Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 24

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Síða 24
FIMMTUDAGUR18. JANÚAR1996 24 Það vantar semsagt bassann í þetta verk „Það sem ég sakna frá þeim báðum er harmleikurinn bakvið aula- skapinn. Það getur þó vel verið að þar sé óhægt um vik. Það er; ef hann væri leiddur í ljós þávildi þjóðin kannski alls ekki horfa á leikinn og gengi þeirra Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar þar með lokið, farsæll frami á enda runninn.11 íslenska mafian Leikfélag Reykjavíkur Höfundar: Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson , ' Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Frumsýnt 28. desember í Borgarleikhúsinu Eftir að Halldór Laxness, Þórbergur, Jóhannes úr Kötlum, Snorri, Steinn og allir þeir stóru karlar luku sínu dagsverki hefur í raun verið beðið eftir bókmenntum á ís- landi. Þeir eru margir sem ekki hefur auðnast að taka fullt mark á neinu sem um vora daga hefur verið skrifað og kveðið, — litið á það í besta falli sem virðingarverðar til- raunir og þá einkum varðandi stíl og útlit en ekki innihald, en í versta falli sem framhleypni stráka sem sjálfir báru ekkert skyn á skáldskap og gátu því, án þess að fá vonda samvisku, sullað hverju sem var á blað, fjölfaldað og selt. Sagt er að fólk hafi keypt af gamalli tryggð við bókabúðirnar, úr því ekki var annað betra í boði. „Strákarnir úr Vogunum“ hafa Iegið undir þessu ámæli. Enginn hefur mér vitanlega sagt að Einar Kárason sé illa skrifandi og mætir menn bera lof á hans góðu frásagnargáfu. Það sem helst hefur verið að fundið er að söguefnin sjálf séu ómerkileg, það mannlíf sem hann lýsir ekki þess virði að um það sé fjallað. Grunur er um að ef honum liggi eitthvað mikið á hjarta þá skrifi hann sjaldnast um það en gutli þess í stað í yfirborði meinlausra og, ef til vill, sér lítt viðkom- andi hluta. Kjartan Ragnarsson hefur oftlega, bæði sem höfundur og leikstjóri, fengið sömu um- sögn. Sé svo, á það sér þá afar eðlilegu skýringu að í okkar samtíma er engin spurn eftir heitum, ástríðuþungum skáld- skap eða djúpum pælingum, líkt og var á tímum sjálfstæðis- baráttu og vonar um réttlátt þjóðfélag í landinu. Þeir svara því kalli tímans, enda eiga báð- ir góðu gengi að fagna. Leikurinn snýst um aulaskap í stórum sniðum. Heil fjöl- skylda, allt að því ætt eða „klan“ sem mest lifir á því að gramsa í bílapörtum og öðru rusii, þar sem eiginlega enginn hefur neinn alvöru vilja til eins eða neins, enga hugsjón, eng- an draum til að gera að veru- leika, — einungis einhverja frumstæða áráttu til að „setja í þann stóra“ og það sem fyrst. Enginn vinnur að því skipulega að verða eitthvað eða koma fótunum undir sig og sína en allir ímynda sér að þeir séu eitthvað (ekkert smátt), sam- kvæmt fyrirmyndum útklippt- um úr draumblöðum. Sá elsti er að reyna að vera einhvers konar Einar Ben og ætlar að græða formúur á gulli úr nám- um sem fyrir löngu er búið að sanna að ekkert er úr að hafa. Annar ætlar að slá alla út með einhvers konar Edisonsbrell- um; kaupir sjö hundruð þús- und silfruð jólatré, á Vellinum náttúrlega, eitthvað sem aðrir menn vilja ekki skítnýta, kaup- ir strandflak og bjargar því með sniðugri brellu en tapar öllum gróðanum út úr höndum sér fyrir aulaskap í samningum og fávíslega vongleði. Lendir svo á fylleríi. Þriðji þykist vera Rockefeller, bankastjóri