Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 13
FIMMTuDAGu R377vGu ST1995 V í janúar á síðasta ári lokaði lögreglan einni stærstu bruggverksmiðju sem hefur fundist hér á landi. Hér sjást nokkrar gambratunnur úr verksmiðjunni. smásala. Er þetta gert til þess að lögreglan eigi erfiðara að rekja hvaðan landi er uppruninn ef ein- hver smásali er tekinn. Aðrir framleiðendur eru ekki eins var- kárir heldur skipta beint við smá- salana og selja jafnvel sjálfir. Mun meira er upp úr því að hafa en öryggið er að sjálfsögðu minna. Samkvæmt heimildum blaðsins er algengt verð til mill- iða 700-800 krónur á lítra og fer verðið eftir því magni sem hann tekur. Milliliðurinn leggur á bil- inu 100-300 krónur á lítrann til smásalans sem selur síðan lítr- ann á 1.500 krónur. Bruggarinn sem áður hefur verið minnst á, segir aðspurður að enginn verði ríkur af því að framleiða landa en það sé hins vegar hægt að hafa þokkalegan pening upp úr því. Hann segir að þeir sem uppskeri einna mest séu smásalarnir ef þeir hafi gott sölunet. Dæmi eru um það að góðir sölumenn hafi selt 400-800 lítra á „góðri“ helgi þegar landa- salan var sem mest, en bruggar- inn segir að svo stórir sölumenn séu hins vegar liðin tíð og nú sé salan á höndum fleiri minni aðila. Algengasta leiðin til þess að nálgast landa er að hringja í sím- boðanúmer hjá sölumanni, sem hringir til baka að bragði og tek- ur niður pöntun. Vinsæl sím- boðanúmer eru dýrmæt og hefur blaðið upplýsingar um að söluhá símboðanúmer hafi gengið kaup- um og sölum fyrir tugi þúsunda. Nú eru GSM-símarnir hins vegar hægt og bítandi að ryðja símboð- unum af markaðinum. HJOESTA SEKTIIU RUiyiLEGA 800.000 KROIUUR Viðurlög við ólöglegri fram- leiðslu áfengis eru ekki mjög ströng. Flestum bruggmálum lýkur með dómssátt og fyrst eftir að sprenging varð í sölu landa voru bruggararnir að borga í hæsta lagi 200.000-300.000 krón- ur í sektir en oft mun minna. En þar sem hagnaðarvonin er tölu- verð létu menn þessar sektir ekki stöðva sig og settu nýjar verksmiðjur á fót. Sektirnar hafa hins vegar farið ört hækkandi. Á þessu ári var til að mynda forsp- rakki stórrar verksmiðju, sem var starfrækt við Fiskislóð, dæmdur til þess að greiða ríflega 800.000 krónur í sekt í ríkissjóð. Hærri sektir er ein leiðin til þess að letja menn til þess að hefja landaframleiðslu en á dögunum var áfengislögunum einnig breytt á þá leið að nú er bannað að eiga og búa til eimingartæki. Þetta gerir bruggurunum erfið- ara fyrir þar sem áður var tiltölu- lega lítið mál að fá súðutæki smíðuð í vélsmiðjum. Þrátt fyrir þetta er örugglega langt þangað til landasuða leggst af á Islandi, eða eins og einn bruggari sagði í samtali við blað- ið: „Ég held að það sé alveg ljóst að á meðan brennivín er verð- lagt eins og það er gert í dag, þá verður búinn til landi hér.“ ■ „Að halda því fram að menn séu að selja einhvern flugnalanda er mesta bull sem ég hef heyrt. Lögmál markaðarins gilda um landa eins og aðrar vörur. Það þýðir að fólk hættir einfaldlega að skipta við þá sem bjóða slæma vöru," segir um- fangsmikill landabrugg- ari. Uppskrrft að landa- uerksmiðju Það eru ekki flókin tæki, eða flóknar tilfæringar sem þarf til þess að setja bruggverksmiðju á fót og hefja framleiðslu á landa í stórum stíl. í greininni hér til hliðar er sagt frá verksmiðju sem gat framleitt 400 lítra á sól- arhring. Stofnkostnaður að baki verksmiðju að slíkri stærð er aðeins um 300.000 krónur. Græjurnar sem til þarf eru: fimm 1000 lítra ker með loki, 200 lítra suðutæki og fimm sex tommu síur, gerðar úr þar til ætluðu síuefni sem fæst til dæmis í Amunni. Suðutækið er dýrasti liðurinn í þessu dæmi en það kostar um 200.000 krón- ur. Og þá er það ílögnin. í hvert 1.000 lítra ker fara um það bil 10 kg ger og gernæring (fæst í Ámunni og kostar 11.400 krón- ur), 250 kg sykur (14.500 krón- ur), 70 lítrar af appelsínusafa án allra rotvarnar- og aukaefna (5.250 krónur), 200 ml froðueyð- ir (fæst í Ámunni og kostar 456 krónur) og svo er fyllt upp með vatni af réttu hitastigi svo gerj- un fari af stað. Samtals gerir þetta ríflega 31.500 krónur. Með góðri nýtingu fást úr 1.000 lítrum af gambra um það bil 280 lítrar af 40-45% sterkum landa, sem þýðir að hráefnis- kostnaður á bak við hvern lítra er um það bil 110 krónur. Plast- brúsarnir utan um framleiðsl- una kosta svo 27 krónur stykk- ið. Þá er eftir að taka með í reikninginn stofnkostnaðinn við verksmiðjuna, en hún á að vera fljót að borga sig upp ef lögregl- an kemst ekki í spilið. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.