Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 8
Síðastliðinn mánudag sló DV því upp á forsíðu að pilturinn sem varð fyrrverandi sambýlismanni móð- ur sinnar að bana með því að aka á hann, væri grunaður um hrottafengna lík- amsárás á skemmti- staðnum A. Hansen í Hafnarfirði. í frétt- inni kom fram að lögreglunni í Hafnar- firði væri kunnugt um árásina og ætti von á því að lögð yrði fram kæra á hendur piltinum. Daginn eftir dró DV svo fréttina til baka og sagði að rangur maður hefði verið hafður fyrir sök. Þetta er nokkuð at- hyglisvert mál því frétt DV var svo til orðrétt samhljóða ábendingu sem PÓSTURINN fékk síðastliðinn fimmtu- dag. Þegar blaða- maður PÓSTSINS kannaði ábending- una, meðal annars með því að tala við starfsfólk og eiganda A. Hansen, kom á daginn að hún var alröng. í ljós kom að pilturinn hafði verið á staðnum en ekki komið nálægt átök- unum heldur annar maður sem starfs- fólkið þekkti með nafni. Á mánudag þegar frétt DV birt- ist, hringdi blaða- maður PÓSTSINS aftur í eiganda A. Hansen til þess að athuga hvort um misskilning hefði verið að ræða þegar rætt var við hann um þátt piltsins í átök- unum. Veitingamað- urinn sagði að eng- inn misskilningur væri á ferðinni og sagðist undrandi á því að enginn frá DV hefði haft samband við A. Hansen til þess að kanna sann- leiksgildi fréttarinn- ar... FllvllvITuDAGu R377iiGUST'1'995 Sviksamleg framkoma miöaldra manns vegna tryggingabóta sem ein- stæð móöir hlaut er aö fá á sig hina einkennilegustu mynd og á mað- urinn, eftir þriggja ára einkastríð, yfir höföi sér lögregluákæru vegna málsins náist ekki samkomulag innan tíðar tók orð trúan ogöll Ekkja og einstæð móðir í Hafn- arfirði stendur nú frammi fyrir gjaldþroti, vanskilalista og stór- felldum fjárkröfum á hendur sér vegna djarfra viðskiptahátta mið- aldra manns, sem er í dag yfirlýst- ur gjaldþrota vegna viðskipta- hátta sinna. Árangurslaust fjár- nám lögfræðinga í þrotabú mannsins hefur engu skilað og sit- ur konan nú eftir með sárt ennið eftir viðskipti við hann. Maðurinn kom konunni, Ingibjörgu Sveins- dóttur, til aðstoðar eftir hörmu- legt bílslys sem færði konunni ekki einungis 100 prósenta örorku um tíma heldur gerði henni ókleift að stunda hvers lags vinnu um langt skeið eftir slysið. MÖLBRAUT, HIUÉSKEL OG HLAUT OLÆKIU- AIUDI MIGREIUI Það var í apríl 1993 að Ingibjörg Sveinsdóttir lenti á bifreið sinni í hörðum árekstri með þeim afleið- ingum að önnur hnéskel hennar mölbrotnaði og hlaut hún höfuð- áverka sem ollu henni mígreni þegar fram liðu stundir og reynd- ist ólæknandi. Bifreiðin sem Ingi- björg ók og gjöreyðilagðist í slys- inu, var af tryggingafélagi dæmd í órétti og var henni gert að bera sjálf þungann af eigin skaða. Vegna stöðugra vinnutíma áður en að slysinu kom, voru Ingi- björgu dæmdar bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins um tíma sem námu þeim launum er hún hafði áður haft í mánaðartekjur og svo fór að lögfræðingar úrskurðuðu henni nokkra upphæð í skaða- bætur vegna þeirrar örorku sem hún hlaut. Upphæðin nam rúmri milljón króna og var greidd út af lögfræðingi Tryggingastofnunar til Ingibjargar sem veitti þeim við- töku 1. október 1993 og áttu þeir að nýtast henni til kaupa á nýrri bifreið í stað þeirrar sem gjöreyði- lagðist í slysinu. SANIUFÆROI KONUNA UM EIGIÐ AGÆTI Þegar hér var komið sögu hafði kynnum Ingibjargar og mannsins viljað til um nokkurt skeið fyrir milligöngu