Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. ÁQÚST1996 Gítarleikarinn Friðrik Karlsson er búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í London. Hann spilar nú lög eftir Andrew Lloyd Webber í einum vinsælasta söngleik borgarinnar og verður fyrsti gítarleikari í nýrri uppfærslu á Jesus Christ Superstar. Fréttaritari Helgar- póstsins í stórborginni, Svana Gísladóttir, ræddi við Friðrik um þetta og ýmislegt fleira sem hann hefurí pokahorninu... útgáfufyrirtækjunum hér í London. Það er um að gera að reyna að nýta öll möguleg tækifæri. Við Sigríður Beinteinsdóttir höfum verið að vinna saman að nýju lagi, köllum okkur Gigabite. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð frá Sony í Ástralíu og fleir- um. Þetta er danstónlist sem við mið- um við að gera út á markað í Evrópu og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Þá er enn ótalin hljómsveitin sem lengi vel var flaggskip íslands á er- lendum tónlistarmarkaði, Mezzo- forte. Um jólin kemur út ný plata með þeim félögum, Monkey Fields. „Við tókum hana reyndar upp fyrir nokkru. Að vissu leyti erum við eins og saumaklúbbur; við hættum ekki að koma saman þótt við séum allir uppteknir í einhverju öðru. Enda eng- in ástæða til svo lengi sem við höfum gaman af þessu. Þetta er sennilega sú tónlist sem ég nýt mín einna best í þótt tónlistarsmekkur minn sé afar fjölbreyttur.“ Það er víst ekki ofsögum sagt að Friðrik Karlsson komi víða við sem tónlistarmaður, og það jafnvel á sama tíma. En það er víst einkenni fag- mannsins og líklega hefur Madonna aldrei áður sungið með gítarleikara óperusöngvara áður — en þá þekkti hún heldur ekki Friðrik Karlsson. Spilar inn á plötu með José Carreras Egstend fyrir utan dyrnar á Duke of York leikhúsinu í London. Fyrir innan eru síðustu tónar söng- leiksins By Jeeves að deyja út og áður en ég veit af taka ánœgðir leikhúsgestir að streyma sönglandi fram hjá mér. Það útheimtir þó nokkra leikni og talsverðan tíma að troðast á móti straumnum inn í leikhúsið þar sem ég á stefnumót við Friðrik Karlsson gítarleikara. Hann er auðþekkjanlegur í fjöldan- um; svartkæddur að vanda, brosandi og heldur á gítartöskunni. Friðrik er í sex manna hljómsveit sem sér um flutning tónlistar Andrews Lloyd Webber í þessum fjöruga söngleik sem nú dregur að sér fjölda áhorf- enda í Lundúnum. Hér má finna hann sex daga vikunnar og stundum eru tvær sýningar á dag. Fyrir tónlistar- mann er þetta þægilegt starf og ákaf- lega vinsælt enda miklir peningar og metnaður lagður í söngleiki á West End. En hvernig kom það til að einn vinsælasti gítarleikari íslendinga er mættur í þennan slag? Fastráðinn hjá Webb ,,Ég hef verið að vinna svolítið með Nigel Wright, sem „pródúseraði“ Mezzoforte á sínum tíma, og hef kom- ið út nokkrum sinnum á hans vegum til ýmissa verkefna. Hann sér um alla tónlist sem við kemur Andrew Lloyd Webber og bauð mér að koma út og spila í þessu stykki. Ég ákvað að slá tii, prófa þetta og flytja hingað í ein- hvern tíma. Svo hefur þetta hlaðið ut- an á sig og nú spila ég í öllu sem Web- ber semur!