Helgarpósturinn - 18.01.1996, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996
m ;ið
mmiy r ^ i SK k
Net-
lesbíur
Lesbíur þrífast, rífast og
velta sér uppúr kynhneigð
sinni á stjórnlausu og frelsis-
drifnu netinu sem hvergi ann-
arsstaðar og var reyndar al-
deilis tími tilkominn að þessir
eðlu minnimáttarhópar fyndu
sér vettvang við hæfi. Lítill
vandi er að gera sér í hugar-
lund hver sé orsökin fyrir
þessu blómaskeiði samkyn-
hneigðra á netinu með tilliti til
eðlisþátta þess. Ef við einbeit-
um okkur að heimasíðum
lesbía og samfélagi þeirra á
netinu og undanskiljum allar
ráðstefnurnar og fréttahópana
þá er heilan aragrúa safaríkra
tengla að finna og þessir eru
helstir (athugið að í þessari
stuttu upptalningu höfum við
ákveðið að telja með líka ein-
ungis-konur-tenglana):
„FemmeWorld“ á http://sol.
zynet.co.uk:8005/elektra/
femmeworld/ státar af ótrú-
legustu upplýsingum um
lesbískt líferni og sömuleiðis
lifandi vefspjallsherbergjum
og pökkuðum skilaboðabanka.
„Whistle Stop Café“ býður
uppá undarlegt kinkístöff að
hluta og meðal annars
lesbísku Barbí-myndirnar sem
trylltu forráðamenn Mattel-
leikfangafyrirtækisins útí hið
óendanlega fyrir skemmstu.
„La Femme" á http://www.
webcom.com/~femme/ stefn-
ir að háalvarlegri fræðslu á
sex stigum um menningarlega
endurvakningu og upplýsingu
lesbía. „Barbara Hammer’s
World“ á http://www.
echonyc.com/~lesbians/ er
heimasíða samnefndrar lesbíu
sem er ógurlega listtjáningar-
sinnuð og hvetur lesbíur allra
landa til að mæta á svæðið og
skapa sýndarveruleikatengda
sjálfsævisögu netlesbía heims-
ins. „The Girlie Network“ á
h ttp://mosa ic. ech onyc.
com/~dam/ er kynferðislega
opinskátt prógramm með stór-
fenglega hannaðri grafík og
lúmskt hroðalega skemmtileg-
um húmor. Lesbíur allra
landa, sameinumst! „Lesbian
Mailing List“ á http://www.
helsinki.fi/~kris~ntk/
lezlist/lezl.html er einsog
nafnið gefur til kynna saman-
safn af yfirgengilegum fjölda
póstlista um lesbíumálefni fyr-
ir þær ykkar sem eruð ein-
mana og fáið ónógan tölvu-
póst. „Bianca’s Smut Shack” á
http://bianca.com/shack/
index.html er heimasíða Bi-
öncu þessarar og fæst hún
með hálfsóðalegri bersögli við
kynlífið frá a til ö — lesbíska
er aðeins lítið brot af þeim
kynlegu málum sem þar eru á
borðinu. „Lesbian.Org” á
http://www. best. com/~a
goodloe/er heimasíða lesbíu-
drottningar netsins sem svar-
ar nafninu Amy Goodloe og
þetta er í rauninni staðurinn
sem lesbíur ættu að byrja á að
heimsækja á netsörfi sínu.
Amy er guð. „Dyke Street: A
Soap“ á http://www.
demon.co.uk/world/ukgay/
ukgOOOf.html er síðan sápu-
ópera sem hópur sniðugra
lesbía hefur sett saman og er
nú að sigla inní þriðja þátt
hvað úr hverju. Fullsértækt
fyrir smekk undirritaðs, en
ósköp væri gaman að lifa ef
allir kæmu sér upp sápuóperu
við sitt hæfi...
staffan*centrum.is
Fyrsti fjölmiðlaforsetinn?
Eg er eins og margir í byrjun
árs undir feldi að íhuga
hvað ég ætla að verða þegar ég
verð stór. Mmmm... forseta-
embættið er laust? Dálítið gal-
in hugmynd en samt eins og
klæðskerasniðin inn í mína
framtíðarsýn; útlönd, pening-
ar, virðing þjóðarinnar og vin-
sældir. Nei annars, ætli ég
haldi mig ekki áfram utan
sviðsljóssins og láti burðarbit-
um þjóðfélagsins eftir að
keppa um embætti forseta ís-
lands að þessu sinni. Ég hef
ykkur að segja hvorki aldur né
burði til og er efins um að það
breytist nokkuð úr þessu, það
er að segja hið síðarnefnda.
