Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 29. AGUST1996 7 Ekki lægir storminn i kringum skemmtistaö- inn Óðal. Arndís Einarsdóttir segist í sam- tali viö Gísla Þorsteinsson hafa veriö viö- stödd þegar þeldökkum hermanni var vísaö þar á dyr aö ástæöulausu. Hún á sjálf í sambandi við þeldökkan karlmann og telur þau hafa mætt miklum mótbyr því margir landar hennar sjá sambandinu allt til for- áttu... Kærastinn kallaður „niggari" á skemmtistöðum Eg áréttaði við kærastann minn áð- ur en við fórum saman á skemmti- stað í fyrsta skipti að honum myndi sjálfsagt ekki líka fjölmargt í fari ís- lendinga og bað hann um að ansa ekki ókvæðisorðum í hans garð. Við höf- um nú nokkrum sinnum farið út sam- an og oftast hefur það endað með skelfingu. Ég vissi fyrir að mörgum ís- lendingum geðjast ekki að lituðu fólki en ég átti aldrei von á að áreitið yrði svona mikið. Hann hefur mörgum sinnum verið kallaður „niggari" sem er ákaflega niðrandi og það versta sem hægt er að segja við fólk af þess- um kynþætti. þess vegna höfum við dregið verulega úr ferðum okkar á skemmtistaði í borginni,“ segir Am- dís Einarsdóttir sem hefur undan- farna mánuði verið í sambandi við þeldökkan hermann af Keflavíkurflug- velli. Hún segir þau bæði hafa orðið fyrir miklum fordómum af hálfu margra íslendinga vegna sambands- ins en vill ekki draga nafn hans inn í umræðuna vegna starfa hans fyrir bandaríska herinn. Einstök snyrtimenni Eins og fram kom í Helgarpóstinum í síðustu viku hefur talsvert borið á að lituðu fólki sé meinuð innganga á skemmtistaðinn Óðal og sagði eig- andi staðarins ástæðuna vera þá að hermenn af Vellinum væru dónalegir og margir hverjir ósnyrtilega til fara. Arndís segist kunna illa við hvernig eigandi Óðals dregur fólk í dilka eftir kynþætti með því að úthýsa lituðu fólki og telur aðgerðir hans bera vott um stæka kynþáttafordóma. „Þessi maður hefur verið með ýmsar yfirlýs- ingar tii að réttlæta aðgerðir sínar. Hann hefur meðal annars haldið því fram að bandarískir hermenn séu dónalegir við íslenskt kvenfólk og klæðist ekki viðeigandi fötum. Hann veit hins vegar ekki að í bandaríska hernum eru gerðar miklar kröfur um snyrtimennsku. Það eru því vand- fundin meiri snyrtimenni en þeir. Þeir strauja meira að segja gallabuxurnar sínar. Ég veit hins vegar ekki um marga íslenska karlmenn sem gera það. Ég hef í gegnum tíðina farið mik- ið út að skemmta mér og get ekki séð betur en að margir fslendingar mæti ósnyrtilega til fara á skemmtistaði. Þeim er hins vegar ekki úthýst vegna þess að þeir eru ekki svartir. Þessi málflutningur eigandans er því með ólíkindum.“ Mætti í nýjum jakkafötum - en var kastað á dyr Arndís segist hafa gert tilraun til þess á dögunum að fara inn á Óðal og var í för með vinkonu sinni og þel- dökkum vini þeirra af Vellinum. „Við dyrnar var vinur okkar stöðvaður af dyraverðinum sem sagði að hann færi ekki inn því svartur hermaður hefði lent í slagsmálum þar inni fyrir skömmu. Þar af Ieiðandi færu engir svertingjar inn á staðinn. Eitthvað bar starfsliðinu ekki saman því eigandinn gaf síðar þá skýringu í fjölmiðlum að umræddur maður hefði ekki verið nægilega snyrtilegur. Hermaðurinn var hins vegar nýbúinn að fjárfesta í jakkafötum og mætti þannig á ballið. Ég þekki þennan umrædda mann ágætlega og veit að hann myndi aldr- ei fara á ball í gallabuxum og striga- skóm eins og eigandi Óðals heldur fram. Þessi framkoma er því bæði mér og öðrum sem tengjast lituðu fólki hér á landi mikið áfall, ekki síst í ljósi þess að ég veit um fleiri skemmtistaði sem eru farnir að flokka fólk eftir litarhætti. Hermenn sem eru hvítir á hörund eru hins vegar aldrei útilokaðir frá skemmtistöðum og því benda þessar aðgerðir til þess að hér liggi kynþáttafordómar að baki.“ Ég hef aldrei orðið vör við ruddaskap af hálfu hermanna - þeir láta íslenskt kvenfólk jafnan í friði. ísienskar stúlkur sækja í hermennina Aðspurð um ruddaskap af hálfu hermanna gagnvart íslensku kven- fólki segist Arndfs aldrei hafa orðið vör við slíkt. „Þeim finnst auðvitað pirrandi að íslenskir karlmenn skuli endalaust vera að áreita þá og aðra sem með þeim eru. Það hefur því komið fyrir að þeir hafa reiðst, sem er í raun ákaflega eðlilegt. Hvað íslensk- um konum viðkemur held ég að her- menn láti íslenskt kvenfólk yfirleitt í friði ef það hefur ekki áhuga á þeim. Eitt einfalt nei dugar í flestum tilfell- um. Staðreyndin er hins vegar sú að stúlkurnar sækja fremur í hermenn- ina heldur en þeir í þær. Ég hef oft orðið vör við mikinn áhuga stúlkna á þeim og það leiðist hermönnunum skiljanlega ekki. Ég hef einnig farið nokkrum sinnum upp á Völl á dans- leiki og þar eru iðulega ungar stúlkur fyrir utan hliðið sem bíða eftir því að einhverjir hermenn hleypi þeim inn fyrir og taki þær með sér á ballið. Oft eru þetta stúlkur allt niður í 16 ára sem hanga þarna fyrir utan. Það er því ekki að ósekju að hermennirnir segja að þeim líði eins og í sælgætis- verslun þegar íslenskar stúlkur eru annars vegar.