Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 6

Helgarpósturinn - 23.04.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1997 fí3m Samtök Filippseyinga á íslandi: KhlhÍHg vaklaba ■ Tvær stjórnir starfandi í sama félaginu ■ Harðar deilur um kennitölu ■ Sáttafundur á leynimyndbandi ■ Ásakanir og brigslyrði ganga á víxl Iú eru starfandi tvær útgáfur af „Filippínska-Íslenska Félaginu". Félagið var stofnað í febrúar 1990 og mun hafa talið alls um 180 meðlimi þegar flestir voru í því. Fyrir um ári varð klofningur í stjórn félagsins sem leiddi til þess að nú starfa tvær stjórnir sem hvor um sig gerir kröfu til að teljast sú eina löglega. Brigslyrð- in ganga á víxl og orð stendur gegn orði. í daglegu tali meðlimanna gengur félagið undir nafninu FIA sem er skammstöfun fyrir enska heitið „Filip- ino-Icelandic Association". Deilurnar í félaginu virðast einkum snúast um eina persónu, Mariu Priscillu Zanor- ia, en hún hefur búið alllengi á íslandi og var á sínum tíma ein af stofnend- um félagsins. Priscilla, eins og hún mun almennt nefnd, er af andstæðing- um sínum sökuð um að vilja reka fé- lagið sem einkaeign sína, hafa þegið umboðslaun af verði farseðla til Fil- ippseyja og jafnvel rekið hjónabands- og atvinnumiðlun og tekið gjald fyrir. Priscilla neitar þessum ásökunum og eitt þessara atriða varðar, umboðs- launin, hefur hún hrakið með skrifleg- um vottorðum. Priscilla á prósentum? í FIA-News, félagsblaði sem gefið er út á íslensku og ensku, fullyrðir Alex- ander G. Bjömsson, gjaldkeri í þeirri stjórn sem kenna má við Ragnar Hall- dórsson, að Priscilla hafi fengið „pró- sentur af farmiðum til Filippseyja hjá Ratvís árin 1990 til 1994, 4,5%, og hjá Samvinnuferðum-Landsýn árið 1995, 2,5%“. Alexander segir ennfremur að þetta hafi Priscilla staðfest sjálf á að- alfundi félagsins 1995. Priscilla brást hart við þessum full- yrðingum og birti í blaði sínu tvö vott- orð, annað frá Samvinnuferðum- Landsýn, hitt frá Ratvís, þar sem ferðaskrifstofurnar staðfesta að Priscilla hafi ekki þegið nein umboðs- laun. Vottorðið frá Samvinnuferðum- Landsýn er dagsett 17. september á síðasta ári og er svohljóðandi: „STAÐFESTING Það staðfestist hér með að Maria Priscilla Zanoria, 160155-7369, Aust- urgerði 6, 200 Kópavogi, hefur aldrei þegið umboðsiaun frá Samvinnuferð- um-Landsýn vegna ferða Filippsey- inga til og frá íslandi. Vi rðinga rfyllst, Kristján Gunnarsson fjármálastjóri. “ Vottorðið frá Ferðaskrifstofunni Ratvís er nákvæmlega eins orðað að undanteknum nöfnum og dagsetning- um. Þar stendur reyndar aðeins „vegna Filippseyinga" en ekki „vegna ferða Filippseyinga“. Síðarnefnda vottorðið er dagsett 19. september. Krístján Gunnarsson staðfesti í samtali við Helgarpóstinn að hafa gef- ið þetta vottorð út. Hann sagði Prisc- illu vissulega oft hafa vísað lands- mönnum sínum til Samvinnuferða- Landsýnar en afskipti hennar myndu einkum hafa falist í að benda fólki á að hafa samband við þann starfs- mann sem best þekkti til þessara mála og hann vissi ekki til að hún hefði nokkurn tíma fengið nein um- boðslaun fyrir það. Sjálf sagðist Priscilla í gær vera að íhuga að höfða mál vegna þessa róg- burðar. Ólöglegur aðalfundur? Fyrir rúmu ári, jiann 30. mars 1996, var haldinn aðalfundur í félaginu. Strangt tekið var þessi fundur ekki löglegur. Aðalfund á samkvæmt lög- um félagsins að boða með fjórtán daga fyrirvara en aðeins tólf dagar liðu frá fundarboði til fundardags. Á þessum fundi átti samkvæmt lögum ekki að kjósa stjórn. Hún hafði verið kjörin á aðalfundi árið áður og til tveggja ára. Ragnar Halldórsson for- maður komst ekki á aðalfundinn en sendi þangað bréf þar sem hann