Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.07.1995, Blaðsíða 17
 MWNUÐWGUR • Þaö gerist ekki á hverjum degi að menn innan við þrítugt hætta í boltanum til að einbeita sér að vinnunni. Þess finnast þó dæmi og nýlegast er að Jón Örn Stefánsson, fyrrverandi línumaður í hand- boltaliði Hauka, er búinn að kaupa reksturinn á Sprengisandi. „Það verða miklar og gagnger- ar breytingar á matseðlinum um næstu mánaðamót,“ sagði Jón Örn um breytingar á matseðli. Eins og þeir muna sem í Kántrý- bæ Hallbjörns Hjartarsonar hafa komið þá var þar sérlega skemmtilegur matseðill til skamms tíma sem innihélt með- al annars réttina „Slappa kúrek- ann“ og „Riddara gresjunnar“. Má eiga von á réttum eins og„- Þvögu í teignum", „Skoti í slá“ eða einhverju þess háttar? „Ég á nú ekki von á því.“ Er ekki erfitt að hætta í skemmtilegu sporti og einbeita sér að atvinnunni? „Þetta er mjög skemmtilegt líka, en auðvitað saknar maður boltans alltaf.“H Jón Örn af línunni í eldhúsið. smassar a Graf Þrátt fyrir að Steffi Graf sé enn að fagna sjötta Wimbledon-titlin- um og nýrri tískuvörulínu í sínu nafni eru óveðursblikur á lofti. Skattyfirvöld í Þýskalandi telja sig nefnilega eiga eitthvað van- talað við stúlkuna. í maí var gerð húsleit heima hjá henni, en yfir- völd gruna hana og Peter föður hennar um eitthvað misjafnt Faðirinn sér um fjármálin: „Ég treysti því að hann hafi gert það rétt. “U Tekur skatturinn verð- launapeninginn? g -t'jj Jw tíjlt jk w \ mm \ i JónArnar —-■HPI ætlarað V ^ Gautaborg " & „Erað komast í magnað form“ „Það hefur gengið mjög vel fram að þessu, ég er að komast í magnað form,“ segir Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi. Jón Arnar heldur utan fjórða ágúst næstkomandi til Gautaborgar, en heimsmeistarakeppnin í frjálsum íþróttum hefst á Ullevi-leikvang- inum þann sjötta. „Ég var í æf- ingabúðum í Svíþjóð og tók þátt í móti í Karlskrona þrettánda júlí. Ég keppti í tveimur greinum, lang- stökki og 110 metra grindahlaupi. Ég sigraði í langstökkinu, þrátt fyrir ekkert sérstakt stökk, 7,37 metra. Hins vegar varð ég þriðji í grindinni, en bestu menn Svía, Dana og Norðmanna tóku þátt og tókst mér að leggja Norðmann- inn,“ segir Jón Arnar en hann hljóp á góðum tíma, 14,22 sek- úndum, sem er aðeins þremur hundruðustu frá hans eigin ís- landsmeti. „Þetta hefur verið að koma í köstunum hjá mér, í spjótinu, kúl- unni og kringlunni,“ segir Jón Arnar. „Og í stangarstökkinu hef ég verið verulega á uppleið." Að- spurður segist Jón Arnar stefna á að bæta eigið íslandsmet og ef möguleiki væri á að Norðurlanda- metið fyki í leiðinni slægi hann ekki hendinni á móti Jjví. „Maður gefst ekki upp í síðustu greininni, fimmtán hundruð metra hlaup- inu, ef maður eygir Norðurlanda- metið,“ segir Jón Arnar að lokum. Jón Arnar keppti í fimm grein- um í Bikarkeppni FRÍ um helgina. Hann stökk aðeins 4,40 metra í stangarstökki, á best 4,90. í lang- stökki stökk hann 7,79 metra, á best 8,00. í spjótkasti bætti Jón Arnar sig um tvo sentímetra, kastaði 59 metra slétta. Hundrað metrana hljóp hann á 10,57 sek- úndum, sem er örlítil framför en meðvindur var of mikill, eins og í 110 metra grindahlaupi; í því hljóp hann á 14,12 sekúndum, en íslandsmet hans er 14,19 sekúnd- ur.B Þeir eru báðir gamlir refir, eiga báðir A-landsleiki að baki og eru miðjumenn. Nú spila þeir í annarri deild og eru áberandi í sínum liðum. Sveinbjörn Hákon- arson spilar með Þór á Akureyri og Njáll Eiösson spilar með og þjálfar Víði í Garði. Ætlið þið aldrei að hœtta? „Ég ætlaði nú eiginlega að vera hættur en við erum liðfáir og vonandi geri ég eitthvert gagn,“ segir Njáll og bætir við að hann sé í ágætisformi. „Maður lyftir og hleypur, það er mikil- vægt fyrir menn á þessum aldri, maður lendir í allskyns pústrum tog því er mikilvægt að vera í góðu standi. Því er ekki að neita að það tekur mikið frá manni að þjáifa líka. Maður er að minnsta kosti ekki að spila sinn besta bolta, — vonandi var maður betri þegar maður var yngri.“ Ertu á leið í old-boys? „Nei, það líður vonandi á löngu þar til maður lendir í því, sá bolti er allt of hægur. Annars á ég unga konu og hún heimtar að ég sé í góðu formi og svo hef ég svo gaman af þessu, þannig að ég held áfram.“ Hvernig er það með þig Svenni, ertu að fara að leggja skóna á hilluna? „Ég hef nú aldrei gefið út nein- ar yfirlýsingar um að ég sé að hætta, en ég tek undir með Njalla, því ég á líka unga konu sem vilí hafa mig í formi! Ég hef alltaf sagt að um leið og ungu strákarnir fara að taka mann í hlaupunum þá hætti ég, en það hefur ekki gerst ennþá. Ég hef náttúrulega verið heppinn með meiðsl og t.a.m. var það í fyrsta skipti í vetur sem ég var frá um einhvern tíma. Reyndar finn ég fyrir því núna að það fer mjög í taugarnar á yngri leikmönnum í hinum liðunum þegar maður tekur þá, ætli þeim finnist ég ekki of gamall, en þeir vanmeta mig yfirleitt." SlGURÐUR BJÖRGVINSSON EKKI DAUÖUR ÚR ÖLLUM ÆÐUM. SlGGI MEÐ ÞAÐ ■MUattlMWll FERLINUM Einn ellijaxlinn, Sigurður Björgvinsson, spilar nú í 4. deild með Reyni úr Sandgerði. Sigurður skoraði eitt marka liðs- ins um daginn í 1-3-sigri gegn Gráttu. í viðtali við Víkurfréttir kom fram að Sigurður taldi þetta fal- legasta markið á ferli sínum, sem einkenndist aflengd frekar en markaskorun. Markið varskorað úr auka- spyrnu utan teigs og ha fnaði boltinn efst í markhorninu. Reynis- menn eru nú efstir í B- riðliM Það hlýtur þá að vera gaman að sóla þá fram og aftur? „Það hefur verið það í mörg ár.“ Nú eruð þið svipaðir leikmenn, þú og Njáll, báðir frekar lágvaxn- ir miðjumenn, vel spilandi, og svo eruð þið komnir rétt yfir þrí- tugt, kannski farnir að nálgast fertugt... „... já og svo erum við frekar hárlitlir en ég hef þó vinninginn á Njalla þar; ég á eftir fleiri hár og þarafleiðandi fleiri ár í bolt- anum.“ Það er engin spurning að það yrði sjónarsviptir að þeim félög- um.l

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.