Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST1996 9 Eftir 12 ára valdaskeiö viöreisnarflokkanna var mynduö ný vinstri stjórn áriö 1971. Gísli Þorsteinsson rifjar upp stjórnarsamstarfiö sem var verulega stormasamt... Fögur fyrirtieit sem ekki stóðust Hannibal Valdimarssyni gekk illa að hemja flokksmenn sína. Alþingiskosningarnar árið 1971 mörkuðu viss þátta- skil í íslenskum stjórnmálum en þá lauk 12 ára samfelldri stjórnarsetu viðreisnarstjórn- ar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks. Fylgistap stjórnarinnar var verulegt, einkum Alþýðu- flokksins sem tapaði um 5% frá síðustu alþingiskosningum. Talið var að nýtt framboð Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, undir forystu Hanni- bals Valdimarssonar, þáver- andi formanns ASÍ, hefði högg- ið stórt skarð í fylgi Alþýðu- flokksins. Einkum vegna þeirr- ar áherslu sem SFV lagði á sameiningu vinstri- og jafnað- armanna í einn flokk sem væri þess megnugur að berjast við Sjálfstæðisflokkinn um for- ystuaflið í íslenskum stjórn- málum. Sameiningardraumur Hannibals og félaga hefur því eflaust krækt í mörg atkvæði. Eftir kosningarnar var því ljóst að viðreisnarflokkarnir gátu ekki myndað nýja stjórn og var að heyra á Gylfa Þ. Gíslasyni, formanni Alþýðu- flokksins, að þingmenn ætluðu að hugsa ráð sitt og kanna hvað úrskeiðis hefði farið í kosningunum. Hér skapaðist því sögulegt tækifæri fyrir SFV, Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag til að mynda nýja vinstri stjórn en þrettán ár voru þá liðin síðan síðasta vinstri stjórn hafði verið við lýði. Fögur fyrirheit Eftir snarpar stjórnarmynd- unarviðræður flokkanna var svo mynduð ný vinstri stjórn undir forsæti Olafs Jóhannes- sonar, formanns Framsóknar- flokksins. Eitt helsta forgangs- verkefni stjórnarinnar var úr- færsla landhelginnar í 50 mílur og einnig voru uppi hugmyndir um að segja upp varnarsamn- ingnum við Bandaríkin þegar leið á kjörtímabilið. Sú hug- mynd var þó meira á orði en á borði þegar til kastanna kom. Ríkisstjórnin lagði líka mikla áherslu á að ná góðu samstarfi við samtök launafólks og at- vinnurekenda um efnahagsmál og koma í veg fyrir aukinn verðbólguhraða. Var ætlunin að beita verðstöðvun í staðinn fyrir gengislækkanir undanfar- inna ára sem höfðu minnkað kaupmátt launþega. Jafnframt að auka í áföngum kaupmátt verkafólks, bænda og annars launafólks um 20% á næstu tveimur árum með niður- greiðslu á vörum og niðurfell- ingu söluskatts á matvörum. Vaxandi vandi Ríkisstjórnin varð strax í upphafi ferils síns að glíma við ýmis vandamál í efnahagsmál- um sem síðar áttu eftir að standa stjórnarsamstarfinu verulega fyrir þrifum. Fljótlega var hafist handa við að koma í veg fyrir víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags og breyting- ar á vísitölubindingu launa sem notuð hafði verið til að vernda kaupmátt launþega undangenginna ára. Vísitölu- bindingin var hins vegar þeim annmörkum háð að hún gat ekki verndað kaupmátt ef raunlaun voru hærri en svar- aði til greiðslugetu atvinnuveg- anna og olli á endanum auk- inni verðbólgu. Þessu vildi rík- isstjórnin breyta. Óbreytt