Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 23.NÓVEMBER 1995 13 „lslandsvinirnir“ Donald og Judy Feeney starfrækja fyrirtækið CTU af krafti og hafa síðan 1986 endurheimt fimmtán börn bandarískra ríkisborgara sem útiendingar hafa numið á brott. Ævintýrið sem þau iögðu útí hér á landi til að ná aftur dætrum Ernu Eyjólfsdóttur var ásamt öðrum í svipuðum stíl fyrir skemmstu til umfjöllunar í þekktu bandarísku tímariti. Stefán Hrafn Hagalín rúllaði yfir greinina, velti fyrir sér starfseminni og viðbrögðum ánægðra foreldra („Fólkið hjá CTU vann stórkostlegt afrek“) — og rifjaði auðvitað upp Ernu-málið... Enn að ræna börnum The Baby Savers" („Bjarg- vættir barnanna") er yfir- skriftin á fjögurra síðna grein sem birtist fyrir nokkru í tímaritinu Ladies Home Journ- al, einhverju fornfrægasta og útbreiddasta kvennablaði Bandaríkjanna. Greinin fjallaði um starfsemi fyrirtækis sem ís- lendingar kannast ágætlega við eftir aðgerðir þess hér landi og nefnist Corporate Tra- ining Unlimited — eða CTU. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Donald og Judy Feen- ey sem sérhæfa sig í að að- stoða bandaríska foreldra við að endurheimta börn sín sem útlendingar hafa numið á brott. CTU er orðið þekkt í Banda- ríkjunum eftir að sjónvarps- mynd var gerð um eina aðgerð þess. Þeir foreldrar sem leita til CTU eru yfirleitt orðnir úrk- ula vonar um að ná börnum sínum tilbaka frá makanum sem nam þau á brott og hafa reynt án árangurs samninga- leiðina, dómstóla og stjórn- völd viðkomandi lands, samtöl við þingmenn og ráðherra. (Semsagt allt þetta sem við þekkjum svo vel í tengslum við málarekstur Sophiu Hansen gegn Halim A1 sem enn heldur dætrum þeirra í Tyrklandi og lætur engan bilbug á sér finna.) Árangur CTU verður að telj- ast ansi frambærilegur — þótt ef til vill mætti ekki ætla það af aðgerðum þess hér á landi — því á heildina hafa þau endur- heimt fimmtán börn frá stofn- un fyrirtækisins árið 1986. Gríðarleg reynsla Donalds er grunnur CTU Endurheimt barna var í upp- hafi útúrdúr hjá fyrirtækinu CTU sem fram að því hafði sér- hæft sig í bardagaþjálfun lög- reglumanna, hermanna og stjórnenda fyrirtækja á erfið- um svæðum í gíslatökumálum. Fljótlega eftir stofnun þess var hinsvegar leitað til þeirra með mál af svipuðu tagi og það sem tengdist Emu Eyjólfsdóttur. Donald býr að gríðarlegri reynslu sinni úr bandaríska hernum sem hann þjónaði um tíu ára skeið eftir því sem næst verður komist. Hann var með- Iimur hinnar frægu árásar- sveitar Delta Force sem ein- beitir sér að baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi og tók þannig þátt í gíslabjörgunarað- gerðinni í írak árið 1980. Don- ald var ennfremur einn af fyrstu sérsveitarmönnunum sem komu á land I Grenada- innrásinni árið 1983 og þjónaði síðan í Líbanon á ófriðartím- um. Judy vann hinsvegar áður á pizzastöðum, í fatahreinsun og á dagheimili barna og flækt- ist inní starfsemi CTU gegnum eiginmann sinn. Islandsæ sem endadi mt ósköpum Áður en lengra er haldið er kannski rétt áð rifja aðeins upp kynni okkar íslendinga af CTU og Donald og Judy Feen- ey- Það var í janúarmánuði árið 1993 sem hópur frá CTU lagði leið sína til landsins með það ætlunarverk í huga að ná til Bandaríkjanna börnum Ernu Eyjólfsdóttur, sem