Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 2
Pósturinn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri: Sigurður Már Jónsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leidari Fasteignasalar koma af fjöllum þegar lánatilflutn- ingur Svavars Gestssonar alþingismanns er borinn undir þá. Engin þeirra vissi að þetta væri yfir höfuð hægt! Þess vegna hafa landsmenn sætt sig við að ekki er hægt að flytja lán frá Húsnæðis- stofnun á milli eigna. Hefur þetta átt jafnt við um veðdeildarlán og hús- bréfalán, þau fylgja bara viðkomandi eign og því verður ekki breytt. Það eru þau svör sem allir venjulegir íbúðakaupend- ur fá. Fasteignasalar hafa einfaldlega tekið ómakið af Húsnæðisstofnun og lokað fyrir þetta. Nú kem- ur hins vegar í Ijós að þetta var ekki bannað heldur aðeins starfsregla hjá Húsnæðisstofnun til þess að vinnan verði ekki óbærileg — nema þegar menn eins og Svavar Gestsson koma. Hér skal ekki lagt mat á persónu- legar ástæður hans enda er það ekki kjarni málsins — allir hafa sínar per- sónulegu aðstæður þegar kemur að húsnæðiskaup- um. Það hlálega við mál- ið er að Svavar bað aldrei um sérmeðferð. Stofnun- in veitti honum hana bara óumbeðin. Pósturínn Erekki rosalegadýrt aö éta þama úti í Viðey? Jú, þess vegna komu útlendingarnir meö alla þessa peninga! Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, er að þrengja kosti nemenda, sem langar í framhaldsskóla í haust, þannig vr að þeir komast ekki inn í þá skóla sem þá langar í heldur þá ^sem eru næst heimilum þeirra. Gaman væri að vita hvort menntamálaráðuneytið á Sölvhólsgötu væri nær heimili Björns en utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg. Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasam- bandsins, kom fram ^ með þá hug- 'j mynd að greiðslur fyrir höfundarrétt yrðu nýttar^^ til eflingar lifandi bókmennta í stað þess að renna til afkomenda látinna höfunda. A UPPLEIÐ Helgi Hálfdanarson er á uppleið eftir > bráðskemmtilega og beitta grein þar sem hann L .£'*• hæðist að embætti forseta Islands og biskupsembættinu og finnst þau ættu að renna HJKf saman i eitt og kallast „Bisk- up Islands." Helgi hefur oft verið góður en þarna fór hann fram úr sjálfum sér. A IUIÐURLEIÐ Ólafur Jóhann Ólafsson Breytingatillögur Ólafs innan Sony falla ekki í kramið hjá for- stjóra Sony í Japan þótt yfirmaður Ólafs í New York sé þeim sam- þykkur. Fyrsta skammarstrik Ól- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eftir sviplausa setu sem borgarstjóri verður Ingibjörg Sólrún að sitja uppi með það að eina embættisverk hennar sem hefur vakið athygli var þegar hún lét taka nið- ur mynd af látnnm stjórnmálaleiðtoga í Höfða. Fremur snautlegur orðstír þegar í hlut á manneskja sem líkleg var talin til Kristján Jónsson, hinn knái varnar- maður Fram og landsliðsins, er á uppleið eftir dapurt gengi í sumar. Kristján sýndi frábæra takta í ~ leik Fram og Grindavíkur. afs Jóhanns. að sýna framtaksemi i borgarmálum. banka* maður milljónir Hér á landi eru nú á þriðja tug erlendra bankamanna í tengslum við undirritun á láni að upphæð 200 milljóna Bandaríkjadala eða 12,6 milljarða íslenskra króna. Hver bankamaður kemur því með um 470 milljónir í töskunni en töluvert verður um móttökur vegna þeirra. Voru þeir í veislu í Viðey í gærkvöldi í boði fjármálaráðherra. Um er að ræða hagstæða endurnýjun á tveimur eldri lánum. Hér er á ferð svo- kallað fjölbankalán, þ.e. margir J.P.Morgan og Enskilda. Allir bankarnir hafa verið í viðskipt- um lengi við Seðlabankann og innan Seðlabankans gleðjast menn yfir því að ísland hafi treyst stöðu sína á alþjóðavett- vangi peningamála. Að sögn Ól- afs ísleifssonar, framkvæmda- stjóra alþjóðadeildar Seðlabanka íslands, á féð að mynda varasjóð fyrir ríkissjóð. Ekki er gert ráð fyrir því að þessir peningar verði notaðir, nema í harðbakkann slái. Ólafur segir að jafnvel sé Unnleið/nidurleid Seðlabankinn fær 200 milljóna dala lánsheimild og 27 bankamenn koma með peningana og fá veislur í staðinn bankar standa að láninu. Helstu bankana sem nefna má í þessu sambandi eru City Bank, réttara að tala um lánsheimild frekar en beint lán. Hér sé um að ræða mikið öryggi fyrir ríkissjóð. Bankamennirnir fóru út til Viðeyjar í gærkvöldi og var myndin tekin þegar þeir voru að tygja sig um borð undir öruggri leiðsögn Ólafs ísleifssonar. Vesturgötu 2, Reykjavík sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666 simbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. Svarthöfði Allaballar allra fjölmiöla sameinist Miðaldra bóndasonur norðan ekki ein unrað vera með Albl. á námsandstæðinea til þióðhátíðai af Langanesi sækist nú eftir for- mannskjöri í Alþýðubandalaginu og etur þar