og fé- bragðasnillingur, — stelur úr eigin hendi og lendir í steinin- um. Kona hans reynir að vera Marilyn Monroe, einnig eftir að hún er farin að skúra mennta- skólann. Frímerkja- sleikjari hjá lögregl- unni ímyndar sér að hann sé umgangsvin- ur dómsmálaráðherr- ans og gott ef ekki annað eintak af skáld- sagnapersónu, — Sherlock Holmes. Lendir svo í því að hálfdrepa mág sinn í yfirheyrslu, fyrir fá- visku og trúgirni sakir. Máttlaus dægurlaga- raulari og brennivíns- gutlari ímyndar sér að hann sé partur af glansveröldinni og eft- irlætisbarn ríkis- mannaliðsins eins og Frank Sinatra. Lendir svo í brennivíni. Bjarg- ast í bílpörtum. Og svo framvegis. Allir eru sí- fellt að þykjast í stað þess að vera. Allir eru sífellt að „lenda í“ klandri. Enginn af fólki leiksins stýrir vagni sínum í raun og veru. Það bara „lendir í“ þessu og lendir í hinu. Þannegin má segja að þetta sé raunsæ og sorgleg háðs- ádeila á íslensku þjóðina og það líf sem við höfum lifað að minnsta kosti tvær kynslóðir eftir að samstöðu um sjálfs- bjargarviðleitni íslenskra al- þýðumanna lauk og við tók að- skilin glýjuvon hvers og eins um að sleppa frá þessu og eignast þess í stað hlutdeild í hinum amríska draumi, heims- frægð í kvikmyndum og poppi, stóran lottóvinning eða skjót- tekin uppgrip norður í höfum. Frí og lúxus á sólarströndum. Yngri konur, betri bíla, eldra viskí, meiri peninga. Má þá ekki þar með segja að þeir félagar hafi dregið upp þá einu raunsönnu mynd af ís- lensku þjóðinni á okkar tímum sem hægt er að draga og, — einhver vill kaupa? Víst svo. Það sem ég sakna frá þeim báðum er harmleikurinn bak við aulaskapinn. Það getur þó vel verið að þar sé óhægt um vik. Það er; ef hann væri leidd- ur í ljós þá vildi þjóðin kannski alls ekki horfa á leikinn og gengi þeirra Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar þar með lokið, farsæll frami á enda runninn. Sterkur grunur leikur á að þjóðin ætli sér alls ekki að horfa framan í alvöru sinnar tilveru og hver sá höfundur, sem hefur í frammi minnstu til- burði til að sýna undir teppið í alvöru, verði að nafni sem ósjálfrátt er alltaf hlaupið yfir í listum útgefenda sem og jóla- gjafavali kaupenda. Það vantar semsagt bassann í þetta verk. Þess vegna verður hin mikla leikmynd, með öllum sínum keyrandi vélum, upps- töfluðum bílum og óteljandi ljóskösturum í lofti, einum um of. Efnið stendur ekki undir slíkum íburði. Það er þó ekki víst að þessi veikleiki liggi í verki höfundar- ins og ekki einu sinni í leik- stjórninni. Hann gæti legið í leikurunum og almennum mór- al, þeim sem ríkir jafnt í þjóðlíf- inu sem á æfingum leikflokks- ins. Almennri tilhneigingu til að snerta ekki það sem sárt er, — sniðganga harmleikinn. Það er „veto“. Eigin ritskoðun. Tveir leikarar í þessari sýningu bera þennan harmleik með sér: Árni Pétur Guð- jónsson og Pétur Ein- arsson. Sá fyrrnefndi af fullum þunga. Enda verður hann lang- áhugaverðastur að skoða og, — það sem einhverjum kynni að finnast öfugmæli en er það þó ekki; lang- hlægilegastur. Músík- antar þekkja þetta. Það verður ekkert úr hinni flögrandi melód- íu nema bassinn sé markviss, á sínum stað. En sem fyrr segir: Mórallinn er ekki upp á það að fjalla um slíka hluti. Menn kunna ekki að tala um þá og það verður svo miklu auðveldara bæði fyrir leikstjórann og Ieikarana, á æfing- um, að slá úr og í og skiptast