Helgarpósturinn - 07.11.1996, Side 13
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1996
13
• Vinnsluminni. mest 25GMB
• Skyndiminni. 16KB innra ng 256KB ytra. mest 1MB
• Uppfæranleg með framtidar Pentíum Ovenfríve öngjörva
• Enhanced IDE dual channel á PCI og ISA braut
• miroVIDEO 22SD PCI skjákort með S3Trio64V+hraðli
• 2MB EDO myndminni 1280x1024x256litir75Hz
• 2xPCI Local Bus, 3xlSA, 1 xPCI/ISA
• Tvö raðtengi (UART 16550), hliðaitengi (ECP og EPP)
og PS/2 músatengi
• Kassi rúmar þrjú drif (CD-Rom ofl.)
• Windows 95 lyklaborð með íbrenndum táknum
• Fylgibúnaður- Windows 95 og mús
• Plug'n Play, EPA Energy Star, hljöðlát vifta
• MPEG og AVI afspilun í fullri stærð
Hafðu samband við sölumenn okkar eða komdu
í verslunina. Við setjum saman með þér pakka
sem hæfir óskum og verðhugmyndum þínum.
® SH
RAÐGREIÐSLUR
Grensásvegur 10 , bréfasími 568 7115
http://WWW.ejs.is/tilbocl • sala©ejs.is
129.900
stgr. m. vsk.
Með:
Intel Pentium 133 Mhz örgjörva
15" skjá
8x geisladrifi
145.900
stgr. m. vsk.
Sími 563L3050
Aðild að Evrópusambandinu
Spurningarmerki hefur verið sett við afstöðu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra
til Evrópusambandsins og í fjölmiðlum hefur komið fram sú skoðun að Halldór sé að
„nálgast“ þá hugsun að ísiand ætti að sækja um aðild. í samtali við blaðamann Helg-
arpóstsins segist Halldór meta stöðuna þannig að í fýrirsjáanlegri framtíð sé aðildar-
umsókn ekki tímabær.
Auðvitað hefur verið hér
umræða um hvort við eig-
um að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu og á því hafa
menn haft mismunandi skoð-
un,“ segir Halldór. „Alþýðu-
flokkurinn hefur til að mynda
viljað að við settum fram um-
sókn um aðild. Við sem stönd-
um að núverandi ríkisstjórn
teljum hins vegar að með allar
þær upplýsingar sem við höf-
um aflað okkur myndi slík um-
sókn ekki þjóna neinum til-
gangi. Ástæðan er einföld. Við
teljum okkur ekki muna ná við-
sættanlegri niðurstöðu. Þá er
sagt á móti að við vitum það
ekki nema prófa það. Að mínu
mati er þetta ekki mál til að
leika sér með. Ég er þeirrar
skoðunar í dag að ekkert hafi
komið fram sem bendir til þess
að við fengjum viðhlítandi nið-
urstöðu í sambandi við sjávar-
útvegsmál okkar.“
Sjávarútvegsstefna ESB
er f élagsmalastef na
„í ræðu minni um utanríkis-
mál nú á dögunum eyddi ég
miklum tíma í að reyna með
málefnalegum hætti að gera
grein fyrir því sem er að gerast
í Evrópusambandinu. Eg var
gagnrýndur harðlega vegna
þessa af stjórnarandstöðunni,
sem sagði að ég væri að draga
upp mjög jákvæða mynd af
Evrópusambandinu og minnt-
ist ekki á það neikvæða. Ég tel
mig hins vegar vera að full-
nægja skyldum mínum sem ut-
anríkisráðherra; að koma hlut-
lægu mati á stöðunni á fram-
færi. Mér finnst oft að umræða
um svona mál verði svolítið
svört og hvít, eins og oft var í
umræðunni um evrópska efna-
hagssvæðið. Það liggur alveg
ljóst fyrir í mínum huga að að-
ild að Evrópusambandinu hef-
ur kosti, en aðildin hefur jafn-
framt ákveðna galla. Við verð-
um síðan að vega það og meta,
í ljósi þess hvar framtíðarhags-
munir okkar liggja.
Það er nú einu sinni svo að
við byggjum að miklu leyti af-
komu okkar á sjávarútveginum
en sameiginleg sjávarútvegs-
stefna Evrópubandalagsins er
ekki viðskiptastefna. Hún er að
verulegu leyti félagsmála-
stefna. Að mínu mati er það al-
gerlega útilokað fyrir Islend-
inga að reka sinn sjávarútveg
sem einhverja félagsmála-
stefnu. Sjávarútvegurinn skipt-
ir mjög litlu máli fyrir Evrópu-
sambandið, en þetta er þrátt
fyrir allt eitt af því fáa sem þeir
hafa komið sér saman um. Þeir
eru með sameiginlega land-
búnaðarstefnu og sjávarút-
vegsstefnu en svo eru þeir
með tiltölulega lítið af sameig-
inlegri stefnu á mörgum öðr-
um sviðum. Þeir hafa til að
mynda ekki komið sér saman
um sameiginlega utanríkis- og
öryggismálastefnu. En þegar
ég leita eftir upplýsingum hjá
þeim kemur það skýrt fram að
það er ekki á dagskrá af þeirra
hálfu að hverfa frá þeim sam-
eiginlegu stefnum sem þeir
hafa þó komið sér upp. Állar
líkur eru á að við gætum fengið
tímabundnar undanþágur frá
þessari sameiginlegu sjávarút-
vegsstefnu ESB, en það eru litl-
ar líkur fyrir því að við fengjum
varanlegar undanþágur. Eg er
því ekki tilbúinn sem stjórn-
málamaður að taka áhættuna á
því að fá tímabundna undan-
þágu í byrjun og vona síðan að
stefnan breytist í framtíðinni
til góða fyrir okkur íslendinga.
