Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 21 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMl 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Spöng — miðsvæði í Borgarholti Deiliskipulag miðsvæðis í Borgarholti - Spöng - er til kynningar í sýningar- sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa á 1. hæð í Borgartúni 3, alla virka daga kl. 9-16, og stendur til 26. september nk. Þórjón: Það deyja fleiri af því að fá golfkúlu í hausinn en stökkva í fallhlíf... Golf hættulegra en fallhlífarstökk að er til orðatiltæki sem hljóðar einhvern veginn svona: Aðeins fallhlífarstökkvarar vita af hverju fugl- arsyngja,“ segir Þóijón Pétur Péturs- son, fallhlífarstökkskennari og annar eigandi Fallhlífarstökkskólans, en hann er einn reyndasti fallhlífar- stökkvari landsins og á að baki rúm- lega fimmtán hundruð fallhlífarstökk. „Það er trúlega ekki hægt að komast nær því að fljúga eins og fugl og í fall- hlífarstökki. Flestir hafa átt þann draum að svífa á skýi. Frjálsa fallið er nákvæmlega það. Tilfinningin er alveg ótrúleg og ekki hægt að lýsa henni. Fólk verður bara að upplifa hana. Ég hef enn þá mjög gaman af að stökkva þótt ég hafi verið í þessu lengi. Að vísu eru þetta oft hálfgerð skyldu- stökk, til að mynda stökk með nem- endur, farþegastökk, sýningarstökk og því um líkt. Ég hef stokkið um tvö hundruð sinnum í ár en aðeins fjögur stökk fyrir sjálfan mig. Ég dauðöfunda ykkur af því að vera að fara fyrsta stökkið. 011 spennan, hræðslan og adrenalínkikkið í fyrsta stökkinu. Þetta er eitthvað sem maður upplifir ekki oft á lífsleiðinni. Dauðaslys afar fátíð Fallhlífarstökk hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi síð- ustu ár og, að sögn Þórjóns, hafa nem- endur aldrei verið jafnmargir og í ár. „Árið 1992 voru um tuttugu virkir fall- hlífarstökkvarar í Reykjavík. í dag er- um við um fimmtíu og farið að verða erfitt að komast að í flugvélinni okkar því svo margir vilja stökkva. Fallhlífarstökk hættulegt? Nei, nei, blessaður vertu. Ég sá einhvern tím- ann tölfræði um hættur í íþróttum. Þar var sagt að hættulegra væri að spila golf heldur en að stökkva í fall- hlíf. Það deyja víst fleiri af því að fá golfkúlur í hausinn heldur en að stökkva út úr flugvél. Talið er að dauðaslys verði í einu af hverju hundrað þúsund stökkum. En fallhlíf- arstökk er hættulegt ef maður er ekki vakandi, og ef til vill hættulegra fyrir reynda fallhlífarstökkvara því þeir eiga frekar á hættu að gleyma varúð- arráðstöfunum. Eru orðnir of rútín- eraðir. Slysin í fallhlífarstökki verða oftast í lendingu og það eru byrjendur sem lenda oftast í þannig slysum. Menn lenda ekki rétt, koma til dæmis inn í miklum bremsum. Venjulega eru þau slys ekki alvarleg, tognanir og því um líkt. En þegar vanur stökkvari klikkar er það venjulega _mjög alvar- legt slys eða dauðaslys. Ég hef, eins og ég sagði áðan, stokkið um fimmtán hundruð sinnum og aðeins einu sinni lent í vandræðum. Ég var í farþega- stökki. Það er að segja konan mín, ófrísk, var farþegi hjá mér. Aðalfall- hlífin flæktist. Ég losaði hana bara af okkur og opnaði varafallhlífina. Veðurskilyrðin hér á landi eru ekki alltaf upp á sitt besta til fallhlífa- stökks en við stökkvum venjulega frá apríl og fram í október-nóvember. Á veturna fljúga evrópskir fallhlífar- stökkvarar, eins og farfuglarnir, til Flórída sem má segja að sé okkar stökksvæði á veturna. Síðustu fimm ár höfum við farið með nemendur til Flórída um páskana og kennt þeim þar í svokallaðri einkaþjálfun í frjálsu falli. Páskarnir er góður tími til að læra fallhlífarstökk því menn koma beint heim í vorið eftir námið og geta síðan verið að stökkva allt sumarið. Fallhlífarstökk er ekki dýrt sport. Ef maður er eins og kanína allt sumarið, upp í flugvél og niður í fallhlíf, alltaf stökkvandi, kostar það um hundrað þúsund krónurnar. Það er svipað og tveir góðir dagar í lcixveiðiá. Það kost- ar um hundrað þúsund krónur að læra. Fallhlíf kostar frá fimmtíu til þrjú hundruð þúsund krónur. Eftir það er kostnaðurinn við fallhlífar- stökk ekki mikill. Ekki nema maður sé með annan fótinn stöðugt í Flórída,“ segir Þórjón og hlær. Fallhlífarstökkskólinn hefur haldið stutt námskeið fyrir byrjendur í fall- hlífarstökki í sumar og mun halda því áfram eitthvað fram á haust. „Við skorum á þá sem hafa áhuga og þora að hafa samband við okkur og prófa fallhlífarstökk. Við ábyrgjumst að það verði með því ógleymanlegasta sem viðkomandi á eftir að upplifa í lífi sínu,“ segir Þórjón fallhlífarstökks- kennari að lokum. Brúðarmyndatökur Litur og svart/hvítt Myndaalbúm með 12 stk. 13x18 cm Innifalin ein stækkun í 24x30 cm Tilboðsverð í ágúst og september kr. 18.000.- Kristján Sigurðsson ljósmyndari HUGSKOT h/f Nethyl 2, 110 Reykjavík sími 587-8044 NÝ STJÖRNUSPÁ Á HVERJUM DEGI hvaö ber dagurinn í skauti sér? S P Á S í M I N N 904 1414 39.90 mínútan Brandara hvernig hljómar þú á brandaralinunm? þú getur bæði hlegiö aö gríni annarra og lesið inn þitt eigið grín! segið gamansögur 904 1030 39.90 mínútan

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.