Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 16 HH heitt Útlendir herramenn. í júnfformum eöa ekki júnfformum. Skiptir ekki mSli. Bara ef um er að ræöa útlenda herramenn sem lífga upp á bæjarlffiö og heilla fslepskar ungmeyjar upp úr skónum. Máöur skilur ekki hvaö friöarsamtök kvenna eru aö fara meö því aö mót- mæla þv! aö útlendir sjóliöir setji svip sinn á bæinn. Þaö getur varla brotist út ófriöur þótt fáeinir svip- miklir sjóherjar gangi upp og niöur Laugaveginn. Þvert á móti ætti sú sýn aö friöa sálir ungra meyja sem þá fá aö sjá aö fleira er til en feitt íslenskt kjet. Hvaö er skemmtilegra fyrir unga konu en aö eiga fagra æskuminningu f framtiöinni um blá- klædda dökkeyga sjómanninn sem hún kvaddi meö tárum viö Reykjavfk- urhöfn. Aö vfsu er hætt viö aö ungir íslenskir karlmenn fái minni athygli um smátíma. Þá er bara um aö gera fyrir íslenska karlpeninginn aö nýta tímann vel og upphugsa betra agn fyrir næstu veiöiferð. íslenskir karlmenn... ...eru sko alls engar gungur, fs- lenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn....því fer sem fer...- Þarna er kannski komin lýsingin á því aö fslenskir karlmenn eru ekki f fyrsta sæti í sínu heimalandi um þessar mundir þó aö þeir — ef grannt er skoöaö — gætu þaö vel. En á meöan sál þeirra er pínulítil undir grótharöri töffaraskél, sem birtist meöal annars í þvf aö þeim vefst aldrei tunga um tönn, eru þeir vart samkeppnishæfir viö flauel- stungumjúka dáta á markaðnum. Aö vfsu skal tekið undir sjónarmiö nokkurra þeirra sem I sífellu segja aö þaö sé ósanngjarnt aö inn í land- iö skuli einungis flæöa tunguliprir erlendir karlmenn. Hvaö meö þá sjálfa? Af hverju er ekki falast eftir því aö hér á landi veröi haldið heimsþing flugfreyja? Góö hugmynd — en hættuleg. ...Hverfisgötunni sem er aö veröa hreint afbragö- skemmtileg verslunargata eftir breytingarnar. Fáein kaffihús myndu ekki skemma fyrir þar sem maöur gæti horft sér til undrunar á bifreiö- arnar aka niöur Hverfisgötuna. ...treflum f öllum regnbogans litum. Svo maður sleppi viö hausthóstaköstin frá náunganum. ...Bókakaffinu í Máli og menn- ingu þegar þaö ioks opnar. Hljómar þegar eins og þar sé aö rísa besta pikk-upp kaffihúsið f bænum. ...haustinu og þess yndislegu fylgifiskum. M.a kemur alltaf upp sú gamla til- finning aö þá sé leikur aö læra. ____hgllsa Greindar- aukandi efni Ginkgo Biloba heitir eltt af undra- lyQum nútfmans sem auglýst er grimmt á grundvelli þess aö þaö skerpi gáfur fólks. Alltént telja marg- ir — ekki bara svokallaö náttúru- lækningafólk heldur einnig sérfræö- ingar I læknavísindum — aö nokkuö sé hæft í því. Sannaö þyklr aö kraft- ur unninn úr laufum Glnkgo Biloba trésins auki blóöstreymi til hellans og hraöi um leiö flutningi boöefna tll taugafrumnanna sem, eins og gefur aö skilja, eykur athyglisgáfuna. En þaö er ekki bara Ginkgo Biloba sem á aö hafa þessi góöu áhrif á heilastarfsemina heldur hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á þaö aö minni og athyglisgáfa þelrra sem þjást af Alzheimer- sjúkdóminum eykst töluvert við inntöku Acetyl 1- Carnitine. Þaö efni er mun útbreidd- ara en menn myndu halda því þaö