Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996
tíma. Helgarpósturinn bað
Magnús að segja álit sitt á Guð-
rúnu:
„Ég hef ekki kynnst henni.
Einu sinni sat ég í sjö mínútur
andspænis henni í útvarpsvið-
tali. Þetta viðtal var tekið upp í
Ráðhúsinu, en hún fór eitthvað
að diskútera það hvort það
ætti að byggja Ráðhúsið, sem
þá var löngu búið og gert. En
ég þekki ekki þessa konu neitt
og það eru til konur sem ég hef
meiri áhuga á að kynnast,"
sagði Magnús Óskarsson.
Forsetaefnið
Þótt Guðrún Pétursdóttir sé
stórættuð, vel menntuð, gáf-
uð, skemmtileg og mikil bar-
áttukona er ekki þar með sagt
að hún sé sjálfkjörin sem for-
setaefni. Kolbrún Bergþórs-
dóttir, bókmenntafræðingur
og blaðamaður, er í þeim hópi
sem vinnur að framboði Guð-
rúnar. Af hverju vill hún Guð-
rúnu sem forseta?
„Mér finnst framboðsum-
ræðan síðustu vikur hafa ver-
ið fáránleg og opinbera hé-
gómaskap flestra sem í hlut
eiga og eiga ekkert erindi í
embættið, en þegar þessi
ákveðna kona á í hlut er ekki
hægt annað en tala um fram-
boð hennar af virðingu. Það
sama finnst mér reyndar eiga
við um gamian og kannski
væntanlegan andstæðing
hennar, Davíð Oddsson,"
sagði Kolbrún. „Guðrún er
stórvel gefin. Það er raunar oft
sagt um fólk af litlu tilefni að
það sé vel gefið og ekki alltaf
innstæða fyrir þeim orðum en
í þessu tilfelli á það fullkom-
inn rétt á sér. Guðrún hefur
frábæra kímnigáfu, er orð-
heppin og skemmtileg. Hún
hefur mikla útgeislun og per-
sónutöfra, sem ég held að
muni afla henni mikils fylgis
þegar hún er komin meira í
opinbera umræðu. Þá hefur
Guðrún mikla réttlætiskennd,
er mjög góður stílisti og ræð-
urnar sem kæmu frá Bessa-
stöðum yrðu ekkert hnoð.
Hún er föst fyrir og stendur
við sitt. Guðrún Pétursdóttir
yrði glæsilegur fulltrúi þjóðar-
innar á Bessastöðum og Ólaf-
ur Hannibalsson yrði sér-
kennileg og skemmtileg for-
setafrú," sagði Kolbrún Berg-
þórsdóttir.
Árni Þórðarson tannlæknir
er ekki að spara hrósið: „Guð-
rún er yndisleg manneskja og
skemmtilegasta kona sem ég
hef kynnst. Hún er hlý og laus
við allt sem heitir snobb. Hún
hefur svo mikla útgeislun að
hún sogar að sér vini. Sum
okkar sem þekkjum hana er-
um búin að hafa það í flimting-
um í ein átta ár að að Guðrún
ætti að verða forseti. Hún
mundi sóma sér vel á Bessa-
stöðum,“ sagði Árni.
Hilmar Foss telur það hafið
yfir allan efa að Guðrún sé
verðugt forsetaefni: „Hún er
ákaflega glaðlynd og skemmti-
Ieg, bráðgreind eins og hún á
ættir til og fljót og hnyttin í til-
svörum. Eg heyrði hana flytja
stórmerkan fyrirlestur í Laug-
arneskirkju fyrir áratug eða
meira þar sem hún talaði sem
líffræðingur um sársaukann,
en þarna var verið að ræða
vandamál þeirra sem eru sjúk-
ir. Þetta er eftirminnilegur fyr-
irlestur. Ég sé ekki betur en
þarna sé merkileg og ágæt
manneskja á ferðinni. Amma
hennar og alnafna, Guðrún
Pétursdóttir úr Engey, var
með sterkari persónuleikum
hér í bænum og það sama má
segja um barnabarnið," sagði
Hilmar Foss.
Áslaug Ragnars blaðamað-
ur vinnur að framboði Guð-
rúnar og hún var spurði hvers
vegna hún vildi Guðrúnu sem
forseta. „Vegna þess að Guð-
rún Pétursdóttir er að mínum
dómi best til þess fallin að
verða fremst meðal jafningja,
en slíkan þjóðhöfðingja tel ég
að íslendingar viiji nú fremur
en nokkru sinni á lýðveldis-
tímanum. Guðrún hefur til að
bera þá greind, góðvild,
menntun, réttlætiskennd, víð-
sýni og atorku sem þjóðhöfð-
ingi nútímans þarf að vera
gæddur, auk þess að hafa
næman skilning á fólki og
vera, ýkjulaust, skemmtileg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst. Svo spillir það ekki
fyrir að hún á vænan mann,
sem ég tel að mundi verða
henni ómetanlegur bakhjarl í
þessu embætti," sagði Áslaug.
Fágætur munadur
Það var nánast sama hvar
borið var niður við vinnslu
þessarar greinar. Hvarvetna
var Guðrún Pétursdóttir ausin
lofi. Margrét Thors, föður-
systir hennar, sagði Guðrúnu
ljóngáfaða konu í afskaplega
góðu jafnvægi. „Hún er hóf-
söm samkvæmismanneskja og
vel að sér á öllum sviðum.
Nei, nei. Guðrún var ekkert
ódæl í æsku. Mjög góð stúlka
og skemmtileg. Afar orðhepp-
in allt frá því hún byrjaði að
tala og á létt með að lífga upp
á tilveruna," sagði Margrét.
Einar Sveinsson Benedikts-
sonar, forstjóri Sjóvár, sagðist
ekki alltaf vera sammála Guð-
rúnu. „En hún er skýr og
skemmtileg manneskja og ég
hef afskaplega gaman af þess-
ari frænku minni,“ sagði Einar.
Kristín Ástgeirsdóttir sagði að
Guðrún væri af ‘68-kynslóð-
inni og mótuð af því. „Hún er
frjálslynd og opin, snögg upp
á lagið og fljót að svara fyrir
sig. Ég þekki enga vonda hlið
á henni,“ sagði Kristín.
Halldóra Thoroddsen
myndlistarkona er æskuvin-
kona Guðrúnar: „Aðalsmerki
Guðrúnar hefur alltaf verið
innbyggð réttlætiskennd og
góðvild. Hún er tilbúin að
leggja mikið á sig þegar henni
finnst brotið á fólki og lætur
sig það varða. Hún er svo mik-
il manneskja að þeir sem mega
síns lítils hafa gegnum árin
sogast að henni eins og fyrir
eðlisávísun. Þessu hef ég tekið
eftir. Hún Guðrún gerir afar
miklar kröfur til sjálfrar sín.
Hún er greind og víðsýn, opin
og forvitin í stöðugri þekking-
arleit. Þá er óupptalið skreyt-
ið: Hún er glitrandi fyndin, yf-
irleitt hrókur alls fagnaðar og
mikill veitandi á mannamót-
um. Guðrún er nefnilega fá-
gætur munaður," sagði Hall-
dóra Thoroddsen.
Kristín Björnsdóttir, lektor
við Háskóla íslands, sagði
Guðrúnu vera sérstaklega
skemmtilega og gáfaða. „Hún
er ákaflega lifandi, mjög vel
menntuð og afar góð í sam-
starfi. Guðrún hefur lengi unn-
ið námskrárvinnu og er mjög
úrræðagóð. Hún er bæði
áhugasöm fyrir hönd fræð-
anna og kennslunnar en ekki
síður fyrir hönd nemenda.
Mér finnst Guðrún hafa marga
þá eiginlega sem nýttust vel í
starfi forseta íslands," sagði
Kristín. Illugi á Flateyri sagðist
ekki hafa þekkt Guðrúnu nógu
lengi til að finna einhverja
galla á henni. „Hún er örugg
með sig en ekki montin. Ég hef
stundum glamrað á píanó og
þegar ég heimsæki þau hjón
kemur fyrir að ég spila og Guð-
rún syngur, en hún hefur sér-
stakt dálæti á Schubert. Þetta
er með skemmtilegustu heim-
ilum sem ég kem á,“ sagði
Illugi.
Ekki alþýðukona
Ýmsir sem Helgarpósturinn
hafði samband við báðust und-
an því að tjá sig um Guðrúnu
Pétursdóttur. Sumir sögðu að
það yrði túlkað sem stuðning-
ur við framboð hennar. Aðrir
sögðust ekki þekkja nógu vel
til hennar. „Eg kannast við
Guðrúnu og hennar fólk. Þetta
er eflaust hin vænsta mann-
eskja en hún lifir í þessum lok-
aða heimi Háskólans," sagði
einn. Annar taldi að það yrði
seint sagt um Guðrúnu að hún
væri alþýðukona, „en hún get-
ur ekkert að því gert hverra
ætta hún er“. Fleiri höfðu orð á
því að Guðrún væri nánast af
aðalsættum og vafamál að al-
menningur væri spenntur fyrir
framboði hennar. Kona sem
kvaðst þekkja Guðrúnu nokk-
uð vel var þeirrar skoðunar að
nú ætti að kjósa karlmann í
embætti forseta og því vildi
hún ekki ræða um Guðrúnu í
þessu samhengi. „En ég get að
minnsta kosti fullyrt að hún er
manni sínum til sóma,“ sagði
þessi kunningi Guðrúnar. Full-
orðinn karlmaður sagðist
þekkja Guðrúnu og allt hennar
fólk. „Pétur faðir hennar var al-
veg einstakur gleði- og
skemmtunarmaður og sannur
höfðingi. Þegar hann var
sendiherra í París átti hann
það til að líta inn á búllurnar
þar sem íslensku stúdentarnir
héldu sig og bjóða á iínuna.
Guðrún hefur erft marga bestu
kosti föður síns, en ég er ekki
tilbúinn að styðja Engeyjarætt-
ina til valda á Bessastöðum,“
sagði þessi maður.
Skautað um nótt
Að endingu flýtur hér stutt
saga af Guðrúnu Pétursdóttur
sem kom upp í huga Halldóru
Thoroddsen þegar hún var
beðin að rifja upp minnisstætt
atvik frá æskuárum þeirra vin-
kvenna.
„Þegar við vorum fimmtán
eða sextán ára man ég að Guð-
rún vakti mig eitt sinn upp
klukkan þrjú að nóttu. Þetta
var um hávetur, falleg vetrar-
nótt og tunglið óð í skýjum.
Guðrún var klædd skjólgóðri
yfirhöfn og í síðum kjól undir.
Hún hafði nestiskörfu með-
ferðis sem köflóttur dúkur var
breiddur yfir. Erindið var að fá
mig á skauta. Og við skautuð-
um á Tjörninni í glampandi
tunglskini þessa kyrru vetrar-
nótt. Þetta er mér ógleyman-
legt,“ sagði Halldóra.
Allmargir einstaklingar hafa verið nefndir til
sögunnar sem væntanlegir forsetaframbjóðendur.
Sæmundur Guðvinsson spáði í spilin og
heyrði ofan í kjósendur
••
nDavíðs
Af líklegum frambjóðendum til embættis forseta hefur Davíð
Oddsson forsætisráðherra lengst verið talinn líklegasti kandídat-
inn. Hann er raunar búinn að vera svo lengi líklegur að óþolinmæði
er farið að gæta í hans garð, bæði frá öðrum líklegum frambjóð-
endum og kjósendum. Davíð hefur varist fimlega öllum spurning-
um um hvort hann ætli í framboð eða ekki. Ýmsir eru þeirrar skoð-
unar að Davíð vilji fyrst sjá hverjir ákveða framboð áður en hann
taki af skarið. Hann muni ekki fara fram nema vera öruggur um sig-
ur. Fram til þessa hafa margir talið að Davíð ætti sigurinn vísan ef
hann vildi í slaginn, enda nýtur hann ótvfræðrar hylli meðal al-
mennings. Nú heyrast þær raddir hins vegar að áhugi á framboði
hans fari dvínandi meðal kjósenda eftir því sem þögn Davíðs verð-
ur lengri og segja má að þetta sé orðin ansi hávær þögn.
Steingrímur skiptir um skoðun
Á haustdögum var Steingrímur Hermannsson, seðlabankastjóri
og fyrrum forsætisráðherra, nefndur sem hugsanlegur forsetafram-
bjóðandi. I viðtölum við fjölmiðla á þeim tíma þvertók Steingrímur
fyrir að hann ætlaði í framboð. Nú er hins vegar komið annað hljóð
í strokkinn og hann segist tilbúinn að hugleiða framboð ef breið-
fylking myndaðist um hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem
Steingrímur skiptir um skoðun en „hann er vinsæll og veit af því“,
eins og Hallbjöm söng hér um árið. Steingrímur hefur látið hafa
eftir sér að hann telji ekki rétt að sami forseti sitji mjög lengi. Sjálf-
ur er hann kominn hátt á sjötugsaldur og því sæti hann vart lengur
en eitt kjörtímabil. Því gengur sú saga fjöllunum hærra að Davíð
Oddsson vilji fá Steingrím sem næsta forseta svo hann geti sjálfur
tekið við eftir fjögur ár. Steingrímur tekur því víðs fjarri að Davíð
hafi orðað framboð við sig og er nú lagstur undir feld meðan hann
bíður breiðfylkingarinnar.
Ellert í liðskönnun
Fyrir nokkrum dögum lýsti Ellert B. Schram, forseti ISÍ, því yfir
að hann væri alvarlega að íhuga framboð. Ellert hefur sagt að með
þessu vilji hann fá úr því skorið hvort framboð hans eigi hljóm-
grunn eða ekki. Hann vill að línur fari að skýrast í þessum fram-
boðsmálum og hefur lagt sitt af mörkum til að svo verði með yfir-
lýsingu sinni. Ellert hefur lengi verið þjóðkunnur maður og á vini
og kunningja út um allt þjóðfélagið. Hann sat á þingi á sínum tíma
fyrir Sjálfstæðisflokkinn en var þekktur fyrir að lúta ekki alltaf flokk-
saga. Hann gerðist ritstjóri Vísis og síðar DV eftir sameiningu síð-
degisblaðanna en lét af þvl starfi á síðasta ári. Ellert er maður á
besta aldri, hefur alla tíð verið mikill kapps- og félagsmálamaður og
átt mikil samskipti við aðrar þjóðir vegna starfa sinna sem formað-
ur KSl og svo sem forseti ÍSÍ. Búast má við að Ellert taki endanlega
ákvörðun innan skamms um hvort hann fer fram eða ekki.
Ólafur Ragnar volgur
Þeim orðrómi hefur verið flotað að fjöldi fólks úr ólíkum þjóðfé-
lagshópum hafi leitað eftir því við Ólaf Ragnar Grímsson að hann
gefi kost á sér til forsetakjörs. Sjálfur er Ólafur Ragnar sagður slá úr
og í þegar þetta mál ber á góma en margir telja hann ekki fráhverf-
an því að finna sér annan starfsvettvang en pólitíkina, ekki síst eftir
að hann hefur afsalað sér völdum í Alþýðubandalaginu. Hins vegar
er ekki þar með sagt að hann stefni á Bessastaði, en það er athygÞ
isvert að sjálfur hefur Ólafur Ragnar ekki tekið af skarið og lýst því
yfir að framboð sé ekki á dagskrá. Aftur á móti fer afskaplega lítið
fyrir þessum stóra stuðningsmannahóp sem hann er sagður eiga
og viðmælendur blaðsins töldu framboð hans ólíklegt.
Guðrún Agnarsdóttir tvístígur
Nafn Guðrúnar Agnarsdóttur læknis hefur verið lengi í umræð-
unni um forsetaframboð. Margir þeirra sem stóðu að framboði Vig-
dísar Flnnbogadóttur á sínum tíma leggja fast að Guðrúnu að gefa
kost á sér. Þar á meðal er amman í Grjótaþorpi, Laufey Jakobs-
dóttir, sem er sögð hafa fyrst stungið upp á Vigdísi. Ýmsir segja
hins vegar að það kunni að verða Guðrúnu fjötur um fót að henni
svipi í mörgu til Vigdísar. Almenningur hafi verið ánægður með
Vigdísi á forsetastól en það sé ekki þar með sagt að fólk vilji fá aðra
konu í embættið sem sé framlenging á Vigdísi. Margar kvenna-
listakonur eru sagðar hafa hallast að framboði Guðrúnar Agnars-
dóttur en horfi nú frekar í átt til nöfnu hennar Pétursdóttur. Guð-
rún hyggst taka ákvörðun um framboð eða ekki framboð á næst-
unni.
Skorað á Andra ísaksson
Það nýjasta í framboðsmálunum er að Helgarpóstinum barst til
eyma að nokkur hópur manna hefði skorað á Andra ískaksson sál-
fræðing að gefa kost á sér. Andri hefur lengi verið búsettur erlendis,
lengst af í París, þar sem hann starfar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Þessi frétt hefur ekki fengist staðfest, en meintir stuðnings-
menn hans eru sagðir vísa til þess að Andri er vel menntaður og
virtur maður sem hefur góð sambönd víða um heim. Vegna dvalar
sinnar erlendis er hann hins vegar lítt þekktur meðal þorra þjóðar-
innar og því óvíst hvaða undirtektir framboð hans fengi ef til þess
kæmi.
Fleiri nöfn: Pálmi, Ólafur Egilsson...
Meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar til forsetafram-
boðs eru séra Pálmi Matthíasson, Ólafur Egilsson sendiherra, Jón
Baldvin Hannibalsson og ennfremur eiginkona hans, Bryndís
Schram. Þeir Pálmi og Ólafur hafa ekki þvertekið fyrir framboð en
hins vegar eru engar líkur taldar á að Jón Baldvin sækist eftir emb-
ættinu. Bryndís hefur sagt að hún hafi ekki leitt hugann að fram-
boði. Að lokum má geta þess að samkvæmt núgildandi lögum um
forsetakjör þarf frambjóðandi ekki að fá hreinan meirihluta til að ná
kjöri. Bent hefur veriö á að ef fimm til sex verða í kjöri kann svo að