Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 03.08.1995, Blaðsíða 27
Umfjöllun um jafnrétti kynjanna á íslandi verður brátt sjónvarpað af þýsku sjónvarpsstöðinni Pro7 og voru þarlendir þáttagerðarmenn staddir hér á landi fyrir nokkru vegna þess og stúderinga á kynhegðun landans. Klara Egilson kynnti sér efnisföng þáttarins og sá landann í nýrri mynd landans kynhegðun Þýski fjöllista- og þáttagerðarmaðurinn, Wolfgang Múller, ásamt kollega sínum á leið til skoðunarferðar um Gullfoss og Geysi. All ítarlegri úttekt á hlutverka- skiptingu kynjanna og réttindum kvenna á Islandi verður brátt sjónvarpað i vinsælum skemmti- þætti er birtist hvern föstudag frammi fyrir einni milljón þýskra áhorfenda og er sjónvarpað frá einkavæddri sjónvarpsstöð í Þýskalandi. Efni þáttarins, sem ber hið skemmtilega nafn Liebe- Súnde (ást-synd) og er einn sá vinsælasti sinnar tegundar þar í landi, fjallar að öllu jöfnu og tek- ur á málefnum kynjanna í sinni breiðustu mynd og samskiptum þeirra, en hinn klukkutíma langi skemmti og fræðsluþáttur sam- anstendur af völdu efni víðs veg- ar að úr heiminum og lá leið þáttagerðarmanna að þessu sinni til íslands í þeim tilgangi að kynnast kynbundinni menningu eyjarinnar í norðri. ÞÓTTI STAÐA KOIU-, UtUIUAR STERK I ÞJOÐ- FELAGIIUU Þeim til aðstoðar við tungu- málið hefur starfað Veturliði Guðnason, þýðandi sem áhorf- endum Ríkissjónvarpsins er góð- kunnur fyrir þýðingar sínar á er- lendum kvikmyndum, en Vetur- liði ferðaðist með hinu þýska kvikmyndatökuliði um víðan völl og var túlkur meðan á dvöl þeirra stóð hér við viðtöl og myndatökur. Er óhætt að segja að hinir þýsku sjónvarpsþátta- gerðarmenn hafi víða leitað fanga hérlendis meðan á stuttri dvöl þeirra hér á norðurslóðum stóð en meðal þeirra sem kallað- ir voru til viðræðna vegna mál- efnis kynjanna var Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri Reyk- víkinga. Lagði spyrill þáttarins fyrst og fremst undir borgar- stjóra þá spurningu hvort staða konunnar væri ekki nokkuð sterk í íslensku þjóðfélagi, þar sem konur væru áberandi hér- iendis og virtust hafa nokkuð öfl- ug ítök í stjórnunargeiranum, að mati spyrils, sem hafði þá kynnt sér íslenska menningu í nokkurn tíma og orðið margs var. Var helsta ályktun spyrils eftir þá viðkynningu af landi okkar að konur væru nokkuð ráðandi afl í þjóðfélaginu og lagði þær hug- myndir undir borgarstjóra, sem svaraði spurningum hans á þann veg að þó liti svo út við fyrstu sýn væri konan ekki svo vel stæð og rétthá í okkar þjóðfélagi sem mætti halda frá bæjardyrum gestkomandi þjóða hingað til lands. Rósa Ingólfsdóttir, athafna- kona og baráttumanneskja fyrir réttindum kvenna innan veggja heimilanna um árabil, var tekin til viðtals af þýsku sjónvarps- mönnunum og skoðanir hennar ræddar sem möguleiki í þjóðfé- lagi sem okkar. KORSELETT OG KYIU- FERÐISLEGT OFBELDI Þá kynntu þáttagerðarmenn sér málefni jáeirra sem fyrir áreitni og ofbeldi verða hérlend- is og þræddu í þeim tilgangi stofnanir sem Kvennaathvarfið, Neyðarmóttöku Borgarspítalans fyrir þolendur nauðgana og áttu spjall við Guðrúnu Ágústsdóttur borgarfulltrúa, sem meðal ann- ars var einn frumkvöðull Stíga- móta á sínum tíma, um réttindi konunnar þegar ofbeldi er ann- ars vegar. Þá var rætt við sam- tök samkynhneigðra á íslandi og sú starfsemi sem samkynhneigð- ir hafa rekið hérlendis tíunduð, erótíska tímaritið Bleikt og blátt fékk sinn skerf sem eina sinnar tegundar hér á landi og rætt var við ritstjóra þess. ítrekaðar til- raunir til að hreppa viðtal við eigendur verslunarinnar Rómeó og Júlíu í Reykjavík voru reknar með engum árangri þar sem bæði framkvæmdastjóri og eig- andi þeirrar verslunar harðneit- uðu viðtali við hina