á kerskni heldur en taka á sig kross alvörunnar og hætta á að verða ef til vill sjálf- ur hlægilegur fyrir. Þess vegna verða þeir leikarar sem það gera alítaf dálítið eins og ein- mana í hverri sýningu en líka þeim mun meiri aufúsugestir í hjartaleynum listunnandans. Dægurlagasöngvari Eggerts, sá sem stanslaust reynir að „smæla“ af sér allan vanda, er listaverk, — einkum í sínum mjúka, tregafulla og allt að því barnslega söng. Eggert ætti að rækta betur með sjálfum sér það sem þarna er að gægjast fram. Timburmannasenan er samt afleit. Óunnin og óhugs- uð. Þar skortir harmleikinn til að nokkurri fyndni verði náð. Nota bene: Allt var mjög fag- lega gert. Gott rustaleikrit um eintóma skíthæla „Tinna Gunnlaugsdóttir er í hjarta sínu alltof mjúk stelpa fyrir þennan ruddaskap ... Randver er líka handtakagóður leikari líkt og Pálmi og sannfærandi á sinn hátt... En það er Örn Árnason sem er maður vallarins íþessum leik.“ Leigjandinn Höfundur: Simon Burke Þýöandi: Hallgrímur H. Helgason Leikstjóri: Hallmar Sigurösson Leikmynd: Vignir Jóhannsson Lýsing: Jóhann Pálmason Frumsýnt í Þjóöteikhúsinu 13. janúar ýðingin vakti athygli mína. Eðlilegt mál, hugsað út frá eigindum og menningarstigi persónanna, orðaforði laus við fátækt án þess nokkurs staðar væri seilst um hurð til lokunn- ar. Hnyttin tilsvör. Leyfi mér þó að benda hinum unga joýð- anda á nokkrar gildrur sem hann á til að setja löppina í, — einmitt vegna þess að hann er greinilega vel viðmælandi um tungutak og ég held hann hafi alla burði til að sjá við tálsnör- um tískunnar. Það er einkum í sambandi við enskuslettur og mismun þann sem er á hugsun enskunnar og íslenskunnar. Orð eins og „fuck“ og „screw“ má bulla endalaust með á ensku, — núorðið. „Ríða“ er ekki þess háttar orð, síst í munni kvenna, enda þótt ís- lenskur nútími, í allri sinni uppgerðarkokhreysti, sé að burðast við að nota það á sama hátt. íslenskan er skálda- mál fremur en vísindamál og þar af leiðandi reikandi fremur en nákvæm í merkingu orða. Þar verður að beita ýmsum og mismunandi þýðingum á sama enska orðinu eftir atvikum. Má ég benda á litrík orðtök eins og „að draga upp á sig“, „keyra í klofgjána", „sulla í XXX“, „kraka í skolpleiðsluna11...? Af nógu er að taka. Það er vandi að klæmast fal- lega. „Að vera í djúpum skít“ virk- ar ekki heldur, alveg sama þótt við Hallgrímur H. Helgason höfum báðir, oft og einatt, heyrt fólk vera að rembast við að nota það. Það hefur falskan hljóm. Það er hreint og beint röklaust hugsað upp á ís- lensku. Skítur getur ekki verið djúpur. Kelda getur verið djúp. Og það er hægt að vera sokk- inn djúpt í skít. Sjálf málhugs- unin er með svona setningu „komin á kaf í skít“. Nú; þetta er rustaleikrit um eintóma skíthæla og ekkert nema gott um það að segja. Skíthælar, dópsalar, hórur og hallærislöggur eiga sinn rétt engu síður en aðrir vinnandi menn! Hallmar Sigurðsson, sá háttvísi sómamaður, hefur ábyggilega haft góða tilbreyt- ingu og heilsusamlega hollustu af að vera sparkað út í þetta drullubað. Guðbjörg Thorodd- sen, heiðurskvinnan, einnig. Það eru karlmannleg og föst tök á þessu öllu. Pálmi Gestsson hefði verið kallaður „handtakagóður" í minni sveit, þar sem fínt þykir að gera ekki of mikið úr hlutun- um. Það er „ekkert lítið“ sem eina leiksýningu munar um þann dúndrandi kraft sem af honum stendur í fossaföllum í allar áttir. Stefán