Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 07.11.1996, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 07.11.1996, Qupperneq 23
FlMIVmJDAGUR 7. NÓVEMBER1996 23 Ekki missa a Bókaveisla ■ Nú geta bókaunnendur og grúskarar tekið gleði sína svo um munar, því milli fjörutíu og fimmtíu þúsund bækur, um allt milli himins og jarðar, verða á bókamarkaði forn- bókaverslunarinnar Bókavörð- unnar. Bókavarðan, sem er til húsa á Vesturgötu 17, er tutt- ugu ára um þessar mundir og í tilefni af því er boðið upp á helmingsafslátt af öllum bók- um verslunarinnar. Bókamark- aðurinn hefst í dag og stendur til 17. nóvember. „Den nye virkelighed i det nordiske samarbejde" ■ Utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun, 8. nóvember. Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland eru öll í Evrópusamband- inu, en vegna þess hef- ur samstarf milli Norð- urlandanna breyst mikið síðustu ár og á trúlega eftir að breyt- ast enn meira í fram- tíðinni. Danski utanrík- isráðherrann fjallar einmitt um breyttar forsendur fyrir nor- rænu samstarfi, sem þarf að endurskipu- leggja á næstu árum. Eins ræðir ráðherrann um samskiptin við grannsvæði Norðurlanda, einkum þó Eystrasaltsríkin. Fyrirlesturinn er eins og áður sagði á morgun og hefst klukk- an fimm. Að sjálfsögðu talar ráðherrann á móðurmáli sínu hinni ylhýru dönsku. íslend- ingar ættu þó ekki að verða í vandræðum með að skilja hann, — eftir allt dönsku- námið. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Yeah Yeah Yeah......... ■ Nýbítlarnir í hljómsveit- inni Sixties verða á norð- urlandi um helgina. Á föstudagskvöld verður hljóm- sveitin í Sjallanum á Akureyri og á laugardagskvöld heim- sækja piltarnir Blönduós þar sem þeir munu fá unglings- stelpurnar til að gráta, öskra, syngja og dansa. Kertaljósastemmning hjá Herði Torfa ■ Hörður Torfason hefur að undanförnu farið vítt og breitt um landið með hljómleika og verið vel tekið þar sem hann hefur farið. Næstkomandi Iaugardagskvöld verður Hörð- ur í höfuðborginni, nánar tiltekið í Nor- ræna húsinu. Þar flyt- ur hann lög af nýjum geisladiski, Kossinum, auk eldra efnis. Eins og venjulega er Hörð- ur einn á ferð með gítara sína. Hljómleik- ana, sem hefjast klukkan níu, kennir Hörður við kerta- ljósastemmningu sem tilheyri værð og rósemi vetrarins... ■ Strákarnir í hljóm- sveitinni In Bloom hafa í heilt ár skipulagt utan- ferð til Los Angeles þar sem þeir ætla að dvelja í hálft ár og freista þess að koma sér á framfæri og taka upp ný myndbönd. í kveðjuskyni hafa þeir kallað til félaga sína úr Reggae on Ice, Sóldögg, Dead Sea Apple og Skíta- móral og ætla þess- ar hljómsveitir ásamt In Bloom að halda styrktar- og kveðjutónleika í Tunglinu í kvöld, á föstudaginn í Ólafs- vík, laugardag Húsavík og sunnu- dagskvöld á Gauki á Stöng. Sá sem tekur upp nýtt myndband hljómsveitarinnar er Ágúst Jakobsson sem með- al annars hefur unnið með Guns ‘n’ Roses og Sound- garden... Nokkur tonn af Ijósa- og hljóðbúnaði ■ Hljómsveitin Todmobile er um þessar mundir að gefa út sjötta geisladisk sinn, Perlur og svín. Eyþór