Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.08.1996, Blaðsíða 22
22 \ RMMTUDAGUR 29. AGUST1996 Yngsti :"V V.' kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood Hver sem er fær ekki að prýða forsíðu hins virta og útbreidda tímarits Vanity Fair. Þeir sem sá heiður hlotnast þurfa að hafa eitthvað meira en lítið til brunns að bera; verða að vera orðnir nokkurs konar ofurstjörnur á Holly- wood-mælikvarða eða eiga að minnsta kosti stutt í land með það. Forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair prýðir nýstirnið Al- icia Silverstone. Hún komst fyrst í stjörnuklúbb Holly- wood-leikara eftir frábæran leik sinn í kvikmyndinni „Clue- less“ sem þýdd var upp á ís- lensku Glórulaus. Þess má geta að hugmyndin að þeirri mynd er að nokkru byggð á sögu Jane Austin, Emmu. Að dómi margra kom þessi græneyga, mjólkurhvíta 19 ára leikkona þar til skila einhverri yndislegustu týpu sem lengi hefur sést á tjaldinu; persónu sem er svo upptekin af því að vera góð við aðra að hún gleymir að vera góð við sjálfa sig. Glórulaus er þó fjarri því fyrsta myndin sem Alicia leik- ur í því um þessar mundir er hún stödd í þriðja sinn á sex árum í Vancouver í Kanada við upptökur á kvikmyndinni Exc- ess Baggage. Ekki nóg með að hún fari þar með aðalhlutverk- ið heldur er hún einnig fram- leiðandi myndarinnar og þar með orðin yngsti kvikmynda- framleiðandi sem sögur fara af í Hollywood. Tilboðin streymdu inn eftir frammistöðuna í Clueless og nýverið þáði Alicia boð um að leika Batgirl fyrir litlar 1,5 millj- ónir dollara í næstu Batman- mynd á móti George Clooney úr Bráðavaktinni og Umu Thurman. Ferill Aliciu fyrir framan Ungstirnið í Hollywood, Alicia Silverstone, er aðeins 19 ára og hefur þegið boð um að leika Batgirl í næstu Batman-mynd. myndavélina hófst þegar hún var aðeins átta ára en þá var það faðir hennar sem fór hönd- um um vélina og vildi gera úr stúlkunni fyrirsætu. Ekki löngu síðar fór hún að fá verkefni fyr- ir ekki ómerkari vörumerki en YSL og Levi’s. En fljótt komst hún að því að fyrirsætustarfið átti ekki við hana. Fjórum ár- um síðar, eða 12 ára, fór hún í leiklistartíma og þar fann hún sig. Og aðeins 14 ára var hún komin til Hollywood. Fyrir þá sem þær upplýsing- ar vilja má geta þess að Alicia er ekki á föstu. Ástæðuna segir hún vera þá að enginn bjóði sér út. Michael Caine er i ilaK orðinii eig- amli fíiiiiii mat- sölustaða sem lialila Iioiiiiiii i tcilgsluiii við veujulegt fólk. - Matarást Michaels Caines Það kemur ósjaldan fyrir að fólk sem skyndilega stekkur upp á stjörnuhimininn endi innilokað í fílabeinsturni og missi þar með öll tengsl við það sem er að gerast hjá venjulegu fólki. Um þetta var breski stjörnuleikarinn Michael Caine sér vel meðvitandi þegar hann varð stjarna á einni nóttu fyrir 25 árum. Til þess að missa ekki jarðtenginguna ákvað hann að finna leið til þess að geta um- gengist venjulegt fólk og varð niðurstaðan sú, eftir umhugs- un, að fjárfesta í veitingastað enda leikarinn mikill áhuga- maður um mat. „Sem mikill sælkeri hef ég borðað á öllum toppveitingastöðum um allan heim svo að opnun eigin veit- ingahúss hafði því jafnframt með eitt af mínum aðaláhuga- málum að gera,“ sagði sælker- inn á dögunum í samtali við breskt tímarit. í fyrstu keypti Michael Caine lítinn hlut í mörgum litlum mat- sölustöðum og komst svo smátt og smátt að því að veit- ingabransinn átti vel við hann. Það leið því ekki á löngu þar til hann fór að gera sig breiðan þar sem annars staðar. ,,Eins undarlega og það kann að hljóma er ein meginástæðan fyrir |iví að ég ákvað að beina aukakröftum mínum að veit- ingarekstri sú að mér finnst margt líkt með sjóbissnes og veitingahúsarekstri. Þegar frumsýndar eru kvikmyndir eða leikrit eða opnaður mat- sölustaður vakna sömu spurn- ingarnar: Gengur dæmið upp? Mætir einhver? Líkar fólki? Mun reksturinn standa undir sér?“ Michael segist hafa sérstakan áhuga á vel matreiddu fiskmeti um þessar mundir. „Þar sem faðir minn starfaði alla tíð á fiskmarkaði er ég svo að segja alinn upp á fiski en var vægast sagt orðinn þreyttur á fisklykt- inni á unglingsárunum; svo mjög að í lengi vel fékk ég haus- verk við tilhugsunina um fisk.