Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 4

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 ■■ [Yfirheyrsla • i kjölfar ónákvæmrar niöur- stööu íslensks DNA-prófs I nauögunarmáli var Friögeir Bjömsson. dómstjóri í Hér- aösdómi Reykjavíkur, spurður hvort bærinn væri kannski full- ur af rangt feöruöum börnum vegna ónákvæmra DNA-prófa? Ertu faðir barnsins þíns...? „Miðað við þetta misræmi í niðurstöðunum og meðan ekki fæst skýring á því virð- ist ekki vera hægt að sverja fyrir að ekki geti orðið mis- tök í þessum DNA-prófum. Miðað við það sem haldið var er óskiljanlegt að þetta geti gerst. í raun er þó ekki hægt að svara því fyrr en niðurstaða fæst um hvað olli mismun á niðurstöðum ís- lenska og norska prófsins í þessu tiltekna máli. Prófin hafa verið sögð 99 prósent örugg og á það hafa menn treyst hingað til. Nú þarf væntanlega að endurskoða það. DNA-próf eru hins vegar yfirleitt ekki eina sönnunar- gagnið, en í mörgum tiivikum geta þau haft úrslitaþýð- ingu.“ Hvað erum við að tala uni mörg börn þar sem faðemi er ákveðið með þessum hætti? „Því get ég ekki svarað, en árlega eru um það bil 7-9 barnsfaðernismál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er því mjög lág prósenta af faðerni barna sem er ákveðin með dómi.“ Hvemig stóð annars á því að íslenska DNA-prófinu f margumtöluðu nauðgunar- máli var hnekkt með norsku DNA-prófi? „Það er erfitt að segja. Mögu- lega getur verið um tvö mis- munandi sýni að ræða. Þar sem búið er að áfrýja um- ræddu máli til Hæstaréttar tel ég öruggt að norska nið- urstaðan verði lögð þar fram og dæmt verði í málinu í samræmi við þessi nýju gögn. Menn hljóta að reyna að grafast fyrir um það hvor rannsóknin er rétt.“ Ef niðurstaða íslenska DNA-prófsins verður dæmd ónákvœm breytir það þá ekki rekstri þessara mála? „Málsmeðferðin breytist í raun ekkert þótt prófið verði dæmt ógilt. Svona rannsókn- ir geta haft grundvallarjjýð- ingu varðandi sönnun. Sönn- unaraðstaða ákæruvaldsins breytist hins vegar. Þó koma yfirleitt til önnur sönnunar- gögn, þótt sönnunin verði erfiðari. DNA-próf hafa að- eins verið notuð hér á landi í um það bil 3-4 ár og eru nú orðin ráðandi í þessum mál- um. Áður þurftu menn að dæma í jæim þótt DNA-rann- sókn lægi ekki fyrir.“ í ijósi alls þessa er þá ekki erfitt fyrir íslenska menn að komast að því hvort þeir séu feður meintra bama sinna? „Nei, ég myndi nú ekki orða það svo. Til dæmis er hægt að styðjast við bióðpróf, þótt þau séu aðeins útilokandi en sanni ekki faðerni. Það fer að vísu allt eftir þeim sönnunar- gögnum sem lögð eru fram, en á þeim verður niðurstað- an að byggjast." - EBE Þórhallur Skúlason, einn framvarða íslenskrar danstónlistar, hefur gert samninga við Warner-Bros og á í viðræðum við Sony Súpermann áreiðhjóli * Islenskir tónlistarmenn halda áfram landvinningum sínum erlendis. Þór- hallur Skúlason, einn framvarða ís- lenskrar danstónlistar, hefur gert samn- inga við þýsk útgáfufyrirtæki auk þess að semja við hið risavaxna Warner Bros- fyrirtæki um kynningu á öllum afurðum sínum. Einnig á Þórhallur í samningavið- ræðum við Sony um útgáfu á poppplötu. Helgarpósturinn ræddi við Þórhall um þessa samninga og framtíðarhorfurnar. „Fyrsti samningurinn var gerður snemma síðasta sumar og er við fyrir- tækið Hearthouse sem er í eigu Svens Vath, en segja má að hann sé stærsti teknótónlistarmaðurinn á markaðnum og á hann þrjú plötufyrirtæki í Þýska- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum," seg- ir Þórhallur. „Nú í haust kom út singull með mér á vegum Hearthouse auk þess sem ég átti lag á safndiskinum Dark