hún hafði þá naumlega sloppið með til landsins frá barnsfeðrum sín- um, Brian Grayson og öðrum ónafngreindum. Til að byrja með bárust Feeney og félagar nokkuð á í skemmtanalífinu hér í Reykjavík og sögðu hverj- um sem heyra vildi að þau væru kvikmyndamógúlar frá Bandaríkjunum í leit að hæfi- leikafólki og heppilegum töku- stöðum. Þetta dulargervi gekk reyndar útí slíkar öfgar að Tím- inn tók sig til, sællar minning- ar, skrifaði stóra forsíðufrétt um málið og sagði sjálfan Syl- vestér Stallone á leiðinni. Feeney og félagar réðu svo í þjónustu sína Ernu Eyjólfs- dóttur og létu hana gegna hlut- verki aðstoðarmanns við kvik- myndastússið. Eitt kvöldið í janúarmánuði, eftir að hafa komið svefnlyfjum í drykk Ernu á hóteli einu í Reykjavík, laumuðust starfs- menn CTU af stað, fóru að heimili hennar, náðu í stelp- urnar og enduðu úti á Keflavík- urflugvelli þarsem þeir voru handteknir af roggnum lag- anna vörðum. Þá hafði Erna vaknað upp við vondan draum, fljótlega fundið út hvernig í pottinn var búið og varað lögregluna við. Eftir nokkurt þref voru Feeney og Brian Grayson dæmdir til fang- elsisvistar fyrir mannránstil- raun og sátu af sér fangelsis- dóma. Feeney sat lengur en Gray- son eða eitt ár. Á tímabilinu náði hann þó að flýja Litla- Hraun og leigja sér flugvél sem hann áætlaði að láta fljúga með sig til Færeyja og komast þaðan áfram til Bandaríkjanna eftir krókaleiðum. Því miður fyrir Feeney reyndust veður- guðirnir honum heldur óhlið- hollir því flóttinn komst upp og hann var gripinn glóðvolgur á íslenskum flugvelli hvar hann beið eftir að veðrið lægði. Ætluðu að hætta barna- björgun — en gátu ekki Ætla mætti að eftir þetta ís- landsævintýri hefðu Feeney- hjónin verið búin að fá sig fullsödd af björgunartilraun- um í þessum stíl. Og svo reyndist vera — í bili — því þau ákváðu að snúa sér að áhættuminni og ábatasamari verkefnum. En þegar móðir nokkur hafði samband við þau og sagðist í öngstræti þarsem dóttir hennar hafði verið num- in á brott af föður sínum gátu Donald og Judy ekki á sér setið og hófu fyrri starfsemi af full- um krafti. Og með góðum árangri að því er virðist. Frásögnin af íslandsævintýr- um CTU í The Ladies Home Journal er sú eina sem felur í sér einhver mistök. Þannig er greint frá því að Feeney-hjónin hafi eitt sinn gengið svo langt í starfsemi sinni að dulbúa sig sem hæfileikaveiðara vegna kvikmyndagerðar til að fræð- ast meira um móðurina, Ernu Eyjólfsdóttur, „sem hafði tekið tvær dætur sínar með sér til ís- lands eftir að. hafa staðið frammi fyrir líklegum forræðis- missi í Bandaríkjunum vegna ásakana um geðheilsubrest og stóralvarlega misnotkun á fíkniefnum og áfengi“. Síðan er sagt frá því að starfsmenn CTU — sem voru á vegum föður annarrar stúlk- unnar — hafi talið Ernu á að gerast aðstoðarkona við leit- ina að hæfileikafólki til kvik- myndagerðarinnar og svo hafi CTU hreinlega nappað börnun- um eitt kvöldið þegar Erna hafði sofnað föstum svefni eft- ir að hafa verið að skemmta sér með þessum nýju vinum sínum. Hinsvegar hafi þessi að- gerð ekki tekist sem skyldi því Donald hafi verið handtekinn á flugvelli í nágrenni Reykjavíkur og dæmdur til dvalar í fangelsi þar sem hann hafi verið um eins árs skeið. Ekki er minnst einu orði á önnur