Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 26
26 FlMIVnTJDAGUR 18. JANÚAR1996 Spjallað við Möggu og Nínu, vöðvastæltustu konur á íslandi Stelpur með krafta í kögelum „ Við viljum vera konur og undirstrika það. Við erum ekki að reyna að vera karlar. Mér finnst samt að vaxt- arrœktin megi ekki fara út í að vera nein fegurðar- samkeppni... Ég eralltafítoppformi. Alltaf„köttuð“, enda erég alltafað strippa fyrirfólk á árshátíðum og þorrablótum. Ég kem þá fram í bíkiníi eða á sexíund- irfötum og dansa erótíska dansa og leyfi karlmönnun- um að koma við vöðvana. “ Sviti og púl. Hnyklaðir vöðvar og speglar. Dans- tónlist. Þrekstigar og bekkpressur. Lóð á gólf- inu. Krúnurakaðir menn, síðhærðir menn. Feitir og horaðir, ungir og gamlir, allt niður í litla stráka. Mest ber á vöðva- mönnum, meðal annars er Magnús Ver kraftajöt- unn að Ijúka sínum æf- ingum. Það er hins vegar aðeins ein kona í salnum þegar við þijár komum inn, en viðmælendur mínir eru fvrrverandi og núverandi íslandsmeist- arar kvenna í vaxtar- rækt; Margrét Sigurðar- dóttir, sem er fyrrver- andi íslandsmeistari og starfar sem einkaþjálfari hjá Gym 80 en skúrar Grillhúsið við Tryggva- götu á nóttunni, og Nína Oskarsdóttir, sem fyrir tveimur mánuðum hreppti íslandsmeistara- titil í vaxtarrækt kvenna, en þann titil hafði Margrét hreppt alls sex sinnum. Hún var eiginlega orðin áskrifandi að titlinum," segir Nína, sem 33 ára gömul var að keppa á sínu fyrsta móti í vaxtarrækt. Hún starfar sem hárgreiðslukona á daginn. „Já, ég hef eiginlega verið einráð. Það voru töluvert margar stelpur þegar ég byrj- aði árið 1986 en þetta hefur dalað mikið, nema hvað það kom alger uppsveifla árið 1992 og þá kepptu átta stelpur um íslandsmeistaratitil kvenna,“ segir Margrét, sem er 29 ára gömul og heldur upp á tíu ára feril í vaxtarræktinni á þessu ári. „Ég tók þetta strax mjög al- varlega og var í einkaþjálfun fyrstu þrjá mánuðina, en þá fann ég strax fyrir árangri. Að- ur fyrr hafði ég stundað alls kyns bolta- og hópíþróttir, var til dæmis í fótbolta í mörg ár.“ „Ég æfði kraftlyftingar í mörg ár,“ segir Nína, sem reyndar er systir Skúla Óskarssonar kraft- Iyftingamanns. „Já, hún á marga meistara- titla frá þeim árum,“ segir Margrét. Ég og Nína og vio Magga Við sitjum frammi á gangi í líkamsræktarstöðinni Gym 80, sem Jón Páll Sigmarsson heit- inn átti og rak meðan hann lifði. Það eru gífurlega margir að æfa þennan eftirmiðdag og hvert einasta tæki í salnum svo að segja upptekið. Konan sem hafði verið að æfa ásamt karlahópnum gengur fram og kastar kveðju á Margréti og Nínu áður en hún fer upp í sturtuklefana. „Þetta eru eiginlega bara ég og Nína,“ segir Margrét þegar ég spyr um vaxtarræktarkonur á Islandi. „Já, það má segja það. Þetta eru ég og Magga," segir Nína. Þið hljótið þá að vera vin- konur. „Nei, við erum engar vinkon- ur,“ segir Margrét. „En alls engar óvinkonur," bætir Nína við. „Ætli við séum ekki svona ágætis kunningjar," segir Margrét og þær sættast á það. „Ég vil endilega hvetja konur til að fara út í vaxtarrækt. Þetta er mjög skemmtilegt ef maður gefur sig í það og auk þess mjög hollt fyrir konur á öllum aldri,“ segir Nína. „Það hefur verið talað um það með eldri konur að æfingarnar hamli gegn beinþynningu og ýmsum öðrum öldrunarkvill- um.“ „Já, við viljum fá mömmur og ömmur og langömmur í ræktina," segir Margrét. „Já, bara umfram allt fleiri konur, en þær þurfa að hafa áhuga og getu til að leggja eitt- hvað á sig,“ segir Nína. „Það er meira um vert en hvort þær eiga börn eða eru með fyrir- tæki og karl. Það geta þetta all- ir sem vilja.“ „Ekki segir Hrafnhildur Val- björnsdóttir það,“ segir Margrét. „Hún sagði þegar ég varði titilinn 1994 að fólk ynni svo mikið í dag að það næði ekki árangri nema nota lyf. Með þessu niðurlægði hún vaxtarræktina gersamlega og ég mátti búa við það að vera stimpluð einhver steraæta af því að ég er dimmrödduð. Mér brá að sjá hana í dómnefndinni núna og finnst að hún hefði bara átt að láta það eiga sig að sitja þar, fyrst hún þolir ekki betur að vera sjálf orðin eldri og slappari og þarf að for- dæma allt vaxtarræktarfólk.“ „Þegar ég er spurð út í þessa stera, þá sný ég því bara upp í brandara og segist éta þá eins og smarties á morgnana,“ segir Nína. Hjartad stækkar, harvöxtur eykst og kynfærin aflagast „Almenningur horfir á okkur tvær, vöðvastæltustu konur á íslandi, og hugsar: Þær eru ör- ugglega á sterum!“ segir Margrét. „Við þurfum enga stera, við höfum Twinlab-vörurnar,“ seg- ir Nína. „Mörg þessi efni, eins og til dæmis kreatínið, eru næsti bær við stera hvað áhrif- in á líkamann varðar. Þú þyrft- ir að borða fimm kíló af nauta- kjöti á dag til að fá sama magn af bætiefnum og er í einum dagskammti af kreatíni.“ „Ég drekk líka mikið af fjör- mjólk og próteindrykkjum og amínósýrum," segir Margrét. „Ég geri þetta ekki,“ segir Nína. „Ég vil ekki fitna of mikið, en fólk sem æfir mikið þarf auðvitað meira af þessum efn- um. Annars á þessi steraum- ræða ekki bara við um vaxtar- rækt og lyftingar. Konur nota stera í mörgum öðrum íþrótta- greinum. En við að skoða þessi útlensku blöð, þar sem þetta eru raunverulega konur með karlmannslíkama, þá sér hver maður að þarna kemur eitt- hvað annað til en æfingar og mataræði. — Við myndum náttúrulega heldur ekkert segja frá því ef við notuðum stera.“ „Þær eru kannski á svona sterku Magnamíni!“ segir Margrét. „Ég þyrfti að hakka í mig stera á hverjum morgni til að líkjast þeim. En þetta er stórhættulegt. Hjartað stækk- ar og hárvöxtur eykst alls stað- ar á líkamanum. Brjóstin aflag- ast og kynfærin breytast, — það liggur við að konur fái lítil tippi. Nei, það eru ýkjur. En fólk verður skapvont og leiðin- legt af sterum, hver heldurðu líka að vilji vera svona viðrini?" „Þær eru nú flottar margar hverjar, en þetta er fullmikið fyrir minn smekk,“ segir Nína. Ef það væri hægt að líta svona út á sviðinu, en færast í eðli- legt horf aftur eftir sýningar, væri þetta hið besta mál.“ „Linda Murray er sú alflott-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.