Helgarpósturinn - 29.08.1996, Síða 2

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 Ein af þeim sjö sjáifsmyndum af Jóni Óskari sem munu hanga uppi hjá Sævari Karli á næstunni. Jón Óskar sýnir hjá Sævari Karli: Sjö sjálfsmyndir Hinn bráðskemmtilegi mynd- listar- og umbrotsmaður Jón Óskar opnar síðdegis á föstudag sýningu á sjö sjálfs- myndum í Galleríi Sævars Karls við Ingólfsstræti. Að sögn Jóns eru allar þessar myndir unnar með blandaðri tækni, þar á meðal tölvum að hluta, á þessu ári. Þeir sem eitt- hvað hafa fylgst með Alþýðu- blaðinu að undanförnu hafá væntanlega tekið eftir því að síðustu daga hafa birst á síðu þrjú litlar myndir af myndlistar- manninum. Aðspurður hvort um slíkar myndir væri að ræða svaraði Jón því til að það væri einmitt um svoleiðis myndir að ræða, nema hvað þær væru í lit og að öllu leyti miklu meiri glæsibragur yfir þeim. Jón Ósk- ar opnar sýninguna nánar til- tekið klukkan fjögur á föstudag. ...Daníel Ágústi Haralds- syni sem ásamt þremur gru- va jembe trommuleikurum ætlar að skemmta á Tetriz á föstudagkvöld. Efni í helvíti gott grúv. ...Hljóð- og ljósmyndasýn- ingu Þorsteins Joð, Raddir í Reykjavík, í Ráðhúskaffinu sem lýkur um helgina, þ.e.a.s framlengingunni. ...Sixties sem verður meö stórdansleik á Eskifirði (heimabæ Alla ríka) á laugar- dagskvöld. Síöasti sjens á aö verða ástfangin enda sumar- ið senn á enda. ...SSSól í Njálsbúð í Vestur- Landeyjum á laugardags- kvöld. Víst er að þar mun Helgi Björns leggja sig allan fram því að viku liðinni mun hann þurfa að hita upp fyrir vin sinn Damon Aibarn I Blur. Þarna er því tækifærið til þess aö æfa sig. ...Hljómsveit Birgis Gunn- Iaugssonar í Danshúsinu Glæsibæ. Einhvers staðar verða vondir að vera um helg- ina. ósið fær... ...Hrafn Jökuls- son, ritstjóri Al þýðublaðsins, fyrir að hafa loks fengið almennileg viðbrögö viö einu minnsta blaðinu á dag- blaðsmarkaðn- um með birtingu svokallaðra Bessa- staðabóka. í Bessastaðabók- unum er lýst í léttum dúr og mjög nákvæmlega daglegum þankagangi forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Gríms- sonar, og tilfinningum hans til embættisverka sinna frá degi til dags. Þaö er fyrir löngu kominn tími á aö helgislepjan, sem eink- um fylgdi frú Vigdísi Finnboga- dóttur í starfi, verði máö af embætti forseta íslands. Rit- stjóri Alþýöublaösins hefur reyndar löngum verið T farar- broddi þeirra sem þorað hafa að segja skoðun slna á emb- ættinu opinberlega en toppar þaö nú meö löngu tímabær- um gamanskrifum... Tónleikar í Norræna húsinu Caput á disk Hinn víðfrægi Caput-hópur vinnur nú að nýjum geisladiski með verkum eftir danska tónskáidið Lars Graugaard undir stjórn norska hljómsveitarstjórans Cristians Eggens. Lars Graugaard er af yngri kyn- slóð danskra tónskálda en hefur á síðustu árum verið mjög afkastamikill, sérstak- lega við smíði kammerverka. Christian Eggen er hins veg- ar einn virtasti hljómsveitar- stjóri Norðmanna um þessar mundir. Hann hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum Noregs og víða í Evrópu. Það vill nú svo skemmti- lega til að næstkomandi laug- ardag mun Caput-hópurinn halda svokallaða verkstæðis- tónleika í Norræna húsinu og fiytja verk sem Lars Grauga- ard samdi sérstaklega fyrir hópinn. Þá má geta þess að geisladiskurinn er væntan- legur á heimsmarkað í byrj- un næsta árs og ættu unn- endur klassískar tónlistar ekki að láta hann fram hjá sér fara. Hinar kýrnar í Hlaðvarpanum Næstkomandi föstudag verður frumsýnt nýtt ís- lenskt gamanleikrit á vegum Kaffileikhússins eftir Ingi- björgu Hjartardóttur undir leikstjórn Þórhalls Sigurðs- sonar. Leikendur eru Árni Pétur Guðjónsson, Edda Am- ljótsdóttir og Sóley Elíasdótt- ir. Laga- og textahöfundur er Ámi Hjartarson. Leikritið segir frá bónda- syni nokkrum sem við skyndi- legt fráfall móður sinnar aug- lýsir eftir ráðskonu. Eftir nokkra leit finnur hann eina slíka og þá fara óvæntir at- burðir að gerast. Ingibjörg vann leikritið Hin- ar kýrnar í Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavfkur og var það sýnt snemma á vinnuferl- inum á einni sýningu í Borgar- leikhúsinu síðastliðinn vetur. Síðan hefur Ingibjörg haldið áfram að þróa verkið í sam- vinnu við leikhópinn og Kaffi- leikhúsið og hefur að sögn tekið miklum breytingum. Það verður því spennandi að sjá hvernig til tekst. Leikarar leikritsins Hinar kýmar sem frumsýnt verður í Hlaðvarpanum, fr.v.: Edda Arnljótsdóttir, Ámi Pétur Guðjónsson og Sóley Elíasdóttir. Bp

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.