þýsku þátta- gerðarmenn. Þá fengu drottning- ar næturlífsins sinn skerf af at- Áhugamað um atvinnul Gottskálk Dagur Sigurðarson, sonur Sigurðar Björnssonar og Hild- ar Sigurbjörnsdóttur, er íslenskum bíógestum að góðu kunnur. Þrát fyrir að vera einungis 21 árs gam- all hefur hann leikið í sjö kvik- myndum, einni stuttmynd og sex leikritum. Þetta verður að teljast talsverður afrakstur hjá ekki eldri manni. í sumar er Gotti, eins og hann er kallaður, með annan fót- inn í Sumarleikhúsinu og að auki er hann að leika í kvikmyndinni Agnesi. Gottskálk leikur eitt af að- alhlutverkunum í nýrri íslenskri kvikmynd, Einkalífi, sem frum- sýnd verður 9. ágúst. „Það er á döfinni að fara í leik- Iistarnám en ég hugsa samt að ég. fari ekki í Leiklistarskóla íslands, en er að hugsa um að fara erlend- is að læra,“ sagði Gotti. Hvernig stendur á því að þú, ómenntaður leikari, færð alltaf hlutverk? „Ég hef verið heppinn og má þakka Hrafni Gunnlaugssyni fyrir stóran part af þessu, ég hef leikið í fjórum mynda hans. Þótt ég hafi leikið þetta mikið, þá var það fyrst fyrir tveimur árum að ég ákvað að snúa mér að þessu af al- vöru. Þetta borgar sig síður en svo fjárhagslega en ég bý í for- eldrahúsum og það bjargar miklu. Þetta gæti hins vegar borg- mennu þjóðfélagi sem okkar. Neysluþjóðfélagið ísland sé í engu frábrugðið grannríkjum okkar og stærri ríkjum en frá- brugðið að því eina íeyti að hér- lendis ræða menn af alvöru- þunga um kynferðislega reynslu sína með huldufólki sem ekki er sýnilegt öllum og þótti þýska fólkinu mikið til koma vegna dul- rænna hæfileika landans sem þótti koma berlega í ljós eftir fyrrgreint viðtal. ÞÁTTAGERÐARMEIUIU VEL KUIUIUUGIR LAIUD- AIUUM FRA FYRRI TIÐ Þættinum verður sjónvarpað frá þýsku stöðinni Pro7 um miðj- an ágúst en klipping og samsetn- ing efnisins stendur nú yfir af fullum krafti. Sitja hinir þýsku listamenn, sem tóku efnið sam- an, með tveggja klukkutíma efni og eiga nú það vandasama verk fyrir höndum að velja úr sjö mínútna heimildamynd sem á að sýna þverskurð af því helsta sem gerist á þessum grundvelli á íslandi. Skot sem þessi eru á bilinu 3 til 7 mínútur og verður þáttur fslands því nokkuð veiga- mikill í umræðu þáttarins að því sinni. Það var fjöliistamaðurinn Wolfgang Miiller sem stóð að þaki samsetningu og úrvali efn- isgerðar þáttarins, en Wolfgang, sem hefur lagt leið sína hingað ótal sinnum undanfarin ár í ýms- um tilgangi og skrifaði meðal annars fyrir nokkru Blámeysu- bók nokkra sem út kom í Þýska- landi og var rituð á þýsku sem íslensku jöfnum höndum. Styst er hins vegar að minnast þess þegar Wolfgang lagði leið sína að landinu fyrir þjóðhátíðardag íslendinga nú í ár og pakkaði inn Berlínarbirninum sem stendur við Tjörnina í virðingarskyni við Christo og innpökkunar hans á ráðhúsi Berlínarbúa í Þýska- landi. ■ Gottskálk í senu í Einkalífi. „Ég hef verið heppinn og má þakka Hrafni Gunnlaugssyni fyrir stóran part af þessu, ég hef leikið í fjórum mynda hans." að sig, það má líta á þetta sem ákveðinn skóla og getur komið sér vel seinna. Kannski er þetta fjárfesting í framtíðinni." Um hvað fjallar Einkalíf? „Myndin fjallar um ungt fólk, Alexander, Margréti og Nóa. Þau ákveða að gera saman mynd um fjölskyldur sínar. Það má segja að Einkalíf komi á skemmtilegum tíma því núna eru allir að gera myndir. Þeirra draumur er að fanga raunveruleikann á filmu. Þau komast svo að því að raun- veruleikanum er erfitt að ná á filmu því fólk er alltaf meðvitað um nálægð myndavélarinnar. Al- veg eins og í þessu viðtali. Aliir eru að keppast við að koma með gáfulega frasa og virka gáfulegir." Myndin fjallar sem sagt um h versdagsleikann ? „Já myndin er um venjulegt fólk, það má segja að fólk sem hlær í bíó sé í raun að hlæja að sjálfu sér.