Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 Flesta hefur einhvern tíma dreymt um að fljúga eins og fugl um loftin blá. Draumur sem aldrei getur ræst, eða hvað? Trúlega er ekki hægt að kom- ast nær því, fyrir vænglausa manneskjuna, að fljúga en í fallhlífarstökki. Því fékk Guðbjartur Finnbjörnsson að kynnast þegar hann stökk í fyrsta skipti í fallhlíf á dögunum. Aðeins fallhlífarstökkvarar vita af hverju fuglar syngja Kominn út á væng og bíður eftir merki um að sleppa. Nú er of seint að snúa við... Ég er lentur! Flugvélin hóf sig á loft með mig og nokkra kunningja mína innanborðs. Spennan leyndi sér ekki á andlitum okkar. Við vorum að gera al- veg fáránlegan hlut, að mér fannst, þessa stundina. Hoppa í fyrsta skipti úr flug- vél í rúmlega kílómetra hæð. „Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér í,“ hugs- aði ég þegar ég leit út um glugga flugvélarinnar og sá grilla í örsmáa bila á vegin- um fyrir neðan. „Ætlast þeir virkilega til þess að ég klifri út úr flugvélinni, út á væng- inn og láti mig síðan gossa niður? Hvað ef fallhlífin opn- ast ekki? Hvað ef hún er flækt? Hvað var ég að láta strákana plata mig í þetta?“ Af angistarfullum svip kunn- ingjanna að dæma eru líkar hugsanir að veltast um í höfði þeirra. Við erum komnir upp í þrjú þúsund og fimm hundruð fet, Pétur stökkstjóri opnar hurð- ina og hávaðinn og rokið verð- ur nánast óbærilegt inni í flug- vélinni. Kristjón er fyrsta fórn- arlambið. Við þrír sem eftir er- um horfum á hann eins og þetta séu síðustu sekúndurnar í lífi hans. Adrenalínkikkið er í botni. Siggi flugmaður hægir allt í eina á vélinni og stökk- stjórinn gefur Kristjóni merki um að fara út. Kristjón brosir gleðisnauðu brosi til okkar hinna, lítur út, lokar augunum og andar djúpt. Nú er að hrökkva eða stökkva. Hann klifrar út á væng, fikrar sig eftir vængstífunni og hangir þar smástund. Hann lítur á stökk- stjórann sem gefur honum merki um að allt sé klárt. Krist- jón sleppir takinu og er farinn. Ég lít út um gluggann og sé hann hvergi. ,,Af hverju sé ég hann ekki? Fór eitthvað úr- skeiðis? Ætlar Pétur ekki bara að hætta við þetta allt saman?“ Nei, nei, stökkstjórinn er bú- inn að bíta það í sig að láta okkur alla hoppa. Við förum annan hring. Matti klöngrast út úr flugvélinni og hverfur síð- an. Einn hringur í viðbót og Smári málari hverfur. Síðasti hringurinn. Röðin er komin að mér. Stökkstjórinn lítur á mig og spyr hvort allt sé ekki í lagi. ,,Hvað ætti svo sem að vera að? Eftir nokkrar sekúndur klifra ég sjálfviljugur út á væng í rúmlega þúsund metra hæð, hangi þar smástund og læt gol- una leika um mig. Brosi síðan til flugmannsins og sleppi tak- inu. Allt í stakasta lagi.“ Stökk- stjórinn opnar hurðina. Mikið djöfull, rosalega er langt í jörð- ina. Flugmaðurinn hægir á vél- inni. Anda djúpt og út með vinstri fót. Skorða hann í rok- inu. Grípa í vængstífuna með vinstri hendi. Ekki horfa á jörð- ina... Vá...djöfull er langt nið- ur. Ekki horfa á jörðina. Stökk- stjórinn ýtir við mér og ég er kominn út. Ég færi mig út á enda vængstífunnar, hangi þar, lít á stökkstjórann sem gefur mér merki um að sleppa. Flugmaðurinn við hlið hans horfir á mig og glottir. Ég sleppi. Hugurinn rennir snöggt yfir lífshlaup mitt. Minn tími til að deyja er ekki kominn. Eða hvað? Enginn tími til að hugsa „Þið megið ekki verða of skelkaðir en sjötíu prósent námskeiðsins er ég eingöngu að fjalla um neikvæða hluti, hvað getur farið úrskeiðis,“ segir Þóijón Pétur Pétursson fallhlífarstökkskennari í byrjun tveggja kvölda námskeiðsins fyrir byrjendur í fallhlífar- stökki. „Það er í sjálfu sér lítið mál að henda sér út úr flugvél og svífa niður í fallhlíf og sára- sjaldan sem nokkuð kemur fyr- ir. En það er eins gott að vera viðbúinn ef eitthvað kemur fyr- ir og vita nákvæmlega hvað á að gera því lítill tími gefst til að pæla í hlutunum þegar maður hrapar á tvö hundruð kíló- metra hraða.