Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 8

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 8
8 FlMIVrnJDAGUR 7. NOVEMBER 199o X Langstærstur hluti þeirra sem gangast undir vímuefnameðferð er karlmenn. Eins og gefur að skilja verður meðferðin óneitanlega byggð svolítið upp með reynsluheim karlmannsins í huga og kona í meðferð verður að gera svo vel — ef hún vill öðlast bata af alkóhólismanum — að hlusta á hvað karlmaðurinn hefur að segja. Birita Olsen áfengisráðgjafi, sem vinnur sérstaklega með konur sem alkóhólista í Svíþjóð, vill breyta þessu. Blaðamaður HP hitti hana að máli og ræddi við hana um konur sem þurfa að kljást við áfengis- og vímuefnavanda. Hin kvenlega hlið alkóhólismans Eg veit ekki hvernig þetta er hér á íslandi núna, en þegar ég var í áfengismeðferð á Stað- arfelli fyrir fimmtán árum vor- um við að mig minnir sjö konur og tuttugu og átta menn í með- ferð. Það gefur því augaleið að meðferðin verður óhjákvæmi- lega byggð svolítið upp með karlmenn í huga. Þar sem meiri- hluti þeirra sem fara í meðferð er karlmenn verður reynslu- heimur karla í aðalhlutverki. Það finnst mér ekki réttlátt gagnvart konum, sem eiga sér gerólíkan reynsluheim og hugsa allt öðruvísi," segir Bi- rita. „Það segir mikið um hvað konur hugsa öðruvísi en karl- menn, að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum viðheldur einn karl af hverjum tíu sam- búð sinni við konu sem er virk- ur alkóhólisti, en níu af hverj- um tíu konum viðhalda sam- búð sinni við karlmann sem drekkur alkóhólískt. Þetta þýð- ir að maður sem kemur í með- ferð á oftast konu og fjölskyldu sem hjálpar honum eftir með- ferðina, en þetta er miklu erfið- ara fyrir konurnar. Það hjálpar til að mynda mikið fyrir einstak- ling sem er að reyna að hætta að maki hans hætti drykkju sinni, þrátt fyrir að hann sé ekki alkóhólisti, en það er miklu erf- iðara að fá karla sem kvæntir eru konum með áfengisvanda- mál til að hætta að drekka en konur sem giftar eru körlum með áfengisvandamál. Þetta þýðir að konur sem eru að reyna að vera edrú eru að berj- ast við allt aðra hluti en karl- maðurinn og þurfa því á sér- tækri meðferð að halda.“ Kvenmenn miklir píslarvottar Eitt sterkasta einkenni kvenna sem haldnar eru áfeng- issýki, og eins kvenna sem eru aðstandendur alkóhólista, er Taktur er 10 ára og í tilefni þess bjóðum við 10-40% af slátt af öllum vömm, hljómtækjum og geisladiskum að sögn Birit það að þær eru píslarvottar. „Það er svo ríkj- andi hjá konum að vera píslar- vottar og svo erfitt fyrir þær að losna úr því hlutverki," segir hún. „Eins er það mun meiri skömm hjá konunni ef hún drekkur og sektarkenndin mik- il. Við bara fáum ekki að vera fullar, það passar ekki við okk- ur,“ segir Birita og hlær. „Það fer miklu meira fyrir brjóstið á fólki að sjá konur fullar. Því er oft erfiðara fyrir konuna að horfast í augu við vandamál sitt vegna sektarkenndarinnar, en það er einmitt það sem þarf að gera til að ná einhverjum bata frá alkóhólismanum; að tala um vandamálið og þannig brjótast undan sýktu mynstri. Ég hef þá trú að konur eigi að vera einar saman í meðferð, það er að segja án karlmanna. Þetta hef ég prófað með góðum ár- f angri úti í Svíþjóð. Konum líður miklu betur ef karl- mennirnir eru ekki að trufla þær. Þær hætta samkeppninni og verða meira þær sjálfar. Einar geta þær einbeitt sér að sínum reynsluheimi, sem er gerólíkur reynsluheimi karla. Konur og karlar sem fara í meðferð eru oftast nær mjög veik tilfinninga- lega. í meðferðinni geta brotist út alls kyns tilfinningar, jafnvel gagnvart hinu kyninu og fólk verður „ástfangið", en tilfinn- ingarugl milli sjúklinga I með- ferð er mjög algengt og það get- ur hreinlega eyðilagt meðferð- ina.