málsatvik og þannig ógert látið að minnast á réttar- höldin hér heima, hlut ís- lenskra stjórnvalda eða mis- heppnaða flóttatilraun Don- alds. Þó er greint frá því að stúlkurnar tvær dveljist enn á íslandi hjá móður sinni. Donald Feeney. Hér sjáum við fyrrverandi meðlim Delta Force-hryðju- verkasveitar Bandaríkjahers og núverandi höfuðpaur CTU- fyrirtækisins ráðgast við lögmann sinn, Örn Ciausen. Umfjöllun hins virta bandaríska tímaríts Ladies Home Journal um starf- semi CTU-fyrirtækisins. Aberandi kostir og gallar starfseminnar í grein Ladies Home Joumal er sagt frá því að opinberir embættismenn hafi gagnrýnt starfsemi CTU mjög. Bent er á óhefðbundna og alltað því vafasama starfshættina þrátt- fyrir að embættismennirnir neiti vitneskju um að þeir brjóti í bága við bandarísk lög. Feeney-hjónin segja afturámóti að tilgangurinn helgi meðalið og með brottnámi barnanna frá Bandaríkjunum sé verið að svipta þau lögbundnu frelsi og réttindum sem bandarískir rík- isborgarar. Ennfremur telja hjónin að börnin séu í velflestum tilvik- um numin á brott af foreldrum sem séu frekar hvattir áfram af hefndarhvöt í garð fyrrverandi maka en raunverulegri vænt- umþykju og elsku í garð sjálfra barnanna. „Við tryggjum alltaf að við séum að færa barnið aft- ur í öruggt umhverfi þarsem það nýtur væntumþykju," seg- ir Judy. Hjónin neita að CTU sé rekið með gróðastarfsemi í huga. Kostnaður við hverja aðgerð sé margþættur og útgjaldalið- irnir ótalmargir. Hefðbundið gjald rokkar milli sex og átta milljóna og þau segja að megn- ið renni í beinan kostnað. En verðlaunin eru ánægjan af velheppnaðri aðgerð sem þau segja ríkulega. Þau séu þegar allt kemur til alls að vinna að góðum málstað. „Við erum að vernda réttindi barns sem hefur ekki möguleika á að vernda sig sjálft,“ segir Don- ald. Hin bandarísku Landssam- tök týndra og misnotaðra barna og utanríkisráðuneytið þar ytra hafa þó umtalsverðar áhyggjur af því að aðgerðir CTU laski þá viðleitni að hvetja útlensk stjórnvöld til að vinna með alþjóðasamfélaginu (les: Bandaríkjunum) að ásættan- legri lausn mála sem þessara; forræðis- og brottnámsmála. Fyrrnefnd landssamtök segja einnig að aðgerðirnar séu ákaflega kostnaðarsamar og geti verið áhættusamar og beinlínis skaðlegar — bæði barninu og þátttakendum. Ennfremur er bent á að að- gerðir CTU séu ekki alltaf ár- angursríkar og geti á stund- um skemmt fyrir frekari málaumleitunum. Sjónvarpsmynd gerð um Bjargvætti barn- anna í grein Ladies Home Journ- al er minnst á alls fimm björgunaraðgerðir CTU. Ein þeirra er þekktust á banda- rískri grundu því um hana var gerð fyrrnefnd sjónvarpsmynd sem kölluð var Orvœntingarfull björgunaraðgerð: Saga Cathy Mahone. Málavextir voru þeir að Lauren Mahone, sjö ára dóttir Cathy Mahone, var færð frá Dallas í Bandaríkjunum til Mið- Austurlanda af föður sín- um og CTU mætti á staðinn og endurheimti barnið. Önnur saga felur í sér konu í Okla- hóma sem fékk CTU til að bjarga dóttur sinni frá Túnis. Þriðja sagan sem minnst er á í greininni er sagan frá íslandi og fjórða og fimmta sagan fara í endursögn hér á eftir: Vicky Jensen Smith hafði reynt allt til að ná fimm ára dóttur sinni, Cristinu, tilbaka. Það voru liðin tvö og hálft ár . frá því að hún sá barnið sitt síðast, en