Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 31
 t FIM IvlTU DAG Ú R 3. AGUST1995 4 é é é é é é é é é o 31 Óskar Bjöm Óskarsson, frá- farandi piparsveinn um mynd- ina af sjálfum sér: „Hann er full merkilegur með sig þessi, þykir mér svona við fyrstu sýn. Það er einhver lokkandi svipur á hon- um sem gæti verið til þess fall- inn að tæla þá konu sem fyrir neðan stendur og horfir á. Þetta er án alls efa óskaplegt karl- menni þar sem hann heldur kæruleysislega á vefju í annarri hendi og verður óskaplegur töf- fari fyrir vikið. Þó vísa augabrúnirnar til vott- ar góðleika í svipmóti hans og því er ég sannfærður um að hann sé enginn níðingur, maður- inn á myndinni. Þetta er eflaust hið besta skinn. Það hefur verið nokkurt rót á honum þessum yfir lífsleiðina, því þegar ég rýni I myndina sé ég votta fyrir óreglulegum örum sem ná yfir mag- ann þveran og marka hann af prakkaraskap sinna yngri ára. Hvernig hann stendur skáhallt við handrið stig- ans sem rennur niður við nakta veggina, þykir mér bera vott um að maðurinn hafi í, miðju kafi við uppgöngu sína til annars og betra lífs, snúið sér við eitt einasta augna- blik til að líta það sem að baki er augum og kasta kveðju á gærdag- inn. Líf þessa unga manns er greinilega fram- undan og liggur beina leið upp á við.“ Stysta Ijóðabók sem gefin hefur verið út? tf Þar sem þu stendur fyrir utan yfirborðskenndan glaum og gleði nátthrafnanna, og hlustar á sársauka öskur sjálfs þíns stendur einmanaleikinn svartur og hokinn. Þegar maður les svona ljóð sem að auki er að finna í bók með titlinum Sjálfsmorð 24 dettur manni óhjákvæmilega í hug að höfundurinn hljóti að eiga við þunglyndi að glíma. Ljóðskáldið Ingólfur Þór Árnason neitar því hins vegar en segir að hann hafi lenti í alvarlegu slysi fyrir stuttu og að flest ljóð í bókinni hafi verið skrifuð í kjölfar þess. Sjálfsmorð 24 er ekki margra síðna bók; inniheldur reyndar að- eins sjö ljóð á sjö síðum. Ingólfur segir að hann hafi í fyrstu ætlað að hafa bókina stærri í sniðum en síðan ekki fundist það ríma nógu vel við innihaldið og skorið ljóða- fjöldann niður um rúmlega helm- ing-, „Eg vildi hafa ljóðin stutt og auðlesin og var jafnvel að spá í að hafa bókina styttri," segir Ingólf- ur. En hvað er það sem fœr skáláið til þess að skrifa? „Ég get ekki svarað því. Ég mála líka og er að reyna að koma upp sýningu. Þetta tvennt hjálpar mér að fá einhverja útrás.“ Bók Ingólfs er ekki einungis sér- stök fyrir það hversu fá orð hún hefur að geyma heldur er útlit hennar öðruvísi en gengur og gerist. Ekkert eintak bókarinnar er eins og er skýringin á því sú að Ingólfur hefur handgert hvert ein- asta eintak sem hefur komið út. „Efniskostnaður við hverja bók er um það bil 27 krónur. Það má segja að ég hafi búið þessar bæk- ur til fyrir klinkið sem ég átti út í glugga," segir Ingólfur og bendir á að bókin sé enda ekki dýr út úr búð og kosti í kringum 500 krón- ur með skatti og álagningu. ■ bíó Bíóborgin Að eilífu Batman Batman Fore- ver * Batman er konungur dragdrottninganna. Leiktjöldin eru fyrirferðarmeiri en plottið. Á meðan þú svafst While You Were Sleeping ★★ Sandra Bullock - piparjónka sem nær sérekki í mann. Varla. Die Hard ★★ Til að þetta verði ekki of leiðinlegt fær Bruce Willis aðstoðarmann sem er aumari og kjánalegri en hann. Bíóhöllin Að eilífu Batman Batman Forever ★ Fremstur riddara First Knight ★ Camelot er eins og Euro Disn- ey. Þar er mikið trommað og blásið í lúðra. I bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi en ekki fyrir sótt- hrædda. Háskólabió Jack & Sara ★ Brosið gegnum tárin-mynd þar sem ieikarar lenda í furðulegum ógöngum. Perez fjölskyldan The Perez Family ★★ Marisa Tomei leik- ur glaða hóru frá Kúbu. Hún er holdleg. Brúðkaup Muriel Muriel's Wedding ★★★ Eins og Abba hefur Muriel sigur í stríðinu við liðið sem allt þykist vita betur. Exotica ★★★ Póstmódernísk glæpasaga með undiröldu. Laugarásbíó Don Juan De Marco *★★ Brando, feitur eins og loftbelg- ur, dregur myndina upp í skýin. Johnny Depp hangir í honum. Langur föstudagur Friday 9 Mynd um Ijótt og leiðinlegt fólk í svertingjahverfi, tilvalin til að magna upp kynþáttafordóma. Heimskur, heimskari Dumb, Dumber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. Regnboginn The Madness of King George ★★★ Nigel Hawthome skemmtir sér konunglega við að leika kóng sem gengur af göflunum. Feigðarkossinn Kiss of Death ★★ Eins konar Bronson-mynd um mann sem þolir flest nema þegar einhver abbast upp á fjölskyldu hans. Eitt sinn stríðsmenn Once Were Warriors ★★ Svört saga með sápubragði. Sagabíó Die Hard ★★ Á meðan þú svafst While You Were Sleeping ★★ Stjörnubíó Fremstur riddara First Knight ★ Æðri menntun Higher Learning ★★ Pólitísk rétthugsun sigrar á amerískri háskólalóð. I grunnri gröf Shallow Grave ★★★ Mynd sem er gerð af smásmugulegum kvalalosta. Litlar konur Little Women ★★ Fyrir þá sem mega ekkert Ijótt sjá. Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beethoven. Ingólfur Þór Árnason. „Ég vildi hafa Ijóðin stutt og auðlesin og var jafnvel að spá í að hafa bókina styttri."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.