Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 11
F1MIVTTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995 Er œtlunin að jafna vœgi atkvœða? „í Framsóknarflokknum virðisthins vegarhafa orð- ið talsverð hugarfarsbreyting á allra sfðustu árum, sem meðal annars hefurbirst f málflutningi nokk- urrayngri þingmanna flokksins. “ Ojafnt vægi atkvæða við kosningar til Alþingis er eitt af eilífðarmálum íslenskra stjórnmála. Frá því á fyrstu áratugum þessarar aldar hefur verið haldið á loft kröfunni um að allir landsmenn sætu við Stjórnmál sama borð hvað atkvæðavægi varðar og af og til hafa átt sér stað einhverjar leiðréttingar í þeim efnum. Enn vantar þó mikið upp á að fullur jöfnuður hafi náðst á þessu sviði. Við al- þingiskosningarnar í vor voru þannig t.d. 1.266,8 atkvæði á bak við hvern þingmann Vest- fjarðakjördæmis miðað við kjörskrá, á meðan 4.083,3 at- kvæði voru á bak við hvern þingmann í Reykjavík. At- kvæði kjósanda á Vestfjörðum hafði þannig meira en þrefalt vægi á við atkvæði kjósanda í Reykjavík. Kjósendur í Reykjaneskjör- dæmi eru í svipaðri stöðu og Reykvíkingar en þó væri veru- leg einföldun að halda því fram, eins og stundum heyrist, að í þessu náli stönguðust bara á hagsmunir íbúa suð- vesturhornsins og lands- byggðarinnar, því vægi at- kvæða milli hinna einstöku landsbyggðarkjördæma er af- ar misjafnt. Þannig voru Vest- firðingar til dæmis með tvöfalt vægi á við Sunnlendinga í síð- ustu alþingiskosningum og íbúar Norðurlandskjördæmis vestra með tvöfalt vægi á við íbúa Norðurlands eystra. Skiptir jöfnun atkvæðavægis máli? Núverandi misvægi atkvæða er með öllu óþolandi. Réttur- inn til að kjósa fulltrúa á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar er meðal mikilvægustu grund- vallarreglna í lýðræðissamfé- lagi og það gengur þvert gegn öllum hugmyndum um mann- réttindi að menn njóti mis- jafnrar stöðu í því efni. Ég hygg að flestir geti verið sam- mála um að misvægi atkvæða, sem byggist á atriðum á borð við atvinnu, efnahag, kynferði eða kynþætti, væri skýlaust brot gegn jafnræði borgar- anna. Sama á auðvitað við um mismunun, sem byggð er á bú- setu. Nú orðið verða fáir til að andmæla þessum rökum. Þeir, sem á undanförnum árum hafa staðið gegn jöfnun atkvæðis- réttar, hafa byggt málflutning sinn á öðrum sjónarmiðum. Algengasta röksemdin er sú, að íbúar suðvesturhornsins njóti búsetu sinnar með ýms- um hætti, svo sem með ná- lægð við helstu stjórnsýslu- stofnanir og þjónustuaðila, verðlag sé almennt lægra en úti á landsbyggðinni. sam- göngur betri og félags- og menningarlíf fjölbreyttara. Því er haldið fram, að réttlátt sé og eðlilegt að vega upp mis- munun í þessum efnum með mismunandi vægi atkvæða. Það er ekki ætlun mín á þessum vettvangi að taka þátt í einhverri þrætu um það, hvar á landinu sé best að búa. Um það verða menn víst seint sammála og niðurstaðan hlýt- ur að miklu leyti að byggjast á einstaklingsbundnu mati. Að- alatriði málsins er, að með framangreindri röksemda- færslu eru menn að bera sam- an fullkomlega ósambærilega hluti. Annars vegar er um að ræða mannréttindi og hins vegar lífskjör og almennar