Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 22

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR18. JANUAR1996 Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtakanna ‘78, í samtali við Helgarpóstinn um hvernig lífs- reynsla það er að vera „annars flokks þegn“. Hún kveður lögin ganga mjög skammt og aðeins vera fyrsta skrefið að fullum þegnrétti og auknum mannréttindum í samfélagi sem sé fordómafullt og oft skrambi erfitt: „Það er annars alvarlegt að ekki skuli vera fjallað um barnarétt og kirkjulega vígslu í lögunum. Mikið af samkynhneigðu fólki á börn sem það hefur skaffað sér á einhvern máta.“ Embættismenn segja eins og aular að við megum ekki eiga böm!“ Á undanförnum árum hefur réttindabarátta samkyn- hneigöra hlotiö aukinn hljómgrunn meöal almennings og yfirvalda. í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hefur ríkis- valdiö þannig viðurkennt vígða sambúö homma og lesbía. Slíkt fólk hefur því svipaða réttarstööu og hjón. í öörum vestrænum löndum hefur barátta samkyn- hneigöra skilaö sér í auknum rétti þeim til handa. Sam- kynhneigðir hafa þó þurft aö heyja langa og stranga bar- áttu viö yfirvöld til aö öðlast lágmarksréttindi. Til aö mynda leyfir ekkert ríki í Bandaríkjunum giftingar sam- kynhneigöra. Þéir sem vilja gifta sig þurfa aö búa sig undir nokkurra ára baráttu í réttarsölum. Réttindi eru þeim því ekki sjálfgefin. Hér á landi hefur þróunin ekki verið eins hröö og í flest- um Vesturlöndum. Ekki er langt síöan samkynhneigöir uröu að flýja land fyrir þaö eitt aö koma út úr skápnum. Fordómar og skilningsleysi gagnvart hommum og lesbí- um eru þó á undanhaldi, en þetta er samt réttindalaus hópur. Samkynhneigðir hafa því sett fram kröfu um lág- marksmannréttindi. Má þar nefna réttindi til aö ætt- leiða börn og búa saman í vígöri sambúö. Nú virðist vera aö rofa til í málefnum þeirra. Þaö er þó ekki víst aö allir sem aö málinu koma sam- þykki lögin. Þjóðkirkjan þarf aö taka ákveöna afstööu til málefna samkynhneigöra, en ekki er víst aö allir klerkar veröi á eitt sáttir þar um. Margir þeirra eru tregir til breytinga og bera fyrir sig orö Biblíunnar, sem fjallar á nokkrum stööum um samkynhneigð. í fyrsta Korintu- bréfi, kafla fimm, segir meöal annars: „En nú rita ég yð- ur, aö þér skulið engin mök eiga viö nokkurn þann, er nefnir sig bróöur, en er saurlífismaður, eöa ásælinn, eöa skurðgoðadýrkari, eöa lastmáll, eöa ofdrykkjumað- ur, eöa ræningi: slíkum manni skuluð þér jafnvel ekki samneyta." Um túlkun slíkra setninga deila kirkjunnar menn. Þrátt fyrir varnaðarorð Biblíunnar verður ekki litið fram- hjá samkynhneigðum, sem veröa æ sýnilegri í íslensku samfélagi og munu krefjast enn meiri réttinda á næstu árum. Isamræmi við ályktun Alþing- is í maí 1992 var skipuð nefnd sem fjallaði um laga- breytingar um að misrétti gagnvart samkynhneigðum hyrfi. Nefndin skilaði áliti sínu tæpu ári síðar og nú liggur fyr- ir umsögn um málið í dóms- málaráðuneytinu. Stefnt er að því að málið verði lagt fyrir sem frumvarp til laga um sam- búð samkynhneigðra á þessu þingi. Lög þessi eiga sennilega eftir að breyta miklu fyrir sam- kynhneigða, sem lengi hafa verið hornreka í þjóðfélaginu. Blaðamanni Helgarpóstsins fannst af þessu tilefni kjörið að hafa tal af Margréti Pálu Ólafs- dóttur, formanni Samtakanna ‘78, og grennslast fyrir um álit hennar á nýja lagafrumvarp- inu, afstöðu kirkjunnar og trú- arhópa til þeirra og hvernig það sé að vera „gay“ í íslensku samfélagi. Við mæltum okkur mót í íbúð hennar á Egilsgötu um nónbil á mánudegi, komum okkur þægilega fyrir í stofunni og ræddum málin. Allt breyttist á einni nóttu Hvað olli því að samkyn- hneigðir fóru að krefjast aukinna réttinda hér á ís- landi? „Samtökin ‘78 eru mjög ung samtök. Ég er til dæmis ekki nema fertug en hef lengi verið meðal þeirra elstu í samtökun- um. Þegar ég byrjaði að starfa innan samtakana skiptu rétt- indamál okkur litlu máli. Allir voru bara „glad to be gay“. Síð- an kom alnæmi til sögunnar og við urðum allt í einu dauðleg. Fjöldi vina minna hefur fengið þennan hræðilega sjúkdóm og þurft að leggjast inn á sjúkra- hús. Margir maka þeirra hafa átt í miklum erfiðleikum með að fá upplýsingar um líðan þeirra á sjúkrahúsum, því heil- brigðiskerfið viðurkennir ekki sambúð samkynhneigðra. Nú kárnaði gamanið og það rann upp fyrir okkur hve réttinda- laus við vorum. Réttindaleysið er einnig á fleiri sviðum. Ein- staklingur, sem að lokum miss- ir maka sinn eftir margra ára sambúð, getur til dæmis ekki gert neinar kröfur til eigna hins látna. Alnæmi hefur því haft gríðarleg áhrif á okkar samkynhneigða samfélag. Þetta er álíka og 40% allra karl- manna í Kópavoginum á aldr- inum 25-45 ára hefðu banvæn- an sjúkdóm.