Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 21 mm Eftir Hrafn Gunnlaugsson 1 síðustu viku las höfundurinn, Hrafn Gunnlaugsson, þessa smásögu í Ríkisútvarpið. Lest- urínn vakti mikil viðbrögð, ekki síst vegna þess hvernig Hrafn las söguna, m.a. með ágætri eftirlíkingu á fræg- um málrömi Hall- dórs Laxness. Telja má líklegt að persónurnar i sög- unni eigi uppruna sinn í persónum Halldórs Laxness (Skáldið), Auðar Laxness (Eigiinkona Skáldsins), forseta íslands ogJacque- line (Madame), ekkju listmálarans Picassos, en hún kom til íslands áríð 1986. Hrafn sjálfur kemur líklega fyrir í persónu móttökustjórans. Hrafn hefúr ekki borið á móti því að þetta folk hafi ver- ið honum „inspíra- sjónu við sögugerð- ina, en hann hefur jafnframt kallað söguna skemmti- sögu og líkt henni við áramótaskaup. Sagan birtist fyrst í smásagnasafninu Þegar það gerist, sem kom út árið 1989 en er nú ófá- anlegt hjá útgef- anda. Hún birtist hér með góðfús- legu leyfi höfundar. Madame var ekkja að at- vinnu. Eftir lát eiginmanns síns hafði hún ferðast vítt og breitt um heiminn og haldið sýningar á verkum hans. Á þessum sýn- ingum lék hún lykilhlutverkið, því öll voru verkin úr dánarbú- inu sem hún hafði erft. Og nú var hún mætt til íslands, til að skoða aðstæður og athuga hvaða áhuga innfæddir hefðu á verkum „eins áhrifamesta listmálara aldarinnar", svo vitnað sé orðrétt í merkan list- gagnrýnanda. Og Madame hafði ekki yfir neinu að kvarta, því helstu stórmenni landsins buðu heim og héldu veislur. Ráðherrann bauð til morg- unverðar í ráðherrabústaðn- um. Boðsgestir voru í rauninni aðeins fjórir, en Madame mætti þreföld. í fylgd með henni voru einkalæknirinn, þunnhærður og teygður mað- ur sem minnti á safngrip, hár- greiðslukonan sem var lítil og hnellin og svört á hörund, af afrísku bergi brotin. Þá mætti móttökustjóri listahátíðar ásamt Madame. Móttökustjór- inn var í hlutverki eins konar leiðsögumanns og túlks fyrir hina frægu ekkju. Hinir gestirn- ir tveir voru Þjóðskáldið sem hlotið hafði fræg útlend verð- laun og frú. í hraðbréfi til hátíðarinnar hafði Madame sett fram þá frómu ósk, að fá að hitta Skáld- ið sérstaklega. Madame sagð- ist eiga við hann mikilvægt er- indi. Móttökustjórinn hafði komið óskinni á framfæri við Skáldið. Að vísu hafði hann ekki rætt við Skáldið sjálft, heldur eiginkonuna sem hafði sagt, að Skáldið myndi mæta. Og nú var sú stund runnin upp, að þetta fræga fólk hittist í ráðherrabústaðnum. Ma- dame mætti fyrst á staðinn. Hún var um fimmtugt og frem- ur lágvaxin, með stílhreina andlitsdrætti sem voru svo sterkir, að þeir sem horfðu í andlit hennar, þó ekki væri nema einu sinni, gleymdu því seint: Þunglyndisleg augu, eins og nývöknuð og ennþá að dreyma. Tinnusvart hárið lif- andi og skreytt einstöku gráu hári. Með árunum höfðu ein- kenni andlitsins skerpst. Há kinnbein og munúðarfullar varir með óræðu brosi. Fas hennar og vöxtur bar vott um eðalborna reisn, og samt katt- mjúkar hreyfingar, og stund- um stútur á munninum. Yfir henni hvíldi ævintýrabjarmi. Hún geislaði. Ráðherrann tók á móti Ma- dame á tröppunum með hlýju brosi. Madame sýndi ráðherr- anum meira