er aö finna f flestum algengustu fæðutegundum, einkum þó mjólkur- vörum. Hydergine er svo enn eitt efniö sem taliö er örva starfsemi heilans en þaö er aö finna f sveppagróörl sem vex á rúgi og er nánar tiltekiö taliö ýta undlr fjölgun heilafrumna. Þess vegna eru hafnar rannsóknir á hormóninu vassopressin sem flestir þekkja undir skammstöfuninni ADH. Þaö hefur hingaö til verið þekkt sem þvagtemprandi hormón en frumrann- sóknir benda einnig til þess aö þaö hafi mikil áhrif á hugsun og minni __©Ott Leiddist í París Þaö er ekki hægt aö kom- ast hjá því að nefna þaö sem flaug í gegnum höfuö glöggs Ijósmyndara HP þegar hann tók myndir af Elmu Lísu Gunnarsdóttur, „mömmu' gestanna á kaffibarnum Cafe au Lait: Michelle Pfeiffer. Elma Lísa, og ekki hvaö síst systir hennar Nína, hafa frá þvf þær voru bráöungar veriö mjög vin- sælt viðfangsefni Ijósmyndara. Elma vakti fyrst athygli sem vinn- ingshafi hvað eftir annaö í svokölluö- um freestyle-danskeppnum. Upp frá þvf, eða frá um 13 ára aldri, hafa Ijós- myndarar myndað hana f bak og fyrir og hún hefur leikið f töluvert mörgum sjónvarpsauglýsingum. Hún segist þó ekki nenna aö standa í fyrirsætustörfum mikið lengur hér á landi. Markaöurinn sé svo Iftill aö fólk veröi fljótt leitt á andlitum, auk þess sem fyrirsætu- starfiö sé heldur ekki vel launað, sem er annað en gengur og gerist víöast hvar er- lendis. En smjörþefinn af fyrirsætustörfum hefur Elma Lísa þegar fengið í Mílanó og víð- ar. ,,Ég held aö ég sé um þaö bil aö fá nóg af því að starfa sem fyrirsæta; ef maður vinnur hérna heima þá er yfirleitt ekki mikiö upp úr því að hafa og ef ég starfa erlendis þá sakna ég kærastans (Stefáns Más Magnússonar). Mig langar í nám,“ segir hún haröákveöin. ,,Ætli ég sé ekki bara farin aö eldast og róast,“ bætir hún viö. Að allt öðru — þú ert með sígarettu á báðum myndunum, er þetta stílbragð eða bara þú? ,,Ég reyki eins og strompur en áöur en ég byrjaði sjálf aö reykja var ég svo fanatfsk á reykingar annarra aö ég átti þaö meira aö segja til aö henda sígarettu- pökkunum hennar mömmu. Þaö er því mikið búiö aö gera grfn aö þessum reykingum mfnum." Elma segist ekki hafa byrjað aö reykja fyrr en hún var 19 ára og þaö hafi gerst f Parfs. ,,Ég held aö mér hafi bara leiðst svo mikiö f París aö ég keypti mér sígarettukarton og byrjaði aö reykja. Og þaö undarlega viö þetta allt saman var aö ég byrjaði ekki á neinu fikti heldur varö strax háö sígarettum. En ég er ákveðin f aö hætta áöur en ég verö þrítug," segir Elma Lísa — sjálfsagt til þess aö friða samviskuna. Heimsins besti kjúklingur N Iú ætla ég að vera góð með mig og gefa ykkur uppskrift að rétti sem mér finnst hvorki meira né minna en sá albesti sem ég hef nokkru sinni smakkað. Þó að ég hafi engan einkarétt á þessari uppskrift fremur en öðrum líður mér samt, við þessar aðstæður, eins og ég sé að gefa ykkur hluta af sjálfri mér; að nú geti ég ekki lengur grátið ein af gleði yfir pottunum heima hjá mér þegar ég elda þennan rétt, heldur komi aðrir hugsanlega til með að gera það einnig. Til eru mýmargar góðir ind- verskar kjúklingaréttir, og ég hef eldað þá marga, en þessi slær öllum