Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 EyfjrheyrsIaT" Á dögunum sendu ungir sjálf- stæöismenn frá sér yfirlýsingu þar sem þaö þeir harma þá þriggja milljaröa króna aukningu sem fyrirsjáanleg er í ríkisút- ' gjöldum á þessu fjárlagaári. HP sló á þráöinn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, formanns Sam- bands ungra sjálfstæöismanna, og spuröi hvort ríkisfjármálin væru á rangri leiö... Hraða ber einkavæðingu „Ég tel að mikill árangur hafi náðst á undanförnum árum í rfkis- fjármálum en þaö er óþolandi að þessum þremur milljörðum, sern ríkissjóði áskotnast aukalega, skuli ekki vera varið í að mlnnka fjárlagahallann í stað þess að eyða honum f ríkisreksturinn. Stjórn SUS telur enn fremur að stefna beri að afgangi á ríkissjóði á næsta fjárlagaári en það er ekki nóg. Það verður að minnka um- svif ríkisins og ríkisútgjöld. Því eru það okkar mikil vonbrigði að auka eigi ríkisútgjöldin á næsta ári. Þá má einnig geta þess að all- ur tekjuskattur einstaklinga hér á landi fer f vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs sem eru um 30 til 40 milljón- ir á hverjum degi. Það er |)ví nauðsyn að nýta nú tækifærið og ná enduin saman I ríkisfjármál- um.“ / hvaða málaflokkum teljið þið að mætti draga úr útgjöld- um? ,,Það er af mörgu af taka en það liggur beint við að einkavæða rík- isfyrirtæki og stoínanir. Okkur innan SUS finnst einkavæðingar- áform ríkisstjórnarinnar ganga fremur hægt fyrir sig en það er sjáifsagt einsdæmi hér á Vestur- löndum að um 70% af fjármagns- markaðinum á fslandi sé í eigu hins opinbera. þar eru mikil verð- mæti sem hægt er að ná f og sfð- an verða menn að ákveða það og skilgreina upp á nýtt hverju ríkið ætlar að halda eða sleppa." Hvers vegna hefur sala á rík- isfyrirtœkjum ekki gengið eins hratt fyrir sig og þið cetlist til? „Ég held að flestir innan stjórn- arflokkanna séu hlynntir sölu rfk- isfyrirtækja en það eru einhver tregðulöginál sem valda því að ríklsstjórnin fer sér hægt í þess- um efnum. Það er hins vegar ekki eftir neínu að bfða f þeim efnum." Nú var fjármálaráðherra einn þeirra sem á sínum tíma vildu, ásamt ungum sálfstæöis- mönnum, „báknið hurt". Hefur hann breytt eitthvað um af- stöðu með árunum? „Sjálfstæðisfiokkurinn er nú byggður þannig upp að ungt sjálf- stæðisfólk á auðvelt með að fylgj- ast með því sem fram fer innan þlngflokksins. Það væri þvf ákaf- lega ósanngjarnt að saka Friðrik Souphusson um að sala á ríkisfyr- irtækjum gangi hægt fyrir sig. Hann, ásamt mörgum öðrum, hef- ur gengið hart fram í að skera nið- ur ríkisútgjöldln og minnka um- íangið. Friðrik hefur jiar af leið- andi ekki gleymt sfnum hugsjón- um.“ Þú heldur sem sagt að það megi búast við kollsteypu í ís- lenshum efnahagsmálum ef fram fer sem horfir? „Við skuium vona ekki. En það þarf að berjast gegn þeim viðhorf- um að nú sé tfml til kominn að eyða," sagði Guðlaugur Þór Þórð- arson, formaður SUS. Stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna harmar mjög |)á þriggja milljarða króna aukningu í rikisútgjöldum sem ríkisstjóm- in ráðgerir nú í kjölfar óvsntrar tekju- aukningar ríkissjóðs. Sambandið skorar á ríkisstjórnina að minnka fjárlagahallann á þessu ári um fyrrgreinda upphsð og stefna að afgangi á ríkissjóðl á næsta fjár- lagaári. -8h Undanfariö hafa helstu samverkamenn Jóns Baldvins Hannibalssonar í Alþýðu- flokknum reynt aö fá frá honum skýr svör um það hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri eöa ekki. Formaðurinn neitar alfariö aö segja af eöa á um málið. Sæmundur Guðvinsson kannaði stöðuna í Alþýöuflokknum í Ijósi þessa. Jón Baldvin íhugar að draga sig í hlé Titrings er farið að gæta í forystusveit Alþýðuflokksins þar sem formaður- inn, Jón Baldvin Hannibalsson, neitar nú að standa við fyrri yfirlýsingar sínar um að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum. í samtali við Helgarpóstinn var Jón Bald- vin ófáanlegur til að segja af eða á um málið. Hann vildi hvorki staðfesta að hann ætlaði að draga sig í hlé né heldur að hann myndi gefa kost á sér til for- manns áfram á flokksþinginu sem hald- ið verður í nóvember. Menn innan Al- þýðuflokksins sem blaðið hefur rætt við að undanförnu staðfestu hins vegar að Jón Baldvin væri um þessar mundir að íhuga það vandlega að hverfa úr sæti formanns og jafnvel að hætta af- skiptum af stjórnmálum í framhaldi af því. Vangaveltur um hugsanlega arftaka Jóns Baldvins á formannsstól eru þegar byrjaðar og þar eru einkum nefnd til sögunnar Sighvatur Björgvinsson, Öss- ur Skarphéðinsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. Dró yfirlýsingu til baka Fyrr á þessu ári gaf Jón Baldvin þá yf- irlýsingu í Alþýðublaðinu að hann myndi sækjast eftir endurkjöri