Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 24
I I I HELGARPÓSTURINN 29. ÁGÚST 1996 34. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR. Slagurinn á bjórmarkaði er harður og ekkert gefið eftir. Hér er á markaði hollenskur bjór sem nefnist Grolsch og ku hafa náð nokkurri fót- festu á markaðnum enda vinsæll drykkur í Hol- landi þar sem Tslenskir ferðalangar hafa komist á bragðið. Það var Ingi Björn Albertsson sem hafði umboð fyrir Grolschinn en nú hefur verið skipt um um- boðsmann og Eggert ísfeld tekið við umboðinu. Menn úr bjór- heiminum halda því fram að Ingi Björn hafi verið sviptur Grolsch-umboðinu. Verksmiðjan í Hollandi hafi sent honum nokkrar birgðir af fríum bjór til að kynna mjöðinn. Síðan hafi sölustjóri komið að utan til að kanna hvernig kynningarstarfið hafi gengið en þá komið í Ijós að Ingi Björn hafði selt giafabjór- inn í stað þess að gefa hann... Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína og nefnist það Óðs manns æði. Fram kemur að blaðinu er ætlað að vera „traustasta verja ríkisstjórnarinnar“ og gefa „kröftuga leysandi verkun'L Efni blaðsins er allt á léttu nótunum og má ætla að með þessari útgáfu sé hafin enn ein tilraunin til að gefa út tímarit í anda Spegilsins sáluga. Útgefandi er Gulltanni ehf. en bak við það fyrirtæki leynist Jón Daníelsson, blaðamaður með meiru, sem búsettur er á Tannastöðum í Hrútafirði... Akureyringar halda upp á afmæli bæjarins í dag og ýmislegt er á dagskrá í tilefni dagsins. Til dæmis verður Dagur lagður niðurtil hátíðabrigða en auk þess verður Götuleikhús bæjarins með afmælisboð á Ráðhústorgi. Það verður hins vegar engin Halló Akureyri stemning í því boði. Gestum oggangandi veröur boðið upp á vínarbrauð frá Kristjánsbakaríi og mjólk frá KEA... Eftir ítarlega skoðun hefur Jóhann G. Berg- þórsson ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar í heild sinni dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem hann var dæmdur til að greiða fjórar miiljónir króna í sekt eða sæta fangelsi ella. Jóhann segir slíka sekt á hendur einstaklingi jaðra við skuldafangelsi. Jó- hann telur að freklega hafi verið brotin á sér jafnræðisregla og dómurinn hljóti að vera brot á almennum mannréttindum. Hann hefur enn fremur falið lögmanni sínum aö kanna ýmis- legt í umfjöllun um mál hans í kjölfar dómsins með hliðsjón af lögum um ærumeiðingar... Loksins geta kexætur hér á landi fengið hið þekkta banda- riska Nabisko kex til að maula. Þetta er kexið sem allir bandariskir kexarar halda upp á og er svona álíka þjóðarréttur þar og Prins Polo hér á landi. Það er enginn annar en Rolf Jo- hansen stórkaupmaður sem hefur umboðið fyrir Nabisko hér á landi. Alltaf er Rolf jafn seigur að næla T þ.ær vörur sem selj- ast... Askriftargjald að Stöð 2 hækkar um 5% um mánaðamótin án þess að hækkunin hafi verið auglýst. Magnús Kristjáns- son, markaösstjóri íslenska útvarpsfélagsins, segir í Moggan- um að þeir sem greiði með greiðslukorti fái hækkunina endur- greidda hafi þeir ekki gert sér Ijóst að gjaldið hækkaði. Þessi yfirlýsing vekur furðu margra í Ijósi þess að áskriftargjaldið fell- ur ekki í gjalddaga fyrr en í næstu viku. Nú þurfa korthafar að halda því vandlega leyndu að þeir lesi Morgunblaðið til að geta fengið hækkunina endurgreidda... IBorgarleikhúsinu er hafnar æfingar á banda- ríska gamanleikritinu Svánurinn og verður verk- ið frumsýnt á litla sviðinu þegar kemur fram í okt- óber. Það er engin önnur en María Ellingsen sem fer með aðalhlutverkið en aðrir leikendur eru Björn Ingi Hihnarsson og Ingvar E. Sigurðsson. Leikstjóri Svansins er Kevin Kuhlke, aðalleiðbeinandi Experimental Theater Wing við New York háskóla... Austurstræti 3 • Suðurlandsbraut 46 • Miðbær • Kaupvangsstræti v/Faxafen Hafnarfirði Akureyri «subwry* Vönduð vinna unnin aðeins af fagmönnum! FULLKOMINN SPRAUTUKLEFI OG LAKKBÖKUN slkkens BÍLALÖKK ÞJÓNUSTUAÐILI FYRIR <S8> TOYOTA Nýbýlavegi 10 200 Kópavogi 554 2510 RETTINqfíR AUÐUNS Svokallaðar Bessastaðabækur Alþýðublaðsins hafa vakið misjöfn viðbrögð meöal áskrifenda blaðsins — sem eru að vísu ekki margir. Um er að ræða uppdiktaðar dagbókarfærslur herra Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og fer höfundur oft á kostum í gamansömum skrifum. Einhverjir áskrifendur munu hafa sagt upp blaðinu, þar sem þeir þola ekki að verið sé að gera grín að forsetanum og forsetafrúnni, en nokkrir nýir áskrif- endur hafa fyllt upp í skörðin. Ýmsar getgátur eru á lofti um hver sé höfundur Bessastaöabóka. Sumir telja að það sé Hrafn Jökuisson ritstjóri, aðrir hafa Össur Skarphéðinsson grunaðan um skrifin. Einnig hafa verið nefnd nöfn þeirra Guð- rúnar Pétursdóttur, fyrrum forsetaframbjóðanda, Sighvats Björgvinssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar en Jón sver af sér bækurnar. Nágrannar Alþýðublaðsins hafa hins veg- ar hvíslað því að HP að Gunnar Smárí Egilsson þlaöamaður hafi aö undanförnu gert sér tíðförult á fund Hrafns ritstjóra... Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR SóLON ISLANDUS CBiWlWliiH

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.