Helgarpósturinn - 18.01.1996, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR1S. JANÚAR 1996
K.. 31
V
Karlmennskupróf Helgarpóstsins
tæki vikunnar
Judge Dredd og Siv
Friðleifs á „Zodia“
Ólíkt öðrum alþjóðlegum bíla-
sýningum er Tókýó-sýningin
með sérstakt og vel afmarkað
svæði tileinkað þarlendum
mótorhjólaiðnaði (sem virðist
reyndar í bráðri tilvistar-
kreppu ef eitthvað er að marka
það sem sýnt var núna í
haust). Tæki vikunnar er flagg-
hjól Honda-risans sem nefnist
Zodia og státar af tvöfaldri 1,5
lítra V-vél (tvöfaldri?). Zodia
lítur helst út fyrir að vera far-
artæki einhvers sem komst lífs
af úr Judge Dredd-katastróf-
unni og er einkennilegt sam-
bland af fortíðar- og framtíðar-
sýn, þar sem það minnir óneit-
anlega á gömlu góðu
„chopper“-ana. Það væri ekki
amalegt að krúsa á þessu trylli-
tæki niður Laugaveginn og
Bankastrætið á góðviðrisdegi,
beygja til vinstri út Lækjargöt-
una og síðan inn í Pósthús-
stræti, framhjá Café París og
beibunum ómissandi á gang-
stéttinni. Það er jafnframt aug-
ljóst mál að ekki aðeins myndu
beibin snarsnúa sér í sætunum
til að dást að stykkinu og öku-
manni þess heldur myndu
Sniglarnir (sem gert hafa kaffi-
húsið að félagsmiðstöð sinni)
líka stökkva upp til handa og
fóta og hálfskammast sín fyrir
„druslurnar", sem eftir fram-
hjáreið Zodia teljast þar með
lýta Austurvöllinn. Ingólfstorg
og Alþingishúsið væru „möst-
stopp“ fyrir Zodia-manninn,
því þetta er örugglega hjólið
sem þingmennin Ami John-
sen og Siv Friðleifsdóttir ættu
að fjárfesta í fyrir næstu kosn-
ingar. Og gamli mótorhjóla-
kappinn Matthías Bjarnason
væri náttúrlega fullsæmdur af
einu slíku — hann og Sylvester
| líkamstjáníng
Í4ð skekja
sig við barinn
Það er ekki þrautalaust að
finna réttu stellingarnar til að
setja sig í þegar maður lendir í
þeirri óhæfu að finna ekki sæti
á þéttskipaðri krá: Hinrik Frið-
leifsson málari mætti þannig
eitt sinn á veitingahúsið „22“
undir miðnætti til að skella í
sig Tuborgkollu eða tveimur í
góðra vina fastakúnnahópi, en
fann hvergi sæti og stóð því
vandræðalega upp við barinn.
Fljótlega kom upp að barnum
svírabreitt svaðamenni, tók
sér fasta stöðu við hlið Hinriks
og pantaði tvöfaldan brennivín
í vatni. Hinrik tók fljótlega eftir
því að sjóarinn steig ölduna
allsvakalega og ruggaði í
margra gráðu horn, frá hægri
til vinstri. Auðvitað hlaut að
fara svo að Hinriki leiddist
þessi fleygiferð á heljarmenn-
inu og hann hvæsti loks á
hann: „Hvað er eiginlega að
þér maður, geturðu ekki staðið
kyrr í eina sekúndu?" — „Nei,
því miður,“ útskýrði hinn góð-
látlegum bassarómi: „Eg hef
verið stýrimaður hjá Samherja
í hartnær tíu ár og hreyfing
hafsins hefur einhvern veginn
smitað út frá sér og ég er með
ölduganginn í blóðinu." Hinriki
þótti þetta að vonum af-
spyrnuslæm afsökun fyrir
hamaganginum og hreytti út
úr sér á móti: „Hvurslags aum-
ingjans fyrirsláttur er þetta?
Ég hef feðrað fjórtán börn,“ og
hér tók Hinrik að skaka
mjöðmunum harðneskjulega
fram og aftur, „og ekki læt ég
svona eins og vitleysingur!"
Er íhaldsmaöurinn Gísli Marteinn Baldursson meiri karlmaöur en allaballinn Flosi Eiríksson?