sagði af sér störfum. Um það sem síðan hefur gerst fer mjög tvennum sögum. Fundir voru haldnir í herbúðum beggja aðila og áður en varði var svo komið að í félag- inu voru starfandi tvær stjórnir og nú virðist klofningurinn í tvö félög orð- inn óumflýjanlegur. Enn er þó ekki að fullu útkljáð hvort félagið heldur kennitölunni sem Hagstofan úthlutaði á sínum tíma og að sjálfsögðu stendur styr um eignir félagsins, sem reyndar munu ekki miklar. Afsögn dregin til baka Eftir aðalfundinn 30. mars í fyrra virðist til að byrja með hafa verið leit- að sátta í félaginu. Lagt var að Ragn- ari Halldórssyni að draga afsögn sína til baka. Áður en lengra er haldið er þó rétt að kynna til sögunnar þá stjórnarmenn í FIA sem kjörnir voru til tveggja ára á aðalfundinum 1995 og hefðu því að öllu óbreyttu átt að sitja til aðalfundarins 1997. Stjórnarlistinn leit þannig út: Ragnar Jóhann Hall- dórsson formaður, Maria Priscilla Za- noria varaformaður, Baldvin Áma- son ritari, Sigurður Antonsson gjald- keri og Magnús Þór Einarsson með- stjórnandi. 2. apríl var haldinn stjórnarfundur í FIA. Á þann fund mættu Baldvin Árna- son og Magnús Þór Einarsson ásamt Ragnari Halldórssyni, sem sent hafði boð á aðalfundinn um afsögn sína. í fundargerð sem undirrituð er af ritara félagsins kemur fram að Magnús Þór Einarsson hafi sagt af sér stjórnarsetu á þessum fundi. Síðan segir í fundar- gerð að Ragnar Halldórsson hafi fall- ist á að draga afsögn sína til baka. Ragnar og félagar hans halda því fram Mlfíft*** mmu i stoS&ttí 4 f~ „ ' di * s,-d *' H*.' > ,*■* f; 44 v* Priscilla er miðdepillinn í hatrömmum deilum í sam- tökum Filippseyinga á ís- landi. Henni er borið á brýn að taka umboðslaun af far- seðlum samlanda sinna og að reka hjónabands- og at- vinnumiðlun. Priscilla íhug- ar að höfða mál vegna róg- í sinni útgáfu af FIA-News að Magnús Þór hafi dregið afsögn sína til baka eftir að ljóst var að Ragnar yrði áfram formaður en fallið hafi niður að gera grein fyrir því í fundargerð. í þessu blaði er birt ljósrit af fund- argerðinni í heilu lagi með undirskrift Baldvins. í blaði sem gefið var út af hinum arminum, þeim sem Priscilla veitir forstöðu, er annars vegar birt afsagnarbréf Ragnars og hins vegar ljósrit af fundargerðinni frá 2. apríl. Hér hefur ljósritið hins vegar verið klippt til þannig að nú virðist ekkert hafa gerst á fundinum annað en það eitt að Magnús Þór Einarsson hafi sagt af sér. Tvær stjórnir Nú eru menn ekki sammála um hversu margir hafi verið á stjórnar- fundinum 2. apríl í fyrra. Ragnar Hall- dórsson fullyrðir í grein í félagsblaði síns arms að þar hafi verið mættir all- ir stjórnarmenn, þ.e. stjórnin eins og hún var kosin á aðalfundinum 1995. Baldvin Árnason tekur í sama streng í samtali við HP. Priscilla Zanoria aftek- ur hins vegar að hafa verið viðstödd. Á stjórnarfundinum 2. apríl var enn- fremur ákveðið að halda framhalds- aðalfund 22. apríl. Samkvæmt lögum félagsins virðist þetta vera nokkuð vafasöm ákvörðun en ekki virðist frá- leitt að aðaltilgangurinn hafi verið að kjósa varamenn í stjórn. Nýi aðalfund- urinn var á endanum haldinn 25. maí og þar voru kosnir fimm varastjórnar- menn. Tveir þeirra færðust sjálfkrafa upp í stjórn í stað Priscillu Zanoria og Sigurðar Antonssonar, sem ekki mættu lengur á fundi í þessum armi félagsins. Nýju stjórnarmennirnir voru Linda Perez og Alexander G. Björnsson. Nú víkur sögunni að Priscillu Za- noria og stuðningsmönnum hennar. í útgáfu þessa arms félagsins af FIA- News er birt tilkynning, dagsett 31. mars, daginn eftir aðalfundinn, þar sem því er lýst yfir að afsögn Ragnars Halldórssonar daginn áður sé sam- þykkt og Priscilla