“ Erfitt að komast í meðferð í Svíþjóð Birita, sem er færeysk en ólst upp í Vestmannaeyjum, segir að ástæðan fyrir því að hún vinnur í Svíþjóð sé sú að mikill skortur sé á góðum áfengisráð- gjöfum þar í landi. „Svíar eru langt á eftir íslendingum hvað varðar þróunina í áfengismeð- ferð. Það er mjög erfitt fyrir Svía að komast í meðferð, sér- staklega eftir kreppuna sem skall á Svíþjóð fyrir nokkrum Áfengismeðferð í dag er að miklu leyti byggð upp á reynsluheimi karla og konurnar verða útundan," segir Birita Olsen áfengisráð- gjafi. árum. Meðferðarheimilin eru til en peningana vantar til að koma sjúklingum í meðferð. Kerfið er einnig þungt í vöfum í Svíþjóð og erfitt að sleppa gegnum nálarauga kerfisins og í meðferð. Eins er lítið til af af- vötnunarstöðvum í Svíþjóð og mörg meðferðarheimili bjóða hreinlega ekki upp á slíkt. Alkó- hólisti verður að koma edrú í meðferð, en eins og gefur að skjlja getur það oft reynst erfitt. íslendingar eru mjög heppnir með hversu vel er tekið á mál- um alkóhólista, en mjög auð- velt er að komast í meðferð hérna og hugarfar almennings nokkuð jálcvætt gagnvart alkó- hólistum. íslendingar hafa líka verið duglegir að flytja út reynslu sína og þekkingu á alkóhólisma, að minnsta kosti til Svíþjóðar, en þó nokkrir ís- lendingar vinna sem áfengis- ráðgjafar þarí landi. Nokkrir hafa jafnvel tekið sig til og sett upp heilu meðferðarheimilin. Þetta er allt árangurinn af þeirri reynslu og þekkingu á alkóhól- isma sem skapast hefur hér á landi síðustu áratugi," segir Birita að Iokum. Börn á lyfium A þriöja hundrað sjö Talið er að allt að tvö jrúsund og fimm hundruð börn á aldrin- um 7-10 ára séu ofvirk á íslandi og hefur aukn- ingin síðustu ár á þeim sem greinast ofvirk ver- ið allmikil. Þessi börn eiga það sameiginlegt að eiga erfitt með að einbeita sér, þau eru árásargjörn, tala mikið og gengur illa í skóla. Það er ekki hægt að lækna ofvirkni en með- ferðin sem erfiðustu börnin fá við ofvirkni er lyfið Ritalin. Lyfið er mjög örvandi, náskylt amfetamíni, en Ritalin hefur þveröfug áhrif á ofvirka einstaklinga miðað við „venjulegt" fólk. Ofvirkir róast við að neyta þess. Eins og áður segir er Ritalin að- eins notað í erfiðustu tilfellum, en 227 börn neyta um þessar mund- ir Ritalins á íslandi, flest þeirra á aldrinum 7-10 ára. Aukning hefur orð- ið síðustu árin á notkun lyfsins, en ekki er ná- kvæmlega vitað hversu mikil sú aukning er. Misnotkun á lyfinu er þekkt í Bandaríkjunum og sýna rannsóknir að misnotkun þar í landi hefur aukist mjög á síð- ustu árum. Vitað um eitt dauðsfall vegna misnotkunar Ritalins í Bandaríkjunum. HP grennslaðist fyrir um notkun og misnotkun á lyfinu hér á landi. Er barnið þitt óþægt? Á það erfitt með að ein- beita sér, lætur illa að stjórn og er jafnvel of- beldishneigt? Á það í erfiðleikum í skólanum? Ef þessi einkenni eru I sterk og úr hömlu er vel til tíu ára barna á lyfi skyldu amfetamíni mögulegt að barnið sé ofvirkt. Kannanir í Bandaríkjunum og Bretlandi sýna að sífellt fleiri