Helgarpósturinn - 07.11.1996, Page 4

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Page 4
FIMMTUDAGUR 7. NOVEMBER1996 4 Ertu að legaja börn í éinéíti, Eiríkur? Arthúr Morthens, starfsmaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavlkur, birtist í kvöldfréttum sjónvarps um síðustu helgi og lýsti því yfir að taka þyrfti á málum þeirra kennara sem legðu nemendur I einelti. Við hljótum að sþyrja: Leggja kennarar nemendur virki- lega í einelti, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasamþands- ins? „Það hefur ekki verið kvartað yfir þessu við okkur, en sam- kvæmt fréttum eru til einhverjir aðilar sem segjast hafa fengið ábendingar um einelti kennara.“ Hefur þetta þá ekkert veriö kannaö? „Mér vitanlega hafa engar rann- sóknir farið fram hér á landi, en það hefur komið fram í fréttum að einhverjir aðilar telja sig liggja með svona upplýsingar. Mér finnst það út af fyrir sig mjög al- varlegt ef einhverjar stofnanir liggja með svona upplýsingar og gera ekkert í málinu. Síðan verður erlend könnun til þess að menn draga þá alyktun að það sama gildi hér." Hvaöa könnun er verið aö vísa í? „Þetta er norsk könnun, sem ég veit ekki meira um en fram kom í fréttum, þar var sagt að þetta ætti við um tíunda hvern kennara. Það sem er alvarlegt í þessu er að ver- ið er að yfirfæra þessa könnun á íslenskar aðstæður. Það sem ég vil sjá er að þeir sem telja sig vera með slíkar upplýsingar fari ofan í málið með viðkomandi kennara svo kennarar almennt liggi ekki undir þessum grun.“ Hvaö yrði gert efkennari yröi uppvís að því aö leggja nem- anda í einelti? „Fyrst fengi hann áminningu og léti hann sér ekki segjast kæmi til brottrekstrar. Þetta er venjulega ferlið ef kennari brýtur af sér. Það eru í gildi bæði lög og reglugerðir um störf kennara þannig að hægt er að taka á þessum málum. En það er ekki bara eineltiö sem verið er aö tengja viö kenn- ara, þiö eigið líka aö vera aö snuöa nemendur um kennslu- stundafjölda. Hvernig stendur á því? Ég mótmæli því algerlega. Kenn- arinn tekur bara við þeirri stunda- skrá sem að honum er rétt og mætir til vinnu eins og aðrir starfsmenn í stofnunum eða fyrir- tækjum. Hvaö er fólk þá aö tala um? Ástæðan getur verið sú, þegar um mjög stóra bekki er að ræða, að aðstaðan fyrir kennslu í verk- greinum rúmar ekki nema þriðja- partinn af bekknum. Þá er spurn- ingin hvort þrískipta eigi bekkn- um. Þarna eru menn að reyna að bjóða upp á betri kennslu þótt tímarnir verði færri. í einstaka til- fellum og oft frekar úti á landi fást einfaldlega ekki kennarar. Er ennþá skortur á kennur- um þrátt fyrir sívaxandi ásókn í skólann? Það er hluti af hverjum árgangi sem kemur út úr Kennaraháskól- anum sem aldrei fer í kennslu. Fólk fer í alls konar önnur störf, sem yfirleitt eru betur borguð. Jón Torfi Jónasson frá Háskólan- um sagði á ráðstefnu sem ég var á að menn yrðu að gera ráð fyrir því að allt að 25% nemenda færu ann- að. Menn þyrftu því að „ofmanna" skólann. Er þetta fyrst og fremst út af kjörunum? Bæði að mönnum bjóðast betri kjör og að fólki snýst einfaldlega hugur. Aftur aö eineltinu í lokin. Ætl- iö þiö aö bregöast eitthvaö við þessum ummœlum, til dœmis láta kanna hvort jtetta á við rök aö styðjast? Ég held því fram að það sé hlut- verk fræðsluyfirvalda að láta fara fram slíka könnun. Svona rann- sókn verður að vera gerð af hlut- lausum aðila. Aðalmálið er að tek- ið sé á málinu gagnvart þeim sem málið varðar, svo aðrir þurfi ekki að liggja undir grun. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð, — það á alls staðar við. Það á ekki að rjúka með svona mál í fjölmiðla og sakfella heila stétt. \ Logi Bergmann Eiðsson, einn umsjónarmanna Dagsljóss, var fyrir skemmstu í Bosníu þar sem hann kynntist hörm- ungum stríðsins af eigin raun. Gísli Þorsteinsson ræddi á dögunum viö hann um þetta ferðalag og sitthvað fleira... Ogleymanleg lífsreynsla IÞegar blaðamaður HP kom upp á sjónvarp var Logi í óðaönn að vinna að næsta Dagsljóssþætti. Þá er hann nýkominn heim frá Bosníu en þar tók hann upp efni fyrir Dagsljós og er þessa dagana að gera það sýn- ingarhæft. Hann gefur sér samt tíma til að ræða við út- sendara blaðsins um þessa ævintýraferð. „Mér og Óskari Nikulássyni framleiðanda bauðst óvænt að fylgja framkvæmdastjóra Stúdentaráðs, Ein- ari Skúlasyni, til Sarajevo þar sem hann afhenti koll- egum sínum í háskólanum lista yfir þau kennslugögn sem íslenskir stúdentar söfnuðu til handa bosnískum háskólanemum. Þetta var mikil ævintýraferð og i raun ógleymanleg. Við flugum fyrst til borgarinnar Zagreb, sem er í Króatíu, en þaðan flugum við til Bosníu, nán- ar tiltekið til Sarajevo. Zagreb er falleg borg og dæmi- gerð mið-Evrópuborg. Hún varð fyrir litlum skemmd- um í stríðinu og íbúarnir hafa því að mestu leyti náð að hefja eðlilegt líf aftur. Það hefur Bosníubúum því miður ekki tekist, enda var styrjöldin á milli þjóðar- brotanna gríðarlega langvinn og einstaklega óvægin. Það var því eins og að koma inn í nýjan heim þegar við flugum til hinnar stríðshrjáðu Bosníu. í flugvélinni var mikið af fólki á leið heim aftur eftir stríðið og það var átakanlegt að fylgjast með því þegar vélin sveif yf- ir sprengd stræti og torg. Margir grétu þegar þeir sáu hvernig borgin þeirra var útleikin. Þegar við fylgd- umst með fólkinu kviknaði sú hugmynd að fá að fylgja einni fjölskyldu eftir.“ Logi sagði að Óskar hefði tekið upp mikið af efni og nú þegar heim er komið væri tvennt sem vekti fyrir sér; hvernig hægt sé að fá íslenska áhorfendur til að skilja betur þann heim sem Bosníubúar lifa í og hve- nær hann geti farið aftur út. „Mig langar mikið til að fara aftur út og kynnast þessu landi betur og ég og Óskar erum að leita leiða til þess.“ Logi: „Þessi för hefur verið gott spark í rassinn.“ „Margir grétu þegar þeir sáu hvernig borgin þeirra var útleikin.“ Vinir þrátt fyrir allt Logi segir að áður en hann fór til Júgóslavíu hafi hann lítið ieitt hugann að stríðinu. „Jú, maður hafði fyllst hryllingi þegar fjöldamorðin á götumarkaðinum áttu sér stað í Sarajevo en síðan var það grafið og gleymt. Ég veit ekki af hverju það var svona lítill áhugi á stríðinu hér heima, en mér finnst eins og íslendingar vilji ekki vita of mikið. Með tilliti til þess var merkilegt að fara þarna út. Borgin er í mikilli niðurníðslu og menn vissu eiginlega ekki hvar þeir áttu að byrja í uppbyggingunni. Fólk býr þarna við þröngan kost en margir hafa hvorki aðgang að hita né rafmagni. Engu að síður fengum við konunglegar móttökur. Við gist- um meðal annars hjá háskólastúdent og okkur var í mýmörg skipti boðið í mat. Ég held að ég hafi borðað alla mögulega bosníska þjóðarrétti — sem eru mjög góðir.