þá hafði Cristina far- ið áleiðis til Nikaragúa í heim- sókn til föður síns, fyrrverandi kærasta Vicky, Alfredos Hurt- ado. Hann þverneitaði hins- vegar að senda barnið aftur heim á leið — til Miami í Bandaríkjunum — þráttfyrir að Vicky færi með forræði Cristinu. Eftir að hafa árangurslaust leitað hjálpar hjá bandarískum stjórnvöldum (sem sögðust hjálparvana þarsem barnið hafði farið á löglegan hátt úr landi) og eytt megninu af sparifé sínu og ættingjanna I að berjast við dómstóla Nikar- agúa sneri Vicky sér til fyrir- tækisins CTU í Norður-Karól- ínufylki sem hún hafði heyrt getið í sjónvarpsþætti. „Fólkið hjá CTU vann stórkostlegt afrek“ í janúar síðastliðnum fór síð- an sveit manna frá CTU til Nik- aragúa og með í för var Vicky sjálf, því fyrirtækið leggur áherslu á þátttöku foreldranna í aðgerðinni sjálfri; bæði til að vernda sig og til að róa barnið um leið og það er komið í hendur CTU. Eftir að hafa lent á litlum flugvelli skammt fyrir utan höfuðborgina, Managúa, fylgdist CTU-hópurinn grannt með bústað Cristinu og einn daginn kom stóra tækifærið. Við skólann sem hún gekk í greip CTU-hópurinn barnið fyrir framan nefið á föður þess og flaug með það rakleiðis til Miami. Cristina hafði gleymt móðurmáli sínu og var í losti til að byrja með, en er búin að jafna sig. Vicky segist ekki geta þakk- að CTU nógsamlega fyrir hetju- lega frammistöðu þess. Án hjálpar CTU hefði hún senni- lega aldrei séð dóttur sína á nýjan leik. Celia Jensen, amma Cristinu, bendir sérstak- lega á að um tveggja og hálfs árs skeið hafi Bandaríkjastjórn verið þess vanmegnug að gera nokkuð í málinu. „Fólkið hjá CTU vann stórkostlegt afrek.“ Aðstæður voru svipaðar í máli Katie Molnar og í máli Vicky Jensen Smith. Sonur Katie, Alexander, hafði farið til Sikileyjar í heimsókn til föð- ur síns, sem er ítalskur tann- læknir. Þessi fyrrverandi eigin- maður Katie neitaði síðan að skila drengnum að umsömdum heimsóknartíma liðnum. Alex- ander bjó síðan hjá föðurfor- eldrum sínum um þriggja ára tíma og bandarísk stjórnvöld kváðust lítið sem ekkert geta aðhafst. CTU fór svipað að í þessu máli og öðrum. Þau gripu drenginn um hábjartan dag, kipptu honum inní bíl þarsem móðir hans var fyrir og svo var brunað sem leið lá yfir fjöll og firnindi þangaðtil á öruggt landsvæði var komið. Katie Molnar býr nú í felum af ótta við að eiginmaður hennar fyrrverandi komi til Bandaríkjanna og ræni synin- um á nýjan leik. Vinsamleg umfjöllun þegar á heildina er litið Á heildina litið er þessi um- fjöllun Ladies Home Journal mjög vinsamleg starfsemi CTU og Donalds og Judy Feeney, ánþess að lítið sé gert úr ann- mörkum hennar. Greinina ritar þekktur blaðamaður, Jan Goodwin að nafni, sem mun hafa hlotið nokkuð af viður- kenningum fyrir vönduð skrif. Undirritaður fær því ekki ann- að séð en að CTU sinni erfiðum störfum á erfiðu sviði og geri það bara ágætlega — þráttfyrir að ekki sé nú allt jafnjákvætt sem fyrirtækið hefur komið ná- lægt. Minnumst þess að á svip- aðan hátt og íslendingar stóðu með Ernu í hennar málum þá standa Tyrkirnir þétt að baki Halim A1 sínum. Það er því margt í mörgu og vandséð að feður barna Erlu hafi verið í svo ýkja ólíkri stöðu og Sophia Hansen.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.