Arnalds verður ekki með í þetta skiptið en í staðinn hefur sveitin fengið Vilhjálm Goða til að fylla í skarðið. Todmobile leggur nú af stað í tónleikaferð um land- ið til að kynna nýja diskinn. Eru þetta stórtónleikar í orðs- ins fyllstu merkingu, því nokk- ur tonn af ljósa- og hljóðbún- aði verða notuð á tónleikun- um. Todmobile ætlar sér að leika þekktustu lög sín, sem og kynna efni af nýja diskinum. Fyrstu tónleikarnir eru á sunnudaginn á ísafirði, því- næst í Sjallanum á Akureyri á þriðjudaginn og svo áfram hringinn... Handrit á hálfa milljón ■ Allir sem vettlingi geta vald- ið ættu að setjast niður nú um helgina og semja handrit að leikriti, því á mánudaginn er síðasti skilafrestur á handrit- um í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur um leikhúsverk. Samkeppnin er í tilefni 100 ára afmælis leikfélagsins og eru verðlaun veitt fyrir bestu handritin. Verðlaunin eru ekki af verri endanum: Þriðju verð- laun eru 200.000 krónur, önn- ur verðlaun 300.000 krónur og fyrstu verðlaun hálf milljón ís- lenskra nýkróna. Eins verður verkið, sem hlýtur fyrstu verð- laun, sýnt í lok afmælisárs LR. Þá er bara að setjast niður og snara fram einu handriti... Listamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson opnaði um síðustu helgi sýninguna Eilíft líf í Listasafninu á Akureyri. Meðal verka á sýningunni má nefna Athafnir, Ijósmyndaröð sem sýnir 25 algengar athafnir fólks í heimahús- um, Maríumyndir og Mínútumyndir. Blaðamaður HP sló á þráðinn til Þorvalds og spurðist fyrir um sýninguna. Hversdagsleikinn mesta ævintýrið Pó að ég segi sjálfur frá var opnunin ævintýraleg," seg- ir listamaðurinn. „Á fjórða hundrað manns kom á opnun- ina og líkaði að ég held ágæt- lega. Sýningin var opnuð með því að fyrsta kakan á kökubasar kvenfélagsins Framtíðarinnar var keypt. Það má segja að sýn- ingin hafi selst upp, þ.e.a.s. það sem var til sölu á henni, því kökubasarinn var keyptur upp á nokkrum mínútum. Þess má geta að núna um helgina verður kvenfélagið Hlíf með kökubasar á sýningunni. Tilgangurinn með Maríu- myndunum var að ná sem mestri fjölbreytni í Maríumynd- um, þannig að það minnti á trú- arlegu Maríumyndirnar, sem eru allt frá því að vera hálsmen og yfir í stór líkneski. Hugsunin var að skoða myndina af hinni nútímalegu, veraldlegu Maríu og setja hana í upphafið sam- hengi. Ég leitaði að Maríunum í símaskránni á Akureyri. Þar fann ég rúmlega fimmtíu Mar- íur, sendi þeim öllum bréf og spurði hvort ég gæti fengið mynd af þeim til að sýna. 36 Maríur sendu mér mynd og eru þær nú á sýningunni. Mínútumyndirnar geri ég í samstarfi við Þorstein J., út- varps- og sjónvarpsmann. Þetta eru hljóðverk, mínútuhugleið- ingar sextán einstak- linga sem voru spurðir ólíkra spurninga. Spurn- ingarnar eiga það sam- eiginlegt að vera „stór- ar“. Svörin voru frá fimm og upp í tíu mínút- ur og úr því var klippt um það bil mínúta, þar sem okkur fannst krist- allast einhver sannleik- ur. Einhvers konar sam- mannlegur raunveru- leiki.