“ Stríðið í Bosníu hefur skerpt línur á milli þjóðar- brotanna — einkum milli múslima og kristinna. Logi lUeðanmáls segist ekki hafa fundið neitt sérstaklega fyrir andúð á milli þjóðarbrota en ljóst væri að stríðið hefði markað djúp spor í sálarlíf fóíks. „Margir eru sárir og bitrir en yngra fólkinu er meira umhugað um að sættir takist á milli þjóðarbrotanna og því kunna að líða nokkur ár áður en endanlegur friður kemst á. Miðað við þær hörmulegu fréttir sem hafa borist frá þessu svæði er samt merkilegt hversu margir eiga ennþá vini af öðr- um kynþætti. Við kynntumst meðal annars mús- limskri fjölskyldu sem átti margra serbneska vini. Þá daga sem við vorum þarna lést serbneskur vinur þeirra í Zagreb og þau tóku það mjög nærri sér.“ í erlendar fréttir? Logi segir að á næsta ári muni hann yfirgefa Dags- ljós og hefja störf á fréttastofunni. „Reyndar hefur það hvarflað að mér að sækja um í erlendum fréttum eftir þessa reynslu í Júgóslavíu. Þessi för hefur verið gott spark í rassinn. Fram til þessa hafði mér alltaf þótt innlendar fréttir merkilegri en erlendar, en nú hefur viðhorfið breyst. En ég neita því ekki að ég á eftir að sakna Dagsljóss. Ég er að hefja mitt annað ár í þessum þætti og það hefur verið ákaflega gaman að starfa með öllu þessu fólki. Hópurinn sem hefur unnið að honum hefur verið mjög samheldinn og ég hef kynnst miklu af skemmtilegu fólki. Við fengum reyndar mikla gagnrýni í fyrra og fólk setti út á alla mögulega hluti. Mér fannst hins vegar þátturinn ákaflega góður. í haust urðu síðan nokkrar breytingar á þættinum og hann færður yfir á besta útsendingartíma. Ég átti þar- afleiðandi von á að heyra einhverja gagnrýni en það hefur lítið farið fyrir henni. Ný áhorfskönnun bendir þó til þess að við höfum mun meira áhorf en í fyrra. Engu að síður er slæmt að fá ekki að vita nema tvisvar á vetri hvert áhorfið er, ekki síst fyrir þátt sem fjallar um dægurmál og menningu. í flestum siðuðum lönd- um eru gerðar áhorfskannanir reglulega sem gefa vís- bendingu um það sem fólk vill sjá. Við verðum að vita meira um hvað áhorfendur vilja og vilja ekki sjá. Það er nauðsynlegt í ljósi sívaxandi samkeppni á ljósvaka- markaðinum." í fermingarveislu... Ein ástæðan fyrir því að Logi hyggst hefja störf hjá fréttastofunni um áramót er sú að fyrir skemmstu var hann fastráðinn hjá sjónvarpinu. Reyndar þykir mörg- um undarlegt að hann skuli ekki hafa fengið fastráðn- ingu fyrr, en hann hefur nú starfað hjá sjónvarpinu í fimm ár; fyrst hjá íþróttadeildinni en síðar meir hjá fréttastofunni og í Dagsljósi. Útvarpsráð gekk framhjá honum í þrigang en í öll skiptin naut hann ótvíræðs stuðnings yfirmanna sinna. Logi viðurkennir að hans mál hljóti að vera