Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995 Richard O’Brien, höfundur Rocky Horror Picture Show, kom í stutta heimsókn til íslands um síðustu helgi. Þetta var mikil skemmtanahelgi hjá O’Bri- en, en hann gaf sér tíma á milli partía til að hitta Öldu Sigmundsdóttur á Borginni. „Leifur heppni var fyrsti íslenski homminn“ Richard O’Bríen: Ég hef hvergi séð betur útfærðar kynlífssenur en í íslensku sýningunni. Þær eru líka dónalegastar, lang- dónalegastar... Hvað ertu að gera hérna? „Þessir ungu menn [bendir á Hall Helgason og Ingvar Þórð- arson] buðu mér. Þeir hringdu í mig og sögðust ætla að sýna mér skemmtanalífið í Reykja- vík. (Þögn) Ég er enn að bíða eftir því.“ Hvemig fannst þér uppfœrsl- an? „Hún var hreint ágæt.“ Hver er versta uppfœrsla á Rocky Horror sem þú hefur séð? „Við Tim Curry lékum í sýn- ingunni í London, en fórum svo til Los Angeles til að setja hana upp þar. Framleiðandinn var hljóðupptökumaður og plötuframleiðandi — Lou Adl- er — og hann lagði alla áherslu á að hljóðið væri gott. Þetta var árið 1974 og hljóðið var yndislegt. Þegar ég fór svo aft- ur til Englands fannst mér það versta sýning sem ég hafði séð í samanburði við hina.“ Varðstu undrandi að heyra af sýningunni á íslandi? „Já, ég var það. Ég held líka að það sé erfitt að búa til svona kraftmikið þjóðfélag með fáu fólki sem býr við þetta veðurfar og þessa einangrun. Svo ykkur hefur tekist mjög vel upp, miðað við allar aðstæð- ur.“ Forsætisráðherra gerist sögumaður Borgarstjórinn í Reykjavík kom á sýninguna á föstudaginn. Hversu oft gerist eitthvað því líkt? „Það gerist töluvert oft. Fyrir nokkrum árum var sýningin á leið til Nýja-Sjálands frá Ástral- íu og framleiðendurnir veltu fyrir sér hvernig hún myndi ganga best þar — hvernig hún fengi sem besta auglýsingu. Einhverjum datt í hug að fá heimamann sem sögumann í sýningunni, einhvern á borð við Sir Robert Muldoon, sem þá var forsætisráðherra. Hann fékk handritið sent og í fram- haidi hringdu framleiðendurn- ir í hann. Muldoon sagði: „Áð- ur en ég svara nokkru vil ég leggja fram þrjár spurningar. I fyrsta lagi, í hverju myndi ég vera?“ Framleiðandinn sagði að smóking yrði vel við hæfi. „Jæja, þá er það í iagi, ég á smóking. En það er talað um einhverja bók, sagt að sögu- maðurinn lesi upp úr bók; mætti ég hafa textann úr bók- inni hjá mér eða þyrfti ég að læra hann utanbókar?" „Þú mátt svo sannarlega hafa textann hjá þér.“ „Það er fínt.“ Svo bætir fram- leiðandinn við: „Hver er þriðja spurningin?“ þótt hann vissi alveg hver næsta spurning yrði, liggur það ekki í augum uppi? Muldoon heldur áfram: „Hmm... hvers konar, hérna... sko... hvers konar umbun... ég meina, hvað fæ ég fyrir þetta, ætlaði ég að segja.“ „Ja, ég hafði hugsað mér í kringum fimm þúsund dali á viku,“ segir framleiðandinn. „Samþykkt,“ segir Muldoon. Við fengum sem sagt forsæt- isráðherrann upp á svið og það komst á forsíðuna á öllum dagblöðum á Nýja-Sjálandi. Og sýningin sló í gegn!“ Ég las í œviágripi þínu á Int- ernetinu að þú hefðir einu sinni unnið á mjólkurbúi á Nýja-Sjá- landi. „Já, ég gerði það. Ég var sett- ur í nám á mjólkurbú af því að mér gekk ekkert alltof vel í skóla. Það er reyndar stutt síð- an ég uppgötvaði af hverju það var. Fyrir um sex árum var hringt í mig frá skólanum, sem sonur minn var í, og ég beðinn að koma í viðtal af því að hann væri með dyslexíu. Ég hafði alltaf litið á dyslexíu sem af- sökun fyrir millistéttarkrakka sem gekk illa í skóla. Þú veist: „Það er allt í lagi með hann Ru- pert... hann er bara með dys- lexíu.