að- stæður manna í lífinu. Engin rök eru fyrir því að vega upp mismunandi lífskjör með mis- munandi mannréttindum, og mat í þeim efnum væri líka gersamlega óframkvæman- legt. Og ef farið væri út í slíkt mat þá er ljóst, að taka þyrfti tillit til margra annarra þátta en búsetu. Vilji menn beita einhverjum sérstökum að- gerðum til að jafna lífskjör fólksins í landinu er því eðli- legra og líklegra til árangurs að fara einhverja aðra leið en að láta atkvæði vega misþungt eftir landshlutum. Mikilvægt að falla ekki á tíma Síðasta ríkisstjórn setti sér í upphafi það markmið, að jafna vægi atkvæða. Undir lok kjör- tímabilsins var farið út í smá- vægilega leiðréttingu, sem var að vísu skref í rétta átt en þó allsendis ófullnægjandi. Nú- verandi stjórnarflokkar lýstu einnig yfir vilja sínum til breyt- inga í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 21. apríl í vor: „... að endurskoða kosn- ingalöggjöfina með það fyrir augum að hún verði einfaldari og tryggi jafnara vægi atkvæða milli kjördæma.11 Full ástæða er til að fagna þessu ákvæði, þótt vissulega hefði mátt kveða fastar að orði. Það er sérstaklega ánægjulegt að rík- isstjórn sem Framsóknarflokk- urinn á aðild að skuli setja sér markmið af þessu tagi, en sá flokkur hefur í gegnum tíðina verið helsti Þrándur í Götu leiðréttinga á atkvæðamisvæg- inu. Á þeim bæ virðist hins vegar hafa orðið talsverð hug- arfarsbreyting á allra síðustu árum, sem meðal annars hefur birst í málflutningi nokkurra yngri þingmanna flokksins. Má þar til dæmis nefna Siv Frið- leifsdóttur, Ólaf Öm Haralds- son og Finn Ingólfsson. Þessi breyttu viðhorf í Fram- sóknarflokknum vekja vonir um, að hugsanlega séu að skapast pólitískar aðstæður til að ná breiðri samstöðu um jöfnun atkvæðisréttarins. Mik- ilvægt er að þetta tækifæri verði nýtt vel og tíminn til næstu kosninga notaður til að vinna að nauðsynlegum breyt- ingum. Þar verða menn að gæta sín á að falla á tíma, eins og virðist hafa gerst á síðasta kjörtímabili. Ef stjórnarflokk- arnir hafa raunverulegan áhuga á því að ná markmiðum sínum í sambandi við endur- skoðun kosningalöggjafarinn- ar veitir þeim ekki af því að hefja vinnuna strax. Höfundur er laganemi. Einn lítill skandall Þá er hann loksins fallinn, dómurinn yfir Georgíu- mönnunum sem hafa setið inni frá því í sumar fyrir meinta nauðgun um borð í Atl- antic Princess. Ég þarf varla að rekja málavexti nákvæm- lega hér, en annar var sýknað- ur og hinn sakfelldur, ekki fyr- Punktar Karl Th. Birgisson ir nauðgun, heldur fyrir að notfæra sér ástand konunnar sem kærði. Þetta mál allt er skandall. Ein niðurstaða þess er að sak- laus maður hefur setið í þrjá og hálfan mánuð í fangelsi. Það er nógu slæmt. Hin niður- staðan er að maðurinn, sem var sakfelldur fyrir „misnotk- un“, sat í gæzluvarðhaldi leng- ur en hann hefði setið í fang- elsi fyrir brotið, hefði verið dæmt strax. Það vill þannig til að ég þekki ágætlega þennan tækni- lega mun á nauðgun og „mis- notkun". Fyrir nokkrum árum fór nefnilega maður í meið- yrðamál við mig fyrir að nota orðið „nauðgun" í staðinn fyr- ir „misnotkun" í frétt um mál hans, en sá hafði nauðgað