Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 30
bíó DRÆMT BROS GEGNUM TARIN Jacx & Sara HáskólabIó ★ Þetta er svona „brosið gegnum tárin"-mynd. f höfuðdráttum er hún vella um lögmann sem missir konu sína af barnsförum; eðlilega leggst hann í sjálfsvorkunn og lætur ekki af henni fyrr en loks takast ástir með honum og ungri, amerískri barn- fóstru kornabarnsins, dótt- ur hans. Til að þetta verði ekki of þungbært á að horfa er reynt að stoppa í göt með húmor sem aldrei er neitt sérstaklega fynd- inn en þó afar góðlátlegur — eða heitir það kannski mannlegur? Sætleiki er framkallaður með væ- minni músík og með því að setja barnið í tískuföt sem fara því afar vel; þarf að taka fram að krakkinn er slík fegurðaropinberun að kerlingin í okkur öllum viknar. Hinn vansæli ekkjumað- ur er leikinn af Richard E. Grant. Þetta er leikari sem maður hefur séð bregða fyrir í ýmsum aukahlutverkum; oftast nær leikur hann öfugugga eða leiðindapaura og það hentar honum prýðilega. Hann var til dæmis til fyrir- myndar sem sögusmettan í The Age of/nnoc- ence og eitt tískugerpið í Prét-a-porter. Hér er hann á allt öðru og verra róli. Maðurinn of- leikur skelfilega (sem kynni hugsanlega að vera styrkur hans á einhverjum öðrum stað); honum tekst að vera allt í senn óþol- andi uppalegur, pempíu- legur, tilgerðarlegurog fyllilega ósannfærandi. Úr verður leiðindatýpa úr efri millistétt sem er leikinn í að opna vínflöskur, ekur á frönskum bíl, kaus líklega Thatcher meðan hún var ennþá við lýði en ætlar að veita Tony Blair brautar- gengi næst; þegar hann saknar konunnarsinnar hvað mest setur hann Stars með Simply Red á fóninn og verður rakur til augnanna. lan McKellen (sir) er stirðbusalegur í hlutverki róna sem er dýrlingur inn við beinið. Honum er ætl- að að bæta í kímnina en er sannarlega flest betur gefið en að vera hlægileg- ur. Lítil amerísk budda sem heitir Samantha Mathis leikur barnfóstr- una; hún er einhver sjarmalausasta stúlka sem lengi hefur sést í bíó. -EGILL HELGASON liilll FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA m singuíl ¥ - Isobel r kemurá þriðjudag! gullNáman smekkleysa sm/hf

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.