Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 sálma erum við að tala um mjög stór nöfn. Menn eru ánægðir með hvernig við tök- um á móti þeim og slíkt spyrst fljótt út.“ Eru Oasismenn vœntanleg- ir á nœstunni; hafa einhverj- ar viðrœður átt sér stað? „Við höfum rætt við þá, já, en það er á algjöru frumstigi." Nú er það ekkert launung- armál að það er ansi dýrt að fá svona hljómsveitir til landsins. Þurfa ekki um 50. 000 manns að mæta á tónleik- ana til þess að þeir borgi sig? Hvemig samninga gerið þið við þessa menn? „Menn hafa verið skilnings- „Annar hver maður þekkir Damon og partí sem Damon er ekki væntanlegur í er alveg út úr kortinu. Allir sem ég hef talað við þekkja hann og eru góðir kunningjar hans.“ sér. Tíu mínútum eftir að ljós- in voru kveikt eftir tónleika Pulp voru allir farnir úr Höll- inni. Allir sem standa að og koma að tónleikahaldi á ís- landi eru sannfærðir um að þetta sé hið eina rétta.“ „Um 99% þessara krakka eru komin til að skemmta sér“ Með þessu fœrð þú vœnt- anlega foreldra unglinga á þitt band og þeir munu flykkjast á svceðið. „Það fylgir því herjans mikil ábyrgð að pumpa 5000 ung- lingum niður í miðbæ klukkan ellefu um kvöid um helgi og ég vil ekki vera ábyrgur fyrir því. Um 99% þessara krakka eru komin til að skemmta sér, dansa og syngja en það þarf ekki nema 10 einstaklinga með stæla og leiðindi til að skapa þessa „aggressjón" sem vill myndast á tónleikum. Þetta eina prósent viljum við ekki í húsið.“ Þú ert búinn að tala fjálg- lega um að ekki verði nein drykkja á tónleikunum en er það ekki óvinnandi verk að breyta íslenskum skemmt- anasiðum ogdrykkjusiðum? „Þessi drykkju,,menning“ byrjaði náttúrlega þegar fólk var að fara á ball í gamla daga og mátti ekki fara með áfengi með sér inn. Þá sturtaði það í sig áður en það fór inn og af- ganginn vitum við. Þetta er hins vegar tímaskekkja." Toppar Blur Pulp? Verður ekki erfitt fyrir Blur-menn að fylgja eftir feikigóðum tónleikum Pulp? Gera þeir betur? „Þeir vita vel að tónleikar Pulp voru mjög vel heppnaðir en miðað við þann metnað sem þeir leggja í tónleikana ina. Jet Black skipa Gunnar Bjarni (sá eini sem er eftir úr Jet Black Joe), Móeiður Júní- usdóttir og eineggja tvíbura- bræður Móu, þeir Gulli og Kiddi Júníussynir. Uppselt er á tónleikana þannig að hinir fyrirhyggjulausu sitja eftir með sárt ennið nema þeir nái í miða hjá svartamarkaðsbrösk- urum. „Damon kynni af honum segja mér að í honum sé ekki til hroki og hið sama má segja um Pulparana. Ég hef unnið með mörgum böndum en án efa eru þessir piltar ásamt Pulpurum þeir rólegustu í tíðinni. Það var til dæmis með ólíkindum hve mikla þolinmæði Darnon sýndi íslenskum aðdáendum sínum þegar hann var að árita „The Great Escape“ í Kringlunni. Gert hafði verið ráð fyrir því að taka á móti um 100-200 manns en um 700 manns mættu og það var ótrúlegt hversu þolinmóður hann var að skrifa á alla þá pappírsbleðla sem að honum voru réttir, auk allra remb- ingskossanna sem á hann var smellt. Þessu tók hann með stóískri ró. Maðurinn gerir sér fulla grein fyrir því að hann er mjög frægur, fólk vill vita alit um hann og ef það veit ekki þó bara býr það til.