vinafólks Ingibjargar og maðurinn sýnt konunni hlýhug og áhuga á máli hennar. Ekki varð um villst að maðurinn var boðinn og búinn til þess að koma Ingi- björgu til hjálpar við fyrirkomu tryggingabótanna en hann ræddi fjálglega um fjárfestingafyrirtæki og þá mánaðarvexti sem Ingibjörg myndi hljóta af þeim viðskiptum. Manninum tókst, með blíðmælgi og nærgætinni framkomu sinni, að sannfæra konuna að lokum um ágæti sitt og fékk umboð Ingi- bjargar til að skipta tryggingaávís- uninni í eigin nafni. Maðurinn móttók ávísunina þann 1. október 1993, sem hljóðaði upp á 1.090.000 krónur, eftir nokkra bið utan við skrifstofu lögfræðings Ingibjargar sem fór með mál hennar fyrir Tryggingastofnun, en veitti henni móttöku með því skil- yrði að óútfyllt ávísun ásamt tryggingavíxli yrðu lögð í hennar hendur, sem maðurinn samþykkti án nokkurra athugasemda og lét þegar í té. Þessir pappírar áttu að tryggja stöðu Ingibjargar og sjá til þess að fjármuna hennar væri vel gætt. „MÉR ÞÓTTI FENGUR I AÐSTOD HANS" „Þessi maður var hreint út sagt ótrúlegur á þeim tíma sem sam- skiptum okkar hagaði til. Hann var ávallt tilbúinn til aðstoðar ef eitthvað út af bar, og þar sem ég var rúmliggjandi meira og minna á þessum tíma þótti mér vænn stuðningur í honum, sem sýndi óeigingjarna hjálpfýsi og virtist vænn maður,“ sagði Ingibjörg í samtali við blaðamann. „Hann sló um sig með stórfelldu fasteigna- tali sem hljómaði afar sannfær- andi og sagðist eiga skemmtistað í Reykjavík ásamt allri þeirri húsa- lengju sem staðurinn stendur við. Húsnæðið sagðist hann hafa fest kaup á fyrir mörgum árum síðan, en seinna meir kom það upp úr kafinu að húsnæðið er í eigu læknafélags nokkurs og er ekki skráð á þennan mann á nokkurn hátt. Þá keyrði hann um á stórum og öflugum flutningabíl, sem hann sagði vera í sinni eigu. Eftir nokkra eftirgrennslan, þegar síga tók á ógæfuhliðina, fann ég það út að hvorki bifreiðin, húsnæðið, né jafnvel skemmtistaðurinn var í hans eigu. Mér þótti á sínum tíma mikill fengur í aðstoð hans og lagði trúnað á ráðleggingar mannsins. Honum var mikið í mun að ég ætti viðskipti við fyrir- tækið Lýsingu hf. þar sem ég gæti átt von á allt að 23.000 króna vaxtaupphæðum mánaðarlega og yrði tilvalið að greiða upp bílinn með einungis vöxtum af stofnupp- hæð tryggingabótanna, en halda hinni upprunalegu fjárhæð fyrir mig til haga.“ „ÉG HEF ALDREI FENGIÐ VITNESKJU UM HVERT PENING- ARNIR FORU" „Hvað í raun varð um þá milljón sem maðurinn gekk út með frá mínum lögfræðingi hef ég aldrei fengið staðfestingu á en veit það eitt að hann skilaði sér aldrei til fjárfestingafyrirtækisins eins og rætt var um. Ég festi kaup á nýrri bifreið um sömu mundir og lutu afborganirnar sömu upphæð og vaxtaupphæð fjárfestingar mannsins í mínu nafni átti að skila sér að lokum. Um það var samið að ég fengi í hendur nótur af öll- um viðskiptunum, en það sjálf- sagða loforð var svikið. Fyrst um sinn skilaði maðurinn sér um hver mánaðamót með umrædda upphæð, 22.500 krónur, en aldrei fékk ég neinar nótur frá fjárfest- ingafélaginu líkt og maðurinn hafði lofað." Mánuði eftir umrædd viðskipti fóru að renna tvær grímur á Ingi- björgu. Hún lagði hart að mannin- um að fá fjármunina útgreidda svo hún gæti lokið við skuldbind- ingar sínar, en fékk sífellt ný svör frá manninum. „Þær sögur sem hann spann upp jafnharðan voru endalausar og hann sýndi mikið hugmyndaflug í samtölum okkar. Maðurinn var svo harðsvíraður