Jónsson er fínn svona bakgrunnsleikari, eins og hann er oft notaður, og nettur senuþjófur svo sem hann á kyn til. En ég vil einfald- lega fá þann pilt í forgrunninn. Leggið eitthvað á hann. Sjáum til hvað hann þolir. Önnu Krístínu tekst þarna, sem oftast nú orðið, að espa upp forvitni áhorfandans fyrir leyndarmáli persónunnar sem hún leikur og að aðgreina hana frá þeim sem hún hefur áður skapað. Tinna Gunnlaugsdóttir er í hjarta sínu alltof mjúk stelpa fyrir þennan ruddaskap, en hún stendur sig eins og hetja. Sennilega þyrfti þessi stelpu- vesalingur í verkinu þó að vera miklu heimskari og vanmátt- ugri en Tinna getur nokkurn tíma gert sig til þess að maður gæti skilið hana fyllilega og haft samúð með henni. Sama má segja um Randvers mann. Enda þótt bæði virðist hafa yfir nægum klækjum að ráða, þá eru það ekki klækir sem stafa af vitsmunum og eða frjórri hugsun. Það eru vana- viðbrögð hórunnar/löggunnar við áreitum sem þau hafa oft lent í áður. Þetta á að vera þunnt fólk sem „lendir í“ þessu og „lendir í“ hinu fyrir duttl- unga atvikanna, en ræður sér ekki sjálft með eigin vitsmun- um. En Randver er líka hand- takagóður leikari líkt og Pálmi og sannfærandi á sinn hátt. Maður getur meira að segja trúað því að hann taki Pálma með annarri hendi og setji á hann armböndin, slagsmála- laust. En það er Öm Áraason sem er maður vallarins í þessum leik. „Fjandi er strákurinn góð- ur,“ sagði einhver. Lengra verður ekki jafnað. Samt leikur hann „ekki rétt“. Hann er, næsta víst, ekki eins og höf- undurinn hefur hugsað sér hann og þá fyrst og fremst of hallærislegur til þess að nokk- urs staðar í heiminum fyndist þess háttar skítapleis sem gæti trúað honum fyrir starfi lögreglumanns. Skítt með það. Þegar svo vel er leikið hættir maður að spyrja um rök. Feimnin fyrst og ofsinn undir lokin ganga upp. Einmitt þau óvæntu viðbrögð sem þó hefði mátt vænta. Þannig á alltaf að vera í spennusögum. Lokin, þegar Tinna snýr á Randver, eru hins vegar óprýði á sýningunni. Hefðu kannski gengið ef báðar per- sónurnar hefðu verið leiknar vitlausari, — ef Tinna hefði, eins og af eðlishvöt, slampast á þennan mótleik og heima- skítsmátað lögreglumanninn fyrir slembilukku. Það hefði verið sniðugt. En svona út- reiknuð klókindi virka ekki. Eins og ég segi: Væri þetta fólk svona skynsamt hefði það aldrei lent í þessu. Leikmyndin er annarleg, — truflandi á stundum, en sjálf form hennar, ávöl og hvöss til skiptis, bera í sér spennu- magnandi áhrif sem smjúga inn í áhorfandann bakdyra- megin við skilninginn. Skrýtnir hlutir á borð við drjúpandi vatn í ræsi og rautt klæði við ljós andspænis einhverju sem virðist ber steinsteypa og mótauppsláttur hafa sömu verkan — líkt og gáta, eða draugasaga. Sem sagt: Gott. Það er eitthvað við alla nú- tímaleikritun sem fær mér kenndar af ritskoðun. Eins og höfundana hafi alls ekki lang- að til að skrifa einmitt þetta leikrit. Eins og að baki búi fjötruð löngun til að skrifa eitt- hvað annað, — eitthvað sem er bannað, eða höfundarnir ímynda sér að þýðingarlaust sé að bera á borð fyrir mark- aðinn. Kannski er það líka svo; að menn séu í ofurkappi að tala um allt milli himins og jarðar, nema aðeins það eitt sem þá langar til að tala um. Og að við séum af sama ofur- kappi að hlusta á allt annað en það sem okkur langar til að heyra?

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.