Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 23
FlMIVmiDAGUR 29. ÁGÚST1996 „Þeir sem vora í 16 manna hópn- um á sunnudaginn áttu það allir skilið." Lúlli og Nökkvi hættir í ÍBV? E^aö vakti athygli aö hvorki Nökkvi Sveins né Lúili Jónasar voru í hópi ÍBV fyrir bikarúrslitaleikinn gegn ÍA. f staö þeirra var 18 ára gutti sem ekki hefur spil- aö einn einasta deildarieik í hóitnum, eini varnarmaöurinn á varamannabe'kknum. Undirrituðum hefur borist til eyma aö Nðkkvl og Lúlli séu hættir meö ÍBV og þvi var haft samband viö Atia Eðvalds til aö fá fregnina staöfesta. ..Bjöm hefur staöiö sig svo vel að hann átti þetta skiliö. Hann var þúinn aö standa sig betur en hinir. Ef þeir eru ánægöir meö sína frammistöðu í sumar þá þeir um þaö en þessir sextán sem voru í hópnum á sunnudaginn áttu þaö allir skilið." En eru Lúlli og Nökkvi hœttir? ,,Ég veit þaö ekki, ég hef ekki heyrt frá þeim. Þeir mættu ekki á æfingu á mánu- daginn og ég veit þaö eitt aö Lúllí er í bæn- um þannig aö ég get ekki sagt neitt um þaö. Ég get ekki verið aö hringia í menn og spyrja þá af hverju þeir mæti ekkí á æf- ingu," sagði Atli. Þaö er því líklegt að hörg- ull veröi á vamarmönnum f Vestmannaeyj- um á næstunni. En eins og menn muna spilaði Atli sjálfur I fyrra og ef mikiö veröur um meiösl er aldrei aö vita nema hann taki fram skóna og sýni Hólsgenginu hvernig á aö spila vörn. „Ekki-brotið“var fyrir utan teig! ^að er kannski aö bera í bakkafullan ”lækinn aö fjalla um bikarúrslitaleik- inn en ég læt mig hafa það. Stemningin á veilinum var mjög góö og stuðnings- menn beggja liöa voru til fyrirmyndar. Áhorfendur fengu fullmikia athygli press- unnar aö mati Gylfa Orrasonar sem greinilega fannst hann vera afskiptur. Ekki veit ég hvernig ööruvísi er hægt aö útskýra af hverju hann gaf !a víti. Adolf Ingi, sem réttilega hefur fengiö orö í eyra hjá mér í sumar, fær rós í hnappa- gatið fyrir aö sýna í sjónvarpsfréttum síö- astliðiö þriöjudagskvöld aö „meint" brot var fyrir utan teig. Húrra Adolf. Reyndar sagöist Adolf ekki vilja segja til um hvort um brot hefði verið aö ræöa en sýndi og sannaöi meö hjálp myndavélar, sem var staösett gegnt vítateigslínu. aö umrætt atvik geröist fyrlr utan teig. Vafasamur dómur? Vafasamur! Hallóóó, er ekki ailt í lagi? Þaö er grátlegt aö fjölmiðlar skuli ekki lengur hafa sjálfstæöar skoðanir; annaö hvort finnst mönnum að víta- spyrnudómurinn hafi veriö réttmætur eöa ekki. Því ber aö fagna aö í þaö minnsta einn íþróttafréttamaður segir það sem honum finnst. Dómarar og línuveröir (ó, fyrirgefiö — aöstoöardómarar) vernda knattspyrnu- menn gegn Ijótum brotum, halda uppi aga innan vallar og sjá til þess aö reglum leiksins sé fylgt. Án dómara væri knatt- spyrnan ekki til. Dómurum veröa oft á mistök, stundum afdrifarik. Eftir aö lands- menn eru búnir aö sjá atvikiö umtalaöa í sjónvarpi margoft eru langflestir sammála um aö dómurinn hafi veriö rangur. Þetta hljóta dómari leiksins, Gylfi, og EgiU Már línuvöröur aö sjá núna. Egill gaf Gylfa merki um aö meint brot heföi verið innan teigs. Sami línuvöröur flaggaöi rangstöðu á Tryggva í upphafi leiks og þaö sést á sjónvarpsupptökum að hann er ekki rang- stæöur. En þaö er víst ekki fordæmi fyrir því aö dómarastéttin afsaki sig á einn eða annan hátt. Ég segi fyrir mig: þetta var ekki víti og ef Haralilur Ingólfs er vanur aö detta ef fluga sest á bakið á honum þá á hann erfiöa ævi fyrir hönd- um. Þaö getur vel verið aö Frikki Sæ- bjöms hafi „stutt" á bak Haraldi en ég dreg í efa aö þaö hafi veriö jafn hraust- lega gert og Haraldur vill vera láta. Hafi Frikki ýtt þá er mér fyrirmunað aö skilja hvemig Gylfi