Karlmennska og almennur stráksskapur
hafa átt verulega undir högg að sækja á of-
anverðri tuttugustu öld með frjálsurn ást-
um, mjúka manninum, kvenréttindabaráttu
og öðru slíku ekkisens bulli. Það er vita-
skuld ekki nema von að menn týni eðlis-
lægu karlmennskusjálfínu í öllu því flóði
ókynlægrar hugsunar sem nú tröllríður
vestrænum heimi, illu heilli. Eiríkur Berg-
mann Einarsson kemur í þessari viku karl-
mennskunni til varnar og leggur fyrir karl-
kyns lesendur úthugsað próf eitt feiknamik-
ið að vöxtum svo menn fái sannreynt karl-
mennsku sína. Tilraunadýrin tvö sem etja
kappi að þessu sinni — öðrum lesendum til
viðmiðunar — eru (allaballinn, spurninga-
keppnagúrúinn og smiðurinn) Flosi Eiríks-
son og (einn af æðstuprestum stuttbuxna-
deildar íhaldsins og stúdentapólitíkusinn)
Gísli Marteinn Baldursson.
Stuttbuxnadeildin
1. Hefur þú einhvern tímann notiö ásta á fjöllum?
2. Er salat bara eitthvaö fyrir stelpur?
3. Geturöu skutlað vindlingi úr mittishæð upp í munn?
4. Hefuröu átt viö íþróttameiösli aö striöa?
5. Hefurðu leikið hættuspil á mótorhjóli?
6. Mundirðu stinga þér út í straumharða á til aö bjarga
hundi?
7. Færöu „kikk" út úr því að skjóta fugla?
8. Geturðu boröað hrá egg?
9. Hefuröu haft stærri mann undirí glímu?
10. Áttu það til aö missa minnið tímabundið vegna stífr-
ar áfengisneyslu?
11. Mundirðu ryöjast inn í brennandi hús til að bjarga
miðunum þínum á bikarúrslitaleikinn?
12. Hverjum vildirðu helst eyða nótt meö: Magnúsi
Scheving, Svavari Gestssyni eða Páli Óskari Hjálmtýs-
syni?
13. Hefur hetjuskapur þinn einhvern tímann komið í veg
fyrir slys?
14. Geturðu smíðað bókaskáp einsamall?
15. Ertu svo sigldur aö geta kallað einhverja barþjóna
gælunafni?
16. Ertu myndarlega vaxinn niöur?
GMB: Nei, en þaö helgast aðeins af því að ég er svo lít-
ið uppi á fjöllum. Ef ég væri þar tíöari gestur hefði ég ör-
ugglega notið þar ásta. (0)
GMB: Nei, þaö er nú líka fyrir karlmenn en salatmáltíð
eingöngu er hins vegar aðeins fyrir stelpur. (1/2)
GMB: Já, þaö get ég mjög auðveldlega þrátt fyrir að ég
reyki ekki. Ég leik þær listir iðulega I fjölmenni og þaö
virkar alltaf. (1)
GMB: Já, ég hef lent I þessum klassísku; tognað I baki
og slitið krossbönd í hné. í innanhússknattspyrnu lenti
ég einu sinni I samstuði og hnéskélin fór eitthvað á
flakk. (1)
GMB: Nei, en ég hef hins vegar leikið mikiö hættuspil á
fjórhjóli og drap þá næstum sjálfan.mig og félaga minn.
Það var bakkgír á fjórhjólinu og ég sat á fremri böggla-
beranum og keyrði þannig á tleygiferð afturábak, þannig
aö beygjuhjólin voru í raun aftan á. Hjólið valt slöan og
skoppaði yfir okkur félagana. (1/2)
GMB: Já, það mundi ég gera, þar sem ég er sundmaður
góður. Mér líkar þar aö auki mjög vel við hunda, enda á
ég einn sjálfur. (1)
GMB: Nei, ég hef aldrei nokkurn tímann skotið úr riffli,
hvorki á fugla né aöra. (0)
GMB: Já, þaö get ég. Mér finnst þau þó ekkert sérstak-
lega góð. Hins vegar geta þau bjargað ýmsu — svona
heilsufarslega — daginn eftir miklar skemmtanir. Þá eru
áhrifin af þeim góð. Tilgangurinn helgar I raun þetta
meðal. (1)
GMB: Já, ég hef haft þá marga undir I glímu. Skemmst
er að minnast rimmu sem ég lenti I á árshátíð stjórn-
málafræðinema við samnemanda minn, sem var örugg-
lega vel á þriðja metra, enda er ég mjög lipur og snögg-
ur. (1)
GMB: Já, ég get nú ekki neitað því. Oft skemmast mynd-
ir kvöldsins áður I heilanum, enda er framköllunarvökv-
inn þá oft I sterkara lagi. (1)
GMB: Já, ef viö gefum okkur aö þaö sé uppselt á leikinn
þá mundi ég gera það. Þó mundi ég ekki hætta lífi mínu,
en færi eins langt og ég mögulega gæti. (1/2)
GMB: Ef ég eyddi nótt með einhverjum karlmanni þá yröi
það Elvis. Ég sef ekki hjá öðrum karlmönnum. Elvis er
sá eini sem ég mundi ekki sparka út úr rúminu hjá mér.
