Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 6
6 F1MMTUDAGUR 23. NÓVEMBER1995 v Umdeildur dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum þar sem tveir Georgíumenn af togaranum Atlantic Princess voru sýknaðir af nauðgunarkæru. Framburður kvennanna tveggja sem kærðu var mjög ruglingslegur og rannsóknin öll hin torveldasta. Talið er að mun fleiri hafi verið að verki en kærðir voru. y Benti Konurnar sem hér um ræðir hittust á Hafnar- kránni í Hafnarstæti 15. júní. Þær könnuðust lítillega hvor við aðra. Hafði önnur konan, sem við skulum kalla Öldu, verið á kráarrápi sem endaði á Hafnarkránni. Hin konan, sem við skulum nefna Báru, var mætt á Hafnarkrána klukkan níu um kvöldið. Báðar sögðust þær á þessu tímabili hafa drukkið um fimm glös. Stöldruðu þær stöllur við á Hafnarkránni til lokunar. Eftir lokun fengu þær sér leigubíl og vildu halda fjörinu áram. Ekið var fyrst með þær í Ármúlann og síðan upp í Breiðholt til þess að kanna hvort sam- kvæmi væru á þessum stöð- um. Svo reyndist ekki vera. Báðu þær næst um að sér yrði ekið í Hafnarfjörð til barnsföð- ur Báru. Ekkert var þar um að vera. Stakk þá Bára upp á að farið yrði um borð í Atlantic Princess, sem lá í Hafnarfjarð- arhöfn, til að kaupa áfengi. Ók leigubifreiðarstjórinn þangað og var þá klukkan að nálgast tvö. Mun Alda ekki hafa viljað fara um borð í togarann en Bára fengið hana til þess með fortölum. Bára fór fyrst um borð en Alda nokkrum mínút- um síðar eftir að Bára kom til baka og sagði skipverjana vin- gjarnlega. Þegar um borð var komið var þeim boðið í káetu og í þær bornir ávextir, brauð og vodka — að þær töldu. Á meðan beið bílstjórinn fyrir ut- an, enda hafði Alda beðið hann að geyma veskið sitt á meðan hún skryppi um borð. Bílstjór- anum leiddist biðin og ákvað því að fara á lögreglustöðina í Hafnarfirði í þeim tilgangi að afhenda lögreglunni veskið. Þar var honum hins vegar ráð- lagt að fara aftur niður á höfn til að hitta konurnar. Þegar þangað var komið var klukkan að ganga fimm. Var þar stödd lögregiubifreið í eftirlitsferð. Hafði lögreglan séð konu á bryggjukantinum sem sýndi engin viðbrögð. Samkvæmt lýsingunni var það Bára. Ók lögreglubifreiðin þá þar að og sá samkvæmt lýsingu Öldu við landgang skipsins. Kvað annar lögreglumannanna Öldu snökt- andi en að mati hins lögreglu- mannsins hafði Bára í frammi venjulegt „ölvunarraus". Voru þær báðar mjög ölvaðar að mati lögregluþjónanna og sendu hvor annarri glósur og höfðu í frammi soraorðbragð. Samkvæmt vitnisburði lög- reglumannana — þrátt fyrir að kannast við að Bára hefði haft á orði við Öldu að hún hefði látið „ríða sér og raðnauðga" og að önnur hefði kallað hina mellu — báru konurnar ekki nein ytri merki þess að þeim á t TILBOÐ Skötuselur í humarsósu m/ kartöflum og hrásalati + súpa dagsins kr. 700 á rangan mann í sakbendingu ■■ Atburðirnir um borð í Atlantic Princess verða aldrei skýrðir til fullnustu. hefði verið misboðið, utan þess að á sokkabuxum annarr- ar var lykkjufall, og hvarflaði því ekki að þeim að um nauðg- un hefði verið að ræða. Þegar hér var komið sögu fékk Alda leyfi til að fara aftur um borð til að freista þess að finna veskið, sem hún taldi sig hafa týnt um borð. Þegar hún kemur niður aftur er leigubif- reiðarstjórinn kominn upp að skipshliðinni. Samkvæmt vitn- isburði bílstjórans voru báðar konurnar grátandi og sögðu þær frá því að sér hefði verið nauðgað. Hvor um sig talaði um að tveir menn hefðu verið að verki og skammaði Alda Báru fyrir að hafa dregið sig um borð í togarann. Sagði bíl- stjórinn Öldu hafa viljað kæra en Báru ekki hafa viljað standa í slíku. Framburður Öldu Þegar um borð var komið og inn í káetu segist Alda ásamt vinkonu sinni hafa sest til borðs með þremur skipverj- um. í vitnisburði sínum segist hún í upphafi hafa átt góða stund með