gat séö þetta. Annars dettur mér ekki I hug aö taka neitt frá Skaga- mönnum; þeir unnu leikinn og eru meö sterkara lið en ÍBV. Stjömumenn of góðir fyrir jójó-mglið — Þegar enn eru eftir 5 umferðir er Stjarnan með 18 stig í fjórða sæti deildarinnar og möguleikarnir á Evrópusæti allgóðir Stjarnan hefur í gegnum tíð- ina verið háifgert jójó-lið. Það hefur ýmist verið á toppi annarrar deildar eða á botni þeirrar fyrstu. Mönnum ber saman um að Stjörnumenn hafi í gegnum tíðina spilað ágætis- fótbolta enda hafa spilað með þeim góðir knattspyrnumenn á borð við Áraa Sveins, Láras Guðmunds.Togga Þráins og Sveinbjörn Hákonar, að ógleymdum fyrrum atvinnu- manni hjá Raufoss, Valgeiri Baldurs. Stjörnumenn, sem virðast úr allri fallhættu, gætu vel tekið upp á því að tapa næstu Ieikjum og jafnvel falla. Það er þó fjarlægur möguleiki og liðið er alltof gott til þess. Það veikir liðið talsvert að krafta Kidda Lár og Ómars Sig- tryggs nýtur ekki lengur við þar sem þeir eru farnir utan til náms. Það veikir hóp Stjörn- unnar enn frekar en hann er ekki alltof breiður fyrir. Öldruð vörn en engu að síður öflug Stjarnan leikur 4-5-1 sem sjaldan eða aldrei breytist í 4- 3-3. Fyrrum landsliðsmark- vörðurinn Bjami Sig ver mark Stjörnunnar og er enn einn af betri línumarkmönnum á land- inu. Hann er sterkur einn á móti einum en hann mætir manninum tiltölulega seint. Veikleiki Bjarna er án efa hversu staður hann er á lín- unni. Hann er ekki nægilega duglegur að hirða fyrirgjafir og hann er af þeirri kynslóð mark- manna sem eiga ekkert sérlega gott með að koma boltanum í spil eftir að hafa fengið send- ingu frá varnarmanni. Bjarni hefur engu að síður átt ágætt tímabil hjá Stjörnunni. Varnar- menn Stjörnunnar eru iðulega fjórir. Lestrarhesturinn Helgi Björgvins er svíper Stjörnunn- ar og les leikinn vel. Hann er ekki sá fljótasti í boltanum en er fastur fyrir og staðsetur sig mjög vel. Fyrrum fyrirliði HK, Reynir Bjömsson, er einn af nýliðum ársins í deildinni. Hann hefur spilað fyrir framan Helga í vörninni. Reynir er góð- ur skallamaður og eldsnöggur. Þá er hann mjög góður tækl- ari.Hemmi Ara og Heimir Er- Iings hafa verið bakvarðapar Stjörnunnar og staðið sig ágætlega. Birgir Sigfússon hef- ur spilað til skiptis á kantinum og í vörninni og skilað sínu hlutverki með sóma. Eðlilega reyna Stjörnumenn að byggja spil í kringum bakverðina og að mínu viti mættu þeir nota þá meira í sókninni. Baldur ojg Valdi í sérflokki á miðjunni Að öðrum ólöstuðum eru Baldur Bjarna og Valdi Krist- ófers búnir að spila einna best Stjörnumanna. Reyndar fer því fjarri að Baldur sé sér- lega slyngur varnarmaður. Þó hefur honum farið mikið fram á síðastliðnu ári í varnarhlut- verkinu. Hann er þeirra öflug- asti sóknarmaður en er á Ingólfur Ingólfsson, meiðslagemsi Stjörnumanna númer eitt, hefur kornið sterkur inn og skorað mikil- væg mörk. stundum fullgjarn á að klappa boltanum. Það er mikið gleði- efni fyrir aðdáendur Stjörn- unnar (sem reyndar eru skammarlega fáir og hryllilega slappir) að Valdi hefur verið nokkurn veginn heill í sumar. (Reyndar er ekki víst að hann verði með í kvöld en hann hef- ur náð að vera með í ótrúlega mörgum leikjum í sumar.) Valdi er að spila sitt besta tímabil í mörg ár. Þá er ótal- inn annar meiðslagemsi, Ing- ólfur Ingólfs, sem virðist loks- ins vera að ná sér en hann hef- ur ekki spilað heilt keppnis- tímabil síðan í 5. flokki. Það sama gildir um Bigga og Ingó; þeir hafa verið meiddir eða í liðinu á víxl og það er lykilat- riði að þeir verði heilir í loka- umferðunum — ekki er hópur- inn svo breiður. róttir Sigurður Ágústsson Hættunni bægt frá Stjörnumarkinu - Gumma Ben og Hemma Ara. Goran Micic fær dæmd á sig of mörg klaufabrot í sókninni. Það er greinilegt að Stjörnumenn vantar tvo nýja sentera fyrir næsta ár ef þeir ætla ekki að slá met Leeds. Senterapar Leeds er samanlagt 68 ára. Vantar yfirvegun Ungu strákarnir á miðjunni eru þeir Rúni Sigmunds og Raggi Áma. Rúna var ætlað að vera akkerið á miðjunni. Sann- ast sagna hefur það gengið upp og ofan hjá honum. Hann vant- ar enn stöðugleika sem leik- maður. Raggi er eldfljótur vængmaður með hæfileika til að taka menn á. Hins vegar virðist hann stundum vanta nauðsynlega yfirvegun og hann er ekki nægilega góður að klára flærin sín. Þá er ótalinn vara- maður Gorans, Bjarai Gaukur, en hann hefur fengið nokkur mjög góð færi í sumar án þess að klára þau. Yirleitt hefur hann spilað frammi eða á vængnum. Hann er fljótur og að sinni. Birgir Sigfússon, Himmi Hollywood, Bjarni Sig og í baksýn glittir í Aldrei sama liðið Störnumenn, sem hafa lengi haft þann stimpil á sér að vera óttalegir pabbastrákar virðast vera að reka af sér slyðruorð- ið. Doddi „Ferguson“ virðist vera að gera góða hluti með liðið og Starnan er að leika nokkuð jafna leiki. Það stend- ur þeim þó fyrir þrifum að þeir hafa varla stillt upp sama liðinu tvo leiki í röð. Jójó- stimpillinn fer að detta af þeim ef svo fer fram sem horf- ir. Liðið er nokkuð massíft; vörnin er öflug en á miðjuna vantar fleiri markaskorara. Að manni læðast þær grunsemdir að félagið sé ekki nægilega vel rekið og fjöldi áhangenda liðs- ins er til skammar. Að bæjar- félagið skuli ekki geta samein- ast um eitt íþróttafélag er fyr- ir neðan allar hellur. Hver veit þó nema að úr rætist þegar Stjarnan byrjar sitt annað tímabil í röð í fyrstu deild næsta vor. Stjarnan-Leiftur Liðin í þriðja og fjórða sæti eigast við í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði liðin; Stjörnumenn eiga góða möguleika á Evrópusæt- inu sem Leiftur situr nú í. Síð- asti leikur var mikill markal- eikur, fór 5-3 fyrir heima- menn. Það vill Stjörnumönn- um til happs í kvöld að Leift- ursmenn hafa verið brokk- gengir í leikjum sínum, sér- staklega gegn slakari liðum deildarinnar. Þá mun í kvöld spila sinn fyrsta deildarleik gegn gömlum félögum fyrrum fyrirliði Stjörnunnar, Ragnar Gíslason. Hermann Arason hefur spilað vel í vörn Stjörnunnar en er, eins og flestir varnarmenn Stjörnunnar, kominn á „efri ár“. duglegur en það sama á við um hann og Ragga og Rúna; það vantar enn talsvert upp á til að þeir teljist verulega sterkir knattspyrnumenn. „Old-boys“- kallinn sterkur Hvort sem menn trú því eða ekki þá er Goran Micic orðinn 34 ára. Það er ótrúlegt ef taka á mið af því hve sprækur hann er. Sannast sagna er Goran sterkasti senterinn á landinu í 4-5-1 leikkerfi — það sást best í leik Stjörnunnar og KR þar sem hann fór illa með fjóra varnarmenn KR hvað eftir ann- að. Goran er mjög gráðugur og skýlir bolta vel; nær þannig oft að halda boltanum þar til hjálpin berst. Helsti gallinn við hann er hversu gjarn hann er á að brjóta af sér í sókninni. Skemmtileg umferð Eftir alllangt hlé byrjar bolt- inn að rúlla í fyrstu deild í kvöld. Heil umferð er á dagskrá og eins og alltaf eru allir Ieikirn- ir „úrslitaleikir“ og öll lið ætla að leika til „sigurs“. Hvað um það. Stórleikur umferðarinnar verður á Stjörnuvellinum þar sem Stjarnan tekur á móti Leiftri. Þarna eigast við liðin í 3ja og 4ða sæti deildarinnar og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér Evrópusæti. Leiftursmenn, sem hafa ekki verið nægilega stöðugir í sínum leik, vita vel að það er krafa Ól- afsfirðinga að standa sig og tryggja Evrópusætið þannig að pressan