í samskiptum að það haggaði hon- um ekkert. Allan þann tíma gerði hann sér fulla grein fyrir því að ég var ekki í stöðu til að fara út á vinnumarkaðinn vegna veikinda minna og var ekki borgunarmann- eskja fyrir þessum skuldum.11 „GJALDKERINN RAK UPP STOR AUGU YFIR AVISUNINNI" Tryggingaávísunin sem maður- inn skrifaði út af ávísanareikning í eigu Landsbankans var skrifuð út af reikningi sem hafði verið lokað fyrir löngu síðan. Gjaldkerar ráku upp stór augu þegar Ingibjörg gekk í málið í útibúinu og sögðu konunni að þessi ávísun væri vita ógild þar sem reikningurinn hefði ekki verið til í langan tíma. Trygg- ingavíxillinn, sem Ingibjörg fékk úr höndum mannsins reyndist verðlaus seinna meir vegna gjald- þrots hans. Þó gekk maðurinn ekki á bak orða sinna fyrr en ári eftir viðskiptin og hættu mánað- argreiðslur úr vasa hans að renna til Ingibjargar í nóvember 1994, en þá skall gjaldþrot hans á. Ingi- björg var þá komin í nokkur van- skil vegna trygginga á bifreiðinni og smám saman tók fjárhagur hennar að hrynja þegar greiðslur frá manninum hættul að berast um hver mánaðamóti inn um lúgu hennar. 1 jgJsem LANGUI „HANN LAUGI HANN VAR LANGUR TIL OG LOFAÐI OLLU" „í dag hef égigreitt tugi þúsunda vegna símtala sem ég hringdi til hans í bílasíma. Þau loforð sem hann gaf voru orðih ein, én þegar átti að gera bifreiðina upptæka vegna vanskila setti ég manninum stólinn fyrir dyrnar og gerði hon- um ljósa grein fyrir því að pening- ar yrðu að koma frá honum á stundinni, því ella yrði bifreiðin gerð upptæk." Maðurinn mætti til lögfræðiskrifstofu sem hafði um- sjón með yfirvofandi uppboði á bifreiðinni með 100.000 krónur í vasanum sem hann lagði á borðið ásamt ávísun sem hljóðaði upp á 530.000 krónur. Lögfræðingar féllu frá uppboði á bifreið Ingi- bjargar, en innistæða fyrir hinni hálfrar milljón króna ávísun barst aldrei bankanum. þótti gódur að af- STYRA UPPBOÐI Lögfræðingnum bárust ítrekað beiðnir frá manninum sem óskaði eftir frest á greiðslunni. Maðurinn hætti að lokum að hafa samband við lögfræðiskrifstofuna og var hún send til bankans sem hafnaði útlausn hennar. Kom í ljós að ávísunin var skrifuð út af öðrum reikningi sem ekki var í eigu mannsins sjálfs heldur aldraðs föður hans, sem enga vitneskju hafði um málið og sat uppi með greiðsluna. Maðurinn hélt því fram svo mánuðum skipti að und- irskrift hans væri góð og traust á skuldabréf sem hann hvatti Ingi- björgu til að taka vegna vanskil- anna en minntist ekki orði á fjár- munina sem hann sagði fjárfest- ingafélagið hafa í vörslu sinni. Skuldir Ingibjargar hrönnuðust upp í millitíðinni og hafði hún ekk- ert bolmagn til að standa undir cif- borgunum af bifreið sinni, ásamt tryggingum og bifreiðagjöldum sem farin voru að nema svimandi upphæðum. „EKKI TALA ÞAU FAL- LEGA UM HANN" Undirskrift mannsins á pappír- um reyndist ónýt þegar upp var staðið og sagði hann þá bróður sinn ætla að hlaupa undir bagga með sér. Ingibjörg fékk þó óblíðar móttökur frá bróðurnum þegar hún hringdi loks til hans og innti hann eftir undirskrift hans. „Þessi maður fékk ekki gott orð frá ætt- ingjum sínum og vildu sumir hverjir sem ég hafði samband við vegna málsins, bera hann fyrir ve- sældóm og sögðu ekki orð að marka yfirlýsingar hans.