konu sem var meðvitundar- laus af áfengisdrykkju. í mín- um huga — og líklega flestra annarra — er enginn munur á þessu tvennu, en lögin segja annað. „Hann fór upp á sof- andi kvenmann,“ sagði lög- maður þessa manns á sínum tíma og þótti fyndið. Þessi maður — eins og Ge- orgíumaðurinn núna — fékk sex mánaða fangelsi. í praxís þýddi það, af því að hann var ekki á sakaskrá, að hann var látinn afplána þrjá. Nú er svo sem hægt að ímynda sér að aðrar reglur gildi um Georgíu- menn en íslendinga, en miðað við venjur í íslenzku réttar- kerfi er Georgíumaðurinn bú- inn að sitja inni lengur en brot hans segir til um. Það er hægt að hafa þá skoðun, að það sé allt of væg- ur dómur, en það er allt annað mál. Á eitt yfir alla að ganga eða hljóta útlendingar sér- staka og harkalegri meðferð en íslendingar? Setjum svo, að hér hefðu ís- lendingar verið að verki. Hefðu þeir verið látnir sitja inni í hálfan fjórða mánuð áð- ur en dómur var kveðinn upp? Það er óhugsandi. Beinlínis óhugsandi og hefur ekki gerzt mér vitanlega. Eða ögn öðruvísi dæmi: ógæfukona kærir íslenzkan sjómann í Cuxhaven fyrir nauðgun. Hann er settur í gæzluvarðhald og haldið þar í fimmtán vikur áður en hann er sýknaður af ákærunni. Getið þið ímyndað ykkur lætin sem hefðu orðið hér heima? Fyrst út af gæzluvarðhaldinu (ætt- ingjar hefðu látið sendiráðið hamast í málinu) og svo enn frekar þegar sýknað var. Það hafa orðið milliríkjakrísur af minna tilefni. En ekki í þessu tilfelli. Það er alltaf töluvert auðveldara að níðast á einhverjum skítug- um útiendingum en okkur „Pað hafa áðurkomið unáarlegir áómar seint og illa frá héraðsáómurunum í Hafnarfirði. En íþessu tilfelli erekki þeim einum um að kenna. “ sjálfum, ekki sízt þegar í hlut eiga tötraklæddir hálf-Rússar á ryðguðum ólánsdalli. Það truflar fólk ekki og hverjum er svosum ekki sama? Það hafa áður komið undar- legir dómar seint og illa frá héraðsdómurunum í Hafnar- firði. En í þessu tilfelli er ekki þeim einum um að kenna; lög- reglan heimtaði gæzluvarð- haldið og dómari féllst á kröf- una. Þess vegna er íslenzkt réttarkerfi í heild ábyrgt. Það á ekki nema eina einkunn skilda fyrir þessa frammi- stöðu: Ojbara. Og aftur oj- bara. w A uppleið Ólafur Ólafsson landlæknir Sýnir loksins fram á að hon- um er meira umhugað um sjúklinga en álit einhverra læknanefnda í kerfinu. Aldr- ei of seint. Þórarinn Eldjárn rithöfundur Enginn annar hefði nennt að lemja á menntamálaráðu- neytinu fyrir að leyfa honum ekki að sjá skýrslu sem fyrir löngu er orðin opinber. Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur Af hverju reynir maðurinn ekki fyrir sér sem eftir- herma? Á niðurleið Davíð Oddsson forsætisráðherra Hann hefði átt möguleika í forsetann ef 35 prósent at- kvæða dygðu. Hann fær aldrei hreinan meirihluta. Bogl Nilsson rannsóknarlögreglustjóri Lætur halda mönnum í varð- haldi vikum saman og biðst svo ekki einu sini afsökunar. Dóni. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokks- ins Aldrei fleiri atvinnulausir en hálfu ári eftir að Framsókn fór í stjórn. Hvar eru nú „2.000 störf á ári“?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.