Helgarpósturinn - 03.08.1995, Page 12

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Page 12
FIMmTuDAGuR oíTAGuST~'1r9"9"5l Aldrei er meira að gera hjá landasölumönnum en vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Landslagið á landamarkaðinum hefur hins vegar breyst mikið á einu ári í kjölfar þess að Ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar fékk rannsókn ólöglegrar áfengisframleiðslu á sína könnu. Söluhá sím- boðanúmer hafa gengið kaupum og sölum fyrir tugi þúsunda en GSM-símar eru nú hægt og bítandi að ryðj'a símboð- unum af markaðinum. 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 500 Gambri Landi Eftirspurnin eftir landa er sjálf- sagt aldrei jafn mikil og vikuna fyrir verslunarmannahelgina. Þannig hefur PÓSTURINN til dæm- is heimildir fyrir því að í fyrra hafi hópur landabruggara, sem starfrækti eina bruggverksmiðju, selt um það bil 3.200 lítra af landa síðustu átta dagana fyrir verslunarmannahelgina. Sölu- verðmæti þess magns er um það bil 4,8 milljónir króna miðað við að lítraverðið sé 1.500 krónur. Fyrir skömmu lokaði lögreglan all stórri bruggverksmiðju sem staðsett var í útihúsi við sveita- bæ á Snæfellsnesi en í eigu bruggara frá Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum blaðsins bendir allt til þess að þar hafi verið í undirbúningi umfangs- mikil framleiðsla sem hafi fyrst og fremst átt að svara eftirspurn markaðarins nú fyrir þessa mestu drykkjuhelgi ársins. Lög- reglan greip hins vegar í taum- ana áður en framleiðslan komst af stað af einhverri alvöru og lok- aði verksmiðjunni. Þessi lokun er lýsandi fyrir þá þróun sem hefur átt sér stað á landamarkaðinum því stórar bruggverksmiðjur sem nú finn- ast eru svo til undantekninga- laust úti á landsbyggðinni. Og samkvæmt heimildum blaðsins er mun erfiðara að nálgast landa til kaups nú en á sama tíma í fyrra. FIKNIEFIVIADEILDIM HEFUR GEMGIÐ HART FRAM Það er ekki lengra en ár síðan stærstu landabruggararnir töldu sér þokkalega óhætt að setja upp stórar landaverksmiðjur á höfuðborgarsvæðinu. Landslag- ið á landamarkaðinum breyttist hins vegar verulega þegar Ávana- og fíkniefnadeild var fengið það hlutverk að rannsaka mál sem tengjast framleiðslu ólöglegs áfengis. Fíkniefnadeild- in hefur sinnt þessu hlutverki af miklum krafti og upprætt margar bruggverksmiðjur. Á sama tíma hefur deildin hins vegar ekki get- að státað af vasklegri framgöngu í baráttunni við fíkniefnasmygl- ara og fíkniefnasala, og eins og kom fram í PÓSTINUM fyrir skömmu hefur Ávana- og fíkni- efnadeildin gengið undir nafninu Landadeildin í undirheimunum upp á síðkastið. Heimildarmað- ur, sem þekkir vel til á landa- markaðinum, tekur undir þetta og segist sjálfur hafa rekið sig á þetta. Nefnir hann sem dæmi að í kjölfar þess að fíkniefnadeildin lokaði tveimur stórum brugg- verksmiðjum með stuttu millibili í desember í fyrra hafi hann farið um allan bæ og reynt að útvega sér töluvert magn af landa, en hvergi fengið. Hann fullyrðir hins vegar að á sama tíma hafi verið nóg framboð af alsælu, am- fetamíni og hassi. LAMDASALA OG DÓP- SALA Landabruggarar og þeir sem selja landa hafa oft verið bendl- aðir við ýmsa aðra glæpastarf- semi í fjölmiðlum. Sagt hefur ver- ið frá því að þýfi hafi fundist þeg- ar bruggverksmiðjum hafi