“ Og ég svaraði: „Já, meinarðu að hann kunni ekki að stafa?" Þannig hafði ég litið á málið. Svo ég fór í skólann og spurði hvað það væri sem Jos- hua, sonur minn, gerði vit- laust. Jú, hann gerði þetta og hitt. Ég svaraði: „Ég hef gert þetta alla ævi, hvert er eigin- lega vandamálið?" Þegar mað- urinn hélt áfram að lýsa þessu rann upp fyrir mér að þetta var sama vandamál og hafði herj- að á mig og líka að þetta var orsök svo margra annarra vandamála, hvers vegna kenn- ararnir börðu mig í skóla, o.s.frv. Og ég verð að segja að það var mikill léttir. Ég settist aftur við ritvélina með allt öðru hugarfari. Ég var ekki heimskur. Það var bara eitt- hvað vitlaust tengt í hausnum á mér. Það er allt annað við- horf. Já, en þegar ég var fimmtán ára var mér sem sagt komið fyrir á mjólkurbúi sem Hjálp- ræðisherinn rak. Lít ég ekki einmitt út fyrir að vera týpan fyrir erfiðisvinnu úti við? Sérðu mig ekki fyrir þér að moka skít og mjólka beljur? Og kannski freistast til að halda aðeins of lengi um júgrin...“ En núna ferðastu um heim- inn... „Já, ég er sendiherra Bret- lands um allan heim. Sendi- herra Breta í kynferðismálum og færi þjóðum heims gleði, glaum og lauslæti hvert sem ég fer.“ Reykjavík er ekki sveitó Þá komum við að þessari óumflýjanlegu spurningu: Hefur eitthvað komið þér á óvart á ís- landi? „Já, það sagði einhver Bú! við mig um daginn. Nei, satt að segja er iandið mjög svipað og ég átti von á. Byggingarnar hafa yfir sér mjög nútímalegt yfirbragð, sem kom mér á óvart. Kirkjan sem Leifur Eiríksson stendur fyrir framan er stórkostieg. Við töluðum reyndar mikið um Leif þegar við stoppuðum þarna; Leifur var nefnilega einn af fyrstu íslensku homm- unum. Þess vegna fór hann til Ameríku. Hann varð að komast í burtu. Hann fór til Ameríku, opnaði litla búð og gerðist hár- greiðslumaður og innanhúss- arkitekt fyrir indíánana. Hann er miklu kraftalegar vaxinn á styttunni en hann var í raun og veru. Nei, í alvöru: þegar ég sagði fólki að ég ætlaði til íslands þá sagði það: „Já, ég hef heyrt að það sé mikið fjör í Reykjavík.“ Það besta við Reykjavík er að hún er ekki sveitaleg. Öfugt við til dæmis Los Angeles, sem er mjög sveitó borg. Það er furðulegt, en fyrirfinnst ekki hér, sem er frábært. Það er hægt að tala við alls konar fólk hér, en í Los Angeles er fólk gersamlega ófært um að eiga samræður. Ég meina, það er indæl- isfólk, en það vantar alla dýpt í það.“ Varðstu hissa á að Rocky Horror varð eins vinsœlt og raun bar vitni? „Það fyrsta sem kom mér á óvart varðandi Rocky var að konu gæti þótt Frank’n’Furter aðlað- andi. Það kom mér mjög á óvart. Það næsta var hversu lengi sýningin gekk og hversu víða hún náði; að hún höfðaði til svo ólíkra þjóðfé- lagshópa. Það var það næsta sem var undarlegt; að fólki stæði engin ógn af verkinu. Það virðist ekkert móðga fólk að Frank sefur hjá bæði Brad og Janet, það þykir bara fyndið. Á einhvern furðulegan hátt. Raunar hef ég hvergi séð betur út- færðar kynlífssenur en í íslensku sýning- unni. Þær eru líka dónalegastar, lang- dónalegastar, af því að þær eru settar upp eins og endaþarms- mök eigi sér stað. Þetta hefur ekki verið svona gróft í neinni annarri sýningu sem ég hef séð. Og þegar Brad heldur á gler- augunum sínum og þau byrja að hrist- ast... það var ljúf- fengt; alveg stórkost- legt. I þessari sýningu ber Brad mikið skyn- bragð á hvað er fynd- ið á sviði.