“ Friðrik kann afar vel við sig í stór- borginni og hefur nú ákveðið að setj- ast þar að um nokkurra ára skeið enda streyma tækifærin til hans. Ný- lega lauk hann við að taka upp tónlist, ásamt hljómsveit, við eina stærstu kvikmynd ársins, Evítu. Þar fer -Madonna með aðalhlut- verkið ásamt Antonio Banderas en öll tónlist í myndinni er eftir Web- ber. Upptökur fóru fram í London og það er að sjálfsögðu Madonna sem syngur þar hlut- verk Evítu. Friðrik vann því með stjörnunni og öðrum listamönnum á heimsmælikvarða enda lítið sparað við gerð myndarinnar. Ég komst þó fljótt að því að Frið- rik er mjög hógvær og gefur lítið út á glamor- inn f kringum kvikmynd- ina. Top of the Pops „Jú, vissulega var þetta allt mjög spenn- andi og myndin hefur fengið gífurlega umfjöll- un þrátt fyrir að hún verður ekki frumsýnd fyrr en í desember. Ég er búinn að sjá búta úr henni og tónlist- in kemur virkilega vel út og söngur Madonnu er mjög góður, betri en ég hef áður heyrt frá henni. Það kæmi ndin fengi skarsverð- mér ekki á óvart þótt my einhverjar tilnefningar til 0 launa og þá sérstaklega tónlistin." En Friðrik gerði meira en að leika undir með Madonnu í Evítu. Hann spilaði undir hjá henni í frægasta sjónvarpstónlistarþætti Breta, Top of the Pops í beinni útsendingu en glottir bara og hlær þegar ég reyni að veiða upp úr honum eitthvert slúður um fræga fólkið. Madonna er þó ekki eina stórstjarnan sem Friðrik hefur sést með í beinni útsendingu í breska sjón- varpinu. Tenórinn José Carreras hef- ur einnig fengið að njóta hæfileika hans og þá þótti mörgum mikið til koma. „Enn og aftur var það Nigel sem kom mér í rétt sambönd. Sem stendur er ég gítarleikari Carreras og leik bráðlega inn á plötu með honum sem kemur út um jólin,“ segir Friðrik. Spilar í Superstar I október hefjast æfingar á mest umtalaða söngleik Lundúna í langan tíma, Jesus Christ Superstar, og þar verður Friðrik Karlsson aðalgítarleik- arinn enda tónlistin eftir Webber. Þótt frumsýning verði ekki fyrr en um miðjan nóvember er strax farið að auglýsa og kynna sýninguna og miða- pantanir streyma inn. Nú þegar er geislaplata með lögunum tilbúin og lokaæfingar hefjast í október. „Þetta verður mjög metnaðarfull sýning," segir Friðrik og er augljós- lega spenntur að taka þátt í svo viða- miklu verkefni. „Webber hefur fest kaup á Lyceum- Svartklæddur að vanda með gítartöskuna ómissandi. leikhúsinu, sem rúmar 2.500 manns, og er nú að láta gera það upp sérstak- lega fyrir Superstar. Kostnaðurinn við það er um 1.400 milljónir króna. Ætl- unin er að þetta stykki gangi til fjölda ára eins og oft vill verða. Því er mikið Friðrík við vinnu sina í Duke of York-leikhúsinu í London þar sem hann spilar við sýningar á By Jeeves. í húfi og miklir peningar í spilinu. Hljómsveitin er stór; til dæmis fjórir hljómborðsleikarar, allt topptónlist- armenn og ég vann með nokkrum þeirra í Evítu. Ég hef aldrei áður unn- ið með jafn miklum fjölda af frábær- um tónlistarmönnum en Sup- erstar þykir iíklega vera besta vinnan í þessum bransa í dag. Ég er sem sagt ráðinn þarna sem fyrsti gítarleikari og því verður þetta örugg vinna fyrir mig næstu árin. Það er gott að hafa svona fastan punkt og ég get unnið annað með eins og ég vil.“ Og það er einmitt þannig sem Friðrik vill hafa það; alltaf nóg að gera. Plata með Mezzoforte Þegar hér er komið sögu hef ég talið þrjár geislaplötur sem eru væntanlegar með gítarleik Friðriks Karlssonar og kemst að því að þær verða fleiri. „Það hefur lengi blundað í mér að gera plötu með þekkt- um dægurlögum í útsetning- um fyrir gítar. Ég er að láta verða af því núna og málið er í athugun hjá einu af stóru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.