“ Þess í stað borðaði hann kjöt í nánast hvert mál. Shakira eig- inkona hans, sem er indversk, borðar mikið af fiski en lítur ekki við kjöti og þess vegna seg- ist Michael smátt og smátt hafa lært að meta fisk á ný, reyndar öðruvísi matreiddan en bara steiktan og soðinn eins og hann hafi verið alinn upp á. Eins og gefur að skilja er mikið snætt af indverskum mat á heimili þeirra hjóna; alls konar karr- íréttum og ekki síst góðu og vel matreiddu grænmeti. Uppá- haldshráefni Michaels þessa dagana er mismunandi eldað og kryddað eggaldin. „Við hjón- in lifum á mjög hollri fæðu. Það er ástæðan fyrir því að við eig- um aldrei í vandræðum með líkamsþyngd okkar og kennum okkur aldrei meins.“ Michel segir að þrátt fyrir að hann sé frábær amatör í eld- húsinu láti hann öðrum eftir að sjá um eldhúsin á veitingahús- um í hans eigu sem nú eru orð- in fimm talsins. Það eru The Canteen, Langan’s, Langan’s Brassiere, Odin’s and Shep- herd’s og sá fimmti verður opn- aður í Miami í haust. Upphálds veitingastaður leik- arans og konu hans um þessar mundir er The Canteen sem er við hlið Chelsea Harbour, skammt frá heimili þeirra í London. Þar snæða þau reglu- lega tvisvar til þrisvar í viku. Svo að ef einhverjir íslendingar vilja freista þess að hitta einn besta leikara nútímans þegar þeir eiga leið um London vita þeir hvert halda skal. Trainspotting Undir verulegum áhrifum Þótt kvikmyndin Train- spotting þyki með frum- legustu kvikmyndum ársins hafa glöggir menn greint eitt og annað í þeirri mynd sem þykir svipa til þess sem áður hefur verið gert í kvikmynda- heiminum. Þarna sannast enn og aftur hið fornkveðna að ekkert er nýtt undir sól- inni. Hér koma tíu dæmi um það: Trainspotting ljHvernig aöalleikarinn er kynntur i upphafi. 2)Hinn snarbilaði síkópati Robert Carlye (annar frá vinstri) kúgar vini sína til hlýðni. 3)Mikil alúö lögð við þaö að sýna í smáatriðum þá athöfn að sprauta sig með heróíni. 4)Renton lokaður inni í herbergi þar sem hann er látinn kljást við fráhvarfs- einkenni eiturlyfjaneysl- 5)Renton neglir fýrir dyrn- ar á meðan hann er að láta renna af sér til þess aö foröast utanaökom- andi áhrif (eiturlyfin). 6)Strákagengið á flótta undan æstum spæjurum um götur Edinborgar. 7)Veggirnir á diskótekinu skreyttir hvítum stöfum í anda þess sem sást víða um og upp úr 1970. Tak- ið eftir orðinu ,,voloko“. 8)Spud og Tommy í hrókasamræðum undir dynjandi tónlist á disk- ótekinu. 9)A meðan Renton er í af- eitruninni sér hann fyrir sér látið barn sem skríður í loftinu og snýr höfðinu í hringi. 10)í upptalningunni í lok myndarinnar kemur á skjáinn svart/hvít stilli- mynd við gervileg tónlist í anda sjöunda áratugarins sem samin er af Damon Albarn í Blur. Aðrar og eldri myndir l)Mean Streets (Martin Scorsese) Hvernig aðalleikarinn er kynntur í upphafi. 2)GoodFellas (Martin Scors- ese) Hinn snarbilaöi síkópati Joe Pesci kúgar vini sína til hlýðni. 3)Drugstore Cowboy (Gus Van Sant) Athöfnin að sprauta sig meö lyfi er upphafin af mik- illi nákvæmni. 4) The Man with the Golden Arm (Otto Preminger) Herófnfíkillinn Frank Sinatra lokaður inni í íbúð þar sem hann er látinn takast á við fráhvarfseinkenni eiturlyfj- anna. 5) The Knack...and How to Get it (Richard Lester) Micheal Crawford lokar sjálfan sig inni til þess að forðast utanaðkomandi óþægileg áhrif (kynlíf). 6)A Hard Day's Night (Ri- chard Lester) Bítlarnir á flótta undan æst- um aðdáendum um götur London. 7)A Clockwork Orange (Stanlay Kubrick) Veggirnir á Korova ísbúðinni með hvítum sixties-stöfum. Takið eftir oröinu ,,mo- loko“. 8) Twin Peaks: Fire Walk with Me (David Lynch) Laura Palmer, Ronette Pu- laski og Jacques Renault í hrókasamræðum undir dynjandi diskótónlist (eitur- lyf voru inntakið). 9) The Exorcist (William Fri- edkin) Undir djöfullegum áhrifum snýr Linda Blair höfði sínu í hringi. 10)Alfie (Lewis Gilbert) Svart/hvítri mynd af aöal- leikaranum stillt upp þegar nafnalistinn rennur í gegn - undir upprunalegum sam- tímatónum Sonnys Rollins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.