Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 31

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Page 31
.itVlft FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1995 1. Um hvaða vin sinn orti Jón- as Hallgrímsson kvæði sem hefst með þessum orðum: „Dá- inn, horfinn! Harmafregn!" 2. Hvað hét Þjóðverjinn ungi sem gat sér heimsfrægð þegar hann lenti í lítilli flugvél á Rauða torginu í Moskvu? 7. Árið 1922 voru sett lög sem kváðu á um að hásetar á togur- um fengju að minnsta kosti sex stunda óslitna hvíld á sólar- hring. Hvað nefnast lögin í al- mennu tali? 8. Frægt tónskáld samdi í síð- ari heimsstyrjöldini sinfóníu sem kennd er við Leníngrad og var mikill innblástur fyrir bandamenn. Tónskáldið hét? 9. Árið 1975 léku íslendingar sögufrægan knattspyrnulands- leik við Austur-Þjóðverja og unnu 2-1. Hverjir skoruðu mörkin í leiknum? 10. Hvaða stétt manna varð fyrst til að stofna verkalýðsfé- lag á íslandi? 3. Þetta brosmilda fólk er eitt- hvert frægasta par kvikmynda- sögunnar. Hvað hétu þau? 4. Danir og Þjóðverjar tókust | lengi á um landsvæði sem nú er nyrst í Þýskalandi. Það nefn- ist? 5. Þessi unga kona var mjög í fréttum 1963 vegna sambands síns við breska stjórnmála- manninn John Profumo. Kon- an heitir? 6. Hvað nefndist páfinn sem sat í aðeins þrjátíu og þrjá daga 1978? ______________ 11 . Hvar stendur þetta hús? 12. Hvaða eyjar eru það sem heita á spænsku Malvinas, en eru betur þekktar undir öðru nafni? ■jB[Xaspuep(|ej n ■AaupAs j (»sni|iU3do ja enad -n Z88I ‘JEJepiay -ox 'uossuujnSfs jjaSsv So uosspjeAgs sauuegof '6 ■spAo>|e)soi|s PP.uijO *8 'u!SpinMÍ?A ‘L ■| ||Bd sauueqof -9 -ja|3a>( ouqsuiio -g ■uja^jOH-MiAsats 'fr 'iunqdoH 3uu3ipe>| So Aoejj. joouods '£ isny seiquew z -uosspunuiæs seuiox -f Hi®3||0>| QIA ÍOAS Vín vikunnar 1' l 1 I f I |i* Gáfumanna- drykkurinn Eplabrandíið Calvados er í miklum metum í fáguðum heimsborgum og meðal gáfumanna víða um heim. Vín þetta er ættað frá Norm- andí í Frakklandi og er í raun ekkert annað — þegar upp er staðið — en koníak, nema hvað Calvadosinn er gerður úr eplum á meðan koníak vellur úr vínberjum við rétta meðferð. Koníak heitir nefni- lega bara koníak eftir hérað- inu þar sem það er upp- runnið, líkt og Calvados. Eini Calvadosinn sem vitað er til að fáist í flestum útibúum ÁTVR nefnist fullu nafni Cal- vados Boulard ‘Pays D’Auge. Komist maður á bragðið (sem reynir á) er fátt betra en sopi af Calvados með sterku kaffi, í morg- unsárið (en bara um helgar) eða síðla dags í skammdeginu. Sjáir þú konu eða mann tilsýndar dreypa á Calvados máttu bóka að greind hans/hennar er yfir meðallagi. Áhugi fyrir Islandi sem „tour start“-landi fer stöðugt vaxandi. Gangi tónleik- ar norður-írsku sveitarinnar Ash í Laugardalshöllinni vel má búast við streymi stórra — og er þá átt við STÓRRA — banda til landsins. Norður-írska sveitin Ash sem harðneitaði að hita upp á tón- leikaferðalagi fyr- ir Pearl Jam og hafnaði forsíðu- viðtali við tónlist- artímaritið Smash því hún vildi heldur spila fyrir unglinga á íslandi. Félagarn- ir Tim, Mark og Rick þykja afar kynþokkafullir á sviði. Risarokktónleikar Breska hljómsveitin Ash, Jet Black Joe, Maus, Botnleðja og Heiðar Jónsson snyrtir verða öll í sviðsljósi bresku press- unnar — þar á meðal NME og Melody Maker— á