börn eru rekin úr skólutn vegna óláta og samkvæmt Áslaugu Brynjólfsdóttur, umboðsmanni foreldra og skóla, hefur nokkur aukning orðið á að börn á íslandi greinist ofvirk. „Við höfum tekið eftir því að börn sem eru að byrja í skóla sex ára eru almennt mun eirðarlausari og agalausari en til að mynda fyrir um tuttugu árum,“ segir Áslaug. „Mörg þess- ara barna greinast ofvirk. Þau eiga mjög erfitt með að vera með öðrum börnum í bekk og eiga al- mennt erfitt uppdráttar innan skólakerfisins. Við hér á íslandi reynum allt hvað við getum að hjálpa þessum börnum, en aukn- ingin er mikil og það gæti stefnt í óefni ef ekki verður eitthvað að gert.“ Örvandi lyf róar ofvirka Samkvæmt Ólafl Guðmunds- syni barnageðlækni er ofvirkni geðtruflun eða hömlun á geð- rænum eða þroskalegum grunni. Hann segir að ofvirkni sé vel þekkt hér á íslandi en talið er að allt að tvö þúsund og fimm hundruð skólabörn hér séu of- virk. Talið er að ofvirkni eldist af börnum í um helmingi tilvika, sem þýðir að þó nokkuð margir unglingar og fullorðnir þjást af ofvirkni. Lengi vel var ekki vitað livern- ig ætti að hjálpa þessum börn- um, en á síðustu árum hefur komið fram lyfið Ritalin, sem heldur einkennum ofvirkni í skefjum og hjálpar viðkomandi til að lifa sæmilega eðlilegu lífi. „Ritalin er mikið notað hér á landi gegn ofvirkni barna. Lyfið er örvandi, skylt amfetamíni," segir Ólafur. „Hjá ofvirkum börn- um minnkar lyfið hreyfióróleika, flöktandi athygli og hvatvísi, þannig að krakkarnir eira betur við og einbeita sér betur. Amfet- amín er að vísu notað við þessu líka, en Ritalin er algengasþ, Þessi örvandi lyf virka ekki æs- andi á ofvirka einstaklinga; þau hafa þess í stað þveröfug áhrif á þá og hjálpa þeim þannig til að lifa nokkuð eðlilegu lífi.“ Ólafur segist ekki geta tekið undir að ofvirkni hafi aukist mik- ið á síðustu árum. Hann segir þetta vera líffræðilegan sjúkdóm þar sem erfðafræðilegir þættir skipti miklu máli. Hins vegar hafi fólk orðið æ meðvitaðra um þennan sjúkdóm og eins sé nú hægt að halda honum í skefjum með meðferð og lyfjagjöf. „Rital- in er mikilvægt í meðferð á of- virkum börnum, en við notum einnig þunglyndislyf í meðferð- inni og ekki má gleyma því að stöðugt er unnið með börnunum í sérstakri atferlismeðferð. For- eldrar fá einnig fræðslu og þjálf- un í að umgangast ofvirk börn,“ segir Ólafur. Misnotkun á Ritalini þekkt hér á landi Ritalin er eins og áður segir náskylt amfetamíni og fyrir „eðli- legan“ einstakling gefur lyfið álíka vímu og amfetamín. Á Vogi segjast menn þekkja dæmi þess að Ritalin sé misnotað, þó ekki í miklu magni: „Ætli menn haldi sig ekki meira við amfetamínið því það er auðveldara að nálgast það,“ segir Þórarinn Hannes- son, læknir á Vogi. „Lyfið er eftir- ritunarskylt, svipað og amfetam- ín. En það eru náttúrulega okkar ágætu dópsalar í læknastéttinni sem skrifa þetta út fyrir misnot- endur." „Við höfum ekki orðið varir við að einstaklingar misnoti Ri- talin, að minnsta kosti ekki í tengslum við gjöf til barnanna, en það er hægt að velta fyrir sér hvort við notum lyfið í óeðlileg- um mæli. Nú eru 227 börn og ör- fáir fullorðnir á Ritalini og hefur aukningin verið einhver á síð- ustu árum, þannig að það er full ástæða til að fylgjast með þróun- inni,“ segir Haraldur Briem, settur!a,ðsj;oðarlan,dlæknir.l ( ,,

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.