He- arts, en á honum eru margir af þeim al- stærstu í teknótónlistinni. Ég kynntist Váth og félaga hans Alexander Azary í fyrra þegar ég bjó í London og spilaði clálítið með þeim. í framhaldi af þeim kynnum gerði ég samning við Heart- house. Azary stofnaði síðar þrjú útgáfu- fyrirtæki, sem einbeita sér hvert að sínu sviði tónlistar; eitt að teknó, annað að house og hið þriðja að svokölluðu intell- igent teknói,“ segir Þórhallur. „ÖIl þessi fyrirtæki hafa mikinn áhuga á útgáfu ís- lenskrar danstónlistar og ég hef þegar gert samninga við þau um útgáfu á fjór- um singlum," segir Þórhallur. En Þórhallur hefur ekki eingöngu sinnt sínum eigin útgáfumálum erlendis. Hann er umboðsmaður nokkurra ís- lenskra félaga sinna og hefur komið á samningum fyrir þrjá þeirra, ísar Loga Amarsson, Sigurbjörn Þorgrímsson og Birgi Sigurðsson, við þýsku útgáfufyrir- tækin og samningar þremenninganna við Warner Bros eru í burðarliðnum. En stærsti og mikilvægasti samningurinn sem Þórhallur hefur gert er einmitt sá er hann gekk frá í sumar við Warner Bros. Samkvæmt samningnum, sem er til fjög- urra ára, er Warner svokallaður kynn- ingaraðili Þórhalls og mun sjá um alla kynningarstarfsemi tengda útgáfumál- um hans, auk þess að fjármagna að hluta gerð allra þeirra diska/platna sem út koma með Þórhalli burtséð frá því hvert útgáfufyrirtækið er. „Það má segja að kynningarfyrirtækið sé einskonar banki í þessu dæmi, hann lánar listamanninum; lætur hann hafa fyrirframgreiðslu, greiðir hluta útgáfu- kostnaðar hverrar plötu auk þess að sjá um auglýsingar. í staðinn fær kynningar- fyrirtækið höfundarlaun listamannsins þar til það hefur fengið útlagðan kostn- að sinn endurgreiddan og fær síðan fasta prósentu af höfundarlaununum eft- ir það,“ segir Þórhallur. „Vorið 1994 gaf ég út popplag sem heitir Snowprincess og Svala Björgvins syngur. Þjóðverjarnir hafa sýnt laginu mikinn áhuga og Sony hefur áhuga á að gefa út stóra plötu með popptónlist eftir mig. Þá yrði um að ræða svokallaða „- Chill out“- eða „ambient“-popptónlist, en það er svona tónlist sem virkar vel á alla og má eiginlega segja að sé umhverf- ispopp; sambland af tónlist allt frá sin- fóníum upp í nýjustu danstónlistina og allt þar á milli, — eins konar Súpermann á reiðhjóli. í mars næstkomandi geri ég væntanlega samning við Sony. Ég er þeg- ar búinn að ræða við þá um útgáfu á Snowprincess fyrir alþjóðamarkað og þeir vilja fá stóra plötu í kjölfarið. Um leið og endurhljóðblöndun á Snowprinc- ess er tilbúin fer þetta mál af stað,“ segir Þórhallur. „Verkefni næstu mánaða hjá mér er hins vegar að gefa út nokkrar plötur hjá áðurnefndum þýskum fyrir- tækjum og vera með á nokkrum safn- diskum þarlendum." „Þessi samningur við Warner Bros er skref fram á við á tónlistarbrautinni. Hann gerir mér kleift að sinna tónlistinni og hver útgáfa úr þessu hjálpar mér að ná hagstæðum samningum í framtíðinni þannig að ég geti gert það sem ég vil, en það er til að byrja með að færa mig úr teknóinu og búa til umhverfisvæna popptónlist. Ég stefni að því að gera tvær stórar poppplötur, en ætla síðan að færa mig aftur yfir í teknóið. Þetta er einmitt inntak underground-hreyfingar- innar; að laða að sér áheyrendur og taka Þórhallur Skúlason, einn af framvörðunt ís- lenskrar danstónlistar á erlendri grundu: „ís- lensk danstónlist býr yf- ir sérstökum töfrum og ég spái því að næsta ár verði ár íslenskrar danstónlistar.