Sjávarútvegsstefna ESB er
því stærsta ástæðan fyrir því
að ég er andvígur því að sækja
um aðild. En það er ýmislegt
annað sem gerir aðild ekki fýsi-
lega. Ég hef til að mynda óttast
að það yrði erfitt fyrir okkur ís-
lendinga að sinna með full-
nægjandi hætti öllum þeim
sameiginlegu fundum sem
þarna eru haldnir. Ég er ekki
að segja að það sé útilokað, en
það mun kosta mikla vinnu
ráðamanna og það myndi kalla
á stærra embættismannakerfi.
Auðvitað eru hlutirnir fljótir
að breytast og í raun engin leið
að fullyrða neitt um framtíð-
ina. Ég tel að við verðum að
vera vakandi fyrir þessu máli
og vera viðbúnir því að taka
nýjar ákvarðanir ef við sjáum
hagsmunum okkar betur borg-
ið með öðrum hætti.
Þurfum að fylgjast
vel með þróun
myntbandalagsins
„Efnahags- og myntbandalag
Evrópu tekur gildi árið 1999 en
því hefur verið haldið fram að
innri markaður ESB gæti aldrei
orðið nægilega sterkur til að
keppa við markaðina í til dæm-
is suðaustur-Asíu og Ameríku
án þess að tekin sé upp sam-
eiginleg mynt. Sagt er að þess-
ar mismunandi myntir geri
málið svo flókið og hafi svo
mikinn kostnað í för með sér
að brýn þörf sé á einföldun. Is-
lendingar eru mjög háðir
ástandi hafsins og fiskstofn-
anna og við búum við meiri
sveiflur en margar aðrar þjóð-
ir. Mikilvægt er að draga úr
þessum sveiflum, en það hefur
tekist ótrúlega vel á undan-
förnum árum. En hvort við ná-
um svo góðum tökum á efna-
hagslífi okkar að við getum
komið á þeim stöðugleika sem
gerir okkur kleift að bindast
þessu samstarfi með einhverj-
um hætti geri ég mér ekki grein
fyrir í dag. Svigrúmið er að
vísu verulegt, en á þessari
stundu er ekkert hægt að full-
yrða um það. En við þurfum að
fylgjast vel með.“
Sameiningar
hugmyndir aðeins
á ynrborðinu
Nú í allt aðra
sálma. Mikið er tal-
að um sameiningar-
mál vinstri manna
þessa dagana.
Hvernig líst þér á
þœr umrœður?
„Ég hef aldrei tekið
þátt í neinum viðræð-
um um sameiningu
flokka," segir Halldór.
„Framsóknarflokkur-
inn verður áttatíu ára
á þessu ári og við höf-
um engin áform um að
leggja hann niður eða
ganga með hann í eitt-
hvert bandalag. Ég
verð að segja alveg
eins og er að mér
finnst þessar samein-
ingarhugmyndir vera
bara á yfirborðinu. í
umræðunni um utan-
ríkismál á Alþingi í vik-
unni kom til dæmis í
ljós að himinn og haf
eru á milli Alþýðu-
bandalagsins og Al-
þýðuflokksins í utan-
ríkismálum. Mér er
ómögulegt að sjá að
hægt sé að búa til ein-
hverja heilsteypta pól-
itík út úr þeim skoð-
anaágreiningi sem rík-
ir á milli þessara
flokka.
Ef þeim tekst að
sameinast verður það
einfaldlega með þeim
hætti að sjóða ofan í
tunnur allan skoðana-
ágreining. Það vita nú
allir sem í stjórnmál-
um starfa að sá ágrein-
ingur mun koma fram
og tunnurnar
springa."
Hvað með R-list-
ann?
„Ja, það hefur ekki
verið vandkvæðum
bundið fyrir Fram-
sóknarflokkinn að
starfa með öðrum
flokkum. En það er
allt annað að tala um
sveitarstjórnarmál en
landsmál. Utanríkis-
málin eru til að
mynda ekki þar á borði. Af-
staðan til Atlantshafsbanda-
lagsins, afstaðan til ESB, af-
staðan til fiskveiðistjórnunar
og svo framvegis. Þessi mál
eru flókin og erfið og ekki
uppi á borði hjá borgarstjórn
eða sveitarstjórnum. Það er
því rangt að setja samasem-
merki þar á milli.“
Að lokum Halldór, ertu
Bestu kaupin núna
DAEW00 D5320
„Sjávarútvegsstefnan er eitt af því fáa sem Evrópusambandið hefur kom-
ið sér saman um,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra.
ánœgður í starfi þínu sem
utanríkisráðherra?
„Það hefur alltaf skipt mig
máli að hafa mikið að gera og
ég hef það svo sannarlega
núna. Ég verð nú að viður-
kenna það að stundum væri
betra að hafa minna umleikis,
en það er ekkert sem ég get
breytt. íslenskir stjórnmála-
menn hafa mikið umleikis og
mikið álag á þeim.
Það er trúlega að einhverju
leyti orsök þess að mætir
stjórnmálamenn eru að hverfa
frá þessu. En mér líður vel í
þessu starfi, enn sem komið
er.“
Intel pentium 120 Mhz örgjörvi
16MB innra minni
1280MB IDE diskur
256 KB skyndiminni
14" skjár
Windows 95 lyklaborð
2 PCI og 3 ISA tengiraufar lausar
míra
miroVideo 22SD skjákort með 2MB ED0
8x geisladrif
SoundBlaster Vibra 16 hljóðkort
Hátalarar
Svarfl/j
umræða