Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1995 25 Rúnar Gunnarsson starfar við framkvæmdastjórn hjá sjónvarpinu. En hann er líka mótorhjólagæi, saxófónleikari og Ijósmyndari. Hann var að gefa út Ijósmyndabók. Seldi Harley-inn til að koma út ljósmyndabók Rúnar Gunnarsson er maður ekki einhamur. Undanfarin átta ár hefur hann gegnt starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra sjónvarps. Það er Dr. Jekyll-hliðin. Á kvöldin hendir hann skrifstofu- gallanum, fer í leðrið, á mótor- hjólið — og mundar ljós- myndavél. Volg úr prentsmiðjunni er ný ijósmyndabók eftir Rúnar, „Einskonar sýnir“. Rúnar er lík- ast til þekktastur fyrir saxófón- leik sinn í Júpíters. Svo leggst saxófónleikur við skrifstofu- starfið í sjónvarpinu. Ljós- myndunin hlýtur að vera hobbí eða hvað? „Það má eiginlega segja að það sé hobbí hjá mér að vera aðstoðarframkvæmdastjóri sjónvarps. Ég er ljósmyndari númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Rúnar, en hann var starfandi ljósmyndari á Alþýðublaðinu, Vikublaðinu og Fálkanum á sín- um tíma. Upphaflega var hann ráðinn sem kvikmyndatöku- maður á sjónvarpið. „Bókin spannar þrjátíu ára ljósmyndaferil. Mest er þetta fólk og umhverfi og tekið í Reykjavík, Vilnius, New York og hingað og þangað um heim- Rúnar Gunnarsson, alías Mr. Hyde. inn — Austur-Evrópu. Svo er ég mótorhjólamaður, Snigill núm- er 74 og ég mynda Sniglana líka. Það má segja að ég rífi af mér bindið og jakkafötin á kvöldin og svo krúsa ég á Harl- ey Davidson. Svoldið eins og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Mín fyr- irmynd er eiginiega Meatloaf í Rocky Horror — mótorhjólið og saxófónninn — og svo bæti ég myndavélinni við. Þessi ég varð reyndar til áður en Rocky Horror kom til.“ Rúnar lætur vel af þessu tvö- falda lífi. „Það er gott að geta skipt um. Spilamennskan með Júpíters er af talsvert öðrum toga en að sitja bak við skrif- borð.“ Rúnar er helst á því að Dr. Rúnar Jekyll sé helst að flækjast fyrir í þessu sambandi. „Mr. Hyde er sá sem heldur á myndavélinni. Dr. Jekyll er bara í skipulagsvinnu og kemur þessu máli nánast ekkert við.“ Dr. Jekyll En að bókinni. Rúnar segir það hafa verið persónu- legt að velja myndir í bókina. „Það verð- ur það þegar ég þarf að gera upp við mig hvað á að vera í bók sem á að standa um alla eilífð. Myndirn- ar hafa elst misjafn- lega og allir stælar detta út. Þær verða að vera sannar og heiðarlegar. Viðmið- unin er önnur en ef um fjölskyldualbúm væri að ræða.“ Hann gefur bók- ina út sjálfúr, sem er býsna dýrt fyrir- tæki. „Ég fékk náttúrlega engan út- gefanda. Ljósmyndabækur hafa ekki selst, það breytist kannski með þessari. Segjum það bara. Eina leiðin sem var fær var sú að ég seldi Harley Ein myndanna úr „Einskonar sýnir": „Tryggvi, einn af kunningjum mínum sem halda sig utan alfaraleiðar." Davidson-mótorhjólið mitt.“ Var það ekki sárt? „Jú, en þó, það fer í góðan málstað: Eitt stykki ljósmynda- bók. Það eru þau býtti. Það var komið að þeim tímapunkti að ég varð að gefa þetta út og þetta var lausnin. Ég vona bara að það komi vel út. Að ég selji bókina í svo stórum stíl að ég geti keypt mér annan Harla.