vísi- tölukerfi gaf ríkisstjórninni tvo kosti. í fyrsta lagi að lækka gengið og herða á verðbólg- unni eða hætta á samdrátt í at- vinnu- og útflutningsstarfsemi. Þegar leið á stjórnarsamstarfið tók ríkisstjórnin síðari kostinn og taldi sig ekki hafa önnur úr- ræði. Ólga innan SFV Þann 23. janúar 1973 komu upp jarðeldar í Vestmannaeyj- um og um fimm þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín og eigur í mesta flýti. Ríkisstjórnin beitti sér strax fyrir því að fólki yrði hjálpað eftir bestu getu og var skipuð nefnd sem kanna átti hvaða afleiðingar gosið hefði fyrir afkomu þjóðarinnar og hvaða úrræði kæmu til greina. Vestmannaeyjar höfðu lengi státað af miklum fiskveið- um og þaðan kom mikið af út- flutningsframleiðslu lands- manna árið 1973. Greinilegt var hins vegar að mikið fjárhags- legt tjón hafði orðið vegna gossins og þótti nauðsyn að kom eyjaskeggjum til hjálpar. Fljótlega kom sú hugmynd fram að 6% launahækkun, sem yrði þann 1. mars samkvæmt kjarasamningum, rynni til hjálparstarfsins. Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra var hugmyndinni mjög fylgj- andi og taldi að verðbólga myndi frekar aukast ef kaup- hækkun næði fram að ganga og nýr skattur yrði lagður á til að fá fé vegna uppbyggingar í Eyj- um. Samstaða var meðal Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins um að stofna sjóð og láta komandi kjarabæt- ur renna í hann. Vaxandi ólgu gætti hins veg- ar innan SFV og voru sumir ekki sáttir við stjórnarsam- starfið. Bjarni Guðnason, þing- maður samtakanna, varð æ andvígari stefnu stjórnarinnar eftir því sem leið á kjörtímabil- ið og gagnrýndi þær gengisfell- ingar sem gripið var til í þeim tilgangi að efla samkeppnis- stöðu útflutningsatvinnuveg- anna sem talin var óviðunandi. Bjarni var einnig ósáttur við það kapp sem honum fannst Bjöm Jónsson, þingmaður SFV og nýkjörinn forseti ASÍ, og Hannibal Valdimarsson leggja á sameiningu við Alþýðuflokk- inn. Af þeim sökum sagði hann sig úr þingflokki SFV í byrjun árs 1973 og dró eftir það smám saman úr stuðningi við ríkis- stjórnina því hann taldi upf> hafiegt markmið stjórnarinnar hafa verið margbrotið. Hannibal samþykkti aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar en Björn Jónsson og einnig Karvel Pálmason, þingmaður SFV, snerust öndverðir gegn þeim. Það varð til þess að verkalýðs- hreyfingin tók ekki afstöðu í málinu og ríkisstjórnin lagði ekki í að flytja frumvarpið í þinginu eftir að þingflokkur SFV var kominn í upplausn. Því var farin sú leið, sem reynt hafði verið að forðast, að fjár var að mestu leyti aflað með söluskattshækkunum — sem átti þó ekki að valda hækkun- um á kaupgreiðsluvísitölu. Vaxandi óstöðugleiki Nokkru eftir Vestmannaeyja- gosið lækkaði gengi dollarsins gagnvart íslensku krónunni í fyrsta skipti síðan 1925. Þessar sveiflur í gengismálum juku óstöðugleika í efnahagsmálum og jafnframt erfiðleika útflutn- ingsatvinnuveganna enn frek- ar. Ríkisstjórnin varð að grípa til bráðabirgðalaga sem mið- uðu að því að draga úr víxl- hækkunum kaupgjalds og verðlags með því að halda verði vöru og þjónustu niðri í nokkurn tíma. Forystu