Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 10
10 FIMIvlTUDAGÚ RoTTÍGU ST'1'9’9'5 lögfræðing og með- ferðarfulltrúa, til T ryggingastofnunar. Skúli hefur undanfar- ið unnið að margvís- legum meðferðar- stofnunum í Svíþjóð og á íslandi en flest- ar hafa þær farið í þrot með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna Meðferð hf. og Saga Svartnes. Ekki er alveg ljóst hvað Skúli á að gera innan stofnunarinnar en starf það sem hann hefur verið ráðinn í var ekki auglýst. Inn- an stofnunarinnar er rætt um að kunn- ingsskapur hafi ráðið einhverju um ráðn- inguna en ljóst má þó vera að fáir eða engir hafa jafn mikla þekkingu og Skúli á áfengismeðferðar- málum... s FT Leigjendur í Húsi framtíðar- innar, Faxafeni 10, hafa sent beiðni til Heilbrigðiseftirlits rík- isins um að kanna hávaðameng- un sem berst frá útvarpi á fyrstu hæð hússins, en sam- kvæmt upplýsingum PÓSTSINS hefur heyrst þaðan hátt stillt sí- bylja allan sólarhringinn frá því um miðjan júlí. Tónlistin berst nánar tiltekið frá eiganda tísku- verslunarinnar Lilju, Báru Þor- steinsdóttur, sem þar rekur aðra af tveimur verslunum sínum. Um hríð hefur Bára átt í stríði við íslandsbanka vegna stórs ops sem er á milli fyrstu og ann- arrar hæðar hússins sem hún vill láta loka. En þess má geta að íslandsbanki, sem auk þess að vera að mestu eigandi efstu hæðar Húss framtíðarinnar, seldi Báru fyrstu hæðina fyrir um einu og hálfu ári síðan á 96 milljónir króna. „Ástandið er sérstaklega óþolandi fyrir þá sem þarna vinna á kvöldin og nóttunni, einkum þá sem þarna eru að vinna í prentbransanum og að auglýsingagerð, því eftir lokun verslunarinnar á daginn virðist hún hækka enn frekar í tækjun- um,“ sagði formaður húsfélags- ins, Heimir Óskarsson, í samtali við blaðið. „Hún hefur útvarpið líka ótrúlega hátt stillt á daginn miðað við að hún er sjálf að reyna að stunda viðskipti þarna,“ bætir hann við. Það munu einkum hafa verið leigjendurnir sem hafa kvartað undan hávaðanum og hafa þeir þegar leitað aðstoðar lögregl- unnar sem ekkert hefur viljað aðhafast í málinu. Hús framtíðarinnar var upp- haflega reist utan um eina starf- semi, eða bílasölu Sveins Egils- sonar. Þegar fyrsta hæðin var seld var jrví gerður eignaskipta- samningur, en á fyrstu hæðinni þar sem nú er tískuverslunin Lilja var upphaflega gert ráð fyr- ir bifreiðasýningarsal, á meðan efri hæðin, sem má segja að sé aðeins byggð á svölum, var ætl- uð undir skrifstofur. Um það bil 300 fermetra op blasir því við á milli fyrstu og annarrar hæðar hússins. Samkvæmt heimildum PÓSTS- INS gerði Bára Þorsteinsdóttur sér enga grein fyrir afleiðingum þessa ops þegar hún keypti hús- næðið af íslandsbanka á sínum tíma, en í gegnum opið er nokk- uð hljóðbært og hefur Bára meðal annars kvartað um há- vaða sem heyrist frá prentþjón- ustunni. Formaður húsfélagsins sem jafnframt er eigandi Offset- þjónustunnar mótmælir því harðlega og segir engan óeðli- legan hávaða berast frá prent- þjónustunni né öðrum fyrirtækj- um í kring. Að mati viðmælenda PÓSTSINS er málið bara þannig vaxið að Bára keypti köttinn í sekknum; Hörður Óskarsson, formaður húsfélagsins, segist hafa orðið vitni að ýmsum furðulegum uppákomum í Faxafeni 10. „Hún hefur útvarpið líka ótrúlega hátt stillt á daginn miðað við að hún er sjálf að reyna að stunda viðskipti þarna," segir hann. hún hafi ekki gert sér grein fyrir annmörkum hússins fyrr en of seint og nú vill hún rifta samn- ingnum við bankann. Það breyti þó ekki því að hún eigi sjálf að reyna að virða umhverfi sitt. LOKAÐI LEIGJEIUDUR IIUIUI Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bára lætur til sín taka í Húsi framtíðarinnar því þegar hún um tíma reyndi að koma upp eins konar „Kolaporti" í húsinu, sem ekki gekk upp, mun hún hafa lokað inni leigjendur sem ekki greiddu fyrir húsaleigu. „Ég hef orðið vitni af nokkrum furðulegum uppákomum hérna. Meðal annars get ég staðfest það að eitt sinn voru leigjendur lokaðir hérna inni. Frá því greindu leigjendurnir okkur sjálfir. Hins vegar held að það hafi bara verið létt grín hjá henni; hún hafi rokið út og læst á eftir sér en svo komið skömmu síðar og hleypt þeim út,“ sagði formaður húsfélagsins. Bára Þorsteinsdóttir neitaði alfarið að tjá sig um málið við PÓSTINN og vísaði því til föður- húsanna.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.