“ Hvaða réttindi öðluðust samkynhneigðir í Dan- mörku, Noregi og í Svíþjóð? „í þessum löndum voru sam- þykkt lög sem leyfa giftingu samkynhneigðra para. Skand- inavíska módelið veitir homm- um og lesbíum sama rétt og hjúskapur veitir gagnkyn- hneigðum. Þó eru nokkrar undantekningar í lögunum. Vígslan verður að vera borg- araleg athöfn. Kirkjuvígsla er ekki heimil á meðan aðrir þegnar ríkisins geta valið um borgaralega eða kirkjulega vígslu. Sameiginleg forsjá yfir börnum eða ættleiðingar eru heldur ekki leyfðar. Ágreining- ur er innan sænsku kirkjunnar um hvort veita skuli samkyn- hneigðum kirkjulega blessun. Sænska kirkjan komst hins vegar að ákveðinni málamiðl- un og nú er hommum og lesbí- um veitt nokkurs konar fyrir- bæn eða blessun. Það stendur til að setja skýrari reglur um slíka athöfn. Hún má víst ekki vera of lík almennri vígslu og ekki vera í opinberri athöfn. Allir prestar í Svíþjóð verða því að framkvæma þessa fyrir- bæn, burtséð frá sinni per- sónulegu skoðun. Ég tel þetta nú ekki mikinn sigur fyrir sam- kynhneigða þar í landi, því ég veit um ýmsa presta hér á landi sem væru tilbúnir að veita slíka blessun. íslendingar hafa dregið nokkuð lappirnar í þessum málum, en nú er unnið að lagafrumvarpi hjá dóms- málaráðuneytinu um hjúskap- arrétt sem tekur til allra þátta nema kirkjulegra brúðkaupa og ættleiðinga. Þessi tvö atriði ætla að verða síðustu vígin sem falla. Lögin verða því ákaf- lega lík skandinavísku lögun- um.“ Hafa þessi þrjú Norður- lönd gengið lengst fram í réttindum samkynhneigðra í heiminum? „Ríkisvaldið hefur sett regl- urnar á Norðurlöndum, en til dæmis í Hollandi er samsvist- arlöggjöf sem rúmar samkyn- hneigða og á Spáni hafa þeir sameiginlegan húsnæðisrétt og verið er að athuga mögu- leika samkynhneigðra til að ættleiða, þökk sé páfanum í Róm og engum getnaðarvörn- um.“ Loforð dómsmálaráðherra Verða íslensku lögin þá viðbót við hjúskaparlögin? „Nei, þetta verður sjálfstætt frumvarp með frekar einföldum og stuttum lagatexta. Það er áreiðanlega fullkomin sam- staða á Alþingi um þetta mál. Árið 1992 var lögð fram ályktun um að misrétti gagnvart sam- kynhneigðum hyrfi. Þetta var stór yfirlýsing fyrir réttlausan hóp og tillagan fór mótat- kvæðalaust í gegnum þingið. Ég hef því engar áhyggjur af að lögin verði ekki að veruleika. Sennilega munu ýmsir þing- menn telja að lögin gangi of skammt. Dómsmálaráðherra hefur reyndar lofað því að þessi lög verði tekin fyrir á þessu þingi.“ Málið hefur þó tekið nokk- uð langan tíma? „Ég veit nú ekki. Hér á landi eru samtökin okkar kennd við árið 1978, en það ár voru þau stofnuð. Ef við lítum til Dan- merkur þá eru samtökin þar kennd við árið 1948. Ég held við getum því ekki kvartað ef við lítum á hve stutt er síðan sam- kynhneigðir urðu sýnilegir í ís- lensku samfélagi. Skrifræðið hér á landi er hins vegar mjög seinvirkt og þreytandi. Við höf- um lögin frá Norðurlöndunum sem fyrirmynd en samt hefur ekkert gerst ennþá þrátt fyrir langa æfingu í að þýða skand- inavíska lagatexta.“ Líturðu á þetta lagafrum- varp sem meiriháttar sigur fyrir samkynhneigða hér á landi? „Þessi lög ganga mjög skammt og eru aðeins fyrsta skrefið að fullum þegnrétti og auknum mannréttindum í sam- félagi sem er fordómafullt og oft skrambi erfitt. Það er ann- ars alvarlegt að ekki skuli vera fjallað um barnarétt og kirkju- lega vígslu í lögunum. Mikið af samkynhneigðu fólki á börn sem það hefur skaffað sér á ein- hvern máta. Síðan segja emb- ættismenn eins og aular að við megum ekki eiga börn! Það felst því ákveðin þversögn í þessum lögum, sem gerir okkur að ann- ars flokks þegnum í samfélag- inu.“ En þessi lög eru nú stórt skref í átt að fullum þegn- rétti. Meira en það, þetta er risaskref. „Ég segi nú eins og ameríski geimfarinn Armstrong sem steig fyrstur á tunglið: Þetta er lítið skref fyrir einn mann, en risaskref fyrir mannkynið. Það sama er hægt að segja um þetta frumvarp, sem dómsmálaráð- herra mun án efa koma fram með á þessu þingi.“ Landið betur sett sem nýlenda Danaveldis Hafa samkynhneigð pör, sem láta pússa sig saman á

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.