“ Námskeiðið er haldið í sal í Hóla- og Fellakirkju. Um 12 manns eru mættir á svæðið til þess að fá grunnþjálfun í að henda sér út í fallhlíf. Allt strákar. „íslenskar stelpur virðast því miður ekki hafa eins mikinn áhuga á fallhlífar- stökki og strákarnir," segir Þórjón. „Það sem getur gerst í fall- hlífarstökki er að aðalfallhlífin opnast ekki eða að hún flækist. Þá er best að hafa hraðann á því jörðin nálgast óðfluga. Það sem á að gera er að losa sig strax við aðalfallhlífina og opna síðan varafallhlífina." Við æfum þetta nokkrum sinnum. Fáum meira að segja mynd- band þar sem helstu bilanir eru sýndar. Við þurfum síðan að bregðast rétt við bilunun- um. Einnig erum við þjálfaðir í neyðarstökkum, það er að segja ef flugvélin bilar. Neyðar- lending er eitthvað sem allir fallhlífarstökkvarar verða að kunna og við fáum skyndiþjálf- un í henni. Sumir okkar eru orðnir hálfhvekktir á öllu því sem aflaga getur farið. Tilfinn- ingin er sú að bilanir og eitt- hvert vesen sé frekar algengt í fallhlífarstökki. „Verið rólegir strákar," segir Þórjón. „Það er mjög sjaldan sem eitthvað kemur fyrir. Ég hef til að mynda stokkið yfir fimmtán hundruð sinnum og aðeins einu sinni þurft að losa mig við aðalfallhlífina og opna varafall- hlífina. En það er nauðsynlegt að vita nákvæmlega hvað á að gera ef einhver bilun verður. Oryggið ofar öllu.“ Loks erum við, að mati Þór- jóns, tilbúnir að stökkva. Að vísu fáum við ekki að stökkva í frjálsu falli því lína verður bundin við fallhlíf okkar sem opnar hana svo til samstundis eftir að við höfum kastað okk- ur frá flugvélinni. Frjálsa fallið kemur seinna fyrir þá sem vilja halda áfram að læra fallhlífar- stökk. Að mati flestra fallhlífar- stökkvara er það aðalkikkið í fallhlífarstökkinu. Ég er samt alveg sáttur við að í mig sé fest lína. Bara það að hoppa er nóg til að byrja með. Leiðin liggur upp á Sandskeið. Hópur manna er samankominn við flugbrautina. Sumir til að stökkva og aðrir til að fylgjast Svifið hlífum þöndum. með. Þrír nýliðanna fara upp með stökkstjóranum. Ég á að fara í næstu ferð. Allir fylgjast með háloftunum. Þarna er flug- vélin. En enginn stekkur og all- ur hópurinn lendir með flug- vélinni. Því miður varð að hætta við allt saman vegna slæmra veðurskilyrða. Það er skýjað. Bölvuð vonbrigði, eða var það ef til vill léttir? Ég þarf ekki að stökkva í dag. Ákveðið var að hittast á flugvellinum á Hellu næsta dag. Fullir eftir- væntingar keyrum við austur. Nú stökkvum við. En... þegar við komum þangað er okkur tjáð að því miður sé of skýjað til þess að stökkva. Nú skiljum við ástæður þess að fallhlífar- stökkvarar fara unnvörpum í sólina á Flórída til þess að stökkva. Veðrið skiptir að sjálf- sögðu miklu máli í fallhlífar- stökki Of mikið rok, kuldi eða einfaldlega of skýjað gerir það að verkum að ekki er hægt að stökkva. Allt er þá þrennt er. Enn og aftur erum við mættir upp á Sandskeið. Veðrið ákjósanlegt. Það er skýjað en þau eru hátt uppi og trufla okkur ekki. Við klæðurn okkur í búningana, setjum á okkur hjálma, segjum nokkra brandara, hlæjum hátt, reykjum síðustu sígarettuna og drífum okkur inn í flugvél- ina. Jörðin nálgast Ég hringsnýst í loftinu. Adr- enalínið í botni. Fer eitthvað úrskeiðis? Allt í einu er tekið mjúklega í mig og fallið stöðv- ast. Ég lít niður þessa þúsund, tólf hundruð metra. Ég lít upp og skoða fallhlífina. Hva... hún er flækt. Sem betur fer er flækj- an einföld og auðvelt að laga hana. Hárin sem risu á höfðinu leggjast aftur og hjartað fer á sinn stað. Ég sný mér bara í nokkra hringi og sé síðan fyrir ofan mig þennan fallega fer- kantaða hlut, fallhlífina. Ég tek í stýrispottana og lít í kringum mig. Hvar er nú flugvöllurinn? Helvíti er langt niður. Það brakar í talstöðinni sem ég er með innan á mér. „Stökkvari fjögur, ef þú heyrir í mér beygðu þá til hægri.“ Ég beygi til hægri og sé flugvöllinn blasa við mér. Jæja, nú er kom- ið að því að njóta ferðarinnar niður og leika sér svolítið. Þór- jón hafði sagt við okkur að eft- ir að fallhlífin opnaðist væri nánst útilokað að nokkur bilun gæti orðið. Ég reyni því að slaka á, njóta útsýnisins og toga aðeins í stýrispottana. Þeir þarna niðri eru farnir að gefa mér fyrirmæli um að und- irbúa lendingu, í gegnum tal- stöðina. Jörðin nálgast og ég sný mér á móti vindinum. Þeg- ar um þrír, fjórir metrar eru í jörðina tek ég í bremsurnar og lendi nokkuð mjúklega. Kom- inn niður á jörðina. Þetta tókst. Ég tek saman fallhlífina og held af stað í átt að hópn- um, skælbrosandi. Hitti strák- ana sem stukku með mér. Allir eitt sólskinsbros. Hvernig var? í einu orði sagt, frábært. Og all- ir, ja, flestir, tilbúnir í annað stökk.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.