“ Tekurðu þátt í mörg- um sýningum sem þú ferð að sjá? „Já, fólk vill oft not- færa sér komu mína í auglýs- ingaskyni." Löggur í netsokkabuxum Hver er furðulegasti staðurinn þar sem Rocky hefur verið sett- ur upp? „Eg veit það ekki... Það var mjög skrýtið í Argentínu, sér- staklega eftir Falklandseyja- stríðið. Fyrir mörgum árum var líka sett upp sýning í Ríó án þess að okkur væru greidd nein höfundarlaun, svo um- boðsmaðurinn minn sendi framleiðendunum skeyti: „Ef þið greiðið ekki höfundarlaun verður gripið til fyrirvara- lausra aðgerða.“ Við fengum skeyti til baka ásamt mynd úr dagblaði þar sem sást að stað- urinn, þar sem verkið var sýnt, hafði verið sprengdur í loft upp. Það var ekkert að sjá nema rústirnar og framhliðina þar sem hékk skilti sem á stóð „Rocky Horror Show“. Og í símskeytinu stóð: „Eins og þið sjáið hefur þegar verið gripið til fyrirvaralausra aðgerða". Það var frekar skrýtið. Ástandið var líka skrýtið í Suður-Afríku af því að við átt- um alls ekki von á að myndin kæmist í gegnum ritskoðunina þar, En dag einn sat ég á skrif- stofunni þegar var hringt og spurt hvort við ætluðum ekki að sækja myndina. En myndin var sem sagt bú- in að fá sjötíu prósent af mögu- legum áhorfendafjölda og plat- an orðin tvöföld gullplata og þá var myndin bönnuð! Ein- hver sálfræðingur í hernum sagði við okkur: „Það er allt í lagi að sýna þessa mynd einu sinni, en hún getur spillt ungu fólki. Ég er búinn að sjá hana nokkrum sinnum og hún getur spillt æsku landsins. En svo voru haldin Rocky Horror-partí þarna suður frá — eins og fólk gerir gjarna — enda eru þau eiginlega bara af- sökun fyrir karlmenn til að fara í netsokkabuxur. Eitt fallegt sumarkvöld var haldið slíkt partí og um níuleytið hringir síminn: „Lögreglan er á leið- inni,“ sagði röddin í símanum. Þarna sat hópur karlmanna á nærfötunum, drakk og svall- aði, og sá sem svaraði í símann hugsaði með sér að líklega væri best að koma sér burt. Hann gengur niður götuna, en þá rennir upp að honum bíll fullur af náungum í netsokka- buxum. „Hvar er Rocky Horror-part- íið, maður?" öskra þeir. „Það er þarna uppfrá, en ég myndi ekki fara þangað ef ég væri í ykkar sporum. Löggan er á leiðinni." „Við erum löggan!" var svar- ið.“ Rétt áður en ég fór úr veisl- unni á föstudagskvöldið heyrði ég þig segja „ Við höfum öll selt sálu okkar". Hvað áttirðu við með því? „Sagði ég það? í alvöru? Ég man ekki eftir því. En það er sannarlega verðugt umræðu- efni. Hmm. Ekki líkt mér að segja svona. Og þó. Ég segi stundum tilgerðarlega og heimskulega hluti; gef út stór- ar yfirlýsingar. Én ég er samt ekki viss um að þetta sé satt. Ég held að við seljum okkur öll upp að vissu marki og það er ekkert að því. Það er bara staðreynd lífsins. Ég segi bara að það sé eins gott fyrir okkur að byrja að njóta þess. Sjálfur set ég mér engin tak- mörk. Ég sé engar línur sem aðgreina eitt frá öðru. Ég get ekki séð Iiti, til dæmis, og ég sé ekki kynferði fólks. Ég lít ekki þannig á að neinn sé yfir mig settur; margir eru greindari en ég, en það er enginn yfir mig hafinn. Þar af leiðir, að ef mað- ur fer með þessu hugarfari í gegnum lífið er manni alls staðar vel tekið, af því að mað- ur sýnir öðrum virðingu og lýt- ur ekki þeim sem halda að þeir séu yfir mann hafnir."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.