Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 16
16 FIM M T U D'A'G' U Rw3T"aGÖ S T "i r9’9'5l Unnendur heimsbók- mennta eiga von á glaðning fyrir jól. Þar má nefna þýðingu Péturs Gunnarssonar á Ma- dame Bovaiy eftir Gustave Flaubert, en bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu fyr- ir allmörgum árum. Fyrir örfáum árum kom út í íslenskri þýðingu ÁRNA SiGUR- JÓNSSONAR, Riddar- inn sem var ekki til, skáldsaga eftir Italo Calvino, einn fræg- asta rithöfund seinni ára. Nú er von á þýð- ingu á annarri skáld- sögu þessa afburða rithöfundar og nú er það Guðbjörn Sig- mundsson sem þýðir. Og aðdáendur Isa- BELLU ALLENDE geta glaðst því nýjasta bók hennar kemur út hjá Máli og menn- ingu fyrir þessi jól... Davíð Þór fer með hlutverk kynnis og setur sig hér í stellingar. Selma Björns- dóttir leikur hina ögrandi Columbiu sem virðist til Helgi Björnsson í miklum ham á æfingu. Rocky Horror, vinsælasti rokk- söngleikur allra tíma, eftir Ri- chard O'Brian, verður frumsýndur hér á landi aðra helgina í ágúst. Verkið verður sýnt í Loftkastal- anum í Héðinshúsinu, en þar er að rísa stærsta einkarekna leik- hús hér á landi og á það að hýsa fjögur hundruð manns. Það er fyrirtækið Loftur, sem stóð að uppsetningu á Hárinu, sem stendur að þessu volduga menn- ingarframtaki. Húsið mun ekki síður ætlað fyrir tónleikahald en leiksýningar, jafnvel ráðstefnu- hald. „HÖFDAR TIL BREIÐS HOPS" „Ég tel að þetta verk eigi eftir að höfða til mjög breiðs hóps, og reyndar álíka margra og komu að sjá Hárið í fyrra, en það voru um fjörtíu þúsund manns,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Roc- ky Horror. „Þessi söngleikur er skrifaður í upphafi áttunda ára- tugarins, rétt á eftir Hárinu en er mjög ólíkur honum. Ég er viss um að hann höfðar enn til þeirra sem heilluðust af honum þá og einnig þeirra sem eru ungir í dag.“ Á.KAUPI VIÐ AD LÁTA SER LIÐA VEL Björn Ingi Hilmarsson leikur Rocky, sem er í útliti nær full- komnun. Björn Ingi var settur í stranga líkamsþjálfun eftir að hafa fengið hlutverkið og varð jafnframt að breyta um mataræði. „Ég er líkamlega mjög vel á mig kominn eftir þetta,“ segir hann. „Það er búið að vera mjög skemmtilegt að vinna að þessari sýningu og það er gott að vera á kaupi við að láta sér líða vel. Spurður hvort það hafi ekki verið flatterandi fyrir hann að vera valinn til að leika súperkarl- mann, segir hann: „Ég hugsaði ekki út í það. Jú, sjálfsagt á ég að vera það.“ En heldur hann að þetta hlut- verk geri hann að kyntákni? ,,Nei,“ segir hann. „Ég held ekki. Ég vona ekki.“ „ÉG KE(VI í GEGIUUM GLERRUDU" Sigurjón Kjartansson leikur Eddie-hlutverkið sem Meatloaf lék í kvikmyndinni með mjög svo eftirminnilegum hætti. Hvernig er að fá að feta í fót- spor Meatloaf? „Það er mikill heiður. Ég sá hann í myndinni og hann gerði þetta vel. En hlutverkið er leikið öðruvísi núna. Ég er ofbeldis- fyllri en sami heilalausi karakter- inn. Svo syng ég áttund neðar en Meatloaf. Þetta er skemmtilegt hlutverk. Og eftir að þeir hættu við að láta mig vera á mótorhjóli þá breyttist það úr því að vera erfitt hlutverk yfir í að vera létt hlutverk." En það hefði verið glæsilegur „entrance" að láta þig koma inn á mótorhljóli. „Það var búið að nota hann. Ég kem í gegnum glerrúðu. Það er miklu flottara."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.