“ ■ líf þeirra spekúlerað. Þáttagerð- armenn höfðu upp á sautján ára gömlum íslenskum pilti sem kynmök hafði átt við álf, að eigin sögn, og eftir viðtalið þótti spyrli mikið til koma vegna hinn- ar mögnuðu náttúru okkar ís- lendinga sem nytist við mann- fólkið ef því væri að skipta. Fór umrætt spjall fram úti í guðs- grænni náttúru og var all sér- stætt að sögn aðstandenda. Nið- urstöður hinna þýsku þáttagerð- armanna, sem séð hafa margt gegnum dagana' vegna vinnu sinnar við sjónvarpsstöðina og þáttagerð iíka þessari, var sú að hér á landi mætti finna velflest allt sem einkennir önnur þjóðfé- lög þó í smækkaðri mynd sé í fá- hygli einnig, viðtali við íslenska dragdrottingu var hleypt af stokkunum og í framhaldi af því var haldið til fundar við leikar- ann og söngvarann Helga Björns- son, en hann fer með hlutverk villingsins Frank Wúrther í söng- leiknum Rocky Horror og verður frumsýndur innan tíðar. Þar mun Helgi koma fram í korseletti og það eitt dugði til. MOK VIÐ ALFA HTI I GUÐSGRÆIUmi IUATT- URUiunii En dulræni angi okkar íslend- inga fékk að láta ljós sitt skína sem endranær þegar minnst er á eylandið í norðri, álfar og huldu- fólk voru rædd af áhuga og kyn- bíó LEÐURBLÖKUR ERUVONDUR FÉLAGSSKAPUR Batwiam Forever Sambíóim ★ Hér kemur þriðja bíó- myndin i Batman-flokknum; þegar eru komnir sex klukkutímar af þessu er það orðið ansi einhæft. Eða á maður kannski að segja eins og er: útblásið og svo þraut- leiðinlegt að það kemur manni ekki hót við. Fyrstu myndinni um Leð- urblökumanninn var talið það til tekna að hún sýndi inn í dimm hugarfylgsni Bat- mans (eins og það er áhugavert); að minnsta kosti komust einhverjir krítíkerar að þeirri niðurstöðu að Bat- man Michaels Keaton væri kvalinn og einmana maður en höfuðandstæðing- ur hans, leikinn af Jack Nicholson, væri stórkost- lega djöfulóður sefasjúkling- ur. Þessi fínu blæbrigði fóru raunar alveg framhjá mér; ég sá ekki annað en leik- tjöld sem sannarlega voru tilkomumikil að líta en þó ekki annað en umbúðir utan um fullkomið allsleysi. Hér eru sömu leiktjöldin, bara ennþá fyrirferðarmeiri, svona súperútgáfa af Metropolis Fritz Lang; í reynd er tæpast hægt að álíta þetta kvikmyndalist heldur nokkurs konar ofur- hönnun — sem sannast best á því að sala Batman- dóts hefur reynst miklu arð- vænlegri en bíómyndirnar. Hafi fyrsta myndin haft einhvern myrkan undirtón, þá eru nýju skúrkarnir Tommy Lee Jones og Jim Carrey ekki annað en há- vaðasamir vitleysingar. Carr- ey geiflar sig heil ósköp en tekst ekki að kalla fram nema staka þreytulega hlát- ursstunu. Nú er reynt að Ijúga inn í þetta einhverri dýpt með því að gera því skóna að þeir séu báðir klofnir persónuleikar; að eins og Batman séu þeir í raun tvær manneskjur. Það úrræði er fremur vandræða- legt en vandað. Klofinn per- sónuleiki Batmans felst að- allega í því að hann klæðir sig upp í búning úr gúmmíi og fer út á kvöldin; hann er nokkurs konar konungur dragdrottninganna. Þess ut- an er Val Kilnrer voða sléttur og felldur náungi og ekki tekst manni að koma auga á djöflana sem hann kann að vera að berjast við innra með sér— nema hvað leðurblökur hljóta að vera óskemmtilegur félags- skapur. Á óvenju skýru augnabliki myndarinnar kemst einhver persónan reyndar að kjarna máls: Er ekki eitthvað afbrigðilegt við að klæða sig eins og nag- dýr? Þessi þriðja mynd hefur fengið heitið Batman Forever, kannski í óvæntu sjálfsháði, og maður verður að vona — andstætt öllum sólarmerkjum — að þetta verði ekki eilíft. Það er kom- inn tími til að hætta, nema sé sjálfhætt. En kannski er engin hætta á því? -EGILL HELGASON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.