Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995" 27 Kínó-Ieikurinn bættist ný- lega í getrauna- og gam- blflóruna íslensku. Stefið, sem er leikið undir þegar töl- urnar flögra á skjáinn og þulan les tölur dagsins, hefur vakið verðskuldaða athygli. Menn komast ósjálfrátt í stuð, enda stefið grípandi auk þess sem það býr yfir ákveðnum gáska. Það er leikur í því. Eftir nokkra eftirgrennslan komst HP að því að maðurinn á bak við stefið er enginn annar en Grétar Örv- arsson, einn fremsti tónlistar- maður þjóðarinnar til langs tíma. Grétar datt niður á þetta stef fyrir þó nokkru og segir að þegar þeir hjá íslenskri getspá báðu hann að gera fyrir sig stef og lýstu því fyrir honum út á hvað leikurinn gengi þá hafi stefið komið upp í hugann. „Svo leitaði ég í diskasafni að grúvi, einhverju fönki til að setja við þetta.“ Grétar vissi ekki hvað hann gat sagt HP fleira merkilegt um þessa tón- smíð en það er ekki laust við að stefið minni á tónsmíðar Mezzoforte. Höfundurinn segir það enga tilviljun. „Hún hefur verið uppáhalds- hljómsveit mín til margra ára þannig að ég er undir miklum áhrifum frá þeim. Ég spila nú með tveimur þeirra og hef unn- ið mikið með þeim.“ Og talandi um stef og Mezzoforte þá benti Grétar á að tónlist þeirra hefði mikið verið notuð í ýmis stef, til dæmis í franska sjónvarp- inu. „Þar hafa þeir fengið drjúgan skilding í stefgjöld. Og þá fyrir smávægilega notkun á músíkinni. Þarna úti getur slíkt skipt umtalsverðum fjárhæð- um.“ Grétar segist ekki hafa gert mikið af að semja auglýsinga- stef, það komi í raun sárasjald- an upp á. „Ég samdi stef fyrir SAS sem lengi vel var notað við sjónvarpsauglýsingu hjá þeim,“ segir hann aðspurður. „Annað gerði ég fyrir Egil Árna- son í sjónvarpsauglýsingu sem var keyrð í stuttan tíma.“ Stefgerð getur verið ágæt aukabúgrein fyrir tónlistar- menn og Grétar nefnir Vil- hjálm Guðjónsson sem af- kastamikinn á þessu sviði. Síð- an séu einnig drjúgir þeir Val- geir Guðjónsson, Magnús Kjartansson og Gunnar Þórð- arson, svo fáeinir séu nefndir. Grétar tekur undir það að fáir velti stefum fyrir sér eða gildi þeirra. „Það færist í aukana að búin sé til allskonar tónlist sem skapar ímynd fyrirtækja. Til dæmis íslandsbankaauglýsing- arnar sem Villi hefur gert og tekist alveg rosalega vel til hjá honum.“ Meðal þeirra sem sett hafa mark sitt á umhverfi sitt með þessum hætti eru Eyþór Arn- alds sem samdi stefið fyrir sjónvarpsfréttir. Stef sem allir þekkja. „Stefin eru alls staðar en fólk tekur ekki eftir þeim. Okkur finnst sjálfsagt að láta mata okkur á einhverju huggulegu og vænu útvarpsspileríi. Þá náttúrlega spyr maður sig: Hvernig væri nú ef það væri ekki til staðar? Það yrði hálflit- laust.“ En hvað skyldi það vera sem Grétar leggur upp með þegar hann semur stef fyrir fyrir- tæki? „Eðlilega er útgangspunktur- inn fyrir hvað ég er að fara að semja. Hvað á að auglýsa. Síð- an er það mín tilfinning sem stjórnar því hvað kemur. Til- finning mín fyrir því hvað á að fara að auglýsa. Eins og Kínóið. Leikurinn á uppruna sinn í Kína en mér datt ekki í hug, í allri neikvæðninni sem var gagnvart Kína á þeim tíma, að fara að búa til eitthvert kín- verskt lag eða höfða í þá átt. Ef þú spilar í Kínó þá veit það á eitthvað gott. Við vitum að ís- lendingar þrá það mjög að komast út fyrir landsteinana og mér fannst þetta toga í suð- rænar slóðir.“ Grétar segir það minnsta málið að böggla stefunum inn í tiltekinn tímaramma. „Það er ekki málið. Maður klippir þetta bara einhvern veginn til.