Zanoria hafi sem varaformaður tekið við starfi for- manns. Undir þetta rita þrír þeirra fimm stjórnarmanna sem kjörnir' höfðu verið á aðalfundinum 1995, þau Maria Priscilla Zanoria, Sigurður Antonsson og Baldvin Árnason. Sami maðurinn í báðum stjórn- um Síðasta nafnið vekur óneitanlega at- hygli. Baldvin var framan af í báðum stjórnum, ekki vegna þess að hann léki tveim skjöldum í málinu heldur virðist hann vera sá sem lengst reyndi að halda félaginu saman og ná sáttum. Hinn 15. júlí sl. sumar er svo dag- sett skjal þar sem nýir meðlimir hafa verið teknir inn í stjórn þess arms sem Priscilla Zanoria leiðir. í þessu skjali eru taldir upp fimm stjórnar- menn: Maria Priscilla Zanoria formað- ur, Baldvin Árnason varaformaður, Svandís Gyða Ycot, Sigurður Rafn Antonsson og Magnús Þór Einarsson. Við nafn Magnúsar stendur sú at- hugasemd að hann hafi látið af störf- um 2. apríl. Hverjir mættu 2. aprfl? Varðandi lögmæti eða lögleysu þess sem á eftir fór skiptir augljóslega verulegu máli hverjir voru á stjórnar- fundinum 2. apríl. Um það ber stjórn- armönnum alls ekki saman. Ragnar Halldórsson, sem á þessum fundi dró afsögn sína til baka, segir í blaði síns arms að allir stjórnarmenn hafi verið viðstaddir. í samtali við HP í gær ítrekaði hann þetta en kvaðst þó ekki treysta sér til að fullyrða að Sigurður Antonsson hefði verið þar. Um nær- veru Priscillu kvaðst hann hins vegar alveg fullviss. Baldvin Árnason sagði í gær að sig minnti að Priscilla hefði verið viðstödd en hins vegar ekki Sig- urður. Sjálf fullyrðir Priscilla hins veg- ar að hún hafi ekki mætt á þennan fund. Sáttafundur á myndbandi Þann 1. september var haldinn fundur á heimili Priscillu til að leita sátta í deilunum um félagið. Þangað kom Ragnar Halldórsson til fundar við Priscillu og stjórnarmenn hennar. Þessi fundur mun hafa verið tekinn upp á myndband, raunar án vitundar Ragnars. Tveir möguleikar voru ræddir á þessum fundi. Annar var sá að báðar stjórnirnar færu frá og boð- að yrði til félagsfundar þar sem kjörin yrði ný stjórn fyrir félagið. Þennan möguleika var Ragnar tilbúinn að fall- ast á. Hinn kosturinn sem ræddur var á fundinum var sá að gamla stjórnin, sem upphaflega hafði verið kjörin 1995 til tveggja ára, tæki við félaginu aftur og sæti það sem eftir væri af kjörtímabilinu eða fram í mars á þessu ári. Á þennan kost vildi Ragnar ekki fall- ast. I samtali við HP í gær sagði hann ástæðuna þá að hann hefði ekki séð sér það fært í ljósi þess sem á undan var gengið. Deilur um kennitölu Ragnar Halldórsson hafði í júní sent Hagstofu íslands tilkynningu um breytta stjórn í félaginu. Frá 11. júní var Ragnar skráður forsvarsmaður fé- lagsins, Þessari skráningu fékk Prisc- illa Zanoria breytt í september en Ragnar fékk henni síðan enn breytt í febrúar á þessu ári. Síðdegis í gær barst svo beiðni um afturvirka skráningu frá lögmanni Priscillu, Lúðvík Emil Kaaber. Lög- maðurinn skrifaði ítarlega greinar- gerð með þessari beiðni þar sem hann rakti gang máia, frá sjónarhóli skjólstæðings síns. Hagstofan varð við þessari beiðni síðdegis í gær og þegar lokað var í Skuggasundinu í gærkvöldi var Maria Priscilla Zanoria þannig aftur skráð forsvarsmaður „Filippínska-Íslenska Félagsins“. Þess má að lokum geta að eftir því sem næst verður komist er félag Priscillu Zanoria mun fjölmennara en það félag sem Ragnar Halldórsson er í forsvari fyrir. A aðalfundi í félagi Ragnars munu 38 hafa verið skráðir í félagið. Á aðalfund í félagi Priscillu mættu að sögn 60 manns og að því er fram kemur í greinargerð lögmanns hennar eru nú um 150 manns skráðir í það félag.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.