verið lokað og þá hefur því verið hald- ið fram að margir landasölu- menn höndli einnig með eiturlyf. Meðal þeirra sem blaðið ræddi við á meðan vinnslu þessarar greinar stóð er maður sem hefur ítrekað verið tekinn fyrir landa- brugg. Hann segir það hina mestu firru að landa- og dópsala haldist oft 5 hendur, það sé ein- faldlega um gjörólíka hluti að ræða þótt sölukerfið sé ef til vill svipað. „Það telst frekar til undantekn- inga en hitt að landasölumenn séu að selja dóp. Eiturlyfjasala er einfaldlega allt önnur deild og miklu alvarlegra mál. Menn fara ekki í fangelsi fyrir að selja landa ólíkt því ef þeir eru að selja dóp. Maður þekkir hins vegar einhver dæmi um gæja sem hafa byrjað að selja landa en síðan leiðst út í eiturlyfjasölu, en þau eru ekki mörg.“ Þegar þessi maður er spurður út í það þýfi sem hefur stundum fundist í bruggverksmiðjum þá hlær hann við og segir oft rangt með farið í fréttaflutningi. Nefnir hann sem dæmi að einu sinni hafi verið sagt frá því að nokkurt magn af þýfi hafi fundist á brugg- stað en síðar kom í ljós að um eldgamalt sjónvarpstæki og út- varp hafi verið að ræða, sem höfðu verið lengi í eigu bruggar- anna og þeir notað til jiess að stytta sér stundir meðan á fram- leiðslunni stóð. En þetta er ekki það eina sem bruggarinn er ósáttur við í fréttaflutningi af landamálum. Hann segir það líka móðgun við stéttina þegar sagt er frá grugg- ugum landa og jafnvel landa sem hefur flugur að geyma. „Að halda því fram að menn séu að selja einhvern flugna- landa er mesta bull sem ég hef heyrt. Lögmál markaðarins gilda um landa eins og aðrar vörur. Það þýðir að fólk hættir einfald- lega að skipta við þá sem bjóða slæma vöru, og þá geta þeir bara pakkað saman.“ FRAMLEIDDU 400 LITRA A SOLARHRIMG Samkvæmt upplýsingum blaðsins framleiddi ein stærsta bruggverksmiðja sem sett hefur verið á fót á höfuðborgarsvæð- inu, um það bil 400 iítra á sólar- hring þegar hún var keyrð. Þessi verksmiðja var starfrækt frá ára- mótum í fyrra fram til versiunar- mannahelgarinnar þegar hún var tekin í sundur og færð. Síð- ustu átta dagana var verksmiðj- an keyrð allan sólarhringinn og tókst hópnum sem stóð að henni að selja alla framleiðsluna, 3.200 lítra af landa. Þetta er gríðarlegt magn, sérstaklega þegar það er skoðað hversu mikill gambri liggur á bak við þennan lítra- fjölda. Með góðri nýtingu fást um það bil 280 lítrar af landa úr I. 000 lítra ílögn. Það þýðir að lítrarnir 3.200 hafa fengist úr II. 500 lítrum að gambra. Til gamans má geta þess að í svo mikið magn af gambra þarf tæp- lega 3 tonn af sykri, 115 kíló af geri og 805 lítra af appelsínusafa. Þegar umsvifamikill landa- bruggari er spurður hvort það sé ekki erfitt að kaupa hráefni til mikillar framleiðslu, játar hann því og segir menn yfirleitt reyna að dreifa innkaupunum á marga staði. En hann bætir því við að margir átti sig á hvað standi til en hafi ekkert við það að athuga. „Fólki finnst þetta spennandi og hefur líka vissa samúð með þessu þar sem vín er svo dýrt í ÁTVR.“ EMGIMM ORÐHD RÍKUR AF FRAMLEIÐSLU LAMDA Dreifingarkerfin á bak við landasöluna eru mjög misjöfn að umfangi. Sumir stórir framleið- endur hafa nokkra milliliði á sín- um snærum sem aftur selja til Gambri I Landi

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.