“ JBG Fyrsti almenni stórdansleikurinn í Bláa lóninu verður nú á laugardag. Diskóboltarnir í Hunangi ætla að kitla Travolta-taugar ballgesta. Engin hreppapólitík Saga íslenskrar dægurtónlistar rakin af fimm eldhressum Söngsystrum á Hótel íslandi í kvöld. Sígildar Einhver vinsælasti gleði- gjafinn í einkasam- kvæmum og á árshá- tíðum undanfarin misseri er sönghópur sem kallar sig Söngsystur. Hann skipa fimm stúlkur sem fyrir tveimur árum hittust á söngleikjanámskeiði. „Við vorum upphaflega tíu. Svo fóru einhverjar að heltast úr lestinni en þær sem virkilega nenna að leggja eitthvað á sig sitja nú eft- ir,“ segir Jóna Sigríður Grétíu-sdóttir, en hún og stöllur hennar Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Katrin Hildur Jónsdóttir, Lóa Björk Jóelsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir skipa Söngsystur. Stúlkurnar eiga það sam- eiginlegt að vera um og yfir tvftugt og hafa brennandi áhuga á söng, sem sést best á því að í hverri viku æfa þær allt að þrisvar. Mikil leikræn tilþrif fylgja söngskemmtun þeirra og svo verður einnig á Hótel íslandi í kvöld. Á tónleikun- um ætla Söngsystur að ein- beita sér að þekktum banda- rískum dægurlögum, flestum frá árinum 1940 til 1960. Eftir Mikil leikræn tilþrif fylgja Söngsystrunum Jónu Sigríði, Bryndísi Sunnu, Katrínu Hildi, Lóu Björk og Regínu Ósk, sem hafa æft þrísvar á viku að undanförnu. hlé verður dagskráin svo alís- lensk, en þá syngja dömurnar brot úr eftirminnilegustu lög- um íslenskrar dægurtónlistar við undirleik fjórmenninganna úr hljómsveitinni Langbrók. Kynnir verður Hinrik Ólafs- son. Það er nýtt æði í gangi. Kvenfólk er farið að hrúg- ast upp að sviðinu — nokkuð sem ekki hefur gerst í átta ár,“ segir Jakob Jónsson, gítarleikari Hunangs. Hann ætti að vita hvað hann er að tala um, því hann var lengi vel í einni frægustu dansiballa- hljómsveit landsins, nefnilega Skriðjöklum. Hunang ætlar að spila á stórdansleik í Bláa lón- inu nú á Iaugardagskvöld. Diskur með Hunangi kom út fyrir rúmum mánuði og heitir „Travolta". Þar eru helstu disk- óslagarar sögunnar teknir með íslenska laginu. „Hljómsveitin er tveggja ára og búin að þræða alla helstu vinsældalista landsins sem og öldurhús," segir Jakob, en auk Hunang. „Það er útgeislunin — ekki endilega útlitið — sem veldur kvenhylli arínnar." hans eru í hljómsveitinni Hafn- firðingurinn Hafsteinn Val- garðsson, Reykvíkingurinn Ing- ólfur Sigurðsson og norðan- sveinarnir Karl Örvarsson og Jóhann Ó. Ingvarsson. Þetta er sérkennilegur samsetning- ur. „Það er engin hreppapólitík í gangi í okkar hljómsveit. Þeir bestu skipa hvert rúm,“ segir Jakob hinn bratt- asti. En aftur að þessari yfirgengi-1- egu kvenhylli. Óneitanlega er norðanbragur á Hunangi, þrír af fimm, og einhvern veginn fer maður að sakna Ragga „sót“. En getur ver- ið að fjarvera hans sé þess valdandi að kvenfólk hrífst svo af hljómsveit- armeðlimum? „Ég hef ekki trú á því,“ segir Jakob. „Ragnar hefur ætíð kvenhollur verið. Það er útgeislunin — ekki endilega út- litið — sem veldur kvenhylli hljóm- sveitarinnar. Og svo er eins og þessi tiltekna teg- und tónlistar höfði til kveneðlis mann- skepnunnar. Öll er- . um við konur öðr- hljomsveit- um þræði.“ Það eru kannski ekki margir sem hafa velt því fyrir sér né tekið eftir en hin og þessi tónlistarstef eru veigamikill þáttur í lífi hvers og eins. Veit til dæmis nokkur hver er höfundur Kínó-stefsins góða? Stef til sölu Gretar Orvarsson. „Svo leitaði ég í diskasafni að grúvi, einhverju fönki til að setja við þetta."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.