á þeim verður tals- verð. Leikmenn liðsins eru allir leikreyndir og ættu að þola pressuna vel. Stjörnurnar í Stjörnunni geta mætt afslapp- aðir til leiks enda er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem liðið er ekki í fallbaráttu. Spurningin er hvort menn þar á bæ eru nægilega gráðugir til að tryggja sér almennilegt sæti. Blikarnir þurfa að fara upp á Skaga að etja kappi við ÍA og munu reyna að fylgja eftir góð- um úrslitum gegn KR. Þrátt fyr- ir að Siggi Donna, Pálmi Har- alds og „sóknarbakvörðurinn“ Teddi Hervars séu öllum hnút- um kunnugir á Skaganum er óvíst hvort það dugar til. Skagamenn ætla sér áreiðan- lega að sýna að bikarmeistara- titillinn var verðskuldaður og að það hafi verið rétt ákvörð- un hjá þeim að láta Bíbi fara. Addi Grétars, sem nýlega missti landsliðssæti sitt, hefur allt að sanna og berst nú í bökkum með samherjum sín- um í Breiðabliki og hver veit nema að Blikum takist að leggja Skagann og KR með 10 daga millibili. Róðurinn verður þungur fyrir Blika en þó hjálp- ar það þeim að Skagamenn hafa átt verulega annríkt að undanförnu en Blikar verið í fríi. Ætli Keflvíkingar sér að tolla uppi verða þeir að fara að taka sér tak og „bíta“ betur frá sér. Það er stutt í næstu lið - - mikið rétt — en það er líka stutt eftir af mótinu. Valsarar eru, eins og ansi mörg lið, í bullandi séns á að komast í Evrópukeppnina. Það er að verða mesta spennan að sjá hvaða lið hreppir Evr- ópusæti. Bæði lið hafa fengið dágóða hvíld og ættu því að koma fersk til leiks. Það er ekki líklegt að mörg mörk líti dags- ins ljós í Keflavík í kvöld. Liðin eru þekkt fyrir góðan varnar- leik og slakan sóknarleik þann- ig að útkoman ætti ekki að verða ótölulegur fjöldi marka. Valsmenn hafa einungis fengið á sig 16 mörk en liðin hafa skor- að jafnmörg kvikindi, 12 talsins. Hvernig sem leikurinn fer verð- ur væntanlega eitthvað um bókanir. KR-ingar verða að vinna Ætli KR-ingar að láta draum- inn rætast og vinna íslands- meistaratitilinn verða þeir að vinna Fylki í kvöld. Svo einfalt er það. Skagamenn eru ekki líklegir til að tapa mörgum stigum það sem eftir lifir móts og ekkert er fjær þeim en að gefa Vesturbæingum snemm- búna jólagjöf. Þetta vita KR- ingar og væntanlega mun ein- hvers taugatitrings gæta í her- búðum þeirra. KR- ingar hafa hins vegar verið að spila mjög vel og gjörsigruðu Mozyr fyrir skömmu þannig að egóið ætti að vera í góðu lagi. Fylkis- menn eru hins vegar á mikilli siglingu og hefur gengið þokkalega eftir að nýr þjálfari tók við. Auk þess hefur Bjarki Péturs hleypt lífi í leik liðsins. Þá eru og teikn á lofti um að markamaskínan Kiddi Tomm sé að vakna til lífsins og það munar um minna. KR-ingar á heimavelli, með Gumma, Heimi og Einsa, eru þó mun sigurstranglegri. Vonsviknir Vestmannaeying- ar munu væntanlega eiga fullt í fangi með að ná sér á strik eftir ófarirnar í Eyjum. Atla bíður það verðuga verkefni að koma mönnum á tærnar því Grind- víkingar eru sýnd veiði en ekki gefin. Til að vinna leikinn þurfa Lundarnir að stoppa Mr. Torfason og Zoran; þeir bera liðið uppi og eru illviðráðan- legir. Með sigri myndu Grind- víkingar fjarlægjast botninn en tap þýðir að þeir eru komnir í fallpakkann. Að sama skapi þýðir ósigur ÍBV að draumur- inn um Evrópusæti er úti og þá lætur Hólsgengið væntanlega í sér heyra svo um munar. Það væru npkkurs konar sárabæt- ur fyrir ÍBV að vinna leikinn en salt í sárin að tapa. Annars er ekkert víst að leikurinn fari fram í kvöld vegna þess að það er ófært til Alcatraz annan hvern dag og ég man ekki hvort það var ófært í gær eða fyrradag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.