“ Fór svo að Ingibjörg þurfti, eftir tveggja mánaða bið eftir aðstoð mannsins, að leita til ábyrgðar- manna eftir eigin leiðum og var þar með allt farið niður í súginn sem maðurinn hafði sjálfur orð- lengt við Ingibjörgu. „MÍN ORKA ER Á ÞROTUM I DAC" í dag eru liðin tæp þrjú ár frá út- borgun Tryggingastofnunar á ör- orkubótum Ingibjargar og fullnað- argreiðslu sem afgreidd var gegn- um lögfræðing konunnar, greiðsl- unnar sem maðurinn tók að sér að fjármagna. Ingibjörg hefur enn ekki séð nema hluta þeirrar rúmu milljónar sem henni bar og konan er orðin langþreytt og æskir einskis annars en að málinu taki loks að ljúka. Þeir fjármunir sem Ingibjörg hefur móttekið úr hendi mannsins hafa að mestum hluta runnið í vanskilagreiðslur og kostnað til lögfræðinga vegna svikinna loforða mannsins. Bif- reiðin sem Ingibjörg festi kaup á stendur nú frammi fyrir uppboði og nú er svo komið að lánastofn- anir hafa sett konuna á vanskila- lista sem gerir henni ókleift að greiða upp skuldir sínar með greiðsluerfiðleikalánum. Þó hefur engin gjaldþrotakrafa komið fram ennþá en fari svo sem horfir mun bifreiðin renna til lánadrottna í dag, fimmtudag. INGIBJÖRG HEFDI ÁTT AD GERA SER GREIN FYRIR AHÆTTUNNI Þegar frásögn Ingibjargar var borin undir manninn sagði hann að hún væri einfaldlega ekki rétt. „Ymislegt kom upp á sem varð þess valdandi að ég gat ekki staðið við greiðslur til Ingibjarg- ar um tíma, en hún var meðvituð um málavöxtu með öllu,“ sagði hann. Nú sagðir þú peningana ávaxtaða af fjárfestingarfélag- inu Lýsingu og greiðslur þaðan hefðu með réttu átt að berast og ættu enn að berast Ingibjörgu? „Nú, það kom upp babb í bát- inn og ég var svikinn svo þetta gekk ekki eftir sem skyldi og það er ekkert meira um það mál að segja.“ Viltu þá meina að það sé Qár- festingafélaginu að kenna að þið fenguð ekki peningana til baka? „Ég hef aldrei talað um neitt fjárfestingarfyrirtæki og kannast ekki við þetta nafn sem þú talar um, Lýsing. Ég tók að mér ákveðna áhættu í máli og svo fór sem fór. Ingibjörg hefur fengið stóran hluta peninganna aftur og ætti því ekkert um málið að segja.“ Viltu þá meina að þú hafir nýtt fjármagnið tii einhvers konar áhættuQárfestingar sem ekki gekk eftir ? „Já, já, það má alveg kalla það því nafni, ég get ekkert sagt um hvað peningarnir fóru í, þar sem það kemur málinu ekkert við. Ég greiddi henni út 650.000 krónur í einum rykk og get ekki séð að hún ætti að kvarta yfir því.“ Rann sú upphæð ekki til greiðslu lögfræðikostnaðar vegna yfirvofandi lögtaks í bif- reið Ingibjargar ? „Jú, það er rétt.“ Nú var gefin út ávísun sem reyndist vera úr hefti föður þíns og hljóðaði upp á 530.000 krónur, ávísun sem ekki var innistæða fyrir. Varst þú ábyrg- ur fyrir því? „Ég gerði ekkert nema skrifa út ávísunina sem var greidd upp stuttu eftir greiðsluna til lög- fræðingsins. Það var allt í stak- asta lagi og ekkert við það að at- huga. Eg átti ekki þetta ávísana- hefti, það er rétt en það var ekk- ert að því.“ Nú skrifaðir þú ávísun af ávís- anareikningi í nafni Lands- bankans sem fyrir löngu hafði verið lokað og var ekki hægt að innheimta. Hver var ástæða fyr- ir þeirri ákvörðun þinni ? „Þeir atburðir sem gerðust voru ekki að minni tilhögun og hefði ekki komið babb í bátinn hefði allt gengið að óskum. Þetta var borðliggjandi en fór illa að lokum. Meira hef ég ekki að segja um þetta mál allt saman. Ég geri upp við konuna í þessum mán- uði eða þeim næsta. Hún fær restina af peningunum sínum þá. Það var allt í lagi með þessa ávís- un sem ég skrifaði. Það var svik- ið á mér.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.