Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 11
iFIMMTCJD7XTGÖR~3T7\GÚST*~1,9'ð'5‘ 11 X Veröbréfafyrirtæki fá milljónir frá ríkinu í þóknunartekjur vegna kaupa sinna á ríkispappírum í útboðum Lánasýslu ríkisins. Verðbréfa- og fjárfestingafyrir- tæki afgreiða sjálf sig um milljón- ir króna árlega úr ríkisjóði. Þegar til útboða á spariskírteinum rík- issjóðs og ríkisverðbréfum og ríkisvíxlum kemur geta fyrirtæk- in selt skirteini í sinni eigu til Seðlabankans og keypt síðan sambærileg bréf daginn eftir og fengið fyrir þau kaup sérstaka þóknun frá Lánasýslunni. Þókn- unin mun vera hugsuð sem við- skiptahvati og umsýslugjald til fyrirtækjanna fyrir að miðla bréf- unum út á markaðinn. Hins veg- ar fá fyrirtækin þessa þóknun hvort sem þeir selja skírteinin til þriðja aðila eða eru bara að skipta út bréfum á lagernum hjá sér. Þóknunin er á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af verði spariskír- teinanna og ríkisverðbréfanna en mun minni af ríkisvíxlum enda þá um að ræða bréf til miklu skemmri tíma. Því miður reyndist ekki unnt vegna sumarleyfa starfsmanna Lánasýslu ríkisins að fá tölur frá Lánasýslunni um umfang útboð- anna og greiddra þóknana. En gera má ráð fyrir að heildarút- boð velti á milljörðum króna ár hvert og má því gera ráð fyrir að verðbréfafyrirtækin fái í sinn hlut tugi milljóna króna árlega. Auk þessarar þóknunar frá rík- inu taka fyrirtækin þóknun frá viðskiptavinum sínum. Þannig fá fyrirtækin bæði þóknun fyrir að kaupa þessi bréf og selja. Þess má geta að erlendis mun ekki tíðkast að seljandinn, eins og rík- isvaldið hér gerir, greiði slíka þóknun. Bjarni Ármannsson hjá Kaupþingi segir verðbréfafyrirtæki ekki misnota aðstöðu sína. Sigurgeir Jónsson hjá Lánasýslunni treystir fyrirtækjunum til að misnota ekki aðstöðu sína. T|EKI SOCÐ UEIKA SER AÐ RIKISSJODI Sagt var frá því í Morgunblað- inu þann 28. apríl á þessu ári að fyrirtækin Skandía og Kaupþing hafi selt og keypt aftur spariskír- teini fyrir rúmar fjögurhundruð milljónir króna eingöngu til að fá umrædda söluþóknum sem hafi þá numið um tveimur milljónum króna, en það verður að teljast dálagleg upphæð fyrir að styðja á nokkra takka á tölvulyklaborði. PÓSTURINN hafði samband við nokkra aðila sem tengjast þess- um viðskiptum og innti þá álits á þessum málum. „Lánasýslan býður ákveðna þóknun fyrir að miðla þessum spariskírteinum. Við vitum ekki hvort við fáum sömu bréf á sama verði og erum því að taka áhættu ef við seljum bréf og kaupum önnur í staðinn. Og ég vil vísa því algjörlega á bug að við séum að misnota aðstöðu okkar,“ segir Bjarni Ármannsson hjá Kaupþingi. „HARA KOMIÐ UPP TILFELU" „Það hafa komið upp tilfelli þar sem þetta hefur verið mögu- Þóknun vegna kaupa frá Lánasýslu ríkisins Spariskírteini 5 ára 0.4 prósent 10 ára 0.6 prósent Ríkisverðbréf 3 ára 0.4 prósent Ríkisvíxlar 3 mán. 0.1 prósent 6 mán. 0.2 prósent 12 mán. 0.25 prósent legt eða gert. Útboð að undan- förnu hafa hins vegar verið mjög smá í sniðum. Þetta eru kannski tvö til þrjúhundruð milljónir á hálfsmánaðar fresti. Ástæðan fyrir þessum kaupum verðbréfa- fyrirtækjanna er oft sú að verð- bréfasjóðir eru að breyta sam- setningu sinni. Þóknunin er hugsuð sem hvati til að taka þátt í útboðum Lánasýslunnar,“ segir Guðmundur Þórhallsson, forstöðu- maður hjá Fjárfestingafélaginu Skandía. „í apríl varð hækkun á vöxtum spariskírteina eftir nýafstaðnar kosningar og þá jókst salan á spariskírteinum eftir að hafa ver- ið daufleg í langan tíma. Á einum ákveðnum tímapunkti myndað- ist sá möguleiki að hægt var að selja á verðbréfaþingi á sam- bærilegum kjörum og var í næsta útboði á eftir. Það var ein- hver sem seldi á verðbréfaþingi fyrir úboðið en það er alls óvíst að sami aðili hafi síðan keypt aft- ur í útboðinu sjálfu," segir Sig- urður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka. „Það má segja að þetta sé fræðilega hægt en alls ekki í miklum mæli og reglulega, því miður má segja fyrir okkur verðbréfasala.“ MÁLID í EIUDUR- SKODUQI SEGIR LAIUASYSLAIU „Þetta hefur komið aðeins fyr- ir. Það má segja að þetta hafi ver- ^^^^ffl Að gefnu tilefni skal það tekið fram að fyrir- sögn á forsíðu síðasta Mánudagspósts er ekki frá Aðalsteini Jónssyni komin. Þar liggurað baki túlkun blaðsins á atburða- rásinni áður en þau Aðal- steinn og Sigrún Gísla- dóttir ákváðu að láta frá sér börn sín. Frekari út- skýringu á því sjónarmiði má sjá í leiðara blaðsins. RITSJ. Sigurður B. Stefánsson hjá VÍB. ið byrjunarörðugleikar. Það eru þrjú ár síðan farið var að bjóða út á þennan hátt. Áður var um- boðsmannakerfi og þá var þókn- unin eitt til eitt og hálft prósent," segir Sigurgeir Jónsson, yfirmaður Lánasýslu ríkisins. „í svona út- boðskerfum eru yfirleitt ekki greidd umboðslaun en markað- urinn hér krafðist umboðslauna ef þeir ættu að setja fólk í að selja þessi bréf. Við erum í ákveðnu millibilsástandi má segja á með- an verið er að byggja þetta upp. Ég treysti því nú að menn séu ekki að misnota kerfið,“ segir Sig- urgeir. „Það gat komið fyrir áður að ef skráning á verðbréfaþingi vék frá útboðum að menn gátu nýtt sér það til hagnaðar en það er liðin tíð. Það er spurning hvort þessi þóknun ætti ekki að renna til kaupendanna sjálfra. Sumir, eins og bankarnir, kaupa beint af okkur og þá er þetta vaxtaauki fyrir þá. Annars eru þessi mál í endurskoðun hjá okkur,“ segir Sigurgeir að lokum. ■ ±r

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.