“ Þorvaldur hefur sýnt víða um heim á undan- förnum árum og tók meðal annars þátt í sýn- ingunni Container 96 í Kaupmannahöfn, en 96 borgir um víða veröld tóku þátt í þeirri sýningu, „Þar var ég með símaverk, þar sem sýning- argestir gátu hringt um allan heim og þakkað þeim sem styrktu sýninguna," segir Þor- valdur. „Styrkjendurnir voru að sjálfsögðu íbúar þessara 96 borga, tugmilljónir að tölu. Ég hafði safnað símaskrám borg- anna saman, þannig að gestir sýningarinnar gátu hringt í ein- hvern íbúa þessara borga og þakkað honum fyrir framlagið. Gestir lásu af veggspjaldi það sem þeir áttu að segja á við- komandi tungumáli og lögðu svo á. .4aJ5L£ 9 9 €■ (1 J 3' 9 3- * ? * 3 i # $ 9 a a $ 3 & J „Langtímaáætlun mín er að þakka hverjum íslendingi fyrir sig fyrir framlag hans til listarinnar," segir listamaðurinn Þorvaldur Þor- steinsson. Það má segja að þetta verk sé náskylt því sem er á sýningunni hér á Ákureyri, þ.e.a.s. verk sem fjalla um þennan daglega veruleika og sköpunarkraftinn í grámanum. Hinn gráa hvers- dagsleika, sem mér finnst vera mesta ævintýrið. Til að ná þessu hef ég meir og meir verið að vinna beint með fólki. Ég hef mikið tengt einstaklinga við verkin mín, til dæmis í þessu símaverki og eins í borginni Kotka í Finnlandi í fyrra, þar sem ég þakkaði per- sónulega öllum íbúum borgarinnar fyrir að styrkja sýninguna, sem ég tók þátt í þar. Á torgi borgarinnar voru lesin upp nöfn og heimilisföng allra íbúa borgarinnar. Þakkargjörðin stóð yfir í heilt sumar. En sýningin á Akureyri markar nokk- ur tímamót að því leyti að ég er ekki bara að fjalla um fólk heldur er ég einnig að vinna með fólki. Ég fór til að mynda með ljósmyndara inn á tutt- ugu heimili og fékk að mynda fólk við daglegar athafnir, auk þess sem unnin voru fjölmenn skólaspjöld um akureyrskar akademíur sem ekki hafa hlotið fullnaðarviður- kenningu menntamálaráðu- neytis. Um þrjú hundruð manns tóku því beint eða óbeint þátt í sýningunni. Lang- tímaáætlun mín er að þakka hverjum íslendingi fyrir sig fyrir framlag hans til listarinnar. Það er nú bara staðreyndin að allir leggja sitt af mörkum hvort sem þeir vilja það eða ekki eða vita það eða ekki. Einhvern veginn er þetta allt saman samtengt, hvort sem maður er listamaður eða ekki, og hvað öðru háð.“ Friður ogframfarir Framfarir eru fleira en frysti- togarar og fjarlægir fiskiþjóðgarðar. Framfarir gerast okkur nær, hægt, en nartandi, líkt og með nýkeypt- um tönnum fari. Eitt fegursta dæmið er friðun Laugavegar- ins. Fyrsti áfangi fór ísmeygilega fram í nafni fegurðar og götu- lífs. Búnir voru til tangar út úr gangstéttunum sem þrengdu akbrautina, en mynduðu rými fyrir götuhornasamræður. Fólk gat haft með sér stól, svo voru samræðupallarnir rúm- góðir. Að enginn tók annan tali þar hafði að gera með stað- setningu tanganna: Allir á götuhornum sem vísa út á op- ið haf. Þannig var tekið fyrir í fæðingu að umferðarteppur mynduðust. Nú gat umferðin runnið þýð- lega upp og niður Laugaveg. Menn í þungum þönkum, kon- ur með þungar buddur, hund- ar þungaðir kúk, þungbær reiðhjól, barnavagnar með þunglyndum ungbörnum. Úti á akbrautinni; breidd tveir sum- arhjólbarðar og einn