fremur óvenjulegt. „Ég hafði samt aldrei neinar áhyggjur af því að fá ekki vinnu, því mér bauðst alltaf eitthvað nýtt að gera hjá sjónvarpinu. Ástæðan fyrir því að ég var ekki valinn í þessi skipti var sú að ég hafði minni menntun en þeir sem voru valdir. Ég kláraði til dæmis aldrei stúdentspróf á sín- um tíma en sá að ég yrði að gera eitthvað róttækt í málunum til að komast að; fór í háskólann og er nú hálfnaður með BA-próf í stjórnmála- og fjölmiðla- fræði. Þessi ákvörðun mín, að fara í skóla, hefur kom- ið sér vel, en það var nú í lok sumars sem útvarpsráð veitti mér loks brautargengi." Logi segir að sér finnist útvarpsráð merkilegt fyrir- brigði sem í raun starfi ekki á réttum forsendum. „Ég kaupi þau rök að hjá sjónvarpinu starfi stjórn en mér finnst að hún eigi þá að haga sér eins og stjórn. Þegar maður les fundargerðir útvarpsráðs fær maður á til- finninguna að maður sé staddur í fermingarveislu. Þar er verið að gagnrýna einstaka þætti og tímasetningu á dagskrárliðum eftir persónulegum smekk, sem í raun kemur þessu fólki lítið við. Ég vil fara að sjá útvarps- ráð haga sér eins og stjórn sem lætur stóru málin til sín taka en ekki eins og fóik sem er statt í fermingar- veislu og nöldrar yfir dagskránni. Þar fyrir utan er slæmt þegar starfsfólk fær fastráðningu í gegnum út- varpsráð, sem er skipað af stjórnmálaflokkum. Við komum því inn á kjánalegum forsendum og lítum ekki út fyrir að vera hlutlausir fréttamenn sem fólk á að treysta." Þórunn Sveinbjarnardóttir kvennalistakona situr inni þessa dagana. — Á Alþingi. Þar leysir hún Guönýju Guðbjörnsdóttur af og hófst þingsetan að þessu sinni á utandagskrárumræðu um jafnréttismál. Þórunn varí sviðsljósinu í síðustu viku þegar Kvennalist- inn fundaði í Viðey og landsfundarfulltrúar ræddu hver á fætur öðrum um samvinnu félagshyggjuaflanna milli hefðbundinna dag- skrárliða. Þórunn lætur sig þó fleiri útlönd en Viðey varða, enda er hún talsmaður ungra Evrópusinna. Hvaða listamaöur hefur haft mest áhrif á þig? Jóhann Sebastían Bach. Hvaöa stjórnmálamaöur, lifandi eöa látinn, er í mestu uppáhaldi hjá þér? Aung San Suu Kyi. Hvaöa skáldsagna- eöa kvikmyndapersónu vildiröu helst líkjast? Kay Scarpetta, sem kryfur lík og leysir morögátur. Svalara veröur það ekki. Hvaöa persóna mannkynssögunnar vildiröu helst hafa veriö? Leonardo da Vinci (og Móna Lísa heföi heitiö „Matteo Luigi“). Ef þú fengir aö lifa lífinu aftur, myndirðu þá breyta einhverju? Engu. Hver er merkilegasti atburöur sem þú hefur upplifaö? Ég svara því um nirætt. Hver er merkilegasti atburöur sem þú ætlar aö upp- lifa? Maöur storkar ekki forlögunum I minni fjölskyldu. Hvaöa atburöur, verk eöa manneskja hefur mótaö lífsviöhorf þitt framar ööru? Þórunn Sveinbjarnardóttir, amma mín heitin. Ef þú ættir kost á aö breyta einu atriöi í þjóöfélag- inu eöa umhverfinu, hvaö yröi fyrir valinu? Bara einu? — Gera feminista aö forsætisráöherra. Séröu eitthvaö sem ógnar samfélaginu óðru frem- ur? Já, sjálfhverfni, neyslugræögi og almennt tillitsleysi í garö náungans. Mottó? Vertu sjálfri þér samkvæm.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.