við. Jafnvel þó að ég sé mér þess vel meðvitandi að smekkur manna sé misjafn hefur engum, að minnsta kosti enn þá, boðið við þessum rétti. Ég er þvert á móti enn þann dag í dag reglulega minnt á hve maturinn sem ég bauð vina- fólki mínu upp á þarna um árið hafi verið góður. Sum þeirra fá enn þá vatn í munninn, jafnvel þótt liðin séu mörg ár síðan ég bauð upp á þennan rétt í mat- arboði. Það var, að mig minnir, fyrir átta árum þegar ég bjó í lítilii kytru á stúdentagörðun- um. Þá eldaði ég þennan um- talaða kjúklingarétt fyrst fyrir fáeina vini mína. Það var vel að merkja á þeim árum sem við háskólastúdentar þurftum ekki að lepja dauðann úr skel. Ekki er þar með sagt að ég hafi ekki eldað kjúklingaréttinn síðan. Það hef ég oft gert en þar sem ég hef það fyrir reglu að elda helst bara einu sinni hvern rétt ofan í þá gesti sem ég býð í mat hef ég að sjálf- sögðu bara einu sinni eldað uppáhaldsréttinn minn fyrir þá glöðu gesti sem ég nefndi hér að ofan. Mér telst til að í allt hafi ég eldað kjúklingaréttinn fimm sinnum í jafn mörgum matar- boðum. En frá Jyví hann var síðast á borðum mínum eru liðin að minnsta kosti tvö ár. Það kemur ekki til af góðu því bókin með þessari guðdóm- legu uppskrift hreinlega gufaði upp einn góðan veðurdag. Ég get mér þess til að hún hafi verið í láni í einhverri álfa- byggð þessi tvö ár (og vona að álfarnir hafi notið vel). Svo allt í einu, fyrir tilviljun og eftir mikinn söknuð, dúkkaði bókin upp nánast fyrir framan nefið á mér nú á dögunum. Að vísu get ég stundum verið svolítið utan við mig en ég heid að það geti ekki verið skýringin í þetta sinn. Kjúklingur með fersku dilli 2 bollar hrein jógúrt 2 búnt ferskt dill, fínt saxað (fæst í Hagkaupi) 4 vorlaukar, skornir í fína hringi 1 msk. ferskur engifer 1 allt upp í 6 græn chili, eftir því hvað þið viljið hafa matinn sterkan 3 msk. sítrónusafi 3 kíló kjúklingabitar, helst bara bringur og Ieggir salt nýmalaður ferskur pipar 5 msk. gænmetisolía 2,5 sm kanilstöng 6 negulnaglar Hellið úr jógúrtdósunum í skál og þeytið uns hún verður létt og rjómakennd. Blandið vel saman dilli, vor- lauk, engifer, chili (ég kýs að hafa sex), sítrónusafa, 1/2 tsk. af salti og svörtum pipar. Setj- ið til hliðar. Takið skinnið af kjúklingn- um, skerið hvern legg í tvennt og hverja bringu í fernt. Kryddið með salti og pipar og nuddið vel inn í kjötið. Hitið olíuna í wok-pönnu yf- ir meðalháum hita. Setjið þá út í kanilstöngina og negulinn. Hrærið. Setjið nú út í eins marga kjúklingabita og þið komið fyrir án þess að þeir hrúgist hver ofan á annan. Brúnið þá á báðum hliðum. Færið þá upp á disk. Steikið alla kjúklingabitana með þess- um hætti. Setjið nú alla kjúklingabit- ana aftur á pönnuna ásamt safanum sem af þeim hefur runnið og jógúrtkryddblönd- unni. Blandið vel saman og látið krauma við lágan hita í um 20 mínútur undir loki — eða þar til kjúklingabitarnir eru orðnir vel mjúkir. Hrærið reglulega í en þó ekki of oft því betra er að hafa lokið sem mest á svo bragðið haldi sér. Hér má reyndar stöðva elda- mennskuna í bili og hita mat- inn upp áður en hann er bor- inn fram en ef hlé er ekki gert hækkið þá hitann og