“ Andúdin leynist víða Arndís segir kynþáttafordóma ekki aðeins leynast á skemmtistöðum — þá sé að finna víða í þjóðfélaginu, allt- of víða. „Ég veit í raun ekki hve oft kærastinn minn hefur verið kallaður „niggari" úti á götu. Ástandið er reyndar svo slæmt að honum finnst jafnvel óþægilegt að fara í verslanir. Hann er ættaður frá Panama þar sem enginn geldur þess að vera svartur á hörund. Það hefur því verið ákaflega erfitt fyrir hann að aðlagast íslensku samfélagi. Hann vili nú ekki ræða þessi mál mikið við mig, segist hins vegar ekki geta gert að því að hann er svartur. Félagar hans í hernum hafa hins vegar alist upp í Bandaríkjunum Fleiri staðir en Óðal meina lituðu fólki aðgang. og þekkja misréttið af eigin raun. Þeir eru því ýmsu vanir. Sem betur fer er fjölskyldan mín ekki haldin sömu við- horfum og sumir íslendingar. Hún tóku honum ákaflega vel strax í byrj- un. Stuðningur fjölskyldunnar hefur skipt okkur miklu máli. Ég get ekki séð að sambandið eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi og ef við verðum áfram saman þegar dvöl hans á Vell- inum lýkur geri ég ráð fyrir að fylgja honum út til Bandaríkjanna þar sem andúðin er ekki eins greinileg og hér á landi. Eintómar lygar Arndís segist geta nefnt fjölda dæma um að Islendingar hafi reynt að níðast á hermönnum vegna litarhátt- ar þeirra. „Ég varð vitni að því á dög- unum að íslensk kona kastaði bjór- könnu og öskubakka í þeldökkan kær- asta sinn af Vellinum. Síðan kærði hún hann fyrir að áreita sig og það mál er nú í rannsókn hjá bandarískum heryfirvöldum. Ég sá ekki betur en að það færi ágætlega á með þeim þar til konan umturnaðist skyndilega með fyrrgreindum afleiðingum." Arndís nefnir annað dæmi. Hún var á ferð í jeppa með kærasta sínum og vinum hans þegar piltur keyrði í veg fyrir þau með þeim afleiðingum að stuðarinn á bílnum hans nuddaðist utan í jeppann. Við stukkum út en drengurinn keyrði umsvifalaust í burtu. Það sá ekki mikið á jeppanum og því sá félagi okkar enga ástæðu til að gera neitt í málinu því bandarískir hermenn vilja fyrir alla muni forðast öll vandræði við íslendinga. Við héld- um að þar með væri þessu máli lokið en tveimur dögum síðar var faðir drengsins búinn að hafa uppi á nafn- inu mínu og hafði samband við mig. Þá hafði pilturinn sagt föður sínum að hermaðurinn hefði keyrt í veg fyrir sig. Hann bætti því jafnframt við að öxll undir bílnum hefði laskast við áreksturinn. Þarna hafði pilturinn greinilega snúið sögunni sér í vil en ég skal ekki segja um hvort faðir hans vissi nokkuð um það. Hvað sem því líður sagði ég honum frá málavöxtum og sagði enn fremur að bíllinn hefði verið fullur af fólki sem myndi með glöðu geði bera vitni gegn piltinum. Maðurinn dró þá kröfu sína umsvifa- laust til baka.“ Breyttur hugsunarháttur naud- synlegur „íslendingar verða að fara að breyta hugsunarhætti sínum enda fer fjöldi litaðra hér á landi vaxandi með ári hverju. Bæði hefur ættleiddum börnum fjölgað sem og lituðum inn- flytjendum. Ef ekki verður gripið í taumana kunna að skapast hér fjöl- mörg vandamál sem erfitt verður að leysa þegar fram í sækir. Kynþáttafor- dómar geta birst í ýmsum myndum og mér finnst mikil þversögn í tali landsmanna um kynþáttamisrétti. Ég veit að fjölmargir eru tilbúnir að for- dæma aðgerðir eiganda Óðals en mótmælir jafnframt komu erlendra sjóliða á þeirri forsendu að þeir sæki í íslenskt kvenfólk. Ég lít fyrst og fremst á þessa hermenn sem almenna ferðamenn. Ekki eru ferðamenn sem koma í gegnum Keflavíkurflugvöll flokkaðir á nokkurn hátt. Þeir eru ailir boðnir velkomnir. Viðhorf til her- manna er hins vegar allt annað - - ekki síst ef þeir eru dökkir á hörund. Það sama er hægt að segja um þá flótta- menn sem hingað komu á dögunum frá gömlu Júgóslavíu. Allir eru sælir og glaðir með komu þeirra til lands- ins. Ég er samt viss um að ef þeir hefðu verið dökkir á hörund hefði við- horfið til þeirra verið annað."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.