“ Mynd: Jim Smart þá síðan með sér í teknóið. Þetta er svip- að og Björk hefur gert. Hún gefur fyrst út skemmtilega poppplötu og tekur síðan áheyrendur með sér í meiri undergro- und-músík á þeirri næstu,“ segir Þórhall- ur. Þórhallur á tvö útgáfufyrirtæki hér heima, Code og Thule, það fyrrnefnda ásamt ísari félaga sínum. Hann segir að stóru útgáfufyrirtækin hérlendis hafi sýnt teknóinu lítinn áhuga fram að þessu en hefur þó óbilandi trú sjálfur á möguleikum þess. En hvernig er þessi áhugi á tónlist tilkominn og hvað hefur hann fengist við fram að þesssu? „Mamma var diskótekari og pabbi gít- arleikari og ég hef Jjannig tónlistina í blóðinu. Ég var í fyrsta diskótekara- klúbbi landsins, stundaði breikdans af kappi og hafði mikinn áhuga á danstón- list. Næsta skref var að spila sem disk- ótekari á skemmtistöðum bæjarins. Það kom hins vegar að því að mér nægði ekki lengur að spila bara tónlistina; ég vildi fara að búa hana til sjálfur. Og ég byrjaði í hljómsveitinni Ajax með Sigur- birni Þorgrímssyni. Við gáfum sjálfir út singul fyrir breskan markað árið 1991 og sú plata seldist í yfir 3.500 eintökum, sem þótti gott. Ég hef meðal annars end- urhljóðblandað fyrir Bubba Morthens, Todmobile og unnið músík með Björk. Ég stofnaði hljómsveitina Bubbleflies á sínum tíma en yfirgaf hana vegna þess að allt skipulag vantaði. Árið 1994 flutti ég til London og bjó þar í rúmt ár. Mér var misjafnlega tekið þar, en sú ferð skil- aði sér í því að ég kynntist miklu af fólki frá meginlandi Evrópu sem hafði áhuga á íslenskri danstónlist og það endaði, eins og ég sagði áðan, með plötusamn- ingum,“ segir Þórhallur. „Ég hef þó ekki alveg Iagt diskótekar- ann á hilluna því ég hef að undanförnu verið að spila bæði í Þýskalandi og Eng- landi í klúbbum sem taka allt upp undir fimm þúsund manns. Ég stefni að því að byggja upp íslenska danstónlist, styrkja hana og gefa út á er- lendri grund; það er alveg klárt mark- mið. Ég vil þakka Björk kærlega fyrir að hafa rutt veginn svona vel fyrir okkur hina, hún hefur kynnt íslenska danstón- list frábærlega vel erlendis. íslensk danstónlist er mjög sérstök og býr yfir einstökum töfrum sem virka mjög vel á aljóðlega danstónlistarmarkaðinn. Ég spái því að þetta ár verði ár íslenskrar danstónlistar," segir Þórhallur Skúlason. GAR Af sætu íhaldsstelpunum og menningarvinstrinu Eg hlaut ekki pólitískt uppeldi og til fimmtán ára aldurs var ég yfirhöfuð ekki þess meðvitaður, að nokkurt slíkt fyrirbæri sem „pólitík" væri til. Senni- lega var egósentrískt elsta barnið ein- faldlega of upptekið af sjálfu sér til að taka eftir slíku. Eitthvað rámar mig þó í að hafa stutt Guðlaug Þorvaldsson af ástríðu í forsetakosningunum 1980; ör- lagaárið þegar góðlega konan uppá horni varð að andsetinni norn, því nett- ur Vigdísar-límmiði sást í eldhúsglugga hennar. En svo varð ég fimmtán ára og innritaðist í hinn eðla Menntaskóla í Kópavogi. Valdhafar nemendafélagsins þá voru vaskir hægrimenn á borð við Jón Kristin Snæhólm, núverandi vara- bæjarfulltrúa í Kópavogi, Hauk Guð- mundsson, sem hafði metnað til vöru- bílaaksturs í Pakistan, og Hlyn Guðjóns- son, núverandi framkvæmdastjóra Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. MK var ákaflega pólitískur skóli á þessum árum og mikill hiti í skoðanaskiptum. Jón Kristinn og kó voru semsagt um það bil að útskrifast og sýnt þótti að næsta kyn- slóð, sem fól í sér gallharða vinstrimenn, myndi kúvenda skólanum frá hægri til vinstri. í þessum vinstriþenkjandi hópi voru kónar einsog Flosi Eiríksson, fyrr- verandi skrifstofustjóri Allaballa, Magn- ús Bollason altmuligmand og Hjörleifur Flnnsson, fyrrverandi Fylkingarforingi. Helgi Hjörvar, fyrrverandi formaður Verðandi, vomaði einnig kringum þessa klíku og eitthvað rakst maður á Eirík Þorláksson