmsloft er í kringum þig. Ef þú átt heima í Reykjavík er þér ráð- lagt að fara ekki í miðbæinn á föstudagskvöld- ið. Þér verður meira úr helginni ef þú hefur tök á að fara eitthvað út úr bænum. Ljón í sambúð eiga í vændum unaðslega helgi. MEYJAN Stefndu að rólegri viku. Taktu það ekki nærri þér þó að þér gangi ekki sem best að sann- færa einhvern vin þinn um að hugmynd sem þú færð sé góð. Þú getur safnað saman upplýsingum um þetta áhugamál þitt, en þú ættir aö bíða meö aö taka ákvörðun. Um helgina getur þú orðið fyrir öfund frá persónu sem þú umgengst. VOGIN Það er eins og dulinn kraftur einkenni alla framgöngu þína og , þúfinnurekki lengur fyrir þreytu. Þú hefur komið auga á ýmislegt sem þig langartil að gera og hefur nokkuð góða von um að þér takist það flest. Helgin á eftir að verða með ágætum og þeir sem eru á ferðalagi verða heppnir. SPORÐDREKINN Ef þú á fyrstu dögum vikunnar finnur fyrir depuro, skaltu strax taka á málinu. Stjörnurnar eru þér hagstæðar og ef þú ert í fríi verður þessi vika góó til ferða- laga. Sterkar líkur eru á að þú hittir valdamikla persónu sem greitt getur götu þína aö settu marki. BOGMAÐUR Eitthvað sem þú hefurverið að hugsa um að koma í fram- kvæmd heppnast. Þú ferð nýjar leiðir og er ekki annað að sjá en áform þín takist. Ef þú ert á leið í ferðalag er eins víst að þú hittir persónu sem þú varst næstum þvi búin að gleyma. Þessi persóna á eftir að veita þér meiri athygli en þú gerðir ráð fyrir. STEINGEIT Það gleður bæði þig og aðra hvað þú ert Ijúf(ur) í öllum þín- um samskiptum. Ef satt skal segja þá ertu nokkuð þekkt(ur) fyrir ao sýna stífni í þeim málum sem þú kemur að, en nú er eins og allt slíkt sé á bak og burt. Einhver leggur inn gott orð fyrir þig og þú kemurákveðnu máli áfram. Helgin verður ánægjuleg ef þú ferð varlega. VATNSBERI Ef þú ert ekki í föstu sambandi eru nokkrar líkur á að vinur frá fjarlægum stað hafi samband við þig eða jafnvel komi á heim- ili þitt í vikunni. Það áeftirað gleðja þig að bessi persóna skuli enn hafa áhuga á þér. Minnkandi áhrif frá Satúrnusi gera það að verkum að þú átt auðveldara með að skipuleggja tíma þinn en áður og þér verð- ur meira úr verki. FISKARNIR Þú þráir tilbreytingu og þér gæti orðið hætt við að taka upp á einhverju í augnabliksfljótfærni. Ef þú reynir að vera yfirvegaðri í framkomu en þú hefur verið aö undanförnu verður þróun mála þér í vil. Þú vilt helst vera sem mest á ferðinni og um helgina hittirðu nýtt fólk sem þú átt eftir að hafa nokk- ur samskipti við. Foster í Flaueli 'iSIM Flauelsparið Sigrún og Gilli ásamt meðeiganda sínum, Báru, en gítarleikarinn Davíð * IVlagnússon sýndi sitt betra andlit tyrir Ijósinyndarann og skaut kinn að kinn þegar smellt varaf. Skituþeytirinn og verstunareigandinn Aggi Slæ í Stóra bróður dró upp úr tösku galdramanns- ins Ijúfar ballöður sem svifu yfir höfð- - am Harpa heitir hun þessi og mætti nefna einn myngsta mvndlist- . argúrúinn í dag. Mstúlka þessi er ít;i} '4i nánu samneytiffl |Jvið geimverur og j,v ||nurðudýr ef marka jl . /má myndefni? ysíöustu sýningarl hennar. •Tískumiðstöðin Flauel efndi til samkvæm- is síðastliðinn fimmtudag á Laugaveginum. i Þar voru á boðstólum léttar veigar og Fost-i erinn var ekki langt undan. Þau voru þvíl brosmild andlitin sem yfirgáfu samkomuna" rétt fyrir miðnætti og héldu af stað út í sum- arnóttina. Kormakur eða bara Kommi sjáifur Látti erfitt með að sýna alvöru og knáðist brosið ekki af manninum Iþað sem eftir lifði kvölds. Ætli 'hann hafi nýiega heimsótt tann- lækninn? •Hi - i Þórir Viðar, tónlistarmaður og Ijósmyndari með meiru, ásamt litla púkanum Lalla Palla í góðum félagsskap þokkadísar á fjölum Flauels. Jón Sæmundur, myndlistarmaður og leikari, með glæsilegt glóðarauga. Jón sagði að enn ætti eftir að mála vinstra augað svo samræmi mætti nást. Lára í Sautján brosti sínu breiðasta við bakdyr verslun- arinnar, en nik- ótínþrælar voru skikkaðir til að gera þarfir sínar utandyra og við slík tækifæri er aðeins eitt að gera; hlýða. Þessar fallegu stúlkur lögðu leið sína að fataslánum og nutu óskiptrar athygli veislugesta fyrir fegurð sína og frumleik. Þær stöldruðu hins vegar stutt við og yfirgáfu samkund- una snemma kvölds. Nú Taktu þátt Ef heppnin er meö þér vinnur þú Parísar- ferð fyrir tvo með Heimsferðum í sumar. Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda svarið til Mánudagspóstsins, Vesturgötu 2. Rétt svör fara í pott sem dregið verður úr þann 1. júlí næstkomandi. Nafn vinningshafans verður birt í Mánudagspóstinum 3. júlí. Spurningin í dag er: í hvaða heimsálfu er Frakkland? |pippKi‘ut_____■___ | Nafnið þitt:______________________ l Heimilisfang: J Póstnúmer:_ .Símanúmer:_______ I Setjiö í umslag og skrifið utan á: Ferðahappdrætti Rátt svar: Mánudagspósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Klassískir tónleikar í St. Julian le Pauvre-kirkjunni í Latínuhverfinu, rauðvín og ostar á St. Louis-eyjunni við Notre Dame-kirkjuna, brasilísk stemmning í Pau Brasil-veitingastaðnum sem er fyrrum sundhöll og nú einn vinsælasti veitingastaðurinn í París — fullur af brasilískri tónlist I og dansi — eða enda í dansi með Grikkjum á rue Huchette eftir ljúf- J fengan grískan kvöldverð. Le Bains-næturklúbburinn í gömlum tyrk- neskum baðhúsum þar sem þú sérð fegurstu fyrirsætur heims dansa og daðra — eða einn af fjölmörgum djassklúbbum borgarinnar þar sem margir þekktustu djassgeggjarar nútímans troða upp.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.