risarokktón- leikum sem haldnir verða í Laugardalshöll á föstudags- kvöld. Ash kemur hingað til lands eftir sjö vikna tónleika- ferðalag um gervöll Bandaríkin og heldur svo áfram héðan í ferðalag um Evrópu. Bítlapönksveitin Ash er eitt heitasta bandið á Bretlands- eyjum í dag, sem meðal annars má merkja af því að nýverið harðneituðu meðlimir hennar að hita upp fyrir stórsveitina Pearl Jam á væntanlegu tón- leikaferðalagi. Þeir eru ekki bara heitir í tónlistarlegum skilningi heldur er að finna í þeim svokallað sexbít (bítla- kynþokka) sem gerir ungar stúlkur vitstola, líkt og Bítlarn- ir höfðu til að bera. Að sögn Kára í Hljómalind, sem er kynningarfulltrúi sveit- arinnar hér á landi, eru taldar miklar líkur á því að í kjölfar tónleikanna í Höllinni fylgi önnur stærri bönd, enda ku út- gefendur í Bretlandi hafa mik- inn hug á að ísland taki við sem „tour start“-land af grískri smáeyju, sem gegnt hefur því hlutverki hingað til. „Nú verða allir að leggjast á eitt og láta tónleikana ganga upp, því í kjölfarið er hugsanlegt að hing- að komi hljómsveitir á borð við Blur, Supergrass og Pulp og það strax á næsta ári, sem væri næsta óhugsandi fjár- hagslega nema þessi hugmynd verði að veruleika,“ segir Kári. Engin svör fengust hins vegar við spurningunni hvort Rolling Stones og David Bowie væru einnig inni í myndinni. Tónleikarnir á föstudag eru fyrstu risarokktónleikarnir á íslandi síðan Rage Against the Machine spilaði fyrir fullu húsi í Kaplakrika ‘93. Þorstinn er þegar farinn að gera vart við sig, því um miðja vikuna höfðu selst yfir eitt þúsund miðar, en Höllin rúmar tæplega fimm þúsund gesti. Þess má geta að smáskífa þeirra Girl from Mars — sú sjötta í röðinni á einu ári — fór beint í 13. sæti íslenska listans, sem birtur verður á laugardag. sjonvarp HP mælir með: Saga bítlanna I (Stöð 2 fös., 21.25) Ný heimildamynd. Fyrsti hluti af þremur. Annar og þriðji hluti á dagskrá sunnudags- og mánudagskvöld. Stöð 2 og Páll Baldvin fá rósavönd í hnappa- gatið. Rancho Notorious *** (RÚVfös., 21.50) Hún er umdeild sú ákvörðun dagskrárstjórnar að sýna gamiar s/h myndir á þessu præmtæm. En hér er ein sem skipar sinn sess í kvikmynda- sögunni. Vestri eftir Fritz Lang með Marlene Dietrich í aðal- hlutverki. Plottið rýrt en það er bragð að þessu. Shadows and Fog *** (Stöð 2 fös., 23.05) Stendur kannski ekki upp úr með meistaraverkum Woodys Allen en stendur þó vel fyrir sínu. Malkovich Ieikur I henni. Hiniinn og jörð — og allt þar á niilli (Stöð 2 fös., 10.10) Nýtt íslenskt bamapró- gramm. Fróð- legt verður að fylgjast með því hvernig Margréti Örnólfs, fyrrverandi Sykurmola, og Kristjáni Frið- riks auglýsingakvikmynda- gerðarmógúl ferst að vinna saman. John Lee Hooker (RÚV sun. 14.55) Blúsmaðurinn í South Bank Show og það er enginn annar en sjálfur Guðbrandur Gísla- son sem þýðir. Júúúúúhú! Brugg á fslandi (RUVsun. 20.35) Ný íslensk heimildamynd. Klikkar ekki ef þar er að finna djókinn um bruggarann sem var tekinn fastur en áður hafði honum tekist að koma fram- leiðslunni undan. Tækin voru tii staðar og þegar hann var dæmdur spurði hann dómar- ann: — Viltu ekki kæra mig fyr- ir nauðgun líka? — Hefurðu nú gert það líka? spyr dómarinn. — Nei, en ég hef tólin til þess. Rhapsody in August (RÚVsun. 