formannskjörið, sem hefur ekki verið neitt, hefur verið mjög á dagskrá í fjölmiðlum og hef- ur fréttastofa Ríkisútvarps einkum haft forustu um þetta mas um hin- ar áríðandi varaformannskosning- ar. Enginn gefur kost á sér í sæti varaformanns, en það kjör hefur gefið sérfræðingum fréttastofu í málum Alþýðubandalagsins færi á að ræða kosningar ítarlega, og hvort varaformaðurinn, sem eng- inn finnst enn, verði með typpi eða ekki. Þegar kosið er í stjórnir ann- arra flokka heyrist hvorki hósti né stuna í fréttastofu útvarps, enda er þar bara um venjulegar kosningar í stjórnmálaflokkum að ræða. Al- þýðubandalagið er aftur á móti hinn eini sanni flokkur. For- mennska í honum var upphefð sem kom að utan. Þess vegna þurfa landsmenn að fylgjast betur með formannskosningunni en öðru því sem á dagana drífur. En fréttastofa Ríkisútvarps er heilanum. Dagskrárgerðin öll er að mestum hluta eyrnamerkt Albl. en yfirmenn hennar eru þeir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sem verið er að storka með þesu athæfi, og Heimir Steinsson, sem var gripinn austur á Þingvöllum. Hann hefur síðan verið að velta fyrir sér í hvaða flokki hann er op- inberlega. Stundum grípa dag- skrármenn til atburða sem tengj- ast Þingvöllum, kannski vegna fyrra starfs útvarpsstjóra. Á mánu- dag í fyrri viku var allt í einu farið að kyrja: ísland úr Nato - herinn burt. Á eftir fylgdi síðan umfjöllun um atvik þegar þurfti að hreinsa Þingvallasvæðið af fólki sem trufl- aði þjóðhátíðarhaldið jaar 1974. Fenginn var alræmdur lögfræðing- ur til að skýra málið á sinn hátt, en hann hafði verið verjandi „skæru- liðanna“. Fólkið fékk að halda sína þjóð- hátíð í friði á þingvölium 1974, en sumir eru óánægðir að svo skyldi fara. Þess vegna er með árvissu millibili rifjað upp framlag her- námsandstæðinga til þjóðhátíðar 1974 í Ríkisútvarpinu líklega af því að fréttastöð formannskjörs í Al- þýðuandalaginu finnst framlag hernámsandstæðinga til þjóðhá- tíðar 1974 hafa verið svo merki- legt. Síðast þegar tölu var komið á hernámsandstæðinga voru þeir þrjátíu. Formannskjör í flokkum er helst skoðunarefni fyrir pólitíska rýnendur. Þær kosningar hafa stundum vakið athygli, þótt þær hafi ekki endilega fengið greinar- góða umfjöllun á Ríkisfréttastofu. Þá er eins og hún sé haldin þunga hlutleysis, enda eiga borgaraflokk- arnir í hlut, en ekki óháðir í Albl. og BRSB. Þegar Halldór Ásgríms- son var kosinn formaður Fram- sóknar vakti það enga umræðu, þótt með kjöri hans væri hætt löngu daðri til vinstri, en tekin upp eins konar lögmæt stefna Framsóknar á miðju stjórnmál- anna. Kannski hefur kosning hans verið andstæð hugmyndum starfs- fólks á fréttastofu. Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins með nokkrum ærslum á sínum tíma og framboð hans óvænt. Þrátt fyrir það mikla rusk gerði fréttastofan lítið úr því máli, kannski vegna ótta við hlutleysið. En hún óttast ekki hlutleysið þegar Allabaliar eru annars vegar. Þótt Allaballar séu minnkandi flokkur, þrátt fyrir mikið umtal í fjölmiðlum, hvenær sem Albl. þarf eitthvað að aðhafast, eru kosning- ar innan þess varla umfangsmeiri en prestskosningar í dreifbýlis- sókn. En þeim tekst að snúa svona kosningum í brennandi spursmál, þótt þær skipti engu máli. Albl. er ekki einu sinni í ríkisstjórn og hef- ur engin áhrif á landsvísu, þegar grannt er skoðað og hefur ekki haft lengi. Fyrst þeir gátu ekki komið fram að betra væri að vera rauður en dauður gengur allt þetta brambolt þeirra inn í sjálft sig. Sjálfstæðisflokkurinn fær mikið af atkvæðum í þingkosningum og í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. En Albl. hefur alltaf yfir- höndina í þjóðarkosningum utan tveggja fyrrgreindra kosninga, enda er Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur hættur að styðja frambjóð- endur í þjóðarkosningum. Það er talið tryggja fall þeirra. Þetta er ömurleg niðurstaða fyrir stærsta flokk þjóðarinnar. Síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn studdi for- setaframbjóðanda vildu flokks- broddar Albl. styðja hann af vin- skap við Ólaf Thors. Þá reis upp fyrrverandi ráðherra Albl. og sagðist ekkki skilja af hverju Albl. ætti ekki að styðja sósíaldemó- kratann sem væri í framboði. For- ystan brást ókvæða við og lýsti þennan fyrrverandi ráðherra land- ráðamann í svo og svo mörgum orðum. Síðan hefur Albl. kosið sitt fólk. Miðaldra sjálfstæðismenn hafa ekki haldið vöku sinni í pólit- ískum skilningi, Þeir hafa staðið í pólitísku ástarsambandi við Albl. og veikt flokk sinn ótæpt í þessu Don Juan hlutverki. Ekki er við því að búast að Sjálfstæðisflokkurinn losni úr hinu leynilega faðmlagi næsta áratuginn. SVARTHÖFÐI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.