Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 11

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 11
RMMTUDAGUR18. JANÚAR 1995 11 Innantökur ríkiskirkju „íslendingar, sem fæstir hafa enn þann dag í dag al- mennilega gert sér grein fyrir umskiptunum sem urðu við siðaskiptin, telja að biskup iandsins hafi eitt- hvert vald. Eins og komið hefur berlega í ljós í deilum innan kirkjunnar á liðnum árum er hann meira til skrauts.“ Stöku sinnum hafa vand- ræðalegar deilur innan þjóðkirkjunnar íslensku fengið mig eins og aðra landsmenn til að staldra við og beina sjónum mínum að þeirri stofnun. Ég ku víst tilheyra þessari svo- kölluðu iútersk/evangelísku kirkjudeild, eins og rúm 90% íslendinga, og hef því áhuga á þessum klúbbi, rétt eins og ég hef áhuga á því sem er að ger- ast innan Alþýðuflokksins, þar sem ég er líka á félagaskrá. Ég hef meira að segja látið mig hafa það að mæta á einn al- mennan og fjölmennan safnað- arfund í sókninni og veit ekki til þess að það hafi verið haldnir fleiri slíkir þau tæp tuttugu og átta ár sem ég hef verið í tölu lifenda. Svo fer maður nokkrum sinnum á ári í kirkju: á jólum, páskum og til að vera viðstaddur brúðkaup og skírn vina sinna og ætt- ingja. Fermingar forðast ég hins vegar. Ýmis tilefni hafa verið til þessara deilna og væri of langt mál að rekja þær hér, en einn rauðan þráð má þó í þeim finna og það er að enginn veit hvar valdið innan kirkjunnar liggur. Og það sem verra er: þegar valdið innan kirkjunnar er farið á flakk, þá fjarar smám saman undan því sem má nefna markvissan tilgang hennar, því spurningunni um tilganginn getur nánast hver aðili innan hennar svarað fyrir sig. Togstreitan um valdið innan kirkjunnar er á milli eftirtal- inna: Ríkisvaldsins, biskups, presta, sóknarnefnda og al- mennra sóknarbarna. Einhvern tíma í fyrndinni sótti kirkjan myndugleik sinn til Guðs, skapara himins og jarðar. Innan hennar skapaðist afar skilvirkt hírarkí, sem var eitthvað á þessa leið: Guð, páf- inn, erkibiskupar, biskupar, prestar, múgurinn. Einhverjar millistéttir voru þarna á leið- inni, en í grófum dráttum var þetta svona. Þetta kerfi þótti svo til fyrirmyndar að stjórn- endur Norðurálfu tóku það upp í veraldlegum efnum einn- ig og nefndist það lénskerfi. Síðan komu brestir í innviði kirkjunnar og uppreisnar- prestar klufu sig út út kirkjulík- amanum og stofnuðu sínar eigin kirkjudeildir með full- tingi þýskra fursta, sem sáu sér leik á borði og gerðust við- líka klausturræningjar og frændur þeirra víkingarnir fá- einum öldum áður. Þeir sölsuðu undir sig eignir kirkj- unnar. Við þessi umskipti fór valdið í kirkjunni á flakk. Mótmæl- endur urðu ekki lengur hólpn- ir fyrir tilstilli Guðs þjóna, heldur réðu duttlungar al- mættisins því og þar misstu prestarnir drjúgan spón úr aski sínum. Urðu nánast venju- legir menn og máttu vera með kvenmönnum (í dag mega þeir meira að segja vera kven- menn). Losarabragur komst á trúmálin og mótmælendaþjóð- irnar einbeittu sér að verald- legum efnum um hríð. Þær gerðu iðnbyltingu og urðu rík- astar meðal þjóða í heimi hér ptjórnmál ' -1 Magnússon á skömmum tíma. Valdabarátta aðalsins á Norðurlöndum gerði það að verkum að íslendingar urðu í hópi þeirra þjóða sem gengu í sértrúarsöfnuð Marteins nokk- urs Lúters. Varð það til að herða tök erlendra konunga á landanum, þar eð kirkjan sú heyrði beint undir ríkisvaldið. Þessi skipan hefur haldist fram á þennan dag og nú er svo komið að málefni hennar eru geymd í skúffu í dóms- málaráðuneytinu. Sá sem nú fer með málefni kirkjunnar í ríkisstjórn íslands gegnir tveimur öðrum ráðherraemb- ættum og gengur vanalega undir því „virðulegasta“ og umfangsmesta: sjávarútvegs- ráðherra. Fá sóknarbörn í söfnuði Lúters á íslandi gera sér grein fyrir hlutverki þessa kirkjumálaráðuneytis, ef frá er talið að sjá til þess að fjármála- ráðuneytið greiði prestum landsins laun. íslendingar, sem fæstir hafa enn þann dag í dag almenni- lega gert sér grein fyrir um- skiptunum sem urðu við siða- skiptin, telja að biskup lands- ins hafi eitthvert vald. Eins og komið hefur berlega í ljós í deilum innan kirkjunnar á liðn- um árum er hann meira til skrauts. Prestastéttin virðist skiptast nokkurn veginn í tvennt. Ann- ars vegar eru þeir prestar sem eru hálfkatólskir og vilja halda í altarisgöngu, ritúal messunn- ar og fögur klæði, þrátt fyrir að þessir hlutir hafi enga merkingu í lúterstrúnni, þar sem menn verða hólpnir fyrir duttlunga almættisins, en ekki þegar þeir innbyrða líkama og blóð Jesú Krists. Þetta er ekki sagt þeim til háðungar, því efa- laust eru þeir einlægir í trú sinni og messugjörð. Hins veg- ar eru svo þeir prestar sem svíður að kirkjan virðist fara halloka í samkeppni við sin- fóníutónleikana og leikhúsin um „áhorfendur“. Þeir renna stoðum undir öfl- uga kirkjukóra og safnaðar- starf, sem miðast að því að fá menn til kirkju undir einhverju öðru yfirskini en að iðka trúar- líf, því þeir hafa áttað sig á að íslendingar þora ekki fyrir sitt litla líf að taka þátt í bæna- kvaki prestsins við guðsþjón- ustu og verða því að réttlæta kirkjusóknina fyrir náungan- um með því að „þar sé hægt að hlýða á svo fagra tónlist, það veiti svo mikinn frið“. Það versta er að það hefur ekkert með kristna trú að gera að klæða sig upp og dorma undir orgelspili og kórsöng. En prestarnir vona að guðsorðið síist að einhverju leyti inn í fjöldann milli „númera". Síðan eru það sóknarnefnd- irnar, sem hafa eðlilega fært sig sífellt meira upp á skaftið í kirkjustarfinu, því lýðræðis- samfélög dagsins í dag kenna að valdið eigi að koma frá fólk- inu en ekki Guði. Sóknarnefnd- irnar í stóru sóknunum á höf- uðborgarsvæðinu eru harði kjarninn í kringum félagsstarf- ið, orgelkaupin og kirkjukór- ana. Þetta fólk hefur hundruð milljóna á milli handanna, fé þeirra þúsunda sem ríkið læt- ur borga félagsgjöldin, og eyð- ir þeim í að byggja marmara- hallir, þar sem þeir fáu arki- tektar landsins, sem hafa vinnu, fá virkilega að gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn. Þeir þurfa einungis að gæta að því að kórsöngurinn njóti sín örugglega í rýminu. Það versta er að það, að byggja hús, hefur heldur ekk- ert með kristna trú að gera. Það musteri sem Kristur sagð- ist geta byggt á þremur dögum var innra með honum og kost- aði enga peninga. Þar brestur okkur dauðlega menn kjark- inn. Sumir halda því fram að kirkjan gegni samfélagslegu hlutverki á meðal okkar. Hún sé til staðar þegar eitthvað bjáti á í lífi okkar til að veita okkur styrk. Ég get ekki dæmt um hvernig því er háttað fyrir aðra og þá kannski sérstaklega í dreifðum byggðum þessa lands, heldur einungis vísað til eigin reynslu. Ég þekkti mann sem varð fyrir því óláni fyrir tæpum tuttugu árum að veikj- ast svo alvarlega, að hann var eftir það algerlega óstarfhæfur öryrki þar til hann andaðist, saddur lífdaga, í fyrrasumar. Hann gegndi ábyrgðarstöðu innan menntakerfis stórs út- hverfis höfuðborgarinnar, þannig að maður skyldi ætla að veikindi hans hefðu verið þeim kunn, sem létu sitt nán- asta samfélag sig einhverju varða. Og hve oft skyldi nú sóknar- presturinn hans blessaður hafa sótt heim þennan mann sern orðið hafði fyrir slíku áfalli með Guðsorð á vörunum til huggunar? Jú, rétt til get- ið... aldrei. Hann hefur líklega haft eitthvað þarfara fyrir stafni. Sóknin var jú að safna fyrir guðshúsi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjavík. Forsetaefni vikunnar Jóhannes Nordal Áfram heldur Helgarpósturinn að stytta þjóðinni biðina eftir líklegum forsetaframbjóðendum. Að þessu sinni stingum við upp á Jóhannesi Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóra, þrátt fyrir að hann sé nokkuð við aldur miðað við aðra hugsanlega frambjóð- endur (að vísu er Denni dæmalausi sömuleiðis tekinn að reskjast). Gáfu- maðurinn Jóhannes hefur allt til að bera sem prýða má einn forseta. Hann hefur strangt en þó milt og landsföður- legt fas og er jafnframt þrautreyndur baráttujaxl og samningajöfur sem læt- ur ekki vaða ofan í sig og hefur farið létt með að hafa vit fyrir misvitrum stjórnmálamönnum áratugum saman. Jóhannes er víðlesinn og víðförull heimsmaður og mikill menningarsinni, svo sem listasafn Seðlabankans ber augljóst merki um. Smekkmaður, Jó- hannes, og veisluvanur í þokkabót. Varðandi aldurinn má geta þess, að Ronald Reagan var á svipuðu reki þegar hann var í síðasta sinn kosinn forseti Bandaríkjanna. Þá er einnig kominn tími til að hin íslenska þjóð láti af klígjukenndri æskudýrkun, sem virðist hafa tröllriðið henni síðustu ár, og fari að bera virðingu fyrir sér eldra, viturra og reyndara fólki. ^Þingsmannsefni vikunnar Jóhann Sigurðarson ingmannsefni vikunn- ar er hinn margróm- aði stórleikari Jóhann Sigurðarson. Til að byrja með hefur Jóhann allt ytra atgervi til að skara fram úr meðal- mennskumoðinu á Al- þingi: Hann er óvenjulega hávaxinn og fjallmyndar- legur með glæsilega fram- komu og svo djúpa bassa- rödd að það bókstaflega korrar í þilveggjum og kvenhjörtum þar sem maðurinn mælir. Það sópar að Jóhanni og hvar sem hann kemur beinist athygli viðstaddra um- svifalaust að honum. Yfir honum hvílir síðan blær lífsreynslunnar og augna- ráð þess sem skilur, veit og hefur upplifað tímana tvenna. Leiklistin er vita- skuld stærsti plúsinn við Jóhann þrátt fyrir að koll- egar hans á borð við eðal- kratana Gunnar Eyjólfs- son og Amór Benónýs- son hafi svosem ekki riðið feitum hesti frá stjórnmálaþátttöku sinni. Vert er nefnilega að minn- ast frama Ragnars Am- alds, Þórhildar Þorleifs- dóttur og Vigdísar Finn- bogadóttur, sem öll hafa starfað innan leikhússins um langt árabil og tengsl- in við menningarmafíuna greinilega fráleitt orðið þeim til trafala — nema síður sé. „Leikhús fárán- leikans" og „Leikhúsið við Austurvöll“ eru viður- nefni sem hafa fest við Al- þingi íslendinga og þar væri Jóhann óumdeilan- lega á heimavelli, enda þaulvanur að bregða sér í allra kvikinda líki án þess að áhorfendur bjóði í grun hver hans raunveru- legri innri maður er. Og ekki skemmir fyrir hon- um reynslan af því að eiga við vanþakkláta leik- húsgesti, hálfbrjálaða leikstjóra og kvikindis- lega gagnrýnendur. Það er augljóst að þarna er á ferð efni í hinn fullkomna nútímastjórnmála- mann... Jón Stefánsson Organistinn vígfimi í Langholtskirkju sækir enn í sig veðrið og á eft- ir að drottna yfir og stjórna kór, kirkju og söfnuði um ókomna tíð. Það virðist ekki nokkur leið fyrir ósátta presta að hrista manninn af sér. Bretinn I DNA-málinu Eftir að hafa verið hald- ið í farbanni svo mánuð- um skiptir og dæmdur sekur fyrir nauðgun með stuðningi íslensks DNA-prófs komu Norð- menn Bretanum bjargar og iýstu íslenska prófið handónýtt. Emilíana Torrini Gyðjan íðilsnjalla sló í gegn í fyrra með Spoon og í Hárinu og einnig með sólóplötu. Hún byrjar 1996 með glans, brillerar nú í barnaóper- unni Hans og Grétu og skygggir á „gamla liðið“. Pálmi Mattliíasson Bústaðaklerkurinn er svo gott sem dottinn út úr umræðunni um næsta forseta, ein- hverra hluta vegna. Sennilega er íslensk þjóð of íhaldssöm til að kjósa „poppprest" sem æðsta gestgjafa sinn. Vigdís Finnbogadóttir Jafnvel heitustu stuðn- ingsmenn eru búnir að gefast upp við að peppa þjóðina upp í að krefj- ast þess að hún gefi áfram kost á sér. Vigdís virðist auk þess hafa meiri áhuga á þessari „margmiðlun". Steingrímur J. Sigfússon Það hefur einfaldlega hvorki heyrst né spurst til þessa fyrrverandi varaformanns Alþýðu- bandalagsins frá því hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Margréti Frí- mannsdóttur í for- mannskjöri.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.