“ ríkir. Við eigum náttúrlega ekki stærra hús til hljómleikahalds en Laugardalshöllina og hún rúmar e'kki nema um 5000 manns.“ „The neutral spot“ „Þetta snýst kannski meira um það að í augum þessara poppara er ísland ,,cult“ í dag. Blur-menn komu hér saman og náðu vel saman að nýju, voru að upplifa gamla stemningu. Damon kallar þetta „The neutral spot“. Þess utan þá lát- um við þeim líða vel.“ Hvað meinarðu? Ferðu með þá í Baðhúsið til Lindu eða hvað? „Nei, ekki enn þá. Hér fá þeir meira og minna að vera í friði. Maturinn er góður, náttúran falleg, vatnið tært, loftið og allt það. Allir þessir menn búa í London og eru óvanir því að slappa af eins og þeir gera hér. Þeir ná að slaka á hér.“ Sérðu fyrir þér að ísland nái álíka vinsœldum og franska Rívíeran, Aspen og Mónakó sem sumardvalar- staður stórstirna? „Af hverju ekki vetrardvalar- staður? Ég segi eins og Damon sagði við mig: „Þess verður ekki langt að bíða að ísland verði aðal ,,cult“-staður tón- listarmanna. Ég sé það alveg fyrir mér. Ég held að við getum haldið stórkostlega tónleika hér og hátíðir án þess að til komi öll þessi geðveiki, drykkja, dóp, hnífstungur, höf- uðkúpubrot og nauðganir. Oasis hélt 250 þúsund manna tónleika í Knebworth fyrir skömmu. Þar voru 10 teknir; einn fyrir að sparka í hlið og hinir vegna ryskinga á lestar- stöðinni. Ég fer ekki ofan af því að þetta er vel hægt. Markað- urinn og tækifærin eru fyrir hendi.“ Þarf ekki marga til að eyðileggja fína stemningu Þið sem standið að Blur- tónleikunum œtlið að leggja ykkar lóð á vogarskálina, ekki satt? „Jú, ég hef leitað ráða hjá Berki Skúlasyni hjá forvarna- deild lögreglunnar um þessi mál og niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Tónleikarnir verða haldnir á sunnudegi í stað föstudags eða laugar- dags. Við byjum snemma, sjö um kvöldið, og þetta verður búið klukkan tíu. Það verður gífurlega gott eftirlit. Reynsl- an sýnir okkur að það borgar sig að hafa tónleikana snemma; það gekk vel á bæði Bjarkar- og Bowie- tónleikun- um. Pulp-tónleikarnir stóðu frá klukkan átta til ellefu og það tókst líka vel. Við slupp- um algerlega við fyllirí og eng- ar skemmdir urðu á húsnæð- inu. Það var ekki einu sinni brotinn gluggi og þeir hjá ÍTR sögðust ekki hafa séð tónleika fara betur fram hérlendis. Við ætlum að ganga enn lengra núna. Tónleikarnir verða frá sjö til tíu, aldurstakmarkið verður 13 ár og ölvun ógildir miðann. Sé fólk undir áhrifum vímuefna eða ölvað verður því vísað úr húsi eða meinað- ur aðgangur. Svo einfalt er það. Þrátt fyrir mikla gæslu þá ekki mikið til að gera allt vitlaust. Það þarf ekki nema 5 eða 10 manns til að eyðileggja þetta skemmtilega andrúms- loft. Fólk er komið til að dansa og syngja og skemmta held ég að þeir verði ekki síðri. Þeir koma með fimm ,,session“-leikara með sér og ekkert verður til sparað. Ég hef ekki séð Blur á tónleikum, þannig að ég get ekki borið sveitirnar saman, en ég get þó lofað góðum tónleikum í Höll- inni þann 8. september." Það verða svo Jet Black og SSSól sem hita upp fyrir dýrð- mer... Þau teiti sem haldin hafa verið í sumar án þess að von væri á söngvara Blur hafa verið heldur ómerkileg. Frá því að kappinn var uppgötv- aður á Café au Lait snemm- sumars hefur hann verið víð- förull