en tilhlýðilega virðingu og laut í hönd ráð- herrans og sagði: — Þér eruð kona eins og ég, og mér er tjáð að þér séuð fyrsta konan á íslandi til að gegna embætti menningar- málaráðherra, og að þér hafið sigrað þrjá karlmenn samtímis í lýðræðislegum kosningum, þess vegna votta ég þér sér- stakt þakklæti mitt fyrir að vera boðin í þetta sögulega hús í dag og er það mikill heið- ur. Ráðherrann hengdi sjálf upp kápu Madame. Þegar Madame hafði skráð nafn sitt í gesta- bókina og gengið í stofu, færði hún ráðherranum bókargjöf með eftirprentunum af þekkt- ustu verkum eiginmanns síns heitins. Ráðherrann fletti bókinni og staðnæmdist við stóra mynd á miðopnu. — Þessi mynd hangir uppi í vinnustofu þjóðskáldsins, sagði ráðherrann og lyfti bók- inni til að sýna viðstöddum, hvaða mynd hún ætti við. Madame brosti og kinkaði kolli eins og það kæmi henni síður en svo á óvart og svar- aði: — Leónardó málaði þessa mynd af mér, daginn eftir brúðkaupsnóttina. Þegar hún er ekki á sýningum, hangir hún uppi í svefnherberginu mínu yfir hjónarúminu. Lengra varð samtalið ekki, því nú heyrðist í Skáldinu og frú frammi í fatahenginu. I gegnum opnar dyrnar mátti sjá, að ritari ráðherrans hengdi upp hatt Skáldsins og frakka. Skáldið var vel við ald- ur en klæddur eftir splunku- „Hún losaði hönd sína og Skdldsins og strauk honum blíðlega um uangann með löngum grönnum fingrum. “ nýjustu tísku og svo vel til hafður að árum saman hafði hann ekkert elst, enda löngu búinn að semja frið við þjóð sína og harðsnúinn heim. Skáldið leit inní stofuna. Ma- dame hafði stillt sér upp á miðju gólfi og horfði á hann eins og stjörnuleikari sem bíð- ur eftir að tjaidið sé dregið frá í leikhúsi. Andlit Skáldsins ljóm- aði upp og hann gekk rakleiðis inn í stofuna til Madame. Hún rétti honum höndina eins og konur gera í bíómyndum um riddara og fljóð sem sitja í fest- um. Skáldið tók hönd hennar, kyssti hana margsinnis og hélt henni upp að vörum sér og sagði lágum rómi á útlensku: — Þetta er stór stund fyrir mig og gleður mig innilega að fá að hitta yður. Eg hef svo oft horft á yður í stórbrotnu mál- verki. Eg á að vísu aðeins ósköp ómerkilega eftirprentun af þessu snilldarverki sem hangir uppi á vinnustofunni minni, en þótt eftirprentunin sé ómerkileg, er myndin svo stórkostleg og hefur verið slík- ur hluti af mínum hvunndegi í mörg ár, að ég veit að þér fyrir- gefið mér, þótt ég tali við yður eins og gamlan vin. Madame kinkaði kolli og í þunglyndislegum augunum fæddist bros sem virtist breið- ast út um allan líkamann og sendi frá sér rafmagnaða strauma og svo rafmagnaða að Skáldið festist við hönd henn- ar og kyssti hana aftur og lækk- aði róminn svo engu var líkara en skrjáfaði í orðunum: — Fegurð yðar sem er varð- veitt í málverki er mikil og stórbrotin, en miklu meiri er sú fegurð sem mætir mér núna, þegar ég lít yður augliti til auglitis. Þetta var hátíðleg stund í febrúar, þegar sólin kemur næstum því ekki upp og rauðir og hálfkulnaðir geislarnir seytluðu í gegnum gluggatjöld- in og brotnuðu í kristalglösum eða björmuðu á veggjunum og þögnin og hátíðleikinn í stof- unni voru slík, ef frá er skilið hjal Skáldsins, að