(0)
GMB: Já, ég vann viö það aö vera hetja þegar ég starf-
aði sem sundlaugarvörður, svokallað „bay watch". Þá
þurfti ég iðulega aö hlaupa niður úr turninum og stökkva
alklæddur út I laug til að bjarga fólki sem ekki gat bjarg-
að sér sjálft og var á góðri leiö með að sökkva. (1)
GMB: Já. Ég get og hef smlöað bókaskáp einn með þvl
aö kaupa þar til gerö efni tilsniðin og setja þau svo sam-
an hjálparlaust. Það er vandkvæðalaust. (0)
GMB: Já, en þá aöeins þá sem ég hef þekkt áður en þeir
urðu barþjónar. Ég hef ekki kynnst neinum þeirra þaö vel
I starfi. (1/2)
GMB: Já, þaö er ég mjög. Aö minnsta kosti eins og I
góöu meðalári hjá íslendingi. (1)
kmguna
FE: Já, ég hef gert það. Það var þó frekar „prívat", þann-
ig aö ég ætla ekkert að segja þér frá þvl. Nema þá að
þaö var helvíti gott en frekar kalt. (1)
FE: Nei, þaö er til ýmissa hluta nytsamlegt, enda neyti
ég þess sjálfur. (1/2)
FE: Nei, það get ég ekki. Enda reyki ég ekki. (0)
FE: Nei. Ég stunda ekki íþróttir síöan ég keppti I band-
Imóti I menntaskóla. (0)
FE: Já. Ég hef stokkiö fram af nökkrum tröppum sem aft-
ari maður á mótorhjóli, sem er mun meira spennandi en
aö vera sá fremri. Ef maður lendir mjög aftarlega þá er
maður ekki lengur á mótorhjólinu. (1)
FE: Nei, ekki til aö bjarga hundi
flestir betur syndir en menn. (0)
enda eru hundar
FE: Ég hef nú aldrei prófaö það, en ég skaut leirdúfur
um helgina og fékk rosa „kikk" úr úr því. Ég hef enn ekki
prófaö að skjóta á neitt lifandi. (1/2)
FE: Já, en mér finnst þau ekki góð. Þetta var nú gert
þegar maður fór I fýlseggjatlnslu hér I den... Ég hef þó
ekki prófað þetta fræga þynnkumeðal. (1)
FE: Já ég hef gert þaö. Það geröi ég með hælkrók aftan
vinstra. (11/2)
FE: Nei, það er einn af mlnum stærstu göllum að muna
allt sem ég segi og geri á fyllerium. (0)
FE: Ég hef aldrei átt miöa á bikarúrslitaleik þannig aö sú
staöan er mér ókunn. (0)
FE: Páli Óskari. Af þessum þremur væri það mesta upp-
lifunin. (1)
FE: Nei, ég get ekki sagt það. (0)
FE: Já, það get ég auðveldlega. Það hjálpar til að ég er
smiður. Ég hef smlðað allar bókahillur mínar sjálfur. (1)
FE: Nei, ég er of kurteis til þess. Hins vegar hef ég
kynnst þeim nokkrum I starfi slnu. (1/2)
FS: Ég hef nú ekki lagt mig eftir einhverjum sérstökum
samanburði, en ekki fengið neinar kvartanir. (1/2)
Úrslit: Gísli Marteinn marði sigur í þessari tvísýnu viðureign við Flosa. Úrslitin urðu 10-8 1/2, Gísla Marteini í vil. (Að
sjálfsögðu sóru keppendur fyrirfram og sárt við lögðu, að þeir mundu svara spurningum sannleikanum fyllilega sam-
kvæmt og Helgarpósturinn sér enga ástæðu til að draga i efa að svo hafi verið...)