“ JBG Kirkjan kvödd Nú líður brátt að 1.000 ára af- mælishátíð hinnar opin- beru kristnitöku er íslendingar gengu hinu pápíska framhaldi Rómarveldis á hönd, þótt sam- kvæmt skriftamálum frá 13. öld hafi trúskiptin eðlilega tekið nokkrar aldir. Margir eru því Hringborð Þorri Jóhannsson farnir að hlakka til hátíðarinnar um aldamótin á Þingvöllum, þar sem heiðnir forfeður okkar helguðu Alþing. Til eru Texasbúar og þýskir heiðingjar sem líta á hinn heiðna og helga stað sem ger- manska Róm. Það væri því vissulega óvænt skemmtun ef óvæntar uppákomur yrðu á há- tíðinni. íslendingar eru almennt ekki vel að sér í ritningunni fyrir ut- an útdrátt sem þeir hafa fengið í skóla. Þeir telja að Jesús og Guð séu góðir og sumir telja sig barnatrúarmenn. Kirkjan virð- ist meinlaus stofnun sem sér um áfanga í lífinu eins og skírn, stundum fermingu og brúð- kaup og oftast dauða. Þar kem- ur mesta áhrifavald hennar í ijós, því erfitt er að umflýja hana sem lík, því sjaldan er boðið upp á aðra kosti en útför í kirkju. Hver veit nema allt krosseríið geti leitt hinn heiðna eða trúlausa í kristið helvíti. Það er alvarlegt mál að ekki skuli vera boðnir fleiri kostir við brottför okkar úr þessum heimi án þess að stangast á við reglur. Ekki eru allir sem lenda í hamförum og öðrum hörmung- um ánægðir með að fá prestana yfir sig eins og hrægamma. Kirkjan hefur enn einkarétt á dauðanum. Flestir ísiendingar verða hissa á boðskap hvítasunnu- manna í skólum og messum þeirra Snorra og Gunnars. Málamyndakristnir eins og Davíð Þór og fleiri verða hlessa þegar hinir kristnu láta í sér heyra, predika grimman, af- brýðisaman og einráðan guð er boðar mönnum að ekki skuli aðra guði hafa. Þar kemur hin sanna kristni með sínar semi- tísku rætur í ljós; umburðar- lyndi og eingyðistrú fara ekki saman. Eingyðistrú á vart við í margbrotnu og sveigjanlegu samfélagi. En ekki er úr vegi að minna fólk á að kristni er upp- haflega hugsuð sem eitt af ein- gyðistrúarbrögðunum þremur. Eða var Jesús ekki guð sjálfur og því faðir sjálfs sín? Það tók margar aldir og kirkuþing að deila um skipan fjölskyldumála efra. Menn komust að misjafnri niðurstöðu og hafa stofnað óteljandi kirkjudeildir eftir því. Síðan bættu þeir við heilögum anda svo við fengjum til mála- mynda þríeinan guð samkvæmt hellenískri hefð, en sannleikur- inn var fundinn upp fyrir 2.000 árum og því á maður ekki að ómaka sig við að efast. Kristnin var í upphafi ákveðin á kirkju- þingum og miðaðist við að dómsdagur væri í nánd. Síðar vildi mótmælendakristnin hverfa beint til ritningarinnar. En ríkiskirkjan var og verður fulltrúi valdsins, andlegt andlit þess. Hún er pólitísk vegna þess að sögulega verður hún að standa með ríkisvaldinu. Auð- vitað á hún sér nokkuð glæp- samlega sögu þótt of langt væri gengið að leysa hana upp eins og Sovéska kommúnistaflokk- inn og Þýska nasistaflokkinn. Það hæfir kirkjustofnuninni vel að vinsælasti trúður hennar skuli vera einhvers konar íþróttalögga. Þrátt fyrir að þar geti verið innanborðs ágætis fólk, þótt prestar eigi að vera