Löduöx- ull; siluðust bílarnir þunglega. Þetta gekk bara ekki upp. Eitthvað varð að víkja. Fyrst fuku hundarnir. Árátta þeirra til að kúka á Laugaveginn var talin ólæknandi og þótt hunda- eiendur væru álitnir færir um að beygja sig eftir molunum á Hverfisgötu og Skólavörðustíg var vitað að þeir gætu ekki tínt kúk af Laugaveginum. Einhver misþroski, líklega. Næst voru hjólin tekin út. Þau hefði aldrei átt að leyfa, tugir hjólreiðamanna náðu að slasast þegar innkaupatrylltar kerlingar með tíu tonna burð- arpoka slógu þá af hjólunum. Nú fara aðeins forhertir spennufíklar niður Laugaveg- inn á tveggja tommu röndinni milli nýja malbiksins og skarð- tenntu gangstéttarbrúnarinn- ar. Flestir eru þeir fingurbrotn- ir áður en þeir komast niður í víddir Bankastrætisins og sumum tekst að þrykkja enn betur saman milli akandi og kyrrstæðra bíla. Einstaka verða eftir, vafðir um smátrén sem skógræktin gerir mengun- arþolstilraunir með við Lauga- veginn. Framhald á friðun Laugaveg- arins verður sem hér segir: Næst verða barnavagnarnir bannaðir. Það gerir heilbrigð- isráðherra á þeirri forsendu að Öfgamál Auður Haralds skrifar börnum innan átján ára sé bannað að anda að sér eitur- efnum. Því næst verða eldri borgar- ar fjarlægðir. Þeir hafa hvort „Næstvoru hjólin tekin út. Þau hefði aldreiátt að leyfa, tugir hjólreiða- manna náðu að slasast þegar innkaupatrylltar kerlingar með tíu tonna burðarpoka slógu þá af hjólunum. Nú fara aðeins forhertir spennufíklar niður Laugaveginn á tveggja tommu röndinni milli nýja malbiksins og skarðtenntu gangstéttar- brúnarinnar.11 eð er svo lág ellilaun að þeir eyða engu og eru þar með til óþurftar og tafa fyrir hina. Fegrunarnefndin fær því svo framgengt að ófríðu fólki verði bannað að þvælast á Lauga- veginum. Upp úr þvf verða fáir aðrir eftir en fangarnir í hæggengri bílaröðinni sem sleppa aldrei út úr gasklefunum sínum vegna fimmtíukallaleysis. Þeir sitja samankrepptir á Lauga- veginum og bora í nefið (hæsta nefhreinsunartíðni er á löngum laugardögum) og. skutla uppgreftrinum út um bílgluggana. Stefnt er að því að fyrir jól verði horkúluhrúgurn- ar á Laugaveginum orðnar minnst jafnmyndarlegar og hundakúkurinn hefði getað orðið. Lokatakmarkið er alfriðum Laugavegarins fyrir vorið. Þá getum við hætt að gapa af hrifningu við sjónvarpið yfir að Júgóslavar geti lært ís- lensku á Flateyri og byrjað að gapa af hrifningu yfir að kaup- menn af Laugaveginum hafi lært að flaka fisk á Fáskrúðs- firði. spurt... Ef þú fengir að hoppa inn á Alþingi í einn dag og gætir komið í gegn hvaða frumvarpi sem þú vildir, hvað yrði fyrir valinu? Elsa B. Valsdóttir, formaður Heimdallar: „Ætli ég mundi ekki reyna að semja frumvarp sem afnæmi öll þessi óþarfa frumvörp og óþarfa lög sem við sitjum uppi með í dag. Þetta frumvarp mundi takmarka hlutverk ríkisins við það að halda uppi lögum og reglu í landinu og leggja leikreglurnar fyrir sam- félagið en láta það að öðru leyti afskiptalaust. — Jújú, það ætti að vera hægt að koma þessu fyrir í einu frumvarpi, ég trúi ekki öðru."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.