Láti maður sig samt ekki
dreyma nú verður það sjálf-
sagt aldrei. Af reynslunni að
dæma er líklegt að embættið
losni ekki næst fyrr en árið
2012, en þá verður Hafnar-
fjörður nú örugglega kominn
undir hraun.
Það breytir því samt ekki að
mér, líkt og mörgum öðrum
þegnum samfélagsins, er for-
setaembættið hugleikið. Svo
maður barasta buni því út úr
sér þá vil ég gjarnan hafa
næsta forseta Islands töfrandi,
heiðarlegan, greindan, vel máli
farinn, diplómatískan, lífs-
reyndan og menningarlega
þenkjandi. Ergo: manneskju
sem „getur byrjað strax“. Eða
því sem næst.
Einstaklingur sem getur léð
embættinu þá virðingu og vigt
sem til þarf er til þarna úti, á
því leikur enginn vafi hjá svo
vel gefinni og ættstórri þjóð.
Það sem ég óttast hins vegar á
sjónvarpsöld er að þjóðin beri
ekki gæfu til að hafa uppi á
þeim einstaklingi. Þá er hætt
við að jafn dýrt og veigamikið
embætti og forsetaembættið
verði einvörðungu góður skóli
fyrir efnilega.
Nú kann einhver að spyrja,
hvaða endemis röfl er þetta?
Áður en ég skýri það verð ég
að segja fáein fororð til að fyr-
irbyggja misskilning. Sjálf er ég
óttalegur poppari í mér; spil-
aði bítlana til að mynda öll jól-
Krydd
JU Guðrún
Kx>lst3ánsdóttir
in við góðar undir-
tektir! Þetta poppele-
ment í mér kemur þó
ekki í veg fyrir að ég
telji mig jxess um-
komna að frábiðja
þjóðinni „poppfor-
seta“. Þótt popp láti
oft vel í eyrum verð-
ur það sama ekki
sagt um orðskrípið
poppforseti (nema
bara svona til
skemmtunar), en
poppforseti er að
mínu viti sá sem fátt
hefur til brunns að
bera annað en flott
fjölmiðlafés og kann
að nýta sér það. Að
mínu mati er sjónvarp fyrst og
fremst skemmtilegur blekking-
armiðill; jafnvel fréttatímar
sjónvarpsstöðva eru lítið ann-
að en magnaðar fyrirsagnir
undir bumbuslætti. Þar að
auki ná sjónvarpsvélarnar
sjaldnast inn fyrir skrápinn á
fólki. Það er miklu fremur að
fólkið hafi tök á að nýta sjón-
varpið sér til framdráttar en að
sjónvarpið afhjúpi það. Það
liggur því í augum úti að sjón-
varpsímyndir gefa kolranga
mynd af fólki. Annars þekki ég
bæði dæmi þess
að blússandi per-
sónutöfrar nái ekki í gegnum
viðtækið og að persónutöfrar
verði hreinlega til á skjánum.
í fyrsta sinn í sögu lýðveldis-
ins eftir fjölmiðlabyltingu
standa íslendingar frammi fyrir
því að kjósa yfir sig forseta. Ég
er með öðrum orðum að benda
á að ef kjósendum tekst ekki að
sjá í gegnum blekkingarþoku
sjónvarpsins er hætt við því að
fyrsti fjölmiðlaforseti íslands
taki við völdum 1. ágúst.
[kaffihúsið
Súfistinn
Sælkerakaffihús
meðsál
Ilitlu húsi við Strandgötu í
Hafnarfirði er að finna eitt af
fáum kaffihúsum á landinu með
vínveitingaleyfi sem tekist hef-
ur að halda sig utan pöbba-
menningarinnar. Þar er engan
bjór að fá, aðeins áfenga drykki
sem renna ljúflega niður með
góðu kaffi. Það sem að auki
greinir Súfistann í Hafnarfirði
frá flestum öðrum kaffihúsum
er að þar er ekkert verksmiðju-
kaffi að finna; allar kaffitegundir
eru nýmalaðar úr nýbrenndum
kaffibaunum sem eigendur
hafa, eftir því sem HP kemst
næst, valið af svo mikilli natni
að fullyrt er að ekki svo mikið
sem ein misjöfn fái að fljóta
með. Súfistinn er að auki lítil
verslun þar sem hægt er að fá
nýmalað kaffi sem til er í þó
nokkuð mörgum tegundum
sem brenndar eru á staðnum
að hætti kaffimeistarans; teg-
undir eins og Guatemala, Cele-
bes, Vínarblanda, Mokka og
fleiri.