félögunum, enda hafi þeir hvorki áreitt sig né hún orðið vör við átök. Boðið var upp á vodka og þáði hún það nema hvað henni fannst vodkinn sem henni var gefinn svo sterkur að hún gat ekki drukkið hann óblandaðan. Fékk hún sér því vatnsbland- aðan vodka. Eftir að hafa drukkið af því fór hana að svima og eftir nokkra stund kvaðst hún hafa orðið skrítin og máttlaus og svo steinrotast, eins og hún hefði fengið planka í höfuðið. Segist hún hafa vaknað við að einn mannanna þriggja, sem voru með henni í káet- unni, hafi setið klofvega ofan á henni og hafi hann greinilega verið að ljúka sér af, því hún var bæði með buxurnar niðri á lærum og vot að neðan og maðurinn ofan á henni buxna- laus og í skyrtu. Brá henni mik- ið, svo hún stökk upp og sparkaði með hnénu í magann á manninum. Hljóp hún þá strax út með buxurnar á hæl- unum og rakst á stóran slána, sem ku hafa kallað á eftir henni „no police“. Hélt hún svo niður landganginn. Þegar skýrslan hjá RLR var tekin kvaðst Alda hafa vaknað í sama klefa og veitingarnar voru reiddar fram í, en við skýrslutökunna fyrir dómi var hún hins végar ekki örugg um að hún hefði vaknað upp í sama klefa. Lýsti hún þar manninum sem nokkuð kraftalegum, þreknum á aldrinum 30 til 40 ára. Er hún skoðaði mynd- bandið með sakbendingu vin- konu sinnar, sem fram fór með dramatískum hætti við Hafnar- fjarðarhöfn eins og sýnt var í sumar, gat hún hins vegar ekki bent á neinn sem hún var viss um að væri þessi ákveðni mað- ur. Grunaði hana að fleiri af þeim, sem voru í klefanum, hefðu átt kynmök við sig. Sam- kvæmt lýsingu er hinn sem hún gat lýst einnig grannur vexti, ljós yfirlitum, á aldrinum 25 til 30 ára. Kallaði hún hann kokkinn. Við sakbendingu benti hún á mann sem hugsarn lega gæti verið „kokkurinn“. í sömu andrá taldi hún sig þekkja þann sem kallaði á eftir henni „no police“. Eins og fram kom hér að of- an gat hún einnig greint frá því þegar hún „missti haus og rot- aðist". Mar á höku gat hún hins vegar ekki sett í samband við það. Það er skemmst frá því að segja að ákærði í tilfelli Öldu var yfirheyrður hjá RLR í ág- úst. Þá lágu bráðabirgðaniður- stöður samanburðarrannsókn- arinnar fyrir á blóðsýni úr kærða og sæði sem fundist hafði í Öldu, og voru niður- stöður á þá leið að sæðið væri úr ákærða. Hann kvaðst hins vegar með öllu saklaus. Framburður Báru Lýsingar Báru voru hins veg- ar mun ítarlegri, enda var hún vakandi — að hún sagði í fyrstu — allan tímann um borð í skipinu. Líkt og Alda taldi hún þrjá menn hafa verið inni í ká- etunni. Kvað hún síðar þrjá skipverja hafa bæst við. Sagði hún þá alla hafa verið elsku- lega nema þann sem sat við hliðina á henni; hann hafði strax gerst ágengur. Eftir tvö glös snarkippti hún að sögn og varð máttlaus. Tók hún jafn- framt eftir því að vinkona hennar missti höfuðið fram á bringu. Skipti svo engum tog- um að sá, sem sýnt hafði henni ágengni í byrjun, hafi tekið hana og lagt hana harkalega á bekk sem þarna var. Segir hún manninn hafa rifið niður sokkabuxurnar en hún reynt að stöðva hann. Hafi hann svo haft við hana samfarir og hald- ið henni fastri á meðan en síð- an neytt hana til munnmaka, sem valdið hafi henni mikilli ógleði. Að samförunum lokn- um segir hún manninn hafa snúið sér við og kallað eitt- hvað upp. Birtist þá í dyra- gættinnni hávaxinn maður. Er hún var að girða sig segir hún þann mann hafa snúið sér fruntalega að henni og haft við sig mök í endaþarm. Gat hún hins vegar með látum losað sig og komið sér út úr káetunni. Fyrir utan káetuna sá hún fjóra menn. Komst hún þó niður á bryggju, settist á bryggjupolla þar sem hún segist hafa orðið full sektarkenndar og sam- viskubits yfir að hafa farið um borð í togarann og kennt sér um hvernig fór. Sem fyrr segir kom þá lög- reglubifreið aðvífandi. Ástæða þess, að hún sagði ekkert þá, segir hún