látið krauma vel í smátíma. Ekki of lengi því sósan á að vera þykk. PS: Eins og glöggt má sjá af uppskriftinni er hún ekki bara best heldur hæfir hún hvaða mergrunarfíkli sem er. Ég hef ekki enn þá reiknað út kalor- íurnar en þær geta ekki verið margar. Hrísgijón með gulrót, rúsín- um og sesamfræjum 2 bollar brún basmati-hrís- grjón 2 msk. grænmetisolía 2,5 sm kanilstöng 1/2 tsk. sesamfræ 1 msk. góðar rúsínur 1 rifin gulrót 1/4 tsk. turmeric 1 tsk.salt Til þess að hrísgrjónin lím- ist ekki saman þarf að þvo þau vel og helst láta þau liggja í vatni í 30 mínútur. Þurrkið þau svo vel eftir það. Hitið nú olíu í potti yfir meðalhita. Þeg- ar olían er orðin heit setjið í þessari röð og hrærið á milli: sesamfræin, rúsínurnar, hrís- grjónin, gulrótina, turmericið og saltið. Þegar allt er komið í pottinn hrærið þá í honum í eina til tvær mínútur og lækk- ið svo hitann. Hellið því næst yfir rúmlega tveimur bollum af vatni. Lokið pottinum vel og hafið hitann mjög lágan. Látið léttmalla í 25 mínútur. Takið hann þá af hellunni og látið hrísgrjónin standa í lok- uðum pottinum í 5 mínútur. Þau eiga að vera þétt undir tönn. Með þessu er eiginlega nauðsynlegt að bera fram vel kælda jógúrtsósu, einkum ef þið farið að mínu ráði og notið 6 cilipiparaldin. Nan-brauð, helst með smávegis hvítlauks- smjöri, er svo nauðsynlegt með öllum indverskum mat en eins og ég hef margsinnis bent á áður fæst indverskt Nan-mix tilbúið í pökkum; blanda sem slær flestum sams konar uppskritum við. Það er því óþarfi að maka allt út í hveiti heima hjá sér. Skál! Guðrún Kristjánsdóttir vín vikunnar Mögnuð Blóð-María Einn besti þynnkudrykkur sem s ■sögur fara af er blanda sem kennd er við Blóð-Maríu, drottn- ingu Englands sem uppi var um miðja sextándu öld. Hann er ekki ýkja sterkur I alkóhólprósentum taliö, að minnsta kosti ekki upp- skriftin hér að neöan (en úr því má að sjálfsögðu bæta). Drykkur þessi rífur hins vegar vel í enda í honum kryddtegundir á borð við piparrótarmauk, það sama og er ómissandi með sushi-réttum. Það er því ekki bara áfengið sem rétt- ir mann við heldur ætti tómat- safablandan að hjálpa líkaman- um við að svitna út uppsöfnuðum eiturgufum. Svona burtséð frá því er Blóð-María frábær fordrykkur en þó fer ekki saman að bjóöa upp á Blóð-Maríu og svo einhvern forrétt því þessi blanda er ansi saðsöm. Tómatblandan 1,25 1 tómatsafi Um 25 skvettur af Worcesters- hire-sósu 10 skvettur af Tabasco-sósu 4 tsk. piparrótarmauk (fæst í Heilsuhúsinu) 3 til 4 tsk. lime- eða sftrónusafi (lime er betra) 1 og 1/2 tsk. ristuð og möluð kúmínfræ sellerísalt, eftir smekk nýmalaður pipar Einnig er þörf á 3 msk. vodka í hvert glas, má vera meira en ekki mikið meira sellerístilkum Blandið vel saman, helst í mix- ara, tómatdjús, Worcestershire- sðsu, Tabasco-sósu, limesafa, piparrótarmauki, kúmínfræjum, sellerísalti og pipar. Kælið í ís- skáp í minnst klukkustund svo að kryddbragðiö komi vel fram. Þeg- ar þið berið fram, setjiö þá vodk- að í glas og blandið saman við um hálfum bolla af blöndunni. Fyllið upp með ísmolum. Látið að lokum sellerístilk út í.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.