Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 6
6 FlMIVmjDAGUR 29. ÁGÚST1996 J. Nauöungarsölum íbúöa á almennum markaöi fjölgaöi um tæp 70% á síðasti ári og hefur Húsnæöisstofnun ríkisins nú gert kröfur í hundruð íbúða á öllu landinu... Aukningin mestí Reykj avík — segir Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins að hefur ekki árað vel í ís- lensku efnahagslífi síðustu ár. Gjaldþrotum hefur snar- fjölgað á síðustu árum og þá fjúka íbúðirnar um leið. Það helst óneitanlega í hendur,“ sagði Sigurður E. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins í sam- tali við Helgarpóstinn. í nýlegri ársskýrslu Húsnæð- isstofnunar ríkisins fyrir árið 1995 kemur fram að íbúðum sem stofnunin gerði kröfur í fjölgaði úr 528 talsins í 628 milli áranna 1994 og 1995. Hér er um 16% aukningu að ræða og taka kröfulýsingarnar til allra sjóða Húsnæðisstofnun- ar, þar af 40% hjá Byggingar- sjóði ríkisins, 23% hjá Bygging- arsjóði verkamanna og 37% hjá húsbréfadeild. Af þessum 628 íbúðum neyddist stofnunin til að leysa til sín 140 íbúðir á árinu og er það jafnmikill fjöldi og á árinu á undan en þá var aukningin um 54% á milli ára — langmest í Reykjavík. í árslok átti stofn- unin samtals 198 íbúðir, víðs vegar um landið. Frá því 1991 hefur fjöldi íbúða sem stofnun- in hefur gert kröfur í aukist um ríflega 114%. íbúðakaupa á nauðungarsölum hafa aukist um tæplega 367% og fjöldi íbúða í eigu stofnunarinnar, um áramót 1995/1996, um ríf- lega 312% frá 1991. Athygli vekur að bæði Reykjavík og Reykjanes skera sig úr hvað fjölda íbúða varðar á síðasta ári. Samtals voru kröfulýsingar í þessum um- dæmum 446 talsins eða um 68% af heildarfjölda. Sigurður sagði að Húsnæðisstofnun hefði lengi átt nokkurn fjölda íbúða á Reykjanesi en aukning- in í Reykjavík heyrði til tíð- inda. Hann taldi að hátt hlutfall lána frá Húsnæðisstofnun, af markaðsverði íbúða, skýrði að nokkru leyti þessa fjölgun í kröfulýsingum. „Þetta mál hef- ur að öðru leyti ekki verið skoðað í tengslum við um- hverfið en ég held að það sé al- veg óumdeilanlegt að kaup- máttur hefur farið minnkandi á umliðnum árum og það hefur átt stóran þátt í því að margir einstaklingar hafa misst íbúð- irnar sínar. Þá hefur vaxandi vantrúar gætt meðal fólks úti á landi á eignarhaldi íbúða á al- mennum markaði á meðan fólk búsett á stórum þéttbýlis- svæðum hefur haft meiri trú á að verðmæti íbúða héldi sér.“ Sigurður sagði að þrátt fyrir stórfjölgun í nauðungarsölum undangenginna ára horfði hann björtum augum fram á við. „Ég geri mér vonir um að með bættu árferði dragi úr uppboðum og íbúðum fækki sem stofnunin fær í sínar hendur," sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar rík- isins. -GÞ Breytingar Alþingis á lögum um endurgreiöslu viröis- aukaskatts vegna vinnu viö nýbyggingar hafa mælst illa fyrir hjá Samtökum iönaöarins sem vara viö afleiö- ingunum... Ýtir undir svarta atvinnustarfsemi Sú ráðstöfun Alþingis að breyta endurgreiðslu virð- isaukaskatts af vinnu við ný- byggingar getur ýtt verulega undir svarta atvinnustarfsemi í greininni. Samtök iðnaðarins hafa harðlega mótmælt þess- ari lagasetningu og reyndu að hafa áhrif á hana á sínum tíma með viðræðum við bæði al- þingismenn og ráðherra en án árangurs,“ sagði Eyjólfur Bjarnason hjá Samtökum iðn- aðarins í samtali við HP Síðastliðið vor samþykkti Al- þingi breytingar á lögum um virðisaukaskatt vegna vinnu við nýbyggingar á þann veg að heimilt er að endurgreiða 60% virðisaukaskatts af vinnu sem unnin er á byggingarstað í stað 100% áður. Með lögunum, sem tóku gildi 1. júlí, ætlaði ríkis- stjórnin að fjármagna breyt- ingar sem urðu á lögum um vörugjald. Athygli vekur hins vegar að viðhalds- og viðgerð- arvinna varð útundan á síð- ustu dögum þingsins. Það þýð- ir að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts til eigenda íbúðarhúsnæðis vegna vinnu við endurbætur og viðhald verður áfram óbreytt. Eyjólfur sagði að lægra vöru- gjald á byggingarvörum hefði að einhverju leyti komið til lækkunar á móti ákvörðun þingsins en dygði skammt því í heild ylli hún hækkun á bygg- ingarvísitölu um tæplega þrjá af hundraði. Hann sagði að hækkun þessi væri allveruleg, ekki síst í ljósi þess að Iitlar breytingar hefðu orðið á bygg- ingarvísitölunni síðustu tvö ár. Hann sagði enn fremur að gera mætti ráð fyrir meiri hækkun þegar breytingar á virðisauka- skattslögum vegna viðhalds húsa yrðu að veruleika. Ljóst er að lagasetning Al- þingis kann að stuðla að svartri atvinnustarfsemi. Iðn- aðarmenn og aðrir sem vinna við húsbyggingar hafa ekki lengur neinn ávinning af því að krefjast kvittana, sem er for- senda fyrir því að endur- greiðsla geti átt sér stað af hálfu skattayfirvalda. Jón Steingrímsson hjá ríkisskatt- stjóra sagði í samtali við blað- ið að of snemmt væri að spá um hvort breytingin kynni að ýta undir nótulaus viðskipti en skattayfirvöld myndu hins veg- ar fylgjast grannt með fram- vindu mála næstu vikur og mánuði. -gb Samtök iðnaðarins telja að breytingar á lögum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við nýbyggingar stuðli að svartri atvinnustarfsemi. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins: Aukning í nauðungarsölu íbúða í Reykjavík heyrír til tíðinda. 4

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.