engu var lík- ara en vetrarkyrrðin handan gluggans gerði einmana álft, sem gargaði á ísa grárri spöng, að stórsöngvara. Loks opnaði Madame munn- inn og setti stút á varirnar um leið og hún sagði lágt: Mér finnst ég líka vera að hitta gamlan vin. Vin sem ég þekki gegnum ótal bækur, og góðir vinir þurfa ekki að þérast. Þú ert vinur og þetta er endur- fundur. Skáldið tók undir þessi orð með nokkrum lágværum jáum sem hljómuðu eins og sönglag sem hækkar sig frá einni átt- und upp í aðra án þess að breyta um tón. Aðrir í stofunni steinþögðu og horfðu lotningarfullir á þessar tvær manneskjur sem virtust svo hugfangnar hvor af annarri. Allt í einu kallaði hvell rödd frammi úr fatahengi: — Snorri, þú ert ekki búinn að skrifa í gestabókina. Skáldið virtist ekki heyra, en Madame leit rannsakandi í gættina, þar sem kona Skálds- ins stóð og hélt báðum hönd- um um töskuna sína. Skáldið missti augnsamband við Madame og leit í sömu átt og hún. Skáldið virti fyrir sér konuna í gættinni, eins og hann hefði aldrei séð hana áð- ur og tók um hökuna og hugs- aði eitt andartak alvarlegur á svip, en svo leit hann aftur á Madame og brosti sínu blíð- asta. Eiginkonan endurtók ögn hærra: — Snorri, þú ert ekki búinn að skrifa í gestabókina. — Gestabókina, át Skáldið upp og kallaði yfir öxl sér: — Geturðu ekki bara skrifað fyrir mig? Konan í gættinni hristi tösk- una sína eins og aktygi og gaf skipun: — Komdu og skrifaðu í gestabókina og vertu ekki með þennan leikaraskap. — Ég skrifa í bókina, þegar ég fer, sagði Skáldið og sneri sér heilshugar að Madame um leið og hann bætti við: — Etiquettur, etiquettur, hvers vegna alltaf að eitast við etiquettur ... við sem elskum listina, eigum aðeins eina etiquettu, og það er iistin sjálf. En Skáldið komst ekki lengra, því eiginkonan struns- aði yfir gólfið, greip í öxl hans og dró hann af stað í áttina að fatahenginu. Skáldið ætlaði ekki að sleppa hönd Madame, og nú togaði Einbjörn í Tvíbjörn og Tví- björn í Þríbjörn og Madame fylgdi með fram í fatahengið, dregin á útréttri hendi af Skáldinu sem Einbjörn ætlaði að pína til að skrifa í gestabók- ina. Skáldinu hitnaði í hamsi við þessa uppákomu. Þegar eigin- konan sleppti af honum takinu, snerist hann um sjálfan sig í fatahenginu, og fann engan penna og spurði ásakandi: — Hef ég ekki sagt þér að vera með penna? Þú átt alltaf að vera með penna. — Það er penni þarna á borðinu, hjá bókinni, svaraði konan hans kalt. Madame losaði sig út úr þrí- einingunni og hvarf aftur til stofu, án þess svo mikið sem taka eftir eiginkonunni. Skáldið greip pennann og skrifaði fljótaskrift í gestabókina og var þotinn aftur inn í stofuna eins og fluga sem flýgur blindandi á ljósker. Hann tók aftur í hönd- ina á Madame. — Ég hitti manninn þinn heitinn eitt sinn í heimsborg- inni fyrir fimmtíu árum síðan. Stórbrotinn maður, stórbrot- inn maður. Hann var þá að sýna og selja verk í litlu galler- íi. í þá daga kostaði mynd eftir hann sömu upphæð og kostar í Persónur og leikendur: Forseti íslands, einkalæknir ekkjunnar, hárgreiðslukonan þeldökka og Jacqueline Picasso sjálf.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.