22.25) Er ekki skylt að mæla með öllu sem Kurosawa hefur komið ná- lægt? HP varar við Evrópsku tónlistarverðlaunin (Stöð 2 fim., 19.00) Það er eitthvað verulega óvið- felldið við það þegar fræga og fína fólkið kemur saman og klappar hvað öðru lof í lófa. Og ekki bætir úr skák að viðrinið Jean Paul Gaultier er kynnir. Roseanne (RÚV fim., 22.25) HP tekur undir með Önundi Ásgeirssyni; það lýsir ákveð- inni hugmyndafæð hjá inn- kaupadeildinni að vera að bjóða okkur upp á þetta síl- spikaða hvíta hyski dónast á skjánum. Þetta er orðið þreytt. Sjónvarpsmaður vikunnar Heiðar Jónsson Þeim mun frægari sem sjón- varpsmaðurinn er, þeim mun betri er hann — bæði í augum stjórnenda og áhorfenda. Það er því ekki lítils vert að kunna að auglýsa sig ætli menn sér frama á skjánum. Engin stétt manna er eins algengt viðtals- efni og sjónvarpsmenn í glans- tímaritum og reyndar öðrum prentmiðlum. Eins eru þeir orðnir ansi tíðir gestir á heima- velli, þ.e. í sjónvarpi, og þá sem umfjöllunarefni sjálfir sem slíkir. Enda verður ekki betur séð en þessi heimur miði að eins konar sjálfsþurftarbú- skap: Að sjónvarp þurfi ekki á neinu öðru að halda en sjón- varpi og sjónvarpsmönnum. Ætli það fari nokkuð á milli mála að á þessu sviði er Heiðar kóngurinn. Fiskur án reiðhjóls rýkur án efa upp töfluna í næstu áhorfskönnun. 31 popp Lipstikk með fyrsta risagiggið um langa hríð í Rósenberg- kjallaranum. Hip-hop- syrpa, með lögum af plöt- unni frá því í sumar, væntanleg á markaðinn. Ríósaga, síðasta upprifjun Helga Pé á farsælum ferli Ríó- tríósins. Geirmundur Valtýsson, aldrei þessu vant, með stórdansleik á Hótel Sögu á eftir. Tommy Dorsey og síðari tónleikarnir á Hótel íslandi og Björgin Halldórs að sjálfsögðu. Þess má geta að hljóm- sveitin nýtur mikilla vin- sælda hjá Bill Clinton og fjölskyldu og er því tíður gestur í Hvíta húsinu. Reggae on lce seiðandi í íslenskum kuld- um, á Gauki á Stöng. Jón Ingólfsson aftur á Fógetanum. Kos ásamt fyrrverandi Bruna- liðskonunni Evu Ásrúnu Albertsdóttur á Kaffi Reykjavík. Hjörtur Howser og Jens Hansson eru fastir punktar tilver- unnar og fínir fyrir þenn- an pening á Kaffilistahús- inu Sóloni íslandus. Fánar rifja sjálfagt upp gamla góða bítladaga eins og all- ir hinir á Næturgalanum í Kópavogi. Middlesbro og Liverpool um miðjan dag á stórum skjá. In Bloom á Tveimur vinum í kvöld þar sem þeir kynna frum- samið efni sem væntcinlegt er á skífu á næsta ári. SUNNUDAGUR Dúndurfréttir hafa vonandi eitthvað gott fram að færa á Gauknum. Sigga Beinteins og Grétar Örvars saman á ný, þó ekki undir merki Stjórnarinnar. Með rólegu ívafi á Kaffi Reykjavík. Kántrý-kvöld og opinn dansleikur til klukkan eittnúllnúll á Hótel íslandi. Tríó Reykjavíkur með sunnudagstónlist klukkan átta í Hafnarborg, Hafnarfirði. Gestur kvöldsins er píanistinn Philip Jenkins. Guðmundur Rúnar endar þar sem hann byrjar, á Fógetanum. SVEITABÖLL Bláa lónið Risadiskótónleikar með Travoltabandinu Hunangi á laugardagskvöld. Bað og diskó... hljómar vel. Hótel Hveragerði Djasskvintett Pauls Wee- den í notalegu umhverfi á Hótel Hveragerði með ein- hvers konar Skjaldhamra- djass á laugardagskvöld. HB-pöbb og Höfðinn, Vestmannaeyjum Langbrókin gerir víðreist um helgina og bregður sér á tvo skemmtistaði. Brókarböll eins og þau gerast best.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.