Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 • jíffmm HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Sæmundur Guðvinsson Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Óverjandi ástand Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því heilsugæslulæknar sögðu upp störfum og mánuður frá því uppsagnirnar komu til framkvæmda. Hvorki gengur né rekur að leysa deiluna og allar tilraunir til að ná sáttum hafa reynst árangurslausar til þessa. Það eina sem almenningur veit um þessa deilu er að læknar vilja bætt kjör. Ekki er látið svo lítið að upplýsa fólk um kröfur lækna né gagntilboð ríkisins. Fréttir stórfjölmiðla landsins af samningamálum eru stuttar og fáorðar. Enda er það ólíkt fyrir- hafnarminna að þýða erlend fréttaskeyti um heilsuleysi Jeltsíns en að eyða tíma og kröftum í það að afla upplýsinga um megin- atriðin í deilu ríkis og lækna. Hins vegar er nokkuð um frétta- flutning af því hvernig læknisleysið bitnar á almenningi og við- mælendur fjölmiðla hafa undanfarnar vikur lýst því yfir að ástandið geti ekki varað svona lengur. Samninganefndir deiluaðila hittast af og til í Karphúsinu og fara yfir stöðuna eins og það er kallað. Að loknum slíkum yfir- ferðum eru nefndarmenn sammála um að þeir séu ekki sam- mála um neitt. Þetta er að verða nokkuð leiðigjarnt svo ekki sé meira sagt. Ríkið dró lappirnar í þessum samningamálum von úr viti og reyndi ekki að finna lausn fyrr en allt var komið í hnút. En ef það er tiifellið að þær samninganefndir sem nú sitja eru ófærar um að leysa deiluna verður að grípa til sérstakra ráð- stafana. Til dæmis að skipta um oddvita nefndanna og athuga hvort aðrir eru til þess hæfari að finna lausn en þeir sem nú fara fyrir báðum hópum. Alla vega er ljóst að ekki verður leng- ur unað við núverandi ófremdarástand. Læknisþjónusta er meira og minna í lamasessi, ekki síst úti um land þar sem sjúkir þurfa í sumum tilfellum að ferðast hundruð kílómetra til að finna sjúkrahúslækni. Sagt er að deilan hafi engum orðið að bana til þessa og vonandi er það rétt. Hins vegar er það ekki spurning um hvort þetta ástand muni valda dauðsföilum eða ekki, heldur hvenær fyrsta dauðsfallið verður. Breytir þá engu um þótt læknar sinni neyðartilfellum í sjálfboðavinnu hér og hvar. Margir læknar eru á förum af landi brott og líklegt að fleiri fylgi á eftir. Þá er talið að einhverjir sjúklingar hafi beðið varan- legt heilsutjón vegna þessa ástands og það út af fyrir sig er óverjandi með öllu. Ef ekki verður höggvið á hnútinn í læknadeilunni án tafar á ríkisstjórnin ekki annan kost en lýsa yfir neyðarástandi og grípa til viðeigandi ráðstafana. Tryggja verður landsmönnum lágmarksöryggi með einum eða öðrum hætti og það er hlutverk stjórnvalda að gera það. Kannski að það sé til of mikils mælst að núverandi ríkisstjórn sýni af sér röggsemi í þessu máli frek- ar en öðrum. En deilan endalausa verður að taka enda nú þeg- ar. Ráðaleysi og fálmkennd vinnubrögð fjármálaráðuneytisins í þessu máli eru með eindæmum. Eftir að prókúristar ráðuneyt- isins neyddust til að draga höfuðin upp úr sandinum hafa þeir ekki gert eitt né neitt af viti til að reyna að ná samningum við lækna. Enda eru menn þar á bæ fyrst og fremst uppteknir af því að berja saman hallalaus fjárlög með því að knýja á um niður- skurð á framlögum til meðhöndlunar sjúklinga og til reksturs sjúkrahúsa. Meðan menn eru með allan hugann við niðurskurð og aftur niðurskurð er lítil von til þess að þeir uppskeri ein- hvern árangur af málamyndaviðræðum við fulltrúa lækna. Það er móðgun við heilbrigða skynsemi almennings að halda því fram að læknadeiian sé svo erfið að hún sé óleysanleg. Þeir forstokkuðu kerfiskallar sem halda því fram ættu að taka pok- ann sinn og snúa sér að öðrum veigaminni verkefnum. Vissu- lega er málið snúið á ýmsa kanta en staðreyndirnar liggja á borðinu. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr verður að hækka grunnlaun lækna verulega. Öðru vísi verður málið ekki leyst. Það er hægt að gera það án þess að allt fari í bál og brand á öðrum vígstöðvum á vinnumarkaði. Geri menn sér ekki grein fyrir þessu er ekki um annað að ræða en skipta um fjár- málaráðherra. Sæmundur Guðvinsson Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasfmi: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, sfmbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánudi efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Fjölmiðlun: Viðskipti og hugsjónir Einu sinni voru Vísir, Dag- blaðið (DB) og Dagblaðið Vísir (DV) hörkufréttablöð. Það helgaðist í fyrstu af grimmri samkeppni Vísis og DB um að ná yfirburðum á há- degisblaðamarkaðnum. Á þessum blöðum unnu góðir fréttamenn og ritstjórar, sem nutu sín í samkeppni. Smám saman urðu viðskiptasjónar- mið ofan á og úr Vísi og DB varð Dagblaðið Vísir, DV. DV hélt áfram að stunda góða og harða fréttamennsku til þess að festa sig í sessi andspænis Morgunblaði árdegisins. Blað- ið náði góðum árangri og markaðsstaða þess varð trygg án þess að hafa þyrfti mikið fyrir því. ,,Keyrt“ var á að geta boðið upp á öfluga frétt dag- lega. Fréttamennirnir höfðu metnað og unnu eftir því, sem þeir sjálfir höfðu metnað til. Þetta hefur breytzt. Efnislega hefur blaðinu farið aftur. Skel- egg fréttamennska hefur látið í minni pokann fyrir blaða- mennsku, sem dregur dám af gæzlu viðskiptahagsmuna og pólitískra hagsmuna. Hugsjón- ir blaðamennskunnar hafa horfið. Viðskiptajöfrarnir, sem tryggja sér tekjur af blaðinu upp á eina milljón á mánuði, lifa eins og blóm í eggi, en í sparnaðarskyni var sett yfir- vinnubann á fréttamennina. Blaðamennirnir voru gerðir að venjulegum skrifstofuþrælum. Það vill svo til, að oftast eru beztu fréttirnar ekki skraut- fjaðrir fyrir þetta samfélag og í viðskiptum eiga hugsjónir í þágu samfélagsins ekki alltaf við. Þróunin hefur verið í þá átt að velja til forsíðuuppslátt- ar efni af öðrum fréttatoga en fyrr. Nú er aðaláherzlan á af- brot og glæpi, óhamingju ein- stakiinga, slys, sjúkrasögur, kynskipti o.s.frv. DV hefur satt að segja hrakað einhver býsn á s.l. tveimur til þremur árum. Hvorki fugl né fiskur án Jónasar Sem dyggur blaðalesandi get ég staðhæft fyrir minn munn og margra annarra, að það eru einkum forystugreinar Jónas- ar Kristjánssonar, sem vekja athygli og selja blaðið, hvað svo sem manni finnst um skoð- anir hans, auk fastra greina Halldór Halldórsson DV víkur sér undan umfjöllun um pólitík, umfram skyldu. Óhæði og sjálfstæði blaðsins virðist ekki skipta jafnmiklu máli og menn vilja vera láta. í hugum gamaldags blaða- manna eins og mín er það hlut- verk blaðamennsku að gæta frelsis og lýðræðis, auk þess sem hún á að berjast af alefli gegn úreltum siðum og hátt- um. Eiginhagsmunagæzla DV, dagblaðs