Helgarpósturinn - 18.01.1996, Side 32
NOTAÐIR «
DÆMI UM GREIÐSLUR
af vaxtalausu láni
Verð bíls 800.000 kr.
Útborgun 200.000 kr.
________Eftirst. 26.313 kr,
á mánuði í 24 mánuði
Allur lántökukostnaður
innifalinn
21.
Mfalan®l lán til
24 mánaða að upphæð
allt að 600 þús. kr.
Ríflegan sliicaaf@rátt
liyisai
NOTAÐIR BlLAR
SUÐURLANDSBRAUT12
SÍMI: 568 1200 beint 581 4060
Opið laugardag kl. 10-17
og sunnudag kl 13-17,
virka daga til kl. 19.
tuoN
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
HELGARPOSTURINN
Þegar þú eignast góðan,
notaðan bíl frá okkur, getur
þú valið annað tveggja:
Talið er líklegt að Steingrímur Her-
mannsson seðlabankastjóri láti verða
af því að bjóða sig fram við forsetakosning-
arnar. Sagt er að helstu stuðningsmenn
Steingríms séu þegar búnir að ákveða slag-
orð til að beita í kosningabaráttunni, Stein-
grími til framdráttar. Slagorð framboðsins
á að vera svohljóðandi: „Búið öldruðum
áhyggjulaust ævikvöld“...
Aþriðjudaginn síðasta var dómtekin kæra rússneska
handboltamarkvarðarins Alexanders Rivine á hendur
handknattleiksdeild Víkings. Rivine lék með Víkingum á
árunum 1992-1993, en upp kom mikil þræta milli hans og
forráðamanna félagsins. Rússinn telur sig hafa verið snuð-
aðan af félaginu og ekki fengið greitt samkvæmt samningi
sem hann gerði við það. Forráðamenn Víkings, sem varð
nær gjaldþrota eftir að knattspyrnudeildin vann íslands-
meistárátitilinn um árið, telja sig hins vegar ekki eiga neitt
óuppgert við Rivine. Klögumálin ganga því á víxl í dómsal
Héraðsdóms Reykjavíkur; hver eigi að greiða hverjum
hvað og fyrir hvað skuli greitt í áhugamannadeildinni í
handknattleik á íslandi...
Eins og lesa má í Helgarpóstinum þessa
vikuna er þegar tekið að sækja hart að
nýkjörnum formanninum Margréti Frí-
mannsdóttur i'nnan Aiþýðubandalagsins.
Samsæriskenningasmiðum stjórnmálalífs-
ins þykir óvenjusnemma vaðið í nýjan for-
mann af eigin flokksmönnum og hafa af því
tilefni á orði, að nú eigi í eitt skipti fyrir öll
„að ganga frá Möggu — og gera það strax“, eins og einn
heimildamaður blaðsins orðaði það. Athygli vekur að sam-
kvæmt heimildum Helgarpóstsins stendur sami hópur að
aðförinni að Margréti og reynir nú allt hvað af tekur að
koma Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðuna sem vænleg-
um forsetakandídat. Meðlimi hulduhers þessa þorði aftur
á móti ekki nokkur maður að nafngreina í samtölum við
blaðið. Hvort Ólafur Ragnar er sjálfur með í ráðum um að
knésetja Margréti er óvíst, en hann er í öllu falli þekktur
arkitekt að ýmsum aðgerðum innan pólitíska litrófsins og
hefur ekki komið henni til varnar svo tekið hafi verið eftir.
Hvað sem því líður studdi hann Margréti leynt og ljóst í
formannsslagnum og þessi meinti snarsnúningur því hálf-
óvæntur — en enginn er jú annars bróðir í leik, síst af öllu
í stjórnmálum...
Margra ára baráttu konu einnar til að fá dæmt ógilt fjár-
nám sem Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður Kredit-
korta, gerði í eignum hennar lauk á dögunum í Héraðs-
dómi Reykjavíkur með sigri konunnar. Forsaga málsins er
sú að eiginmaður konunnar var úrskurðaður gjaldþrota
fyrir átta eða níu árum og skuldaði þá Kreditkortum um
sex hundruð þúsund krónur. Lögmaður Kreditkorta tók
þá fjárnám í ýmsum innanstokksmunum hjónanna. Konan
vildi ekki una fjárnáminu og fór í mál við Kreditkort. Málið
hefur þvælst fram og til baka í réttarkerfinu og meðal ann-
ars haft viðdvöl í Hæstarétti. Það var svo loks fyrir fáein-
um dögum að Héraðsdómur ógilti fjárnámið á þeim for-
sendum að um væri að ræða ýmist persónulegar eigur
konunnar eða hluti sem nauðsynlegir væru til heimilis-
halds. Lögmaður konunnar var Sveinn Andri Sveinsson...
Tómas A. Tómasson, staðarhaldari á
Hard Rock Café og Hótel Borg, hyggst
færa út kvíarnar á næstunni og opna risa-
stórt kaffihús við Austurvöll eða nánar til-
tekið þar sem Gallerí Borg var áður til
húsa, en þá byggingu nældi Tommi sér í
fyrir skemmstu. Samkvæmt upplýsingum
síðasta Viðskiptablaðs mun eiginkona
hans, alnafna heilbrigðisráðherrans Ingi-
bjargar Pálmadóttur, hafa yfirumsjón með
innréttingum staðarins sem fullbúinn á að rúma níutíu
manns í sæti. Á efri hæðum hússins er síðan áætlað að
innrétta ein nítján hótelherbergi til viðbótar við þau sem
fyrir eru á Hótel Borg. Ljóst er að Café París, hinum megin
við Pósthússtrætið, fær stóraukna samkeppni þégar kaffi-
húsið verður opnað og væntanlega verða til dæmis hinir
gömlu fastagestir Hressó, sem allir voru búnir að flytja sig
yfir á París, í megnustu vandræðum með að gera upp á
milli staðanna tveggja. Ekki mun vera komið á hreint hver
nafngift þessa nýja afkvæmis Tomma verður, en með tilliti
til útþenslustefnu hans í veitingageiranum ætlar Helgar-
pósturinn að leyfa sér að stinga upp á „Hard Business
Café“...
Fréttaskotið
—552-1900
HELCARPÓSTURINN
Helgarpósturinn er fluttur
nýja heimilisf angiö er
Borgartún 27