sem for- maður Alþýðuflokksins á flokksþinginu í nóvember. Sú yfirlýsing féll í góðan jarðveg í flokknum og enginn átti von á öðru en þetta gengi eftir. Þegar undir- búningur fyrir flokksþingið hófst fyrir skömmu brá svo við að Jón Baldvin fór að hafa á orði við fólk úr innsta hring flokksins að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann sæktist eftir áframhaldandi formennsku eða ekki. Eftir því sem næst verður komist mun Jón Baldvin hafa gefið í skyn að hann ætlaði ekki að halda áfram sem formaður fyrr en þá eftir vandlega íhug- un. Það mætti allt eins búast við að nið- urstaðan yrði sú að hann drægi sig í hlé. Markmið sem ekki nást Að vonum hafa flokksbræður for- mannsins velt mjög vöngum yfir þess- um sinnaskiptum. Jón Baldvin hefur lýst því yfir að hlutverki hans í íslenskri pólitík sé ekki lokið. Hann eigi eftir að koma íslandi inn í Evrópusambandið og sameina jafnaðarmenn. Nú er ljóst að ekkert verður af inngöngunni í Evrópu- sambandið fyrr en í fyrsta lagi eftir aldamót og óvíst hvort Jón Baldvin hef- ur biðlund svo lengi. Hvað varðar sam- einingu jafnaðarmanna í einn flokk þá er það deginum ljósara að sameining vinstri flokkanna á langt í land. Það eina sem mun gerast í þeim efnum á næst- unni er samstarf þingflokka Alþýðu- flokksins og Þjóðvaka á Alþingi í vetur. Því má segja að Jón Baldvin sjái ekki fram á að hann nái þeim markmiðum sem hann setti sér áður en hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Þá má ekki gleyma því að Jón Baldvin Hannibalsson er þeirrar gerðar að hon- um fellur mjög illa að sitja sem áhrifalít- ill þingmaður í stjómarandstöðu með litla möguleika á að láta til sín taka. Sighvatur: Ef svo fer að Jón Baldvin lætur af formennsku er Sighvatur talinn eiga góða möguleika á stöðunni. Sagt er að honum hafi dauðleiðst á þingi síðastliðinn vetur og hugsi með hryllingi til þess að nú styttist í að Al- þingi hefji störf að nýju. Hann var at- kvæðamikill ráðherra í átta ár samfleytt og kom Alþýðufiokknum til mun meiri áhrifa og valda en fylgi flokksins í kosn- ingum sagði til um. Hver tekur við? Þær vomur sem komnar eru á Jón Baldvin um að halda áfram formennsku hafa kallað á vangaveltur innan flokks- ins um hver verði arftaki hans ef svo fer að hann hættir. Af samtölum við ýmsa alþýðuflokksmenn má draga þá ályktun að þrír þingmenn sækist einkum eftir formennskunni. Það eru Sighvatur Björgvinsson, Össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Sighvat- ur er sá þingmaður flokksins sem hefur mesta reynslu og er mikill þungaviktar- maður í flokknum. Hann nýtur stuðn- ings ýmissa úr þeim armi flokksins sem staðið hefur hvað fastast að baki Jóni Baldvin. Össur nýtur einnig stuðnings margra úr Jónsarminum en eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það, þá „þykir sumum sem tími Össurar sé ekki kominn.“ Rannveig er talin eiga minni möguleika en Sighvatur og Össur þótt hún eigi öfluga stuðningsmenn. Það er athyglisvert að enginn krati sem blaðið ræddi við taldi nokkrar líkur á að Guð- mundur Ámi Stefánsson varaformað- ur sæktist eftir formennsku í flokknum. Formaður frá 1984 Jón Baldvin Hannibalsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins árið 1984 og er því búinn að vera formaður í 12 ár. Það þykir langur tími á þeim bæ. Lík- lega hafa aðeins Jón Baldvinsson og Stefán Jóhann Stefánsson gegnt emb- ætti formanns flokksins lengur en Jón Baldvin hefur gert. „Það er auðvitað ljóst að Jón Baldvin cO s E L' 'S Rannveig: Heimildir herma að hún sé þegar komin á stjá til að afla sér fylgis sem næsti formaður flokksins. er kominn á þann aldur að hann verður að gera það upp við sig hvort hann ætl- ar að eyða því sem eftir er af starfsæ- vinni í pólitík eða ekki. Hann er orðinn 57 ára en er í fullu fjöri og á eflaust möguleika á ýmsum áhugaverðum störfum, til dæmis á alþjóðavettvangi. Hins vegar sé ég hann ekki fyrir mér sem sendiherra, hann er alltof atorku- samur til að nenna að standa í slíku dútli. Það er skiljanlegt að Jón sé á báð- um áttum um það hvort hann eigi að hrökkva eða stökkva. Hins vegar er staðreyndin sú að flokkurinn á nú undir högg að sækja og það myndi veikja hann stórlega ef Jón hætti núna sem formaður. Því mun verða Iagt fast að honum að að hætta við að hætta. Ég Össur: Er sagður tilbúinn að berjast við hvern sem er um formannsstólinn. trúi því að þegar á reynir muni Jón Baldvin láta undan þeim þrýstingi og halda formennskunni áfram. En ef hon- um verður ekki haggað þá tel ég næsta víst að hann muni ekki sitja nema einn vetur á Alþingi og hætta síðan alfarið afskiptum af stjórnmálum,“ sagði náinn samverkamaður Jóns Baldvins í samtali við blaðið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.