verka- lýðshreyfingarinnar þótti sem kaupmáttur launa hefði ekki aukist síðustu misseri þrátt fyrir heitstrengingar stjórnar- innar í byrjun valdaferils síns um hið gagnstæða. Jafnframt voru forkólfar hennar uggandi yfir vaxandi verðbólgu sem hækkaði verulega öll stjórnar- ár vinstri stjórnarinnar; var tæp 7% árið 1971 en var komin yfir 40% árið 1974. Kaupæði grípur um sig í febrúar árið 1974 voru gerð- ir kjarasamningar milli ASÍ og VSÍ með aðild ríkisvaldsins sem lofaði að beita sér fyrir breyt- ingum á lögum um Atvinnu- tryggingasjóðs. í staðinn voru samþykktar skattabreytingar sem lækkuðu tekjuskatt og hækkuðu söluskatt, þvert á það sem stóð í ríkisstjórnarsáttmál- anum. Þrátt fyrir að ríkið hefði náð sér í væna búbót með hækkun söluskatts þóttu samn- ingarnir að öðru leyti hafa farið úr böndunum eftir að einstök stéttarfélög innan ASÍ sam- þykktu ekki rammasamningana sem voru upp á 28% hækkun á 15 mánaða tímabili. Ólafur Jóhannesson taldi að tengsl SFV við verkalýðshreyfinguna hefðu staðið samstarfi vinstri flokkanna fyrír þrífum. Gífurlegt kaupæði greip um sig hjá almenningi þegar frétt- ist af hækkun söluskatts og segir sagan að allar frystikistur hafi verið uppseldar í verslun- um í Reykjavík á skömmum tíma. Nokkrum dögum síðar hækkuðu búvörur um rúmlega 20% á almennum markaði. Hækkunin vakti vitaskuld tals- verða reiði almennings en í ljós kom að hún stafaði af grunnkaupshækkun samning- anna og jiækkun launa. Mið- stjórn ASÍ gagnrýndi harðlega hið sjálfvirka verðlagskerfi þar sem hækkun launa var óðar velt út í verðlagið og verðbólg- an þannig stigmögnuð. Eins fannst miðstjórn sambandsins það ámælisvert að hækka verðlag landbúnaðarvara þeg- ar afurðaverð hækkaði vegna kaupbreytinga sém ekki voru komnar til framkvæmda. Hér virtist vísitölukerfið enn leika launþega grátt. Vegna þess hve veður gerð- ust válynd í efnahagsmálum undirbjó ríkisstjórnin laga- frumvarp. til að koma þar á jafnvægi. Helstu ákvæðin voru verðstöðvun á vöru og þjón- ustu, binding á kaupgreiðslu- vísitölu og launaliðar á verð- lagsgrundvelli búvöru. Einnig átti að fresta hækkun grunn- launa umfram 20%. Ólafur Jó- hannesson forsætisráðherra lagði fram frumvarpið í byrjun sumars árið 1974 og vakti það miklar deilur í þingflokki SFV. Hannibal studdi frumvarpið þegar það var lagt fyrst fram en sagði að seilst hefði verið lengra inn á svið aðila vinnu- markaðarins en áður hefði ver- ið gert í gjörvallri stjórnmála- sögunni. Var hann nokkuð ósáttur við að ekki hefði verið haft samráð við verkalýðs- hreyfinguna og fannst að ef frumvarpið yrði fellt ætti stjórnin að segja af sér. Mesti klofningsmaður íslenskra stjórnmála Þegar hér var komið sögu má segja að þingflokksfundir SFV hafi verið haldnir á spít- ala einum hér í borg vegna þess að Björn Jónsson, sem tók við félagsmálaráðherra- embættinu af Hannibal snemma árs 1973, átti við veikindi að stríða. Björn taldi sig engan veginn geta stutt frumvarp stjórnarinnar og voru þau skilaboð lesin á Al- þingi. Af þeim sökum ákvað Hannibal ásamt tveimur öðr- um þingmönnum, þeim Be- nóný Arnórssyni, varaþing- manni Björns, og Karvel Pálmasyni, að hætta stuðningi við stjórnina. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra hélt hins vegar tryggð við stjórnina en það dugði ekki til. Vinstri stjórnin hafði misst þingmeirihluta sinn og var því fallin. Þegar ljóst var að ríkis- stjórnin var fallin lét Ólafur Jóhannesson þess getið á þingi að tengsl hennar við verkalýðshreyfinguna hefðu verið of mikil með Björn Jóns- son bæði sem ráðherra og for- seta ASí. Hann kenndi einnig draumi SFV um sameiningu við Alþýðuflokkinn um að stjórnin hafði fallið. Bjarni Guðnason sagði af þessu til- efni að Björn og Hannibal hefðu í raun aldrei viljað í stjórnina og bætti við: „Hanni- bal er einn stórkostlegasti klofningsmaður í íslenskum stjórnmálum, sem við þekkj- um, og nú í ellinni heldur hann því áfram að kljúfa. Og ef hann fer í Selárdal, þá getur hann haldið áfram að kljúfa þar rekavið, áður en allt þrýt- ur, og þjóna þannig lund sinni.“ Nokkru síðar var þing rofið og komandi ríkisstjórnar biðu ærin viðfangsefni á sviði efna- hagsmála. Hefur þá ekkert áunnist? Afgreiðslufólk verður að taka þá aukavinnu sem býðst. Það getur enginn laun- þegi lifað af dagvinnutöxtum, sem almennu verkalýðsfélögin hafa samið um. Við erum I þeirra hópi. Það sér hver mað- ur að þau laun, sem Alþýðu- sambandið samdi um í október síðastliðnum fyrir dagvinnu eru þess eðlis, að enginn getur lifað af þeim. Þetta fólk verður því að vinna yfirvinnu. En það er auðvitað spurning, hvað á að leyfa mikla yfirvinnu. Af- greiðslufólk vinnur geysilega langan vinnutíma, vinnutíma sem er sá allra lengsti hjá starfsstéttum hér á landi, þetta er staðreynd. Svo það er ekkí spurning um það að banna alla yfirvinnu, þótt ekki séu unnir þrír klukkutímar á laugardög- um yfir sumarmánuðina. Yfir- vinna er gífurlega mikil aðra daga og á öðrum mánuðum ársins.“ Magnús L. Sveinsson, for- maður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur, í viðtali við Helg- arpóstinn 3. júlí 1981. Finnur Ingólfsson Er búinn aö reikna út aö þaö skapist rúmlega 13 þúsund ný störf í landinu fyrir aldamót og hefur þar meö leyst vanda at- vinnuleysingia fyrir Pál P. Davíö Oddsson Lýsti því yfir á forsætisráö- herrafundi i Helsinki aö hann væri kominn þangaö til aö snæöa fisk en ekki til aö ræöa fisk. Halldór Ásgrímsson Fór til Kóreu til aö semja um kaup á ginseng handa læknislausum sjúklingum landsins. Þar meö geta læknarnir átt sig. Guömundur Bjarnason Hefur tekiö þá pólitísku ákvöröun aö flytja um- hverfisráöuneytiö til Kópa- skers viö fyrsta tækifæri. Ætlar sjálfur aö sitja áfram í borginni sem land- búnaöarráöherra. Ingibjórg Pálmadóttir Keypti nýtt dress og fór í hárgreiöslu en læknarnir bitu ekki á agniö og flýja nú land í stórum stíl. Friörik Sophusson Lýsir því yfir aö þaö sé ekkert aö marka tölur um niöurskurö ríkisútgjalda til aö ná hallalausum fjárlög- um. Bákniö kjurt. Halldór Blöndal Lætur enn og aftur kúga sig til aö skera niöur fram- lög til vegamála hvaö sem líöur eina kosningaloforöi Sjálfstæöisflokksins. Páll Pétursson Þetta er versti tlmi ársins fyrir Pál sem missir mál- gagn sitt í dag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.