og oftar en ekki verið í þetta þremur til fjórum part- íum samtímis. ísienskir ung- lingar, sem og eilífðarungling- ar, hafa allir haft tal af goðinu og rætt ýmis mál við það. Reyndar virðist sem milli Damons og alimargra fslend- inga ríki sérstakt trúnaðar- samband og hundruð ef ekki þúsundir íslenskra meyja hafa símanúmerið hjá hon- um. Það er engin stelpa með stelpum nema hafa sængað hjá kappanum. Greinarhöf- undur virðist vera einn ör- fárra íslendinga sem ekki hafa verið í teiti með Damoni og það upplýsist hér með að ég varðveiti heldur ekki síma- númerið hans. „Allir sem ég hef talað við þekkja hann og eru góðir vinir hans, hafa far- ið í partí meþ honum og svo framvegis." Ég spurði Denna hvernig strákarnir í Blur væru og Denni spurði mig glottandi hvort ég þekkti hann ekki vel persónulega. Sá sem hefur haft af meðlimum Blur nokkur kynni og ætti að vera einna dómbærastur á persónuleika jteirra er auðvit- að Denni sjálfur. Hann segir þá vera ósköp þægilega í um- gengni og iausa við stór- mennskuæði sem oft vill ein- kenna stjörnur af þessari stærðargráðu. „Damon er mjög ljúfur og skemmtilegur. Hann er húmoristi og mín T T • „UXl, hvað?“ Þií varst fenginn af for- ráðamönnum Uxa til að vera mótsstjóri á Uxa 95, hátíð sem var tekin aflífi í fjölmiðlum. Þar fór margt miður. Ertu ekki bara reynslunni ríkari og þar af leiðandi hœfari til að skipuleggja stórtónleika á við Blur- tónleikana? „Ég reyndi að tryggja mig eins vei og ég gat á Uxa með því að ráða 6 fíkniefnalög- reglumenn, 2 rannsóknariög- reglumenn, 50 lögregluþjóna og annað eins af Væringjum auk fjölda björgunarsveitar- manna. Við vorum með iækna og hjúkrunarkonur, þrjár Stígamótakonur, slökkvilið, slökkvibíl og sjúkrabíl. Við vorum með 200 manna gæslulið á þessari há- tfð og í stakk búnir til að taka við 10-15 þúsund manns. Öfl- ugri gæslu er vart hægt að hugsa sér. Að vísu komu upp 7 eða 10 fíkniefnamál sem er 7 eða 10 málum of mikið. Við sluppum blessunarlega við nauðganir, alvarleg slagsmál og meiðsli.“ Eru fíkniefni, slagsmál og nauðganir nauðsynlegir fylgifiskar tónleika og ann- arra viðburða þarsem mik- ill fjöldi unglinga kemur saman? „Það held ég ekki. Uxa-há- tíðina sem tónlistarhátíð var búið að dæma áður en hún hófst. Það sést best ef menn horfa á rólegheita fjöiskyidu- hátíð eins og Halló Akureyri að það er ekki tónlistinni að kenna að allt fer til fjandans. Það þurfti ekki teknó-tónlist til að allt færi úr böndunum fyrir norðan. Reyndar hef ég heyrt ávæning af því að ástandið á Haiió Akureyri hafi verið bein afleiðing af Uxa. Það er náttúrlega alger firra að setja samasemmerki þarna á milli; að segja Uxa vera und- anfara Halió Akureyri. Er þetta ekki bara allt foreldrum okkar — sem voru í Saltvík '68 og bruddu sýru og reyktu iiass — að kenna. Og ég spyr: Gerir fólk sér grein fyrir því að það er drukkið helmingi meira af áfengi um jólin held- ur en um verslunarmanna- helgi? Þetta er jólunum að kenna. Er ekki málið að leggja jólin niður? Ég segi bara líxi, hvað? Það hefur enginn reynt að mæla Uxa bót en hátíðin fór ekki jafn illa fram og ætla mætti af blaðaskrifum fyrir og eftir hátíðina."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.