að hafi verið að sig hafi skort kjark. Ástæða þess að hún reiddist Öldu segir hún taugaáfall sem hún hafi orðið fyrir af þessum atburðum. í skýrslu RLR lýsti Bára þeim tveimur sem hún taldi hafa nauðgað sér; þeim sem réðst á hana sem þreknum meðal- manni um fertugt en hinum sem hávöxnum og dökkum yf- irlitum með grásprengt hár, einnig um fertugt. Hún var þess fullviss að hún gæti þekkt þessa menn aftur ef með þyrfti vegna rannsóknarinnar. Við sakbendinguna var hún með það á hreinu hver væri fyrri maðurinn, en kvaðst 80% viss um hver hiqn væri. Báðir mennirnir ásamt þriðja manni — sem Bára taldi að gæti hafa verið líklegur seinni maðurinn — voru yfir- heyrðir hjá RLR sama dag og sakbendingin fór fram í Hafn- arfjarðarhöfn. Allir sögðust saklausir. Sex til sjö manns að verki Endanlegar niðurstöður DNA-rannsóknarinnar bentu hins vegar til þess að sex til sjö manns hefðu haft kynmök við Báru. Bar hún fyrir sig fyrir rétti að áhrifin af snöfsunum hefðu verið meiri en hún hafði áður skýrt frá; að vodkinn hefði ekkert verið venjulegur og að hún hefði misst meðvit- und undir lokin. Breyttist einnig framburður hennar varðandi meinta nauðgara frá því sem verið hafði og mundi hún ekki lengur hver hefði ráðist á sig upphaf- lega. Ekki vildi hún heldur taka fyrir það að þriðji maður hefði haft mök við sig í millitíðinni. Snemma í ágúst lá svo fyrir bráðabirgðaniðurstaða saman- burðarrannsóknar á blóði ákærða, eða þess sem Bára benti á að væri upphafsmaður- inn, og sæði sem fundist hafði á Báru og fatnaði hennar. Við yfirheyrslu kvaðst hann, Iíkt og aðrir skipverjar, saklaus. Hann hefði farið í togarann Atlantic Queen, sem lá við hliðina á prinsessunni, síðla dags og dvalið þar til miðnættis en far- ið svo um borð í Atlantic Princ- ess og farið beint að sofa. Hann hefði því ekki frétt fyrr en dag- inn eftir að konur hefðu verið um borð um nóttina. Tíu vitnum sem voru yfir- heyrð bar flestum saman um að konurnar hefðu verið í stuði en ekki getað sofnað ölvunar- svefni. Þá kom fram í fram- burði sama manns að sam- kvæmið hefði leyst upp af því að önnur konan hefði ekki fundið veskið sitt og haldið að einhverjir í áhöfninni hefðu tekið það. Niðurstaða Alls var blóð tekið úr 17 skip- verjum Atlantic Princess af Rannsóknarstofu í réttarlækn- isfræði. Ljóst var af þeim niður- stöðum að sæði Davids Kupra- va fannst í leggöngum Öldu en sæði Malkaz Nanava í leggöng- um Öldu. Með niðurstöðu DNA-rann- sóknarinnar þótti sannað svo óyggjandi væri, þrátt fyrir framburð ákærða, að Kuprava hefði haft samfarir við Öldu. Það réð hins vegar ekki úrslit- um, heldur framburður vitna og málsatvik. Var því David Kuprava sýknaður af náuðgun- arkærunni en hins vegar dæmdur til sex mánaða fanga- vistar fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína í kynferðislegum tilgangi. Samkvæmt læknisvottorði er talið mjög líklegt að Báru hafi verið þröngvað til samræðis. Þegar upp var staðið reyndist hins vegar sá, sem hún taldi hafa „nauðgað" sér, ekki sá hún benti á við sakbendingu. Niður- stöður DNA-rannsóknarinnar leiddu í ljós að maður að nafni Malkaz Nanava hefði haft kyn- mök við Báru um leggöng, en í réttarsal hafði hún bent á hann sem þann sem ráðist hefði aft- an að sér. í niðurstöðu dóms- ins þótti varhugavert miðað við hve óstöðugt vitnið var í framburði að sakfella hann. Var hann því sýknaður. Þess má geta að með ítar- legri rannsókn á lífssýnum sem fundust á og í kærendum og fatnaði þeirra tókst einungis að persónugreina þrjá af tíu mögulegum gerendum. Eins og áður kom fram var einungis tekið blóðsýni af 17 skipverjum prinsessunnar, en rétturinn áleit að það hefði varpað skýr- ari ljósi á málið í heild sinni, hefði verið tekið blóð úr öllum skipverjum togarans til DNA- rannsóknar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.