athafnamannanna, hefur villt blaðinu sýn. Þetta vekur sérstaka athygli vegna þess, að Morgunblaðið, í árdaga blað kaupmanna- valdsins í Reykjavík og til skamms tíma málpípa „sjálf- stæðisstefnunnar“, tekur oftar en DV ígrundaða afstöðu eftir stökum málum og hirðir ekki lengur um blinda hlýðni við antekningar frá þessu, einkum þó í Morgunblaðinu. Almennt er gengið út frá þvf sem óvéfengjanlegri stað- reynd, að frjáls fjölmiðlun sé tryggð séu fjölmiðlarnir í höndum einkaaðila en ekki op- inberra eða einhverra hags- muna- eða skoðanahópa. Þessi staðhæfing er reyndar orðin að svolítilli tuggu að því leyti, að menn virðast löngu hættir að velta fyrir sér hvað ráði ferðinni hjá einkaaðilum, sem eiga blöð eða aðra fjölmiðla. Maður gæti haldið, að með eignarhaldi einkaaðila væri óhugsandi, að einhverjir aðrir hagsmunir gætu ráðið ferðinni en hagsmunir góðs rekstrar! Það vill gleymast, að það er m.a. eftirsóknarvert að eiga fjölmiðil vegna þeirra áhrifa, „Viðskiptajöfrarnir, sem tryggja sér tekjur af blaðinu upp á eina milljón á mánuði, lifa eins og blóm í eggi, en í sparnaðarskyni var sett yfirvinnubann á fréttamennina.11 fyrrverandi Helgarpóstspenna, þeirra Magnúsar Torfa Ólafs- sonar og Guðbergs Bergsson- ar. Jónas hefur náð að sýna meistaratakta í Ieiðaraskrifum, þótt stundum skjóti hann yfir markið. Án forystugreina Jón- asar væri DV hvorki fugl né fiskur þótt blaðið eigi það til að taka góða spretti í stöku fréttamálum. Það sem vekur einna mesta furðu mína er sú staðreynd, að þetta „frjálsa og óháða“ blað skuli ekki leggja ríkari áherzlu á að fylgjast með stjórnmálum landsins. Það er vettvangur, þar sem ,,óháð“ blað ætti að geta skarað fram úr. Stað- reyndin er hins vegar sú, að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokkn- um. Þetta hefur þó ekki breytt því, að oft spyrja menn sig hversu frjálst Morgunblaðið sé, hvort efnahagslegar ástæð- ur sníði því t.d. takmarkað svigrúm til að berjast gegn gömlum siðum og úreltum háttum. Skerðir gróðavonin frelsið? Þrátt fyrir að þessi tvö blöð séu harla ólík eiga þau þó það sameiginlegt, að bæði virðist þau skorta þann andblæ áhug- ans, sem oftast einkennir mik- ilvæg tæki frelsis, lýðræðis og upplýsingar. Stöku sinnum rekst maður á heiðarlegar und- sem eigandinn getur vænzt að geta haft á þróun og gang mála í samfélaginu. Þessir skoðana- hagsmunir geta m.a.s. verið mjög ríkir og skipt meira máli en örlítill taprekstur á viðkom- andi fjölmiðli. Fjölmiðlar á íslandi og ann- ars staðar voru settir á laggirn- ar til þess að framfylgja tiltekn- um skoðunum, standa vörð um tiltekin gildi og hugsjónir, og þrátt fyrir gróðavon fjöl- miðlunar nú til dags, skal eng- inn gera lítið úr þeim áhrifum sem eigendur fjölmiðla geta haft og hafa á vettvangi skoð- anaskipta, ef á reynir. Sumir fjölmiðlar vilja m.a.s. halda í gamla og úrelta hætti! Ijó kunnar Bersalir stefán Hörður Grfmsson / svikahlerinu á mótum hafáttar og hááttar situr bláberjasalinn í eigin draumi undir hestburði affjöllum. Nú erglatt í sölum. Hrœkindaþefur í loftinu og sœtur beizlahljómur. Tréhestar bryðja silfurmélin. Margt er kynlegt fyrir dyrum úti ogýmsir veðurboðar í fari bergmálsins. ígegnum rifna áru smýgur dökkur slœðingur. Bláberjasalinn gefur ský á stall. Firðin þegir — engar tungur mœla lengur svörin fram.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.