ljósvakavíking. Hinn fyrirsjá- anlegi valdmissir í MK þótti hægrimönn- um að vonum hörmulegar framtíðar- horfur og leituðu því arftaka af miklum móð. Eitt af skotmörkum leitarinnar var pjakkurinn sem hér párar og sameigin- lega nauðguðu fylkingarnar uppá mig pólitískri skitsófreníu. Annar Stefáninn fílaði þrælvel gorgeirinn í íhaldsmönn- um, sem alltaf voru að bjóða í búsuð partí með sætum stelpum og voru snið- ugir útyfir allan þjófabálk (Jón Kristinn kunni allan Sven Hazel utanað og sagði klámbrandara um Olav Palme). Hinn Stefáninn fylltist andakt yfir menningar- sinnuðu vinstrinu sem bauð uppá djass, blús, hálfþrítugt þungarokk, svart kaffi, Strindberg, Dostójefskí, Hemingway, film noir, viskí, rauðvín og rökkvað hús- næði skreytt snjáðum veggspjöldum af Che Guevara. Vitaskuld féll ég brátt kylliflatur fyrir vinstrimönnunum, en kleif þó aldrei hærra í metorðastiga hreyfingar þeirra en að mála veggspjöld XG sem prýddu Kópavogsbrúna. Ég kynntist nefnilega sniðugum strák í einu teitinu sem kynnti sig sem ..Magnús Áma Magnússon kærasta Asgerðar Júníusdóttur'' og hann plataði mig yfir til Alþýðuflokksins. (Vitaskuld gera alla- bailar og íhaldsmenn frá MK- árunum enn svekkelsiskennt grín að mér fyrir langdregið tvístigið.) I flokknum hans Jóns Baldvins hélt ég mig næstu árin og „starfaði ötullegaWPPSSigangi fjölda j)jóðþrifamála“; hæst ber sameiningu jafnaðarmanna, ályktun um Evrópusam- bandsaðild, nokkrar utanlandsferðir, kynni við dágóðan slatta af besta og versta fólki landsins og nokkrar ævin- týralegustu fylleríssyrpur sem ég hef upplifað. Uppúr tvítugsaldrinum þvæld- ist ég svo til starfa fyrir Alþýðublaðið og fann þar fjölina mína. Blaðamennskan og sjálf stjórnmálaþátttakan sáu innan skamms um að firra mig gjörsamlega öll- um persónulegum metnaði í stjórnmál- um, en áfram fylgdist ég þó af kappi sem innvígður áhorfandi með hræringum stjórnmálalitrófsins. Ég hef aldrei skilið málið öðruvísi en svo, að bæði á lands- vísu og á sveitarstjórnarstiginu færi fram heitfeng pólitísk hugsjónaumræða. Önnur skipan mála hlyti að vera í hæsta máta óeðlileg. Nú bregður hinsvegar svo við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir í Helgarpósti síðustu viku, að sér finnist „...dálítið leiðinlegt, að það er sjaldan tekist á í borgarstjórn um pólitísk stefnumið heldur einbeita menn sér að úrlausnum á sértækum vandamálum ... án þess að setja þau í víðtækt pólitískt samhengi. Þetta loðir við sveitarstjórn- arstigið í heild. Því er nú verr og miður að nöldur og nagg einkennir oft umræð- una í borgarstjórn og ljær henni leiðin- legan svip ... Ég sakna hinnar pólitísku umræðu [frá Alþingi] ákaflega“. Hvurs- lags borgarstjórn og -stjóri er þetta? Hvað er eiginlega að gerast með sveitar- stjórnarstigið? Eg er ekki tilbúinn að skrifa undir að svona hafi þessu verið háttað frá ómunatíð. Og maður skyldi ætla að sjálfur borgarstjórinn í Reykja- vík hefði barasta allt um það að segja á hvaða nótum pólitísk umræða fer fram í borgarstjórn; hvort hún dafnar og er fyrirferðarmikil eða hvort henni er hald- ið í lágmarki. í öllu falli verður óumflýj- anlega að gera þá kröfu til borgarstjór- ans, að hún taki sig nú saman í andlitinu og kippi þessu í liðinn. Hugsjónalaus borgarstjórn er einsog maðkaða mjölið sem Danir seldu okkur á uppsprengdum prís — eða bílastæðahús án bílastæða ef vill — því það er ein af dauðasyndum stjórnmálanna að bera á borð fyrir kjós- endur pólitískar umbúðir utanum gallað innihald. Nógu fjandi mikið borgar mað- ur nú fyrir þetta alltsaman...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.