akademískt menntaðir og fæst- ir þeirra fórnarlömb fávisku innflutts siðar, eru þetta ein- faldir starfshagsmunir. Einnig eru einhverjir sem trúa þessu trúarbragðakerfi í raun en ekki af óskhyggju einni saman, en oft er það fólk sem lent hefur í vandræðum og er þá í minni sértrúarsöfnuðunum. En það eru fyrst og fremst menningarglæpir þessarar kirkjudeildar sem eiga þátt í bælingu og þrengslum samfé- lagsins í dag. Við siðaskiptin var þjóðin afvopnuð og niður- lægð. Svipt hluta af menningar- arfi sínum. Eins og kristnin kom siðbreytingin sem valdboð að ofan. Fyrsta andstaðan kom fram með galdrafárinu sem spratt upp úr siðbót og gagn- siðbót. Þá var virkilega vegið að hinum heiðna og mennska arfi, náttúrulegri trú og heims- mynd mannsins sem kaþólskan rann saman við að hluta með dýrlingum í stað guða. Þá voru hin fornu fræði, gömlu goðin og náttúrulegar langanir gerð að djöflum og djöfuilegu og synd- samlegu athæfi. Tengsl við jörð og tilveru rofin. Síðan kom Píetisminn, er reyndi að innleiða almenna uppfræðslu og fylgjast með fólki, sem er rótin að þeirri mengun hugans er kirkjan stundar ennþá í barnaskólum. Og kirkjan bannaði alla gleði og útrýmdi fornum og heiðnum hátíðum eins og jólagleði og annarri lífsgleði sem þjóðin hef- ur ekki enn jafnað sig á, þótt hinar fornu árstíðahringshátíð- ir séu að koma aftur, því ekki er hægt að útrýma huga mannsins sem hluta af náttúrunni. Þessi áhrif kirkjunnar á menningu okkar með tilheyr- andi vímuvanda og forræðis- hyggju, þessari mannúð mis- skilningsins sem lítur á mann- inn sem fávita, eru ennþá ríkj- andi á íslandi og fleiri Norður- iöndum. Það er þessi mengun hugarfarsins sem gert hefur mestan skaða. Svo ekki sé minnst á sektarkenndina og skömmina, erfðasyndina sjálfa. Iðjusemi, hófsemi og auðmýkt „Málamyndakristnir einsogDavíð Þórog fleiri verða hlessa þeg- ar hinir kristnu láta í sérheyra, predika grimman, afbrýðisam- an og einráðan guð er boðarmönnum að ekki skuli aðra guði hafa. “ sem haldið hafa þjóðinni í vinnuþrælkun, þrælsótta og hlýðni við yfirvöld. Enda er Kal- vín-, Lúter-, Píetismi og önnur mótmælendatrú með eftirliti með einstaklingum og sterku ríkisvaldi upphaf alræðis- hyggju 20. aldar. Efnishyggju- mórallinn með dýrkun á' eignar- rétti sem varð til þess að mót- mælendakristnir fyrirlitu og gengu hvað harðast fram í að útrýma N-Ameríkuindíánum er skildu ekki landeign. Þrátt fyrir allar hörmungarnar sunnar í álfunni runnu menning og trú indíánanna þar saman við kaj> ólska málamiðlun. Einn sann- leikur og eyðing annarrar menningar telst vart umburðar- lyndi. Ennþá eru kristniboðar að. Kirkjan er sprottin úr kven- fjandsamlegu umhverfi, þess vegna eru komnir kvenprestar með nornaguðfræði og gyðju- dýrkun sem er brandari út frá kristninni. Kaþólskan hefur þó Maríu mey og óteljandi kven- dýrlinga. Heiðnin hefur gyðjur og hofgyðjur. Ef kvenprestarnir væru ekki svo bældir ættu þeir að snúa sér þangað. Síðastliðið haust, er deilur stóðu yfir um hofbyggingu í Grindavík, ritaði guðfræðipró- fessor úr Háskólanum greinar í blöð. Þar áréttaði prófessorinn þann mun sem er á heiðnum og lúterskum sið, annarsvegar lífs- gleði, hinsvegar bölmóður. Enda er lúterska stofnunin löngu búin að útrýma allri dul- úð úr sínum húsum. Hann gat ekki sætt sig við að blót séu eða hafi verið mann- fagnaðir til forna. Trú, list og leikur hafa ætíð farið saman og til að mynda er ieiklistin talin eiga sér rætur og upphaf í heiðnum helgisiðum. Það þarf ekki annað en líta á Suður-Am- eríku, Austurlönd og hina nátt- úrutengdu og mystísku Austur- kirkju. Heiðnir menn á íslandi hafa hingað til forðast að deila opin- berlega við kirkjunnar menn, enda væri það eins og að sparka í liggjandi mann. Það má benda á að lútersk-evangelíska deildin er sértrúarsöfnuður um fjörutíu milljóna manna sem hefur mesta útbreiðslu í for- sjárhyggjusamfélögum Norður- Evrópu og Norður-Ameríku. Mikill hluti mannkyns ef ekki meirihluti telst fjölgyðistrúar og þá tel ég með hina hálf- heiðnu Suður-Ameríku. Við þurfum ekki að fara lengra en til Miðjarðarhafsbúa, sem aldrei hafa tekið siðfræð- ina alvarlega, þar sem samein- uð eru gleði og trúarathafnir. Það má t.d. nefna hinn árlega dýrlingadag á Spáni þar sem ævafornar helgiathafnir eru framkvæmdar. Þá eru líkneski borin um göturnar með skrúð- göngum, trumbuslætti og til- heyrandi veisluhöldum til morguns. Einn munurinn á kristni og heiðnum sið er um- burðarlyndi og heiðnir reyndu sjaldan að troða trú sinni unn á aðra, enda er trú persónuleg og í raun einkamál þótt þeir sem hafa svipuð lífsviðhorf vilji koma saman. Við þekkjum dæmi um að menn blótuðu ekki þótt illa færi fyrir þeim, en þá var ekki amast við trúleysi manna eins og seinna varð með trúarbragðastríðum og tilheyr- andi. Nú við aldariok eru teikn um að kristnin hopi. í forystu ein- gyðistrúarbragða sem berjast gegn umburðarlyndi og frelsi hugans verður Islam þar sem mótmælendur, með sína sterku sektarkennd og sjálfsásökun, vilja leysa vandamálin með því að flytja Þriðja heiminn til Vest- urlanda. Hin norður-evrópska kristni ve.rður fyrst til að hverfa, af þeirri einföldu ástæðu að fylgj- endur hennar hafa tekið þá ákvörðun að hætta að fjölga sér og deyja út hvort sem það er hér eða í Ameríku. Sú kristni í þriðja heiminum sem eitthvert lífsmark hefur er hvort sem er hálfheiðin. Vonandi tekur eitt- hvað betra við næsta árþús- undið. Af fyrrtöidu að dæma er því jafn fáránlegt að fæðast inn í lútersku þjóðkirkjuna eins og einn tiltekinn stjórnmálaflokk. Sambærilegt væri að fæðast inn í stærsta eða elsta stjórnmála- flokkinn. Við ríkiskirkju ríkir ekki trúfrelsi. Með kristnitökunni var stigið fyrsta skrefið til að svæfa land- vættir okkar og missa sjálf- stæðið. Að afnema þjóðartrúar- brögð hefur gert menningu þjóða illt. Þegar Þorgeir Ljós- vetningagoði lagðist undir feld og spurði goðin frétta virðast þau hafa tjáð honum að þau gætu lifað af þúsund ára hvíld. Islendingar hafa tvisvar skipt um sið á 500 ára fresti. Fyrir ut- an fjárhagsleg rök skattgreið- enda er því án alls gríns viðeig- andi að afmæli kristnitökunnar opinberu ‘99 eða 2000 verði minnst með því að afnema rík- iskirkiu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.