í þau skipti sem undirrituð
hefur sótt staðinn hafa alltaf
verið komnir nýir kaffidrykkir;
til dæmis fór að fást þar fyrir
nokkrum mánuðum bragðbætt
mjólkurkaffi eða það sem kallað
er café latte, sem er að mestum
hluta flóuð mjólk í bland við
bragðgott kaffi ásamt slettu af
sírópi. Það er einmitt sá kaffi-
drykkur sem fengið hefur jafn-
vel örgustu kaffiandstæðinga á
bragðið. Kaffið er borið fram í
risaílátum, sem minna fremur á
súpuskálar en bolla. Úrval
^ pirrlngur
Forsetaefni sem geta ekki
gert upp hug sinn. Það er al-
deilis kominn tími til að þessi
hugsanlegu efskoraðverö-
urámig/efbreiðsamstaðanæst-
forsetaefni geri upp hug sinn
og létti af þjóðinni óþörfum
vangaveltum. Þetta hangs er
vitaskuld hreinn aumingjaskap-
ur og veimiltítuháttur.
Leiðakerfi Strætisvagna
Reykjavíkur. Það er náttúr-
lega gjörsamlega óþolandi fyrir
sæmilega geðheilbrigða ein-
staklinga að tapa glórunni á
hverjum einasta morgni í
frústrerandi pælingum í hinu
óskiljanlega leiðakerfi SVR.
Stöð 2 er hætt að afrugla
ruglið. Hér áður fyrr mátti
næstum bóka það að Stöð 2
afruglaði ruglaða dagskrá sína
einu sinni í viku af ótilgreindum
ástæðum. Þessi blómatíð virð-
ist því miður á enda.
Mannshland í hvítri snjó-
föl. Það er óþolandi þegar
maður er á kvöldgöngutúr í
Vesturbænum og gengur fram
á frosið sprænerí á tilkomu-
miklum og hvítkölkuðum garð-
veggjum. Fyrir neðan eru svo
ógeðslegir hlandpollar.
Pizzu-tilboð sem standast
ekki. Hver hefur ekki lent í að
hringja og panta sér pizzu
samkvæmt skýrt afmörkuðu til-
boði, en fá svo svarið: „Nei,
þetta tilboð hefur verið fært yfir
á helgarnar og auk þess verð-
urðu að kaupa hvítlauksbrauð
og kók með svo það gildi.“
tvífarar
ágætlega girnilegs meðlætis
blasir einnig við í glerskáp við
kaffibarinn, til að mynda osta-
kökur og bökur, en jíað er svo-
sem lítt frábrugðið því sem fá
má á öðrum kaffihúsum í sama
klassa. í hádeginu á föstudög-
um var svo fyrir nokkru tekið
upp á að bjóða indverska
smárétti. Svo vel mæltust þeir
fyrir að nú er farið að selja þá í
hádeginu á hverjum degi.
Þá má geta þess að að
minnsta kosti síðast þegar
fréttist var hægt að fá á Súfist-
anum nýuppáhellt kaffi til að
taka með sér í einangruðum
gönguglösum. Það vonar mað-
ur svo sannarlega að sé siður
sem aðrir fari að taka sér til fyr-
irmyndar.
Húsnæðið er notalegt og
hæfilega stórt, og ef enginn
nennir að koma með manni á
Súfistann er óþarfi að vera
hnípinn og einmana í félags-
skap nýjustu dagblaðanna.
Niðurstaða: Hágæðakaffihús
sem mætti vera öðrum til eftir-
breytni.
Kollegarnir og kyntáknin
Jarvis Cocker í ensku ný-
bítlahljómsveitinni Pulp og
hinn ný-danski en þó rammís-
lenski Bjöm Jömndur Frið-
bjömsson eru nær óhugnan-
lega líkir. Ekki er þó vitað til að
Björn Jörundur sé enskættað-
ur eða Jarvis Cocker íslensk-
ættaður. Líkindi þeirra eru þó
þvílík að ættfræðingar ættu að
skoða málið nánar og athuga
hvort hér sé hreinlega ekki
skyldleiki á ferð. Báðir eru þeir
poppmenni mikil og búa yfir
hinu sjarmerandi, nýmóðins
vannæringar-“lúkki“ sem meyj-
arnar heillast nú svo ákaflega
af. Stíll í klæðaburði er einnig
sláandi svipaður og vandséð
hvor er hvað. Tónlistarlega
kveður einnig við svipaðan
tón, þótt Björn sé öllu fágaðri
en tvífarinn enski. Það væri
kannski ekki úr vegi að fá þá
kollega til að hittast og taka
lagið eða í öllu falli „grúva“ dá-
lítið. Rétt er þó að velta þeim
möguleika fyrir sér, að Björn
Jörundur hafi komið sér upp
alter-egóinu Jarvis Cocker til
að ná loksins að slá í gegn á er-